Fálkinn - 03.11.1939, Síða 10
10
F Á L K I N N
S k r í 11 u r.
— Þetta er ekki síður r/ólfið mitl
en loftið yðar, skiljið þjer. Oc/ jeg
dansa þegar injer líst og eins og
mjer líst!
— Hjá okkur finnið þjer aldrei
hár í súpunni. Alt fólkið er sköllótt.
— Heyrðu, Kalli. Er kerlingin
þin örfhent?
— Af hverju heldurðu það?
— Mjer sýnist þú vera svo þrút-
inn á hægri vanganum.
Læknirinn er viðutan í scrm-
kvæminu.
FYftST TIL PAfíBA!
Bjart sumarkvöld. Þau sitja fyrir
vestan Grandagar'ð, sólin er að
hníga í haf norður við Snæfells-
jökul og öldurnar kyssa fjörumöl-
ina. Þau eru ástfangin. Bæði. Ákaft!
Hann segir: — Er það satl, elsku
Elsa mín?
Hún segir: — Já, það er satt,
Jónas.
Alveg áreiðanlegt?
— Já, alveg áreiðanlegt. Jeg elska
þig fram í rauðan dauðann.
Hann verður áræðnari, flytur sig
nær henni, og leggur varlega kinn
að kinn. — Þá færir hún sig undan.
Honum verður órótt.
Farðu fyrst til hans pabba,
segir hún lágt.
—- Hversvegna? segir hann.
Hún strýkur honum um kinnina.
.. Hann er rakari, segir hún.
Úr brjefi frá ríka frænda: „Jeg
sendi þjer hjálagt þessar tíu krón-
ur, sem þú baðst mig um, og vii
um leið henda þjer á ritvillu i hrjefi
þínu. Maður skrifar tíu með einu
núlli.“
YHC/W
Æfíntýri í sumarleyfi.
(Framhaldssaga með myndum).
VIII ALTAF FLÓKNAR ÞAÐ.
22) Pjetur Söfren hafði auðsjáan-
lega fengið áhuga fyrir drengjun-
um, því að daginn eftir kom hann
með ljóniandi fallega gæs til þeirra.
„Þið getið fitað hana og drepið
hana og haft hana i skilnaðarveisl-
una, áður en þið farið,“ sagði liann
og rölti svo sína leið. En það lang-
aði víst fleiri í gæsasteik. . . .
23) Því að síðar um daginn, þeg-
ar gæsin var að synda úti á vatni
heyrðist skvamp og áður en dreng-
irnir gátu snúið sjer við var gæsin
horfin. Það sáust aðeins nokkrar
loftbólur og fjaðrir, þar sem gæsin
hafði horfið ofan i vatnið.
24) Drengirnir fóru nú á flekan-
um út á vatnið, til þess að rann-
saka þetta dularfulla fyrirbrigði
nánar. Sáu þeir þá hringiðu, sem
fór stækkandi í vatninu. Og ósjálf-
rátt mintust þeir þá hinnar kyn-
legu frásagnar Pjeturs Söfrens um
skrímslið.
Hver tók gœsina?
Hjerna sjáið þið myndir af nokkr-
um uppgötvunum þessa undramanns:
1. Bóka- og prentpressa, sem da
Vinci bjó til 150 árum áður en slík-
ar pressur fóru að tíðkast. — 2:
Stigi, sem í aðalatriðum er allsvip-
aður slökkviliðsstigum nútímans. —
3: Skrúfutöng. Gerðin er einföld
en töngin er sterk.
HUGVITSMAÐUR,
SEM GLEYMDIST.
Þið þekkið sjálfsagt öll hann Edi-
son, mesta hugvitsmann vorrar ald-
ar. Uppgötvanir hans eru notaðar
nærfclt á hverju heimili um viða
veröld. En þekkið þið Leonardo da
Vinci? Þið vitið máske, að hann
var frægur italskur málari og var
uppi um miðja 15. öld, en þið vitið
siður, að hann var einn af frægustu
hugvitsmönnum heimsins, miklu
undraverðari en sjálfur Edison, þeg-
ar á það er litið, að hann lifði á
myrkraöld vanþekkingar og hjá-
trúar.
Hann fann upp gufuvjel, þrjú
hundruð árum áður en James Watt
bjó til gufuvjelina sína. Og 450 ár-
um áður en fyrsta flugvjelin lyftist
upp frá jörðu teiknaði þessi gamli
ítali flugvjel. Hann hafði gert sjer
grein fyrir, hvernig búa mælti til
ljósmyndavjel, 400 árum á undan
Louis Daguerre. —• Og hann gerði
teikningu af hríðskotabyssu 350 ár-
um áður en Maxim smíðaði fyrstu
hriðskotabyssuna sina.
En það var fleira en þetta, sem
hann lagði gjörfa hönd á. Hann bjó
til áhöld og smíðatól, til þess að
Ijetta handverksmönnm verk þeirra
og spara tíma. Ef Leonardo da Vinci
hefði lifað á 20. öld mundu uppgotv-
anir hans hafa breiðst út um allan
heim á svipstundu. En á 15. öld
þektu fáir manninn og þegar liann
dó fjellu uppgötvanir hans i
gleymsku. Það var aðeins minningin
um málarann og myndhöggvarann
d<° Vinci, sem lifði.
t