Fálkinn - 18.08.1939, Qupperneq 6
6
F Á L K I N N
Mark Hellinger:
Hjálpið aumingjanum.
JjAí) VAH SÓL og steikjandi hiti.
Vorið var í almætti sínu og ail
stóð í blóma og ilmur og fuglasöng-
ur fylti loftið. í fjarlægð hljes eim-
lest, sem rann framhjá. Ketlingur
var að leika sjer við skuggann sinn
í garðinum.
Gamla konan lá á hnjánum á rósa-
beðinu. Hún var með stóran, barða-
breiðan stráhatt á höfðinu og græna
svuntu yfir kjólnum. Hún lá þarna
og var að róta upp moldinni kring-
um rósirnar með kolareku, og sá
ekki gamla manninn, sem kom inn
um hliðið. Hún heyrði ekki einu
sinni (il hans fyr en hann var kom-
inn alveg að henni.
Hún Ieit upp og rendi á hann
augunum, neðan frá og upp úr.
Skórnir voru í tætlum, svo að berar
tærnar stóðu út úr, buxnaskálmarnar
gauðslitnar að neðan, hnjen gljáandi
af skít. Enginn hnappur eftir á
jakkanum. Skyrtan var óhnept (hún
Iiún sú ekki r/amla manninn, sem
kom inn um hliðið.
var ekki hrein, sú), svo að sá í svart-
an og sinaberan hálsinn á mannin-
um. Andlitið skítgrátt og alvarlegt.
„Hvers óskið þjer?“ spurði hún.
ekki sjerlega hlýlega en heldur ekki
önug — luin bara spurði. Augnaráð
mannsins var eins og þeirra sem
soltnir eru. Hann virtist fara hjá
sjer og var sneypulegur.
„Jeg sá yður utan af veginum,“
sagði hann, „og þá datt mjer í hug,
að þetta væri ekki vinna fyrir frúr
— og að jeg gæti gerl þetta fyrir
yður. Jeg skal taka til hjerna í garð-
inum, ef þjer kærið yður um.
Hún Jagði frá sjer rekuna og stóð
upp: „Eruð þjer svangur?“ spurði
hún.
Hann sagði nei, en það var auð-
sjeð að hann laug.
„Mig langar til að vinna mjer inn
nokkra aura,“ sagði hann, „aðeins
fáeina aura, svo að jeg geti látið
þvo fötin mín, og kanske eignast
fyrir sokkum, en jeg vil helst vinna
fyrir þeim — ef þjer kærið yður
um að jeg . .. .“
Hún horfði á hann — lengi. Svo
þurkaði hún sjer um hendurnar á
svuntunni sinni.
„Svei mjer ef jeg held ekki, að
yður sje þetta alvara," sagði hún.
„Þakka yður fyrir,“ sagði liann
innilega. Hann skimaði kringum sig.
Svo andvarpaði hanri og brosti rauna
lega.
„Einu sinni átti jeg líka svona
garð,“ sagði hann — og tók ekki eft-
ir hve forviða gamla konan varð,
„en luisið var öðruvísi, stíllinn var
cnskari, sjáið þjer.“
„Hafið þjer — þjer átt hús?"
spurði hún.
„Já, það hefi jeg gert. Það var áð-
ui en kreppan kom. Við keyptum
hús á Lond Island, konan mín og
jeg. Við áttum líka dálitinn vagn i
þá daga. Og peninga í bankanum.
Ekki mikla peninga að vísu, en nóg
til að 4fa af, eins og þá var.“
Gamla konan horfði á hann með
innilegri hluttekningu.
„Og hvað gerðist svo?“ spurði hún.
„Iíkki annað en það, að jeg misti
það al(.“ Hann ypti öxlum. „Æ,
en þjer skuluð ekki vera að kenna i
brjósti um mig, frú, örlög mín urðu
ekki verri en svo margra annara
og jeg — jeg tóri þó allajafnan enn-
þá ■—- það var ekki það versta að
jeg misti húsið og peningana, þegar
kreppan kom, það versta var“ •—
hann talaði svo lágt, að hún heyrði
varla orðaskil — „það versta var að
jeg misti konuna mína og' hana litlu
dóttur mína. Þær fóru frá mjer. Jeg
hefi ekki sjeð þær síðan.“
Það er erfitt að finna viðeigandi
orð þegar maður talar við raunþjáða
menn - gamla konan ypti öxl-
unum vandræðalega og svo sagði
hún:
„Viljið þjer ekki bolla af kaffi?“
„Nei, þakka yður fyrir,“ sagði
hann að vörmu spori, „en ef jeg
má hjálpa yður með rósirnar frú
......?“
„Það er engin þörf á því, og sann-
ast að segja vil jeg eiga við þær
sjál f,“ sagði hún og tók af sjer
svuntuna, „en jeg get eflaust gerl
yður eitthvað til þægðar núna — og
svo þegar þjer eigið leið lijerna
framhjá næst, þá er sennilegt, að
eitthvað sje, sem þjer getið hjálpað
okkur með í garðinum. Komið þjer
með mjer inn, við skulum sjá til
hvort ......“
Hann fór inn á eftir henni. Hún
bað hann að bíða í forstofunni. Eft-
ir stutta stund kom hún til baka
hlaðin.
