Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1940, Qupperneq 12

Fálkinn - 24.05.1940, Qupperneq 12
12 F A L K I N N 3E=3®| SUNDRUÐ HJORTU Skáldsaga eftir Blank Eismann S3B1 ....=^1—29. ■ -= ^BESj© Það komu fram tár í augum heimar, er húh heyrði alúðina í rödd dómarans. „Jeg hefi ekkert að meðganga,“ sagði hún og horfði heint í augu honum. „Jeg hefi ekki hugmvnd um hvernig vaxið eða hrjef- ið er til komið. Jeg liefi aldrei sjeð það, fvr en lögreglufulltruinn sýndi doktor Ey- soldt það.“ „Útsmoginn lygalaupur!“ tautaði Berger ergilegur yfir yfirheyrsluaðferð Lorandts dómara, sem ekki var til annars en að draga málið á langinn, að því er Berger fanst. „Nú er það jeg, sem liefi orðið, starfs- hróðir góður,“ sagði Lorandt við hann með hægð. Hann liafði frá upphafi dregið sönn- unargildi hinna „óhrekjandi sannana“ í vafa, því að honum fanst þau vera heldur klaufa- leg, ef í hlut ætti útfarin njósnaraklíka, en ekki stúlku-einfeldningur, sem aðeins hafði framið venjulegan þjófnað. Því lengur, sein hann virti fyrir sjer þessa ungu stúlku, sem sal þarna svo átakanlega hjálparvana, því sannfærðari varð hann um, að hún gæti ómögulega verið forhertur njósnari. Hann hafði notað daginn, eftir því, sem tími vanst til, til þess að setja sig inn í Brockmanns-málið, sem Edith Well- ington liafði verið mikið riðin við. En myndin, sem hann á þann hátt liaíði gert sjer af liinni útförnu glæpadrós, sem með kvenlegum ginniþokka sínum hafði tekist að lokka stjórnarleyndarmál út úr ýmsum háttsettum mönnum, var ekki í neinu sam- ræmi við þessa stúlku, sem þarna sat. Þetta var lítil og veikluleg, Ijóshærð stúlka, með engilhreinan svip og stór djúp blá augu, sem voru tær eins og tjörn í skógi, og hægt var að skygnast til hotns í. Eina eða tvær mínútur var þögn í rjett- arsalnum. Dómarinn sat grafkvr og horfði á Natösju yfir gleraugun, og hún gat ekki varist augnaráði hans eina sekúndu. ,,Ef þjer eruð saklaus, þá hlýtur vður að hafa dottið í hug, eða brotið heilann um, hver liafi framið þjófnaðinn," sagði hann að lok- um. „Segið mjer, hvort þjer hafið komist að nokkurri niðurstöðu um það.“ „Jeg get ekki látið mjer detta í hug, hver muni hafa gert það.“ „Eigið þjer nokkra óvini í verksmiðj- unni., sejn gæti hugsast að liefðu framið þjófnaðinn i blóra við yður, til þess að stefna yður í voða og skaprauna yður?“ „Jeg þekki svo að segja engan í vei'k- smiðjunni, livoi'ki af skrifstofufólkinu nje verkafólkinu. Eina slarfið mitt þar, var að annast útlendar brjefaskriftir doktor Ev- soldts.“ „Þjer áttuð heima hjá Eysoldt, var ekki svo?“ „Jú, jeg átti heima á heimili hans og var móður hans til dægrastvttingar.“ „Berger fulltrúi hefir sagt mjer, að Ey- soldt hafi verið ástfanginn af yður, og hafi í þann veginn verð að hiðja vður þegar dans- mærin Sonja Jegorowna kom í heimsókn á skrifstofuna. Er það rjett?“ Nalasja blóðroðnaði. „Jeg bið um leyfi til að hleypa hjá mjer, að svara þessari spurningu.“ Nú gat Berger ekki ráðið við sig lengur. llann spi'att upp af stólnum og gusaði úr sjer: „En þjer munuð ekki neita þvi, að þegar þjer sáuð Sónju Jegorowna og Nikita Osin- ski, mðuð þjer svo liræddar, að þjer tókuð sem fljótast til fótanna.“ „Nei, því neita jeg ekki.“ „Hversvegna hlupuð þjer á burt?“ hjell hann áfram í þjösknatón. „Hversvegna voruð þjer ekki kyirar og biðuð eftir því, að doktor Eysoldt segði Sonju Jegorowna, að liann væri trúlofaður yður? Þjer hljótið að vita, ekki síður en allir aðrir, að liann var ákaflega hrifirm af henni hjer áður, svo að það var ekki nema eðlilegt, að þjer notuðuð heim- sóknina tii þess að hrósa sigri yfir henni í stað þess að rjúka inn í skrifstofuna vðar lil þess að afrita handritið. Það liggur nærri að halda, að þjer hafið metið mest að bjarga afritinu, áður en Sonju Jegorownu gæfist tími til að segja Eysoldt það, sem hún vissi um fortið yðar.