Fálkinn


Fálkinn - 03.01.1941, Side 4

Fálkinn - 03.01.1941, Side 4
4 F Á L K I N N « [ Ardennafjöllunum fögru og hrika- legu, þar sem Albert Belgakon- ungur hrapaði til bana fyrir sex ár- um er dálítill stöðvarbær, sem heitir Rochefort. Skamt þaðan er þorp, sem heitir Han-sur Lesse, sem frægur er orðinn fyrir hellana, sem eru skamt þar frá, Han-hellana. En gegnum þessa hellira rennur á, sem heitir Lesse, og fellur í Maas. Þessir dropa- steinshellar ejru taldir stórfenglegustu heilar i NorSur-Evrópu og koma þangað þúsundir manna á hverju sumri — og iðrast enginn eftir. Dropasteinshellar eru víða til í Evrópu og þeir eru víða til i Ar- dennafjöllum, en engir eru eins fagr- ir og stórkostlegir og hellarnir við Han. Þessir hellar fundust árið 1771 og eru samtals fimm kílómetra langir. En það sem gerir hella þessa ógleym- anlegri en stærðin, eru dropasteins- myndirnar, sem eru í lögun eins og ísdrönglar þeir, sem oft má sjá í hellum hjer á landi, t. d. Surtshelli. Dropasteinsmyndanir í smáum s'til má sjá í sumum íslenskum hellirum, t. d. í helli í Þórólfsfelli í Fljótshlið. Dropasteinsdrönglarnir myndast á þann hátt, að vatn með uppleystum steinefnum seitlar gegnum hellisloftið og gufar upp, en steinefnin verða eftir og taka á sig fasta mynd. Ef vatnið gufar ekki upp undir hellis- þakinu falla dropar á gólfið og gufa ujDp þar, en skilja eftir steinefnið, svo að smámsaman myndast drönguli á gólfinu líka, beint niður undan drönglinum, sem hangir í jiakinu. Drönglarnir smálengjast bæði ofan HELLARNIR í HAN. Dropasteinshellarnir í Ardennefjöllunum í Belgiu. frá þaki og niður í gólf, og er mjósl þar, sem drönglarnir mætast. Gang- urinn er sá sami og þegar ísdröglar myndast við að vatn rennur af þaki í frosti, en sá er munurinn, að stein- drönglarnir vaxa hægt og lengjast stundum ekki nema brot úr milli- metra á ári. Fer það eftir því, hvaða steinefni eru í vatninu og hve upp- gufunin er hröð. Þessir steindröngl- ar eru kallaðir stalagmltar, og það er giskað á, að stalagmítarnir í Han- hellunum hafi sumir verið um 2000 ár að myndast. í þeim er að mestu leyti kalksteinn. AÐ er furðuleg og lirífandi sjón að ganga um þessa dropasteins- liella, langt undir yfirborði jarðar. í fljótu bragði er umliverfið líkast leiksviði með tjöldum og súlum og hvelfingu yfir, með allskonar útflúri. Hvítar súlur ganga neðan úr gólfi og upp i loft en að baki virðast manni vera flauelstjöld, þangað til maður þreifar á, og finnur kaldan og rakan steininn. Það var ógreiðfært um hellana i Han, ekki siður en Surtshelli, en úr því hefir verið bætt, vegna gestanna. Það liggja vegir og gangstjettar um alla liellana. Og ekki þarf maður að hafa með sjer ljósker, því að hellarn- ir eru allir upplýstir með rafmagni, svo að það er Jiægðarleikur að ganga um hellana, en það er tveggja stunda gangur fram og aftur. En það er vissara að vera vel klæddur, því að Tveir tímar í undirheimum. Hvelf- ingarnar miklu. Mílanókirkjan. — Neðanjarðarsigling'. þarna er „fúlt og kalt“ eins og í hell- um gerist, og góða skó verður maður að hafa á fótunum, því að víða er hrjúft undir fæti og sleipt og blautt. En maður gleymir þessu undir eins og inn er komið. Það sem fyrir aug- un ber er svo mikilfenglegt, að mað- ur gleymir öllu öðru. Allskonar kynjámyndir, smáar og stórar, blasa við sjónum og til hliðar gefur að líta inn i ótal srnáliella og rangala, sem engin sjer i botn í. Dularfullu hvelfingarnar — Les mysterieuse — eru fáránlegar eins og málverk eftir tískumálara, litirnir ótrúlegir, og „Spénahvelfingin“ heiíir svo vegna þess, að dropasteins- myndanirnar í loft- inu eru iikastar spen um. ljósunum hagað þannig, að birta og skuggar verði sem álirifamest. — — TnNI í hellinum eru víða tjarnir og •*■ vötn og maður rekst livað eftir annað á ána Lesse. Sumstaðar virðist liún standa kyr. Það er eins og öll hreyfing sje fjöruð út, en samt sígur áin áfram, þó liægt fari. Þó að hún sje ekki nema fáeina kílómetra á Jengd, frá þvi að liún kemur inn í hellirinn og þangað til liún fer út úr lionum, er þó spíta, sem fleygt er í hana, um sólarhring á leiðinni eftir hellinum. Sumar livelfingarnar hafa verið nefndar eftir steinmyndunum, sem i þeim eru. Þannig er t. d. um Spena-hvelfinguna, sem svo er köll- uð vegna þess, að þar er Ioftið al- sett smáum dropasteinsmyndunum, sem eru líkir spenum. Þar á næstu grösum rekst maður á kalksteins- myndun, sem er mjög áþekk högg- mynd. Hefir hún verið nefnd le iiophée — sigurtáknið. í Salle de Armes', Vopnasalnum, er líkast því að allir veggir sjeu alsettir ýmiskon- ar vopnum — bogum og byssum, sverðum og spjótum, en fánar og hjálmar sjást á milli. Speglast j)ess- ar myndir í ánni Lesse, sem sjest þarna í fyrsta sinn, éftir að inn í hellana br komið. Maður lieldur á- fram og kemur nú inn í kirkjusal- inn, Salle du Dome, sem er stærst af öllum hvelfingum í hellunum, 154 metra langur og 129 metrar undir loft, svo að þrír turnar eins og á Reykjavíkur Apóteki gætu staðið þar liver uppi á öðrum, án þess að sá efsti ræki sig upp undir. Hvergi er fallegra í hellunum en þarna. Stór- feld veggtjöld úr hvítu kalki speglast í ánni, sem er tær eins og vatnið í gjánum á Þingvöllum, og þarna í vatnsfletinum gefur að líta mynd af kirkju, sem í fljótu bragði minnir á dómkirkjuna i Milano. Það er sýn, sem enginn gleymir. Inni í miðjum hellunum rekst mað- ur á veitingastað, sem líklega er ein- stakur í sinni röð í veröldinni. Og hvort sem hann hefir nú verið settur upp þarna i gróðaskyni eða af ein- skærri nærgætni við ferðafólk, þá þykir flestum gott að staldra þar við og hvila sig og fá sjer hressingu, því að gangurinn um hellana er talsvert lýjandi, einkum fyrir fullorðið fólk. Þarna getur maður fengið sjer kaffi, öl eða vín og kastað mæðinni áður en maður fer siðasta áfangann inn í hellana. Því lengra sem maður keinur inn í hellana því tryllingslegra verður um- hverfið, og augun, sem nú eru farin að venjast myrkrinu, sjá meira en áður. Rafljósunum er komið fyrir á sem óvæntustum stöðum, 1 afkymum og skútum, og sumstaðar er dropa- steinsvefurinn svo þunnur, að mað- ur sjer ljós gegnum hann. Nú kemur maður að la Precioce, liengifluginu. Þar virðist áin falla ofan í undir- djúp og manni finst maður vera kom- inn á leiðarenda. En maður kröngl- ast áfram eftir einskonar einstigi utan í hellisveggnum, sem heitir la Galerie de l’Hirondelle — svölugang- urinn og rekst bráðlega á einskonar fortjald — breiða voð úr kalksteini. Fyrir innan það tekur við te Mosqée dropasteinsmyndanir, sem minna á austurlandakirkju. PLESTUM þeim, sem koma í hell- ■*• ana í Han þykir mest koma til sjónhverfinga þeirra, sem þeim'.eru gerðar i kirkjusalnum. Þar er að- eins dauf birta og alt í kring sjer út í myrkrið — ekki venjulegt myrkur heldur svarta þykka voð — ystu myrkur, ef svo mætti kalla. Þykir flestum ömurlegt að standa þarna og sjá ekkert frá sjer nema myrkrið. Svo er slökt á þessum daufu týrum, sem þarna eru, en eftir augnablik sjer

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.