Fálkinn - 03.01.1941, Side 12
12
F Á L K I N N
Leyndardómar »■»
s________MATSÖLUHÚSSINS
SPENNANDI SKÁLDSAQA EFTIR E. PHILIPPS OPPENHEIM.
Súsanna liristi liöfuðið.
„Nei, sagði hún, „það var ekki liönd
Josephs, sem hjelt á byssunni og hleypti
af — því fór fjarri. Fingurnir voru langir
og magrir."
„Hver var það þá,“ spurði Lengton.“
„Það voru fingur frú Dewar,“ sagði Sús-
anna. „Líttu bara á, Amelia,“ sagði hún og
laut að systur sinni, „jeg gleymdi ékki að
auka í. Jeg tók þrjár lykkjur saman, jeg
held það sje betra.“
Josepli hafði beðið Luke að koma inn
til frú Dewar. Hann var ekkert blíður á
svip þegar hann kom inn. Frú Dewar
sat við skrifborð sitt. Flora hvíldi í hæg-
indastól.
„Mjer fanst rjettara að biðja yður að
líta hjer inn,“ sagði frú Dewar rólega.
„Flóra er orðin leið á okkur öllum sam-
an. Hún kveðst ætla að fara á fund lög-
reglufulltrúans, sem altaf er að snuðra
hjer umhverfis húsið, og segja honum hið
sanna um morð Dennets ofursta og ann-
að, sem við annars minnumst aldrei á.“
„Hvað höfum við gert, sem er ungfrú
Flóru á inóti skapi,“ spurði Luke rólega.
„Jeg bað aðeins um eitt,“ svaraði Flora,
„og móðir mín lofaði mjer því. Hefði úr
þessu orðið hefði jeg orðið þræll hennar.
En loforðið hefir ekki verið haldið. Jeg
ætla að framkvæma hótun mína.“
„Ekki held jeg, að þjer gerið það,“ sagði
Luke. „Maður segir nú svo margt, en hin-
ar fögru varir yðar munu lokast að ei-
lífu, ef þjer ætlið að gera það, sem þjer
segið. Hvað var það, sem móðir yðar gat
ekki gert fyrir yður?“
„Jeg vil fá Roger Ferrison," sagði Flora.
„Þessvegna krafðist jeg þess, að Audrev
Packe dæi.“
„Roger er asni með allskonar grillur í
kollinum,“ sagði Luke. „Annars hefði
þetta gengið eins og í sögu. En þjer verð-
ið að haga yður skynsamlega. Móðir yðar
hefir tvisvar sinnum reynt að hjálpa yður.
Hún íjekk undravjel mína til láns, fulla
af samanþjöppuðu eiturgasi, það valt á.
tveimur mínútum að hún gæti lialdið lof-
orð sitt. Til allrar bölvunar vaknaði unga
stúlkan, fann gaslyktina, varð hrædd og
flutti hjeðan. Samt sem áður gáfumst við
ekki upp. Jeg kom að ináli við Sandah
Poor, vin minn, — snjallasta eiturbras-
ara, sem hingað hefir komið frá Asíu.
Alt hafði verið undirbúið og liinir bestu
efnafræðingar hefðu ekki getað tekið
eftir neinu, og unga stúlkan hefði veríð
talin dauð af hjartaslagi. Þjer vitið hvað
gerst hefir. Þessi bölvaður Lengton hefir
eyðilagt all fyrir okkur. Það er meira
fíflið!“
„Ætli hann sje svo mikið fifl,“ sagði frú
Dewar.
Augnaráð Luke varð flóttalegt og' svo
gerbreyttist hann í útliti. Hann var lík-
astur trylltu villidýri.
„Hamingjan gæfi að jeg vissi það,“
muldraði hann.
„Látum okkur fyrst ræða um liitt at-
riðið,1" tók frú Dewar fram í. „Jeg get
viðurkent vanrækslusyndir mínar. Jeg
lofaði dóttur minni að drepa ungu stúlk-
una, sem var gæfu liennar þrándur í
Götu.“
„Já, þú lofaðir,“ sagði Flora hæðnislega.
„En þú hjelst ekki loforðið.“
„Jeg fjekk vjel Luke að láni og' gekk
upp á herbergi ungu stúlkunnar, ákveð-
in í að halda loforð mitt og drepa hana.
Svo stóð jeg stundarkorn við rúmstokk
liennar. Hún er jafnaldra þín, Flora. Hún
er ekki eins fríð og þú, en er á líku reki.
Mjer datt þú í hug og það kom hik á mig.
Jeg átti ráð á lífi hennar, en -— jeg gat
ekki tortímt þvi.“
„Þú sveikst loforðið,“ sagði Flora.