“ Það var, smávegis ókyrð í liópi þeirra fáu áhorfenda, sem komið höfðu i rjettarsalinn, þó að svo áliðið væri dags. Lorandt dómari rendi augunum frani að dyrunum, en þaðan virtist ókyrðin stafa. Natasja sat í hnipri í stólnum og endurtók í sífellu: „Jeg er saklaus, jeg hefi ekki franiið þjófn- aðinn!“ En Berger sat fastur við sinn keip: „Hvervegna laumuðust þjer út af heimili doktor Eysöldts um miðja nótt, út í dimin- una?“ Natasja hrökk við. í stað þess að svara varð hún enn álútari. Berger hrósaði sigri. „Það gleður mig, að þjer skuluð ekki bera fyrir yður nýja lygi annars yrðum við að kalla konu dyravarðarins sem vitni. Hún hef- ir sagt okknr, undir eiðstilboð, að lnin hafi sjeð yður fara út um miðnætti, þessa nótt.“ Natasja tók báðum höndum fyrir andlitið. Hvei-ju átti hún að svara? Það var rjett, að hún liafði verið einráðin í að láta ekki Ey- soldt sjá sig frainar, eftir að hann hafði sýnt svo ótvírætl, að hann hafði iðrast eftir bón- orðið í sama augnabliki, sem vinkona hans fyrverandi kom á vettvang. En til þess að særa ekki frú Eysoldt eða hryggja konuna, sem hafði verið henni svo góð hafði hún snúið aftur. En hún gerði það með þeim fasta ásetningi, að þakka frú Eysoldt fyrir sig undir eins um morgun- Natasja sal i hnipri í stólnum og endurtók í sifellu inn og fara á burt af heimilinu fyrir fult og alt. En alt þetta gat hún ekki fengið sig til að útskrá þarna i rjettinum. Henni fanst það nægileg auðmýking að vera ákærð fyrir þjófnað og jafnvel njósnir. Þetta íolk þarna í rjettinum skyldi ekki hafa gaman af að hevra í þokkabót, að henni hefði verið bolað burt af annari eins ókind og Sonju Jeg- orownu. Berger fulltrúi barði óþolinmóður í borðið. „ Jæja, ungfrú ungfrú hvað er það nú aftur, sem þjer heitið, við bíðum eftir svari yðar.“ „Jeg neita að svara,“ sagði hún hildaust. Nú kom dómarinn til. skjalanna á. ný; hann sagði rólcga og hægt, eins og hans var vandi: „Þjer munduð ljetta okkur starfið mikið, ungfrú Franzow, ef þjer svöruðuð satt og rjetl þeim spurningum, sem lagðar eru fvr- ir yður.“ Natasja leit til hans biðjandi augum, en svaraði eins og fyr: „Jeg er saklaus annað get jeg ekki sagt.“ „Reynið þjer þá að gera okkur kleift að hjálpa yður!“ sagði dómarinn í hughreyst- ingartón. „Við sitjum ekki hjerna í þeim til- gangi, að pína yður og kvelja, og láta vður svo í fangaklefa á eftir, heldur til þess, að komast að raun um, hver l'ramið hafi þjófn- aðinn. Ef jijer eruð saklaus þó eigið þjer að svara spurningum okkar hreint og hispurs- laust. Segið oklcur alt um fortíð yðar, og jiað, sem á dagana hefir drifið, bæði i verk- smiðjunni og á heimili doktor Eysoldts. Það er alls ekki óhugsandi, að við getum sannað saklevsi yðar á þeim grundvelli og komist að raun um, liver þjófurinn er, eða þjófarnir, jiví að j)að leikur ekki vafi á, að þeir liafa verið fleiri en einn.“ Natasja virtist ætla að segja eitthvað, en tók sig á, í söniu andránni. „Jæja, ungfrú góð,“ rak dómarinn á eftir. „út með j>að!“ „Þjer viijið, að jeg segi yður af fortíð minni, lierra dómari. Jeg veit ekki, livar þjer viljið láta mig byrja. Þjer lúrðið tæjjlega um að fá að vita um barnæsku mína?“ „Jeg hirði um alt. Byrjið j>vi bara látið j)jer það koma.“ „ITvar eruð ]>jer fædd?“ skaut Berger inn i. „Á óðalinu Franzow í Rússlandi. Faðir minn var barón Alexander Fedorovitsj von Franzow. Uppreisnarmehnirnir drápu liann

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.