Fálkinn - 01.12.1939, Blaðsíða 11
F Á L K I N N
11
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON:
ÚR ÝMSUM HEIMUM.
P'rá Þórarni gullsmið Þorsteinssyni.
Þórarinn Ágúst Þorsteinsson gull-
smiSur er fæddur að Minna-Hofi í
Hrepphólásókn. Faðir hans var Þor-
steinn Guðmundsson málari, en móð-
ii Elín Elísabet Björnsdóttir prests
á Stokkseyri, hróður sjera Halldórs
á Hofi. Þórarinn misti föður sinn
skönunu eftir að hann fæddist. Var
hann þá fluttUr sex mánaða gamall
í kassa í fóstur til Þórarins Böðv-
arssonar, er ])á var prestur i Vatns-
firði, en kona sjera Þórarins var
afasystir Þórarins gullsmiðs. Elín.
móðir Þórarins, giftist síðar Eyjólfi
Jónssyni, síðast presti í Árnesi, föð-
ur Eyjólfs prests Kolbeins. Þegar
' Þórarinn var á níunda ári fluttist
hann með fóstra sínum að Görðum
á Álftanesi.
Þórarinn nam síðar gullsmiði og
» slundaði þá iðn á ísafirði. Þar kynt-
ist jeg honum sumarið 1923 og skrif-
aði þá upp eftir honum sögur þær,
er hjer fara á eftir.
I.
Það bar eitt sinn til að áliðnu
sumri, þegar jeg var tiu eða ellefu
ára, að fóstri minn, Þórarinn Böðv-
arsson, sendi mig út í eldhús eftir
ausu, sem átti að liggja á lilóðar-
steininum. Eldliúsið var geysistórt,
ekki minna en 14 álnir á lengd og
átta að breidd. Dyr voru á því frem-
ur víðar og engin göng út að ganga.
Fyrir gafli eldhússins voru hlóðir
og uppi yfir þeim lítill gluggi. Á
haustin var eldhúsið hart nær fylt
af mó, en nú stóð það tómt. Uti
var bjartviðri, sól i hádegisstað og
skein inn um eldliúsdyrnar.
Jeg fann ausuna á hlóðarsteinin-
um, tek liana í höndina og held því
næst til dyra. En þegar jeg kem
þangað, sem dyrnar áttu að vera,
finn jeg engar dyr. Jeg þreifa fyrir
mjer, en verð engu nær. Þótti mjer
þetta í meira lagi kynlegt. Tek jeg
það þá til bragðs, að strjúka hend-
inni hringinn i kring meðfram veggj-
um eldhússins. Fór jeg þannig tvo
hringi, en finn samt sem áður hvergi
dyrnar. t því heyri jeg fóstra minn
kalla:
Hvað ertu að gera, drengur, allan
þennan tíma?
í sömu svipan sje jeg dyrnar blasa
við frannni undan mjer og sólina
skína beint inn í þær. Jeg var ekki
seinn á mjer að komast út, sem geta
má nærri. Stendur fóstri minn þá
utan við dyrnar og segir:
Hvað hefirðu gert af húfunni
þinni?
Jeg hafði haft á höfðinu, þegar jeg
fór inn í eldhúsið, hláa klæðisliúfu
með langri slaufu aftan á, en akkeri
saumað i að framan. Þesskonar húf-
ur fluttust þá til Reykjavíkur. Nú
hafði jeg mist húfuna af höfðinu, en
hafði enga hugmynd um, hvernig
lnin hafði farið. — Vinnukonurnar
hrugðu strax við og fóru að leita
húfunnar. Leituðu þær í krók og
kring um alt eldhúsið, því að annað
hafði jeg ekki farið. En húfan fanst
hvergi, hvernig sem leitað var, og
l'.efir ekki fundist enn þann dag í
dag. —
II.
Þegar jeg átti heima í Görðum,
bjó í Þórukoti á Álftanesi maður,
sem Þorlákur hjet og var aldavinur
fóstra míns. Hann stundaði sjó á
vetrum og var þá formaður fyrir
áttæringi. Það var einkennilegt um
ytra útlit Þorláks, að hann hafði
skeggkraga á lioku og vöngum, og
var hann rauður liægramegin og á
hökunni, en hvítur vinstramegin
upp frá höku. Kvað Þorlákur sig hafa
kalið á hægri kinninni á unga aldri
og hjelt að skeggið hefði litast up)i
af þeirri ástæðu.
Þá er jeg var um fermingu, að
því er mig minnir, veiktist Þor-
lákur og var fluttur á sjúkrahús í
Reykjavík, en þar var þá læknir Jón
Hjaltalín. Fóstri minn hjelt mjög
spurnum fyrir um heilsu Þorláks.
Eina aðfaranótt sunnúdags, er
Þorlákur lá á spítalanum, dreymir
mig, að jeg sje staddur í Þórukoti,
og var kominn þar inn í stofu. Þykir
mjer fóstri minn vera kominn þang-
að líka og i þeim erindum að halda
húskveðju yfir Þorláki. Þóttist jeg
sjá líkkistu Þorláks í stofunni. En
sjerstaklega var mjer minnisstætt stórt
horð, sem stóð úti á miðju stofugólf-
inu, fult af bakningum. í stofunni
sá jeg og margt fólk, karla og kon-
ur, og var það glt sorgarbúið. —
Lengri var draumurinn ekki. Sagði
jeg fóstra mínum liann strax um
morguninn.
Þenna sunnudag átti sjera Þórar-
inn að messa i Görðum. Rjett áður
en hann gengur út i kirkjuna kem-
ur Magnús bóndi á Dysjum í Garða-
hverfi innan úr lleykjavík. Segir
hann fóstra mínum þau tíðindi, að
Þorlákur sje nú miklu betri og sje
talinn úr allri hættu. Man jeg, að
féstri minn segir við mig eitthvað
á þá leið, að þarna sjái jeg, hve
mikið mark sje takandi á draumum
minum. Venjulega taldi liann þá tómt
rugl. En um kvöldið kemur einhver
ennþá innan úr Reykjavík og segir
Þorlák dáinn.
Lík Þorláks var flutt yfir Skerja-
fjörð heim að Þórukoti og var jarð-
sungið að Bessastöðum. Daginn, sem
átti að jarðsyngja, segir fóstri minn
við mig:
Þú ferð nú ekki með mjer í dag,
nafni. Þú sækir bara Sörla, en svo
hjet reiðhestur prests. Jeg skildi
þetta svo, að ineð þessu vildi hann
ónýta draum minn.
Jeg sæki svo hestinn, legg á liann
reiðtýgin, og prestur ríður af stað.
Þegar prestur er farinn, geng jeg
mig upp í piltaherbergið, tek þar
pípu og fer að reykja, þó að ekki
væri mjer það meira en svo leyfilegt.
Þegar jeg hafði setið stundarkorn,
kemur kona prests og segir, að jeg
verði að ríða undir eins með liand-
bókina á eftir fóstra minum, þvi að
hann hefði gleymt henni á skrif-
stofunni með líkræðunni í.
Jeg læt ekki segja mjer þetta tvisv-
ar, sæki hest í hendingskasti og
þeytist af stað. Geng jeg óboðinn
inn i Þórukoti, en læt þó sem minst
á mjer bera og lauma liandbókinni
að fóstra mínum. Hann sagði ekki
eitt orð, en mjer er það ennþá minn-
isstætt, livernig hann liorfði á mig,
þegar jeg rjetti honum bókina.
1 stofunni í Þórukoti var nú alt
nákvæmlega eins umhorfs og jeg
hafði sjeð i draumnum. Þar var
margt fólk saman komið, alt dökk-
klætt. Sat það að súkkulaðsdrykkju
við stórt borð, sem stóð úti á miðju
stofugólfinu. Það fór svo, að jeg
var við útförina og fylgdi fóstra
mínum heim um kvöldið.
III.
Þegar jeg var strákur i Görðum,
dreymdi mig eina nótt, að María
dóttir Ásgeirs Ásgeirssonar kaup-
manns á ísafirði ktím til min og
segja við mig, að nú sje faðir sinn
dáinn. Þá var Ásgeir í Kaupmanna-
höfn, og var mjer ókunnugt um
heilsufar hans. En jeg var dálitið
kunnugur Ásgeirsfólkinu, þvi að jeg
hafði eitt sinn verið hjá þvi mánað-
K vikmy ndaf r j et tir
HERNAÐAUMYNDIR EFTIRSÓTTAR
Vígbúnaður þjóðanna hefir haft
áhrif á kvikmyndaframleiðsluna, og
kvikmyndum af hernaði fer fjölg-
andi. Er þetta Vel sjeð af yfirvöld-
unum, því að myndirnar auka ó-
sjálfrátt áhuga áhorfendanna fyrir
hermensku og vígbúnað og eru því
einskonar auglýsingar fyrir hermála-
ráðuneytin, sem leggja fjelögunum
til hermenn og tæki til allskonar
myndatöku. En í staðinn heimta yf-
irvöldin að fá að ráða því, hvaða
kvikmyndahandrit sjeu tekin til
leiks og að hermálasjerfræðingar
sjeu með í ráðuin um alt, sem mynda
lökuna snertir. Leikarar, sem hafa
orðið frægir fyrir leik sinn í hlut-
verkum bófa og annara misyndis-
manna fá ekki að leika liðsforingja-
hlutverk í myndum þessum og þess-
vegna eru margir nýir leikendur i
þessum myndum.
Ein af þessum nýju mynduni lieit-
ir „Vængir flotans“ (Wings of the
Navy) og er tekin á flugskóla sjó-
hersins í Pensancola. Þar eru 400
nemendur samtímis og sjást æfingar
þeirra á myndinni. En 000 flugvjel-
ar eru notaðar í myndinni og er ein
þeirra sýnd hjer. Þar sjás.t þrjár
l'lugvjelar hrapa á flugi. eftir að
skotið hefir verið á þær.
artima á ísafirði. Jeg sagði fólkinu
í Görðum draum minn, en hann var
talinn rugl.
En þrem vikum eftir þetta frjettist
lát Ásgeirs frá Kaupmannahöfn, og
liafði liann dáið um sama leyti og
mig dreymdi drauminn. María vissi
ekki til að neitt gengi að föður sin-
um, fyr en hún frjetti lát lians.
IV.
Þegar jeg var um þrítugsaldur, átti
jeg heima í Gloucester í Bandaríkj-
unum og gætti þar frystivjelar. Þá
brá svo undarlega við, að mig tók
að dreyma fóstra minn nótt eftir
nótt, en til þess átti jeg ekki vanda.
Þótti mjer hann vera altaf að vafstra-
ast eitthvað í kringum mig. Mjer þótti
þetta svo einkennilegt, að jeg skrif-
aði það hjá mjer.
Svo leið ærið langur tími. Þá fæ
jeg brjef frá Önnu, konu Kristjáns
Jóssonar yfirdómara, og segir hún
mjer þar lát fóstra míns og hvenær
liann hefði dáið. Gæti jeg þá í vasa-
bók mína og sje, að hann liafði and-
ast um sama leyti og mig byrjaði að
dreyma hann.
Andlát Ólafs Jónssonar.
Afi minn, Ólafur Jónsson kaup-
maður i Hafnarfirði, andaðist þar
að heimili sínu kringum 1880. Bana-
inein lians var lungnahólga, og lá
hann aðeins nokkra daga.
Kvöldið, sem hann Ijest, sat Guð-
jón sonur hans i herbergi uppi á
lofti i húsinu, en afi ininn lá á neðri
Frh. á bls. 13.
GRETA GARBO f GAMANMYND.
Gretu Garbo tekst enn að viðhalda
forvitni almennings á högum sínum
með því að — þegja. Hún segir al-
drei neitt frá liögum sinuni og rekur
alla blaðamenn af höndum sjer,
hversu áleitnir, sem þeir eru, og liefir
þetta orðið betri auglýsing fyrir
hana en nokkurt blaðaskrum. Nú
kemur sú fregn frá Hollyxvood, að
Greta eigi að fara að byrja að Ieika
i mynd, sem heitir „Ninotsjka“ og
er skemtimynd.. Kvað hana lengi
liafa langað til að leika í gaman-
mynd, en Metro Goldwynfjelagið
jafnan spyrnt á móti.
Ernst Lubitsch stjórnar töku mynd
arinnar. Hefir hann starfað hjá Para-
mountfjelaginu siðan 1920, eii hnnn
tök „Glöðu ekkjuna fyrir Metro
Goldwyn. Hjer á myndinni s.jást þau
Greta Garbo og Lubitsch.