„Já jeg gerði það,“ sagði frú Dewar. „Og
þegar jeg beið komu þessa ægilega eitur-
byrlara með hið fljótvirka eitur sitt koin
þessi Lengton. Jeg vissi, að ef jeg gengi
inn á tillögu hans, mundi ungu stúlkunni
borgið. Jeg samþykti tillöguna. Nú veist
þú hið sanna í þessu máli, Flora.“
Heyrið þjer mig nú ungfrú góð,“ sagði
Luke alvarlegur. „Yið höfum ekki tima til
að sækjast eftir lífi þessarar stúlku. Við
verðum nú að beina öllum kröftum að
einu — aðeins einu — að reyna að kom-
ast burt. Það er hætta á ferðum. Við verð-
um að láta af fyrirætlunum okkar. Eftir
nokkra daga verður Palace Cresent tómt.
Móðir yðar hefir gert ráð fyrir yður. Ef
þjer segið eitthvað, sem hindrað getur
burtför okkar, er yður bráður bani bú-
inn.“
„Mikið getið þið öll verið heimsk,“
sagði Flora, „að þið skulið ekki sjá um,
að jeg fái óskir mínar uppfyltar. En á
hvaða hóteli sagðistu hafa pantað herbergi
fvrir mig?“
„í Hotel de Paris,“ svaraði frú Dewar
og var eins og lienni Ijetti. „Þú færð far
í bláu lestinni á morgun. Þú hefir ávís-
unarbók þína og liefir nægð ljár. Og taktu
nú eftir því, sem jeg segi að lokum. Ef
eitthvað kemur fyrir okkur þarftu ekki
að vera hrædd. Það er felustaður hak við
rúmið þitt, jeg hefi sjeð um það. Fötin,
sem fólk okkar notar á nóttunni, vopnin
og það sem við fengum sent frá New York
er all saman á bak og burt, komið þangað
sem það finst aldrei. Hvað snertir dyrnar
inn í svefnherbergið þitt, þá voru þær gerð-
ar, af því að þú komst ekki niður stigann.
Þú ert örugg, Flora, hvað sem kann að
koma fyrir.“
Frú Dewar reis upp til liálfs. Hendur
hennar, sem kreptust um borðröndina
voru öðruvísi en vant var. Þær titruðu.
En augu liennar voru þó mest breytt. í
þeim var þögul bæn. Flora leit á móður
sína og hló hæðnislega. „Þú sveikst lof-
orðið,“ voru síðustu orð hennar.
XXXII.
„Á morgun fer jeg burt og verð fjarver-
andi um skeið,“ sagði Flora Quayne, sem
lá á legubekk og hallaði sjer upp að púð-
unum. „Þessvegna bað jeg ykkur að koma
hingað i kvöld áður en við skiljum. Rerjið
að dyrum hjá frú Dewar og biðjið hana og
Luke að koma hingað. Gleymið eklci að
jietta er skilnaðarveisla mín. Jeg skal bráð-
um spila fyrir ykkur, þá getið þið dansað.
Verið ekki svona vandlætingarsamur á
svipinn, Lengton majór, ef til vill get jeg
sagl ykkur eitthvað skemtilegt áður en jijer
farið i kvöld. Ó, þarna kemur hr. Luke
og — móðir mín.“
Frú Dewar nam skyndilega slaðar, og
liitt fólkið var bæði undrandi og vantrúað.
Flóra horfði í kringum sig, og virtist skemta
sjer prýðilega.
„Hvernig læt jeg', jeg hefi ekki sagt ykk-
ur jietta ennþá,“ lijelt hún áfram. „Þið
munuð komást að mörgu einkennilegu i
kvöld, a. m. k. sum -ykkar. Já, frú Dewar
er móðir mín. Fyrir löngu síðan kom okk-
ur saman um að halda því leyndu. Hún var
mjög drykkfeld. Hún misti mig niður stig-
ann þegar jeg var lítil, þessvegna er jeg
svona fötluð. Hún gætti mín ekki nógu vel
— reyndar liygg jeg að ekki liafi verið um
neina aðgæslu að ræða, lnin var bara
drukkin.““
Allir stóðu agndofa og enginn mælti orð
frá vörum.
„Upp frá þeim degi hefir hún leilcið hlut-
verk liins iðrandi sjmdara. Síðan hefir hún
aldrei nevtt áfengis. Allar tekjur sínar af
matsöluhúsinu hefir hún notað til þess að
veita mjer allskonar munað. Hún liefði gel-
að sparað sjer það ómak, jeg liefi aldrei
kært mig um jiað og að því er matsöluhús-
ið snertir, vita allir hvað það er ......
þjófabæli.“
Luke laut áfram. „Jeg liygg að þið sjáið,
livað hefir gerst,“ sagði hann „hin sorglegