Fálkinn - 03.11.1939, Page 7
F A L K I N N
7
LOFTHERÆFINGAR í ENGLANDI.
Hjer sjest svonefntl vjelbyssu-
myndavjel í notkun viö lieræfingar
í Englandi. Eru myndavjelarnar not-
aðar til þess að sjá hvort óvinaflug-
vjelar hafa orðið fyrir skotum frá
varnarvirkjunum niðri.
MÓTMÆLI í MANDSJUKUO.
íbúarnir i Hsinging, höfuðstað
Mandsjukuo, sjást hjer með auglýs-
ingar í kröfugöngu, til mótmæla hin-
um sífeldu árásum Rússa á landa-
mæri Mongólíu.
ELISABET ENGLANDSDROTNING
tók nýlega þátt í „garden party“ í
Englandi og safnaði þar inn pening-
fim til líknarstarfsemi. Á myndinni
sjest litil telpa hneigja sig fyrir drotn
ingunni, eftir að hún hefir afhent
lienni peningagjöf.
BECK í EINKENNISBÚNINGI.
Beck utanríkisráðherra Póllands
heimsótti nýlega herdeild sina í stór-
skotaliðinu og var þá vitanlega í
einkennisbúningi herdeildarinnar. —
Annar frægur utanríkismálaráðherra
gengur líka i einkennisbúningi núna,
nfl. Anthony Eden, sem hefir tekið
við majórsstarfi í hernum.
KONUR INDLANDS
taka sívaxandi þátt í stjórnmálalífi
Indverja og hafa sumar þeirra reynst
atkvæðamiklar á því sviði. Hjer sjást
þrjár indverskar stjórnmálakonur á
fundi.
LIFANDI ANDLITSMYND.
Þetta er ekki andlitsmynd eftir
gamlan hollenskan málara, heldur
ökumaður einn í Californiu, sem
hefir verið valinn til þess, að sýna
lifandi hina frægu mynd „Hlæjandi
kavaler“ eftir Frans Hals á skemtun
þar sem lifandi menn stæla frægar
myndir.
kallar ameríkanski ljósmyndarinn
þessa mynd. Hún sýnir Gretu Gar-
ho, sem er að hlæja, aldrei þessu
vant, að fyndni Melwyn Douglas
meðleikara síns, í livildinni milli
þess að þau eru að leika í myndinni
„Ninotsjka“, sem er fyrsta gaman-
myndin, sem Greta Garbo hefir
leikið í.
ÞEGNSKYLDUVINNAN.
Auk herskyldunnar hafa Þjóðverj-
ar lika þegnskylduvinnu. Námsfólkið
er skyldað til að vinna að landbún-
aði í annatímanum og er sent þang-
að, sem þörfin er mest á vinnúkrafti
og fær — 30 pfenninga á dag í kaup.
„Árbeitsdienst“ kalla þjóðverjar
þessa þegnskylduvinnu sína. Hjer
sjást skylduvinnumenn við kartöflu-
v ppskeruna.
Kastvjelar þær, sem Rómverjar
notuðu til forna til þess að kasta
grjóti á borgarmúra andstæðinga
sinna liafa nú verið stældar af ung-
um Ameríkumanni, Walter Bura í
Newr Jersey. En vjelin hans kastar
ekki grjóti heldur á hún að' kasta
nönnum til sunds út á vatn. Hjer er
liugvitsmaðurinn að reyna vjelina á
sjálfum sjer.
VERKFRÆÐINGUR GÖTUSÓPARI.
Þessi gyðingur, sem nú er 03 ára
lifir á því, að sópa göturnar í Jerú-
salem. En fyrir nokkrum árum var
hann einn af hæstlaunuðu verkfræð-
ingum Þýskalands og sjerfræðingur
í vegagerð og brúarsmíðum. Svo kom
„landhreinsunin" í Þýskalandi og þá
skifti um.
SIR MALCOLM CAMPBELL,
enski öku- og siglingagikkurinn sjest
hjer i nýjum kappsiglingabát, sem
heitir „Blue Bird II“. Á Coniston-
vatni í Lancashire hefir lionum tek-
ist að ná nýju meti á ])essum bát,
og ryðja sínu eigin heimsmeti, sem
hann setti í Sviss í fyrra.
BETTY TOWLE
heitir þessi ameríkanska stúlka og
er aðeins 12 ára. Hún er jafnvíg á
eldhúsverkin og hrossatamningar. —
Hún er dóttir þekts læknis í Boston
og reiðlistina hefir hún lært á bú-
garði föður sins i Massachusetts.