Fálkinn - 01.12.1939, Qupperneq 8
8
FALKINN
Móöurást
Múrarnir, gráir og skuggalegir,
gáfu fyllilega til kynna, livaöa húsa-
þyrping það var, sem stóð Jjarna úti
á ófrjórri og eyðilegri sljettunni. Inn-
an við þessa múra sátu þrir menn
og spjölluðu saman, óhræddir og
frjálsmannlegir, likl og þeir menn
einir leyfa sjer, er liafa hegðað sjer
óvenjulega vel. Þeir voru allir klædd-
ir i þessi leiðinlegu grá-livítröndóttu
föt, sem fyrirskipuð eru í þessu ríki
í ríkinu.
Þessir þremenningar voru orðnir
nijög kunnugir og allir höfðu þeir
hafið sig upp yfir fjöldann á það stig,
að vera taldir hinir áreiðanlegustu.
Þeir voru allir vel greindir og báru
keim mentaðra manna.
í svipinn sátu þeir í einu horni
garðsins, en þangað höfðu þeir ver-
ið sendir til að gera við vatnspipur.
Þeir ræddu um, livaða ást væri göf-
ugust — móðurástin eða ást kon-
unnar til eiginmannsins.
„Móðurást“, sagði sá elsti þeirra,
hár og beinvaxinn maður, sem fram
til þessa hafði varðveitt sín persónu-
tegu sjerkenni, er fólust í brúnu aug-
unum hans og hinni tígulegu fram-
komu, þrátt fyrir níu ára fangelsis-
vist. „Móðurástin er liið óumbreyt-
anlega grundvallarlögmál mannkyns-
ins, sú eina kend, sem liægt er að
treysta á til fulls. Hún yfirstígur
alla.líkt og dagurinn drotnar yfir
nóttinni. Hún er sálin í öllu, sem
fæðist, frá þvi ininsta í ríki náttúr-
unnar til hins stærsta..“
Þeir liöfðu verið við moldargröft,
en nú sátu þeir og hvíldu sig uppi
á moldarbingnum. Fangavörðurinn
sá til þeirra, en það sakaði ekkert,
þvi að hann var þeim einkar vel-
viljaður og sá oft í gegnum fingur
við þá, þótt þeir á þennan hátt brytu
settar reglur. Yngsti fanginn — 20
ára gamall piltur, sem átti að dvelja
10 bestu ár ævi sinnar innan þess-
ara gráu og köldu múra — tók upp
moldarköggul og klauf hann í tvent
með fingrunum. Augu hans voru
tárvot og hann gætti þess að lita
ekki upp, fyrr en hann hafði lokið
við að mylja sundur moldarkögg-
ulinn.
„Já, jeg veit að þetta er satt, það
get jeg borið um af eigin reynslu,“
sagði hann í þreytukendum róm.
Sá þriðji þeirra — fallegur mað-
ur á besta aldri — hafði fram til
þessa ekki lagt orð í belg. Hann tók
nú til máls og það var óvenjulegur
þungi í rödd hans.
„Þið eruð víst hvorugur ykkar
giftur, en það er jeg.“
Sá eldri af þeim, er á hlýddu,
greip fram í fyrir honum. „Jeg hef
verið giftur,“ sagði hann og lagði
áherslu á orðið lief.
Hinn, sem á máli fanganna gekk
undir nafninu „Nr. 1822“ hjelt nú
áfram.
„Þetta er nú efni, sem maður
sjálfur verður að hafa reynt, til þess
að geta talað um það af nokkrum
skilningi. Þeir, sem láta sjer detta
slijkt í hug, að hlutirnir hljóti að
vera svona eða svona, vegna þess,
að liað sje reglan, eru blindir af
hleypidómum. Menn tala, eins og þið
talið, vegna þess að þeir gera ráð
fyrir, að reglan gildi án undantekn-
ingar og í fávisku sinni sverja þeir,
að ekki sje unt að hnekkja skoðun
þeirra, þangað til þeir hafa sjálfir
rekið sig á undantekninguna frá
reglunni. Þið lítið aðeins á regluna,
sem gildir í flestum tilfellum — en
jeg hefi aftur á móti reynt það, sem
máske er undantekning.11
Eftir Vingie E. Poe
Tvímenningarnir þögðu — sá
eldri vegna þess, að hann skildi hvað
vinur hans var að fara, en sá yngri
vegna þess, að han skildi það ekki.
Kftir nokkur andartök hjelt „Nr.
1822“ áfram á ný.
