Fálkinn - 03.11.1939, Qupperneq 9
F Á L K I N N
9
um ákafu, aö hann skalf af gleði
undir farginu.
Þernan kom stöku sinnum í dyrnar.
Hvort hún ætti ekki að taka til?
Mann öskraði til hennar eins og
villimaður: — Út! Út með yður! —
Skiljið þjer ekki, að jeg verð að
hafa næði?
Það gat varla lieitið að hann
snerti við matnum. Lagði sig nokkra
klukkutíma þ'egar augun voru orðin
svo þreytt, að stafirnir fóru að dansa.
Það kom fyrir, þegar liann vaknaði
um miðja nóttt, að honum fanst hann
vera á fleygiferð í niðamyrkri. Hann
jirýsti hnefunum af barkanum til
þess að kæfa niður í sjer óp....
Og svo settist hann við skrifborðið
á ný.
Mánuði síðar var skáldsagan full-
gerð, verk sem annars hefði tékið
lieilt ár. Hann læddist niður til eins
forleggjarans eitt kvöldið og laum-
aði handritinu í brjefakassann. Ekk-
ert heimilisfang, ekkert nafn. Aðeins
auðkenni og „poste restante".
Svarið kom innan viku. Vinsamlegt
brjef frá forleggjaranum og tillaga
að samningi. Hann 1 jet það Íiggja
nokkra daga. Það lá eklcert á og liann
liafði altaf vitað það: í þetta skifti
hafði honum ekki mistekist. Hann
las brjefið aftur og varð harmþrung-
ir,n. Þetta hefði átt að verða fyrir
löngu. Svo sendi hann svar og heimt-
aði tífalt hærri ritlaun en boðin
höfðu verið.
-----Sagan kom út snemma hausts.
Blöðin fóru að skrifa um hana. Hægt
og gætilega í fyrstu. Nafn höfundar-
ins var óþekt og efnið nýtt og ó-
venjulegt. Forleggjarinn notaði sjer
hik ritdómaranna og reyndi nokkrar
fjórdálkaðar auglýsingar. Blöðin skrif
uðu meira, og það sópuðust að þeim
opin brjef með röddurti almennings.
Kunnir menn með þjóðfjelagssam-
visku spurðu hvort bókin segði satt.
Því ef liún segði satt —---já, l)á....
Smellið gífurfrjettablað fór að rann-
saka málið og birta myndir iútandi
að því, á framsíðunni. Þvi miður —
höfundurinn hafði rjett að mæla.
Hann gat ekki hafa hitt naglan bet-
ur á hausinn. Forleggjarinn spýtti
bókarefninu vfir fimm dálka í næstu
auglýsingu. ðnnur útgáfa rifin út á
einum degi, þriðja og fjórða í prent-
un — auðvitað auglýsingalygi.
Ritdómararnir fóru að taka sig á.
Nú komu þeir hver eftir annan og
sogðu: Höfundurinn hefir tvímæla-
laust skáldgáfu. Sjer hlutina af nýj-
um sjónarhól notar nýtt og óvenju-
legt form og skrifar kjarngóðan og
frumlegan stil. Það er tvímælalaust,
að hjer er um...
Og lesendurnir spurðu: Hver er
þessi ókunni rithöfundur? Forleggj-
arinn hneggjaði: Já, hver er hann?
— Nýjar rannsóknir í gífurblöðunum:
Iir það hann eða hann — eða hann?
— Við seljum það ekki dýrara en við
keyptum, en af ýmsum orðrómi má
ætla, að....
. ...Þarna kemur það! Er rithöf-
undurinn sami maður og ungi rithöf-
undurinn, sem menn álitu að hefði
skotið sig árið 1937, en sem síðar
kvað hafa sjest erlendis og lifir nú
eins og blóm i eggi suður í Paris,
að því er sagt er? —■ Er búkin föls-
uð? — Forleggjarinn fjekst ekki til
að segja neitt.
Fleiri opin hrjef i blöðunum: Bæj-
arstjórnin verður að gera eitlhvað.
Hinir hjartagóðu borgarar bæjarins
geta ekki látið það viðgangast, að
atvinnuleysingjarnir lifi svona. Lesið
bók Anton Beckers og dæmið sjálfir.
Það eru hinir hágstöddustu, sem hjer
eiga hlut að máli. „Mannverurnar i
þoku“, bókin um fylkingu húsnæðis-
leysingjanna....
— — — Eitt kvöldið situr liann
lieima í herberginu sínu, sem hann
hefir leigt sjer úti í bæ. Hann liefir
leigt sjer ofurlilla íbúð, stofu. bað-
STJELIÐ Tekur hún 150 farþega og allmikinn
Á STÓRA FUGLINUM. flutning að auki. Nokkra hugmynd
í Englandi er nýlega lokið við um stærð vjelarinnar má gera sjer af
smíði á stærstu farþegaflugvjelinni, myndinni af stjelinu á flugvjelinni
sem enn hefir verið smíðuð i heim- lijer að ofan, með þvi að bera það
inum. Ilún heitir „Golden Hind“ og saman við fólkið.
á að verða í förum yfir Atlantshaf. ~——
klefa og eldhús. Hann hefir fyrir
skömmu skilað nýju handriti og er
að byrja á þriðju skáldsögunni. Hann
hefir gert áætlun fyrir mörg ár fram
i tímann. Og svo er bara að skrifa
og skrifa.
En hann er þreyttur. Ritstörfin fara
ekki jafn greitt úr hendi og áður.
Það skeður æ oftar, að hugvitið gagn-
tekur hann og hann vinglar i myrkri
fortíðarinnar og bugast af kvíða.
En ef hann hyrfi aftur? Æ, að
h:.nn skuli aldrei geta komist upp á
að hætta að hrella sig á hugsuninni
um það! Það er engin leið opin til
baka. Það er of seint. Já, en nú liefir
liann peninga... . Bull, það er of
seint. Hann veit það. Það er aðeins
ein leið til að losna við þetta víl:
Skrifa, skrifa.... skrifa allar hrell-
ingarnar úr sjer, sigra og verða frjáls
maður.-------
Nú er drepið á dyrnar. Hann hrekk-
ur við, en stendur ekki upp. Hver
skyldi þetta geta verið? Hjer kemur
aldrei neinn nema pósturinn. Hann
liefir ekki talað við nokkurn mann i
heila eilífð. Jæja, látum hann berja.
Ætli hann fari ekki hráðum? Eða
hann liefir tíma til að bíða.
Það er drepið á dyrnar aftur —
þrjú lítil, hikandi liögg. Skrítið að
ekki skuli hafa verið hringt neðan
úr ganginum.
Hann lieyrir fótatak fjarlægjast á
ganginum. Þá sprettur hann upp og
þýtur út. Nú finst honum endilega,
að hann verði að sjá, hvcr harði. ■—
Halló — þjer, þarna!
Á sama augnabliki sjer hann eftir
þvi.
Ungur maður stendur fyrir fram-
an hann. Andlitið fölt og grátt, tvö
þreytuleg og hvarmarauð augu undir
húfuderinu, verkjandi af andvökum.
Fötin og skórnir eru í tætlum. Tá
stendur fram úr öðrum skónum, og
þeir eru reyrðir saman með segl-
garni.... Og í sama vetfangi kann
hann alla söguna: — Engin atvinna,
enginn eyrir fyrir gistingu, ráfar um
í marga sólarhringa. ... Skyldi liann
elcki þekkja það?
Ætli þeir liafi rekist á áður? Skyldi
hann liafa snuðrað hann uppi til þess
að biðja um peninga. Veit hann hver
hann er?
Það sýnist ekki svo. í augnaráðinu
sjest engin ánægja eða frekja þess
sem veit of mikið. Ilann virðist geta
hnigið niður af magnleysi hvenær
sem vera skal, Hann mun hafa rek-
ist þarna upp af tilviljun.... Röddin
sem talar er þessi venjulega auð-
mjúka og liikandi rödd betlarans,
sem sultur og fátækt hefir sviðið úr
allan hreim sjálfþóttans.
— Ætlaði að spyrja um .... nokkra
aura fvrir kaffi....
— Já, sjálfsagt. Hann leitar i vest-
isvasanum, finnur eina krónu, —
hjerna, gerið l>jer svo vel. Nei, ann-
ars. Hann dokar við. — Kanske þjer
viljið koma innfyrir og hlýja yður
dálitla stund? Þjer getið fengið mat
og kaffi hjá mjer.
Hann langar alt í einu til að sýna
alúð. Ekki af því að hann sje ljúf-
menni. Síður en svo. Hann gerir það
til þess að komast lijá að vera einn
þá stundina. Hann þarf fjelagsskap.
Ilver veit nema hann gleymi sínum
eigin þjáningum um stund, meðan
hann sjer þjáningar gestsins....
Pilturinn sest i stól við skrifborðið.
En sjálfur fer hann fram i eldliús,
setur kaffi yfir eldinn og bakar
nokkur egg. Brauð og álegg i skápn-
um. Þetta er gert á svipstundu. Þeg-
ar hann kemur inn með bakkann sit-
ur pilturinn enn og liorfir kringum
sig í stofunni. Svo hámar liann í sig
matinn. Becker sækir wisky og býður
henum vindling.
— Hjerna er ekki amalegt að eiga
heima!
— Nei, það er ‘eltki sem verst.
— Einu sinni dreymdi mig um að
eignast svona heimli. —
— Jæja. Höfðuð þjer kanske at-
vinnu þá?
— Já, jeg var sendill í pappírsversl-
un. Það stóð til að jeg kæmist á
skrifstofuna, en svo var jeg rekinn.
— Voruð þjer rekinn?
— Já. Jeg týndi veski.
Becker hi-ekkur við. Er þetta mögu-
legt? Er þetta sami pilturinn, sem
.... Nei, hvaða vitleysa! Hann drekk-
ur stóran teyg úr glasinu.
— Var þá mikið af peningum í
veskinu? spyr hann loksins.
— Fjögur þúsund. Jeg hafði verið
sendur í bankann til að sækja pen-
ingana og var rekinn samdægurs og
fjekk ekkert vottorð. Og eftir það
fjekk jeg hvergi atvinnu. Enginn vill
svoleiðis fólk, eins og þjer vitið.
Becker hafði staðið upp. Hann
stendur við gluggann og horfir út.
— Reynduð þjer að hafa upp á
veskinu aftur?
— Sei sei já, við auglýstum hvað
eftir annað í blöðunum. Og jeg leil-
aði og leitaði og lögreglan var látin
vita, en það hlýtur einhver að hafa
sfolið veskinu. Það er svo mikið af
þjófum og illmennum, sem aldrei
hugsa um nema sjálfa sig. ,æir hugsa
ekkert um veslingana, sem komast i
bölvun fyrir það, sem þeir gera.
Becker hlustar á dóminn. Það er
eins og orðin komi úr órafjarlægð.
Hefir hann ekki heyrt það fyr? — Alt
í einu veit hann það með sárri vissu:
Hjer getur hann ekki verið lengur.
Hann á ekkert af því, sem liann liefir
umleikis. Hann á engan rjett á því og
hefir enga vörn að færa fram gegn
ákæru piltsins þarna. Hann verður
cð fara.
Hann snýr sjer við, en varast að
horfa í augun á honum.
— Heyrið þjer, þjer megið gjarnan
vera hjerna í nótt. Jeg verð nefnilega
ekki heima sjálfur. Fáið þjer yður
bað og takið svo á yður náðir. Þjer
finnið handklæðf og lök í skápnum
þarna. Og ef þjer verðið svangur þá
finnið yður mat í búrinu. Hjerna er
svolítið meira af peningum. Jeg lít
hjerna inn rjett fyrir hádegið á
morgun. Hveir veit nema jeg geti út-
vegað yður atvinnu.
Pilturinn horfir á eftir honum.
Hann er þreyttari en svo, að hann
geti sagt nokkuð.
Becker ráfar niður götuna. Er hann
búinn núna — liefir hann unnið sig-
ur? Já og nei. Gott að þvi er lokið.
Hann veit að þetta tekst, ef hann fær
aðeins tóm til....
Hvert á liann að fara?
Nú finnur hann aftur til þreytunn-
ar. Fæturnir fara að slettast upp á
gamla móðinn. Skrokkurinn máttlaus.
Gangstjettirnar glotta framan í hann,
tómar og auðar, eins og þrer voru
fyrrum — milu eftir mílu. . . .
Nei!
Alt í einu rjettir hann úr sjer og
styrkur færist i allan likamann. í
hug lians sprettur fram ósk — áköf
og brennandi ákvörðun: — Guðrún!
Guðrún! Jeg kem!
Hann greikkar sporið. Og er far-
ii\n að hlaupa áður en hann veit af.
Frakkalöfin flagsa í blænum....