, Maðurinn minn notar alveg sömu
fatastærð og þjer,“ sagði hún. „Þessi
föt hefir hann ekki komið í nema
tvisvár sinnum, en honum líkuðu
]vau ekki, og sokkarnir hjerna — ja,
þeir eru kanske fullstórir en þeir
eru sem nýir, og svo eru þarna
tvær skyrtur, þær eru ekki fínar, en
|)ær eru þó báðar heilar og hreinar.“
Hendurnar á gamla manninuin
skulfu þegar hann tók við fatnaðin-
um. Munnvikin vipruðu þegar hann
reyndi að þakka fyrir, en hann kom
ekki upp nokkru orði. Iíonan óskaði
honum alls góðs er hún kvaddi hanu.
Og svo fór hann-----------
Klukkutíma síðar stóð gamli mað-
urinn í skriflabúðinni.
„Hvað viljið þjer borga mjer fyrir
þessi föt?“ spurði hann. „Þau eru
sem ný — hafa aðeins verið notuð
einu sinni, herra minn.“
Veðlánarinn horfði á hann.
„Komið þjer nú aftur með föt?“
sagði hann forviða. „Þjer hljótið að
kunna einhverja sjerstaka aðferð,
þetta eru fjórðu fötin, sem þjer kom-
ið með þessa vikuna — hvernig fat-
ið þjer eiginlega að þessu?“
„Kemur ekki yður við,“ svaraði
gamli maðurinn óþolinmóður. „Hv .ð
horgið þjer fyrir þetta alt •— sokk-
ana og skyrturnar líka?“
Veðlánarinn skoðaði hrúguna.
„Jeg hefi svo mikið fyrirliggjandi
af notuðum fötufn núna, — en þjer
eruð góður skiftavinur jeg borga
yður — hvað eigum við að segja
- fjóra dollara. Fyrir alt - sokk-
ana lika.“
„Það er of lítið — kanske jeg fari
með það til Jóhanns.“
„Jæja, segjum þá 4.25.“
„Ekki undir 4.50.“
„Jæja, liálfan fimta þjer setjið
mig á liausinn áður en líkur, — en
hvernig farið þjer að þvi, að ná í
fernan alklæðnað á einni viku. Jeg
hefi aldrei vitað yðar maka. Það er
satt.“
„Jeg fer á morgun, Jack.“
„Svo. Hversvegna gerið þjer það?
Þjer rakið saman peningum hjerna.“
„Já, það er eiginlega þessvegna
sem jeg fer. Það er ekki meira að
gera hjerna núna. Jeg hefi húsviti-
að allstaðar, og nú eru hvergi göm-
ul föt eftir. Verið þjer sælir, Jack.“
Við miðdegisborðið var gamla
konan að segja manninum sínum frá,
hvað gerst hefði um daginn.
„Jeg þoli hvorki betlara nje lands-
hornamenn, það veistu vel, Harry,“
sagði hún. „En þessi maður — hann
var annarskonar. Þú hefðir átt að
sjá augun í honum. Þennan mann
vantaði ekki annað en hjálp til að
komast á rjettan kjöl.“
,,Á rjettan kjöl. Mjer heyrðist þú
segja, að þetta væri gamall fauskur."
„Gamall? Ójá, að vísu — en það er
aldrei að vita, hvaða áhrif dálítil
óvænt hjálp getur haft ■— uppörfun
i rjetta átt.“ Hún brosti ánægjulega.
„Jeg hefði gaman af að sjá framan
i hann, þegar hann finnur tuttugu
dollara i buxnavasanum á fötunum,
sem jeg gaf honum.“
HENRY ARMSTRONG.
Nafnið hæfir vel hnefaleikamanni,
enda þykir þessi svertingi afbragð
annara manna i þeirri grein. Hann
er eini maðurinn i sögu hnefleik-
anna, sem á sama árinu hefir hlotið
heimsmeistaratign i fjaðurvigt, Ijett-
vigt og weltervigt. í maí síðastliðn-
um varði hann tign sína — og hjelt
henni — í síðastnefnda þyngdar-
flokknuin, gegn Englendingnum Ern-
ie Roderick.
Sir Robert Vansittart.
Bretar skifta ofl um utanríkisráð-
herra, en þó er rauður þráður í ut-
anríkisstjórn þeirra og þann þráð
spirinur feitur og stór maður, sem
heitir sir Robert Vansittart. Hanu
hefir verið einskonar undir-utanrík-
isráðherra Breta siðan 1931 og það
er fullyrt, að hann hafi ráðið meiru
en sjálfir utanríkisráðherrarnir. í
vor var reynt að hágga við honum,
en von hráðar var hann tekinn í sátt
aftur og það hefir sannast sem sagt
var, að hann væri sterkasti maður
í stjórn Bretlands.
Sir Robert veit meira um utanrik-
ismál en nokkur utanríkisráðherra.
Þegar nýr ráðherra er útnefndur tei.-
ur sir Robert hann á skólabekk og
fræðir hann um fjölda mála, sem
hann vissi ekkert um. Yfirboðarar
hans eru hálfsmeykir við hann og
undirmönnunum finst hann harð-
stjóri. Það var hann, sem skifti
sendisveinariturum i fjórtán flokka
og í fyrsta flokki nefndi hann gáf-
aða menn og lata — þeir væri bestir.
Sir Robert er af hollenskum ætt-
um, forfaðir hans, Peter van Sittard
var kaupmaður, sem fluttist til Eng-
lands á 17. öld. Sonarsonur hans
varð enskur landstjóri í Bengal og
afkomendur hans urðu hershöfðingj-
ar, aðmírálar og háttsettir embættis-
menn. En allir græddu þeir peninga,
og sir Robert er einn af ríkustu
mönnum Englands.
Hann fæddist 1881, gekk á Eton-
skóla og varð ritari i utanríkisráðu-
neytinu 1902. Svo var hann sendur
til París, fluttist siðan milli sendi-
sveitanna í Teheran, Cairo og Stokk-
hólmi en þaðan aftur til Paris, þar
sem hann kunni best við sig. En
1920 kvaddi Curzon lávarður, sem
þá var utanríkisráðherra, hann heim
og gerði hann að einkaritara sínum.
Var hann einkaritari forsætisráð-
herra og varadeildarstjóri í næstu
11 ár, en tók þá við embætti því,
sem hann hefir gegnt siðan og talið
er eitt hið ábyrgðarmesta embætti i
ensku stjórnarráðunum.
Oft hefir hann orðið fyrir skömm-
um, en hann lætur það ekkert á sig
fá. Hann situr jafnan við sinn keip
og fer sínu fram hvað sem liver seg-
ir. Annars er sjaldan á hann minst
það er utanrikisráðherrann, sem
er opinbera persónan, en sir Robert
heldur sig í skugganum. Og í tóm-
stundum yrkir hann ljóð og hefir
gefið út margar ljóðabækur og sjö
leikrit.
Ekki einsdæmi!
Franska gamanblaðið Le Pire seg-
ir frá því, að skömniu eftir að styrj-
öldin hófst milli Abessiniu og Ítalíu
hafi leynierindreki frá Hail Salassie
komið lil Róm til að semja við
Mussolini. Hann kom á fund með
Mussolini og ráðherrum hans og
hlýddi á skilyrðin, sem sett voru
fyrir því, að Haile Selassie l'engi að
sitja áfram á stóli Abessiníu: ■—
Hann verður áfram keisari Abess-
iníumanna, en Mussolini skipar alla
ráðherra 'hans, hefir umsjón með
fjármálum ríkisins, hernum, dóm-
stólunum, námunum, vegunum,
tollmálunum. Hann skipar alla em-
bættismenn ríkisins og stjórnar öll
um málefnum þess, bæði út á við
og inn á við, en Haile Selassie und-
irskrifar öll skipunarbrjef Mussolin-
is. Og svo fær keisarinn fösl árs-
laun.
Sendimaðurinn mótmælti þessu:
Enginn þjóðhöfðingi í veröldinni
hefir nokkurntíma sætt sig við slík
boð. En þá heyrðist mjúk rödd út í
horni:
— Jú, jeg!
Það var Victor Emanuel ítalakon-
ungur, sem stóð í horninu.