„Þótt við þremenningarnir sjeum
svo góðir vinir, eins og frekast er
hægt að vænta af mönnum, sem
dvelja i slíku umhverfi, sem við er-
um í, þá hefir enginn okkar eigi að
síður sagt ævisögu sína ennþá. Mín
er bein afsönnun á kenningum ykk-
ar. Jeg er hjer vegna þess, að móðir
mín sendi mig hingað. Ekki svo að
skilja, að jeg verðskuldaði það ekki,
— mjer er svo farið, að jeg vil sjálf-
ur bera ábyrgð gerða minna — en
þrátt fyrir það fáið þið lijer að
heyra um undantekningu frá regl-
unni.
Þetta er ósköp hversdagsleg saga
— svipuð hundruðum ævisagna ann-
ara maiina hjer á þessum stað. Það
er saga um banka, þar sem jeg
gegndi ábyrgðarmikilli stöðu, fjelaga,
sem „lifðu hátt“ og notuðu marga
peninga, takmarkalausa eyðslu um
fram efni, skuldir, meiri skuldir,
hina venjulegu von um að geta borg-
að peningana aftur, sem jeg, án
nokkurs vitundar, hafði tekið til
láns í nokkra daga, snöggan árekst-
ur, smán, gjaldþrot og og engan úr-
kost annan en flýja. Konan mín,
sem er mjög viðkvæm, Ijet hugfall-
ast, þegar jeg neyddist til að segja
henni sannleikann blákaldan. Jeg
yfirgaf hana“ — sá, er talaði, leit
hægt undan, sat hreifingarlaus í
nokkrar minútur og einblíndi á múr-
inn gráan og eyðilegan; síðan leit
hann við og horfði djarflega framan
i fjelaga sína, þrátt fyrir það, að
hver blóðdropi virtist hafa liorfið
úr andliti hans við að minnast hugs-
anna sinna þessa daga, sem hann
hann var að segja frá — jeg yfirgaf
hana lamaður af hrygð, þvi að liún
elskaði mig. Hún hrópaði aðeins í
öivílnan sinni, að hún elskaði mig
og að jeg hefði kramið hjarta henn-
ar.
Jeg reyndi að flýja burt úr borg-
;nni og fór til móður minnar, tii
þess að biðja hana um að hjálpa
mjer. Hún sat í stofunni sinni og
umhvérfis hana voru fjölskyldu-
myndirnar. Mjer stendur það enn
í dag fyrir hugskotssjónum, hvernig
andlit hennar, sem var faldað stál-
gráu hári, varð alt í einu gamal-
legt og líflaust, eins og andlitin, sem
horfðu á mig af veggjunum. Ættin
mín hefir alla tið verið ráðvönd og
jeg er sá eini, sem nokkru sinni
hefi vikið af braut siðgæðisins og
skyldunnar. Móðir mín hlustaði á
liina fljóthugsuðn frásögn mína, sem
jeg mælti fram í sundurslitnum orð-
um, hverfult og fálmandi, vegna
þess, að jeg liafði altaf borið lotn-
ingu fyrir lienni. Jeg veit, að hún
þjáðist meira þessi fáu augnablik, en
nokkru sinni áður á ævi sinni. Hún
einblíndi á mig lömuð af hugarang-
ist. Jafnskjótt og hún fjekk hreift
sig, leit hún á fjölskyldumyndirnar,
eins og hún væri að grátbiðja þessa
þöglu forfeður um hjálp. Síðan hjelt
hún af stað, án þess að mæla eitl
orð, gekk út úr stofunni og hringdi
bjöllu. Hún var siðasta vonin mín,
en óumflýjanleg afleiðing þess var
sú, að jeg var innan stundar kom-
inn í hendur yfirvaldanna.
Yfirheyrslan hafði enga þýðingu,
hvorki til nje frá. Þar var ekki um
að ræða nein sefandi atvik. Jeg sá
konuna mina — aðeins einu sinni og
síðan var farið með mig hingað.
Það var einn þáttur af minni liegn-
ingu, að mjer bárust engar fregnir
frá umheiminum. Síðan eru liðin
þrjú ár. Að viku liðinni hverf jeg
hjeðan á brott, því að jeg hefi feng-
ið eftirgefna tíu mánuði, vegna þess,
hversu vel jeg hefi hagað mjer —
og þegar jeg slepp hjeðan byrja jeg
baráttuna fyrir lífinu — svo fremi,
að enn verði eitthvað eftir að berj-
ast fyrir. Þið eruð hissa á þvi, að
jeg, sem ávalt heyri í eyrum mjer
enduróm af gráti konunnár minnar,
að jeg, sem ekki eitt andartak get
liorfið frá endurminningunum um
titrandi varir liennar, er þrýstu
mínar varir, og arma hennar, sem
hún vafði svo fast uni mig, að það
varð að lokum að taka hana frá mjer
með valdi, þið eru hissa á þvi, að
jeg skuli taka ást til hennar — þess-
arar þreklitlu konu — fram yfir alla
aðra ást í heiminum? í borginni
þessari skarkalaríku borg — sem er
í nokkra mínútna fjarlægð hjeðan,
búa þessar tvær konur; hvor þeirra
haldið þið að taki á móti m'er
inanni með brennimark fangans á
enni sjer, smánuðum og vanvirtum
— ])egar jeg hverf hjeðan til nýs
lífs? Jeg læt það á ykkar vald, hvaða
ályktanir þið kunnið að gera.“
„Nr. 1822“ reis hvatskeytslega á
fætur, tók verkfærin sín og byrjaði
aftur að vinna. Það voru undarleg
svipbrigði í hinum stóru og bláu
augum unga mannsins. Sá gamli
sat stundarkorn, andvarpaði, velti
vönguin og gekk síðan þögull til
verks.
Viku seinna var „Nr. 1822“ stadd-
ur í einu af herbergjum fangelsisins.
Hann var kominn úr gráu hvitrönd-
óttu fötunum, en í stað þeirra kom-
inn í dökk jakkaföt, sem auðsjáan-
lega voru svo ljeleg, að honum var
óljúfara að vera í þeim en fanga-
fötunum. Nokkur af yfirvöldunum
voru stödd þarna og spjölluðu sam-
an vítt og breitt, en gáfu gestinum,
sem var að hverfa á burtu, engin
heilræði, eins og þó var jafnan gert,
þegar svo stóð á.. Að lokum nokk-
ur formsatriði, og siðan var farið
með fangann, sem hafði tekið út refs
ingu sína, niður langan gang að
voldugu dyrunum, er lágu að um-
heiminum.
Andstæðar tilfinningar bylfust i
huga hans og hin kvalarfulla tvi-
sýna hafði næstum yfirbugað hann.
Uendur hans voru helkaldar og
■hann skalf eins og hrísla í vindi.
Hann var kominn að hinu stóra og
volduga liliði og þá leit hann við i
kveðjuskyni við fjelaga sína tvo, sem
höfðu fengið sjerstakt leyfi lil þess
að fylgja honum að hliði fangelsis-
garðsins. Þjónninn stakk lyklinum i
skrána, studdi á hnapp og dyrnar
opnuðust hljóðlaust. Geislar sólar-
innar streymdu inn í fangelsisgarð-
inn, og „Nr. 1822“ gekk frjáls og
brosandi í fang þeirra.
Hann var að því kominn að þjóta
niðúr tröppurnar, eins og vanstilt-
ui skóladrengur, en þá staðnæmdist
hann alt í einu og stóð eins og
myndastytta, hreifingarlaus á efsta
þrépinu.
Neðan við tröppurnar var svart-
málaður bill og að baki bílstjórans
sat kona — gömul og gráhærð kona
með merki langvarandi hugarangist-
ar í andlitsdráttunum. Hún opnaði
bíldyrnar og rjetti fram hendina.
„Komdu, sonur minn!“ sagði hún
í einlæglegum róm.
Hann gekk óstuddur á móti lienni
niður tröppurnar og honum virtist
sem hann yrði fyrir áhrifum æðri
máttar. Hann hallaði sjer upp að
bílhurðinni og tók í hina útrjettu
liendi.
„Mamma!" hrópaði hann. Síðan
kom hræðileg' þögn og það fóru
sárir drættir um andlit gömlu kon-
unnar.
Ameríkumenn hafa sjerstakar varn-
ir gegn spelívirkjum, síðan striðið
hófst. — Yfir Potomac-járnbrautar-
brúna má t. d. enginn fara nema
með sjerstöku leyfi.
Myndin sýnir þýska liðsforingja
vera að yfirlieyra pólskan hersliöfð-
ingja í fangabúðunum í Póllandi.
Svona er útbúnaðurinn á ensku
bermönnunum, sem þegar hafa verið
scndir til Frakklands. Höfuðbúnað-
urinn er einkennilegur.
„Agnes?“ sagði hann ósköp lágl.
„Skilin og gift aftur - í Frakk-
landi.“ Móðir hans lók hann nær
sjer og var mjög innileg. Hann stje
inn í bílinn og móðir hans lokaði
luirðinni. „Heim, Seffins," skipaði
hún mjög ákveðið.
Hinu volduga hliði á fangelsis-
garðinum var lokað við nefið á
tvímenningunum, en það var rnild-
ur bjarmi í hinu vingjarnlega andliti
eldra mannsins, er hann hjelt á ný
inn í raðir fanganna.
s
V