Fálkinn - 18.08.1939, Qupperneq 11
F Á L K I N N
11
ÚTIKJÓLL,
þjetthneptur að framan meÖ „plat-
blúsu“.
EFTIRMIÐDAGSKJÓLL,
úr svörtu stórrósuðu „crepe de
chine“. Kjóllinn er þar fyrir utan
prýddur tveimur slaufum og auk
þess er blúnda að neðan.
HVÍTUR STRÁHATTUR MEÐ
MARINEBLÁU BANDI.
Þetta er einn af þessum nýtísku
höttum, sem ekki þýðir að setja upp
nema hárið sje í lagi. Það eru erf-
iðir tímar, sem við lifum á!
SUMARDItAGT.
Þessi kjóll er úr alsilki. Pilsið er
„plisserað". Treyjan er úr „pique“.
Við þessa dragt fer vel að nota hvít-
an stráhatt með slöri eins og mynd-
in sýnir.
HENTUGUR KJÓLL,
úr smárósóttu silkiefni, með plisser-
uðu pilsi og nokkuð víðri blúsu, sjer-
staklega vel fallinn sem útikjóll.
FALLEG TVÍLIT DRAGT.
Það er viðurkent, að fólk sýms!
grennra í köflóttum fatnaði, ef sniðið
ei á ská úr efninu, eins og pilsið
hjer á myndinni. Jakkinn, sem er
mjög einfaldur, er hentugur við
sportdragtina og eins við götudragt-
ina, ef dökt pils er haft við.
„CYCLAMEN“-BLEIK DRAGT MED
FANGAMARKI.
Parísarstúlkurnar hafa í ár reynst
svarta litnum ótrúar, sem undanfarið
hefir verið þeirra uppáhaldslitur og
hafa þær fest ást á bleika litnurn.
Hann er nú notaður í alt mögulegt:
undirföt, hatta, slör, hanska, tösk-
ur og skófatnað. Hjerna sjest bleik
dragt með svartri bryddingu.
SVARTUR STRÁHATTUR MEÐ
SVÖRTU FLAUELISBANDI.
Þetta er mjög einkennilegur og
jafnframt klæðilegur hattur. Fuglinn,
— sem gæti þá og þegar flogið og
tekið sjálfan hattinn með — á sinn
þátt i að setja fallegan svip á liatt-
inn.
FALLEGUR HVÍTUR HATTUR,
yfirdektur með slöri og prýddur
blómum og slaufu.
Frúin: Góðan daginn, prestur góð-
ur! Hvað heyri jeg, ekki nema það
þó, að þjer sjeuð orðinn bindindis-
maður. Svo að nú get jeg ekki einu
sinni boðið yður bjór.
Presturinn: Nei, frú, það megið
þjer ekki — en þjer getið reynt að
svíkja hann ofan í mig úr hvítöls-
flösku.