Fálkinn


Fálkinn - 25.08.1939, Blaðsíða 14

Fálkinn - 25.08.1939, Blaðsíða 14
14 F Á L K 1 N N .í leið til landnámsins. Templarar hefja landnám. Skáli Templara viö Elliöavatn. ast enginn um það, að eining þeirra og baráttuhæfni mundi enn meiri en nú,er, ef þeir gætu á einhvern hátt aukið starf sitt á verklega vísu, og þar með skapað grundvöll fyrir auknu samstarfi og um leið ný og heillandi verksvið fyrir þá æsku sem skipar sjer í fylkingu Templara. Meðal Templara í Reykjavik er nú hafin nýr þáttur í starfi þeirra, sem einmitt lineigist í þá átt, sem minst hefir verið á hjer að framan. Fyrir atbeina þingstúkunnar, en hún er sambandsstúka, hafa Templarar feng- ið land til umráða fyrir ofan Elliða- vatn. Landið er um 11 hektarar og er það að mestu leyti tómt hraun, holt og móar. Staðurinn er prýði- lega valinn, því að þarna þykir mjög fallegt og svo er hann svo nærri bænum, að unt er að komast þang- að án tilfinnanlegs kostnaðar. Þann 14. ágúst 1938 hófu Templarar land- nám sitt þarna. Síðla sumars var lok- ið við að girða landið og byrjað á vegalagningu. Nú hefir verið reistur þarna skáli 4.30x6.40 á stærð og er ætlunin að stækka hann næsta sum- ar. Þá hefir verið lokið við að leggja bílfæran veg frú Elliðavatni og þang- að heim. í vor settu Templarar nið- ur 4000 birkiplöntur í Iandi sínu, og hefðu sett niður meira, ef kostur hefði verið að ná i fleiri plöntur. Mun því starfi verða haldið áfram framvegis. Þá er þarna verið að gera tilraunir með 20 harðgerar trjá- tegundir og eru þær meðal annars frá Síberíu, Japan, Alaska og Kóreu. Stjórnar Ólafur Friðriksson fyrv. rit- stjóri þessum tilraunum. Þessi friðreitur og samkomustað- ur Templara var vígður síðastlið- inn sunnudag. — Sigurður Guð- mundsson, Ijósmyndari, setti vígslu- athöfnina og stýrði henni, en liann er formaður landnámsnefndar og hefir manna mest unnið að því að koma þessari hugmynd i fram- Vegurinn ruddtir. kvæmd. Vígsluræðuna hjelt Sigurð- ur Þorsteinsson, þingtemplari. Því næst voru sungin vigsluljóð eftir Kristmund Þorleifsson. Helgi Sveins- son, umdæmiskanslari, flutti því næst ræðu, en að henni lokinni var sung- ið „Mildur blær sjer leikur liægt í lundi“, eftir Richard Beck. Kór I. O. G. T. söng svo nokkur lög undir stjórn Jóhanns Tryggvasonar og þar á meðal eitt frumsamið lag til land- námsins. Sigfús Sigurhjartarson stór- kanslari flutti því næst ræðu og síð- an var sungið „Þú tigna fold, sem ert vor allra móðir“, eftir Kristmund Þorleifsson. Að lokum hjeldu ræður Flosi Sigurðsson og Guðjón Hall- dórsson, sem einnig flutti kvæði ti 1 sjálfboðaliðanna. Alt það sem gert hefir verið á ,,Jaðri“, en svo heitir hinn nýji skemtistaður Templara, hefir verið unnið af sjálfboðaliðum. Innan fárra ára munu Templarar eignast þarna- fagurt land skreytt trjám og öðrum gróðri. Það er ástæða til að óska Templurum í Reykjavík til hamingju með landnámið og óska þess jafnframt, að fleiri fjelög verði til þess að hefja samskonar starf. Það er þroskavænlegt fyrir fjelögin og drjúgt spor í áttina til að klæða landið skógi. Nr. 3040567. Framh. af bls. !). saman um garðinn, sem þau höfðu hitst í fyrsta skifti, og sátu á bekknum, sem hann hafði sofnað á, yfir lúxus-harnavagn- inum sinuni. Oft Jiar svo við, að barnfóstra settist þarna lijá þeim, með spá- nýjan barnavagn, með hjalandi livítvoðung í. Og þau brostu bæði, og liugsuðu til barnavagns- ins þeirra, sem stóð vel geymd- ur heima lijá lienni. Og þegar liún liallaði lijarta liöfðinu upp að öxlinni á hon- um, og þeim leið verulega vel, ]iá lygndi liann aftur augunum og þaklraði af lieilum hug vá- tryggin gabj óðnu m, sem Iiafði prakkað upp á Iiann barnavagn- inum. Svo sagði Croof upp herberg- inu sínu bjá malseljunni liann ætlaði að gifta sig. Hvorki frú Henderson nje neinn annar í matsölunni frjettu nokkurntíma barnavagnsæfin- týri Croofs, en það gerir nú minna til. Hitt er leiðara, að Simpson & Simpson skyldu ald- rei fá að vita um það — því að það hefði verið efni i góða aug- lýsingu. „Kaupið lúxus-Simpson þá eruð þjer viss um að giftast!“ dletglB Schreibmasctiinso, Það eru algild sannindi, að hugir manna sameinast best til átaka í hagnýtu og lífrænu starfi. Hjer í landi starfa fjölda mörg fjelög, sem að miklu leyti byggja starfsemi sína á fundarhöldum og skemtunum; slíkt getur verið gott, en er samt i flestum tilfellum engan veginn nóg, til þess að skapa fjörugt og and- vararíkt fjelagslíf og fjelagslega þroskað fólk. Hugur og hönd þurfa að flytja þær hugsjónir, sem til verða í fundarsölunum, út lífið og klæða þær holdi hins athafnarsama Sig. Þorsteinsson flytur vígslurœöuna. og framsýna manns, sem vill láta verkin tala. Ef slíkt væri efst á baugi hjá öllum þeim fjelögum, sem starfa hjer á landi, þá mætti eflaust sjá mörg merki þess, hve samtök einstaklinganna geta í verk komið. Templarar eru fjölmennir um land alt. Enginn maður, er tengir liugsan- ir sínar við heilbrigða háttu, efast um ágæti þeirrar stefnu, sem þeir berjast fyrir. En þrátt fyrir það ef- SjálfboðaliÖarnir viÖ vinnu viÖ ElliÖavatn. Gullsekkur undir höfðinu. Lögreglan í New York fann ný- lega hjón með 4 ára gamla dóttur sina sofandi í Grant Park með poka undir höfðinu. Maðurinn lijet Mc- Dermot og sagði hann lögreglunni, að i pokanum væri gullsandur, n.inst 2000 króna virði, sem hann hefði ekki getað komið í peninga. Hann var alveg auralaus og þess- vegna varð hann að liggja úti. Gull- sandurinn var rannsakaður og reynd ist svo góður, að McDermott gat selt námu sína, sem sandurinn var úr, fyrir miljón krónur. Svo að aú þarf hann ekki að iiggja úti og getur Iík- lega keypt sjer mýkri kodda. Kreugermyndin fór á hausinn. A/B City Film í Sviþjóð tók sjer fyrir hendur að géra mynd af hinu æfintýralega lifi Ivars Kreuger. Var þetta nýtl fjelag og Kreuger-myndin, sem heitir „Panik“, fyrsta mynd þess. Iíafði hún verið auglýst mikið fyrir- fram, og sögð boða nýmæli í sænskri kvikmyndagerð. En þegar myndin kom á markaðinn, vildi enginn sjá hana, svo að það varð fljótjéga að bætta að sýna liana. Og nú er City Film gjaldþrota — skuldirnar 140.- 000 krónur, en eignirnar aðeins 3,- 800 kr. Stærsti kröfuliafinn í þrotabúinu heitir Gustaf Erichson, sem á 90 þús. kr. hjá fjejaginu. Þær bafði hann grætt á bók um Kreuger, sem heitir „Kreuger kommer lil- baka“. Fálkann. fitbreiðið *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.