Fálkinn - 03.01.1941, Qupperneq 6
G
F Á L K I N N
Það er langt siflan að þetta var!
Mark Hellinger:
KONA DÓ-
Konurnar á stóru fleirbýlisstofunni
iágu rólegar í rúmunum. Sumar lásu,
aðrar móktu og tvœr hvísluðust á,
lil þess að trufla ekki. Og bak við
stóra, hvita forhengið lá ein — hún
var dauðans matur. Þær vissu það
allar hinar, hvað hvíta fortjaldið
þýddi. En i þessu tilfelli áttu þær
bágt með að skilja það, því að kon-
an virtist fremur hress. Það var ekki
lengra en síðan í gær, að hún hafði
setið uppi í rúminu og talað við
þær.
En nú var hún deyjandi — þær
höfðu sjeð mann fara inn fyrir for-
liengið, en þær gátu ekki sjeð, hver
það var.
Svarta hárið á lienni lá slegið út á
koddann, eins og umgerð um livíta
andlitið. Það voru komnar djúpar
rákir kringum nefið og munninn —
ömurlegur vottur um, að dauðinn
væri á næstu grsösum.
Hann sat og hjelt um hendina á
lienni, liún var köld og rök af sótt-
inni. Hann sat og horfði inn í star-
andi augun, sem lágu svo djúpt í
tóftunum. Það voru augu, sem sáu
án þess að horfa.
„John,“ hvislaði hún. „John — ó,
John.“
„Jeg er hjerna. Jeg sit hjerna hjá
þjer.“
„John, elsku, góði John, en hvað
það var indælt, að þú skyldir koma.
Jeg þráði þig svoddan skelfing. Líf-
ið hefir verið svo einmanalegt hjá
mjer siðan .... þakka þjer fyrir að
þú komst.
„Talaðu ekki svoná mikið — það
ofþreytir þig.“
„John, er það alveg víst, að þetta
sje þú? Mjer er svoddan Ijettir, að
þú skulir vera hjerna. Haltu+-hend-
ina ú mjer. Jeg er svo hrædd við að
deyja — ó, svo hrædd .... Jeg vil
ekki deyja, Jolin.“
„Þú deyrð ekki .... þú mátt ekki
veraf* hrædd. Nú ætla jeg að sitja
hjerija og lialda fast í hendina' á
þjer. Svona!“
„Jú — jú, John, jeg veit að jeg á
að deyja, jeg veit það. Þú skalt ekki
trúa því, sem læknarnir segja. Þú
veist sjálfur ....“
Hún hreyfði sig órólega á koddan-
um og fálmaði á orðunum með skjálf-
andi vörum.
„En hvað það er kalt hjerna, John.
Hafa þeir gleymt að opna hitaleiðsl-
urnar? Hver liugsar um þig núna?
Færðu almennilegau mat að borða?
Þú verður vist að fara frá mjer bráð-
um, þegar stofugangurinn byrjar. En
þú bíður víst fyrir utan á meðan og
kemur bráðum aftur, er það ekki?
Það er svo gott að halda í hendina
á þjer.“
Hitasóttin hamaðist í henni en hún
barðisl við óráðið og reyndi að
mynda setningar, sem enginn skyldi
nema maðurinn, sem sat við rúmið.
„Jeg liefi verið að vonast eftir þjer
— á hverjum degi siðan jeg kom hing
að. Jeg var svo hrædd um, að þú
kæmir ekki nógu snemma. Það sagði
fólkið, að það gæti hvergi fundið
manninn minn. En jeg bað það svo
innilega um að flýta sjer. „Flýtið
ykkurt" sagði jeg. „Flýtið ykkur!“
þú skilur, það er hver síðastur núna
— og kalt.“
Hún andvarpaði og hjelt svo áfram:
„Alt er svo einkennilegt. Mjer finst
endilega að mig sje að dreyma, en
þegar jeg horfi á andlitið á þjer þá
veit jeg, að þetta er satt. Því að það
er vist satt? Er það ekki? Alveg satt?“
Hann borfði raunamæddur á liana.
„Vinur minn. Jú, það er satt —
jeg er hjerna og jeg verð hjá þjer.
Altaf ....“
Tárin runnu niður magrar kinnar
liennar.
„En hvað jeg er sæl. Svo örugg og
hamingjusöm, þegar þú ert hjá mjer.
Alt liefir verið svo ömurlegt, siðan
við skildum. Jeg hefi verið á einlæg-
um flækingi — úr einum stað í annan
— jeg gat livergi fundið frið. En nú
er jeg róleg, John, af þvi að þú ert
lijá mjer. En hvernig liefir þetta alt
atvikast? Það er alveg eins og kvilc-
mynd. Manstu hvað mjer þótti gam-
an að sjá kvikmyndir? Jeg elska
lcvikmyndir! En nú ert þú kominn
og þá er alt gott. Jeg gat ekki afbor-
ið þetta lengur — alein.”
Hann laut niður að henni og kysti
hana á ennið, en hún vissi ekki af
því, — hún var meðvitundarlaus.
Orðin komu af stangli af vörum
iiennar, samhengislaust — harm-
þrungin. Það var eins og þau slitn-
uðu af raddböndunum og kæmust
með erfiðismunum fram á varirnar.
„John — jeg var svo einmana —
svo hræðilega einmana — þeir sögðu,
að þeir gætu ekki fundið þig — en
þú fanst mig — jeg sagði „flýtið ykk-
ur“ — ekki hrædd — hendina —
haltu í hana — fast — sársaukinn —
ó, John — jeg elska — John — John.“
Hann krosslagði hendur hennar á
brjóstið og gaf hjúkrunarkonunni
merki. Og svo kom læknir að rúm-
inu.
Maðurinn, sem hún hafði kallað
John, fór inn til yfirhjúkrunarkon-
unnar, en hinar konurnar á stofunni
horfðu á hann með skelfingu. Hve-
nær mundi röðin koma að þeim?
Yfirhjúkrunarkonan sneri sjer að
lionum og rjetti honum hendina.
„Doktor Miller, jeg þakka yður
kærlega fyrir þetta.“
Hann bandaði frá sjer með hend-
inni.
„Jeg er ekki vanur, að gera svona,
en hún grátbændi okkur svo um, að
finna manninn sinn, og hún vissi, að
hún var að deyja. Hún sagði „flýtið
ykkur“.
Yfirhjúkrunarkonan horfði á hann
með afsökunarsvip.
„Mig langaði svo til að ljetta henni
síðustu stundina, og hún þekti lækn-
ana á þessari deild. Jeg vissi, að þjer
voruð búinn með stofuganginn á yð-
ar deild, og jeg sá að hún var svo
rugluð, að lhin mundi ekki sjá, að
svik voru í tafli.“
„Mjer þótti mjög vænt um, að þjer
kölluðuð á mig,“ svaraði Miller al-
varlegur.
„Já, henni var það ómetanlega
mikils virði. Hún hjelt, að maðurinn
hennar liefði verið hjá sjer á bana-
stundinni. Hún hlýtur að hafa elskað
hann heitt.“
„Hún hefir — hún liefir elskað
hann mjög heitt," sagði Miller lágt.
Yfirlijúkrunarkonan horfði á hann,
svo sagði hún í öðrum tón:
„Jeg verð að fara og sjá um að
líkið verði flutt niður undir eins. En
vel á minst. Við vitum ekki einu sinni
hvað hún hjet. Hún gat ekki sagt
nein deili á sjer.“
Doktor Miller horfði fast á hana,
andlitið brá ekki svip er hann sagði:
„Hún hjet frú John Miller.“
Jess Petersen,
sem varð heimsmeistari
12 sinnum.
Fyrir 35—40 árum var það sjald-
gæft að sjá íþróttafrjeltir í íslensk-
um blöðum. Það var undantekning,
sem staðfesti regluna, að blöðin gátu
stundum ítarlega um danska glínni-
manninn Bech-Olsen. Hann könnuð-
ust flestir við og bændur austur í
sveitum ljetu jafnvel sterka hesta
heita Bech i liöfuðið á þessum danska
kappa grísk-rómverskrar glimu.
Aftur á móti varð „banamaður“
lians, Jess Pedersen aldrei eins kunn-
ur lijer á landi, og varð liann þó
miklu frægari erlendis. Hann varð
sem sje heimsmeistari í grískri glimu
tólf sinnum. Jess var jóskur vágna-
smiður og hjet rjettu nafni Jesper
Rasmussen. Tvítugur fór hann sem
handverksmaður til Þýskalands, 1898,
og gat sjer orðstir sem glimukappi í
íþróttafjelagi sem hann var í meðan
hann dvaldi í Hamborg. Fyrir áeggj-
an fjelaga sinna gerðist hann at-
vinnumaður í íþróttum, eftir að liann
hafði orðið meistari áhugasamra norð
urþýskra iþróttafjelaga í glímu. Hann
gat altaf farið að smiða vágna aftur,
ef honum yrði ekki ágengt sem at-
vinnumanni í griskri glímu.
Næstu árin glímdi liann við ýmsa
helstu kappa Evrópu, s^o sem Hack-
enschmidt, Pohl, Petroff o. fl. Á þeim
árum varð hann vel að sjer í málum
— hann talar átta tungur mjög sæmi-
lega. En í Danmörku var honum lítil
atliygli veitt, þvý að þar snerist alt
um annan kappa, Bech-Olsen, ket-
fjallið og kraftamanninn mikla, sem
síðar stofnaði fjölleikahús viðAaboule-
varden í Khöfn. — Nú langaði Jess
Pedersen til að etja kappi við þenn-
an fræga mann og sendi honum á-
skorun, árið 1901, um að glíma við
sig. Bech-Olsen langaði ekki eins
mikið að glíma við hann og liumm-
aði áskorunina fram af sjer, þangað
til Jess var orðinn heimsmeistari í
fyrsta sinn, árið 1903.
Viðureign þeirra dönsku jötnanna
fór fram 4. okt. 1903, á Charlotten-
lund við Kaupmannahöfn. Jess hafði
þá eklci þjálfað sig í langan tíma en
þyngst úr 97!4 upp í 10G kg. En liann
lagði Becli-Olsen á — 6 mínútum,
á hryggspennu. Nú var Jess orðinn
Danmerkurmeistari, auk heimsmeist-
aratignarinnar. Kaupmannaliöfn varð
agndofa af furðu og á gamanleikliús-
unum voru sungnar vísur um Becli-
Olsen kraftakonung, sem beit í gras-
ið. Ekki var þessi viðureign arðvæn-
leg eins og þegar hrfefaleikarar eigast
við í Madison Square Gardens í Am-
eríku. Keppendurnir átlu að skifta
ágóðanum jafnt, en hann var enginn.
Þeir urðu að borga 11 krónur hvor,
ti! að jafna liallann á þessu kapp-
móti!
Árið eftir áttust þeir Jess og Becli
við á ný og Becli fjell sem fyr, en
30 krónur fjekk hvor þeirra í ágóða.
En þessari viðureign var mikil at-
Jiygli veitt og meðal áliorfendanna
var Georg Brandes og ýms góðskáld,
en hrifnir áhorfendur spenlu hestana
frá vagni Jess og óku liann og konu
hans (hún er frönsk og heitir Leonie)
á sjálfum sjer lieim til þeirra. En eftir
])essa viðureign voru frægðardagar
Bechs taldir, enda var hann tekinn
að reskjast.
Jess fór hinsvegar út í heiminn og
vann sjer fje og frama. Alls varð
hann heimsmeistari tólf sinnum og er
talið, að liann hafi grætt um 300.000
krónur á kröftum sínum. Það þótti
inikið þá, þó að það sje smávaxið í
samanburði við tekjur hnefaleika-
t
Tóma húsið,
sem hefst í næsta blaði, er eftir
Francis Grierson, mjög kunnan leyni-
löregluhöfund. Aðalpersónurnar eru
tvær ungar sólir, Jack Vane og Eva
Page og eru liær rauði þráðurinn í
allri sögunni, einkum Jack. í sögu-
byrjun er hann að kaupa sjer hús
fyrir utan London, en þegar liann
kemur að skoða lnisið, ásamt fast-
eignasalanum, finna þeir þar dauðan
mann, sem reynist vera húseigandinn,
og sjá unga stúlku inni í liúsinu, sem
sleppur úr greipum þeim. Hún er
grunuð og nú hefst flókin leit að
lienni, bæði utan lands og innan, og
Jack tekur drjúgan jiátt í leitinni,
en fer þó sínar götur, svo að lög-
reglunni liykir sjer lítill greiði gerð-
ur með atliöfnum hans.
Þetta er liara byrjunin, en fram-
lialdið getur fólk lesið í Fálkanum
næsta missirið. Sagan er óvenju
spennandi en gerist aldrei svo flókin,
að lesandinn eigi erfitt með að halda
þræðinum, þó að vika liði á milli bút-
anna, sem i blaðinu koma.
Fylgist vel með þessari sögu. Það
hefir verið liylst til, að láta hana
byrja við áramót, svo að nýjir kaup-
endur blaðsins fái sögubyrjun, i stað
þess að lenda í iniðri framhaldssögu.
Notið tækifærið og gerist kaupendur
nú þegar, því að ávalt þykir vifeldn-
ast að byrja blaðakaup með nýjum
árgangi og nýju ári. Reykvíkingum
skal ó það bent, að framvegis verður
miklu erfiðara að fá blaðið keypt í
lausasölu en áður, vegna þeirra ráð-
stafana að börnum er bannað að
selja blöð. Þessvegna er hagfeldast, að
gerast áskrifandi og fá blaðið sent
heim til sín.
PAGANINI, fvh. 'af bls, 5.
svo náfölt í lampaljósinu, var eitt-
livað svo.biðjandi, svo aulalega virð-
ingarfult, að meðaumkvunin kæfði
niðri í manni hláturinn. Hefir hann
lærl þessa framkomu af tilbera eða
af hundi? Er þetta biðjandi augna-
ráð spegill dauðveiks manns eða
leynist spott slóttugs maurapúka bak
við það? Er þetta lifandi maður
kominn að dauða og ætlar að skeinta
almenningi með tilburðum sínum,
eins og holsærður skylmingamaður?
Eða er ]iað dauður maður, sem liefir
stigið upp úr gröf sinni? Blóðsuga
með fiðlu, sem að visu ekki sýgur
Jdóðið úr lijartanu, heldur pening-
ana úr vösum okkar?
Þessar spurningar flugu mjer i
hug meðan Paganini var að uppskera
lófaklappið fyrir hneiginguna. En
allar slíkar. liugleiðingar þögnuðu
undir eins og hinn undursamlegi
meistari setti fiðluna undir hökuna
og fór að spila“. >
manna nú ó dögum. — Hann settist
að í Frakklandi og lagði fjeð í húsa-
kaup. Húsin hans Jess Pedersen voru
skotin í mjel í síðustu styrjöld og
hann fjekk ekki tryggingarfjeð —
franska stjórnin skuldar honum það
enn. Gerðist liann þá umsjónarmaður
við veðreiðarbrautir í Frakklandi og
það er hann enn, þó orðin sje 62
ára. í því starfi kemur honum mála-
kunnáttan í góðar þarfir, því að á
veðreiðarnar í Frakklandi safnast
fjöldi erlendra þátttakenda.
Bech-Olsen er hinsvegar dáinn fyr-
ir nær þrjátíu árum. Offita kringum
tijartað varð lionum að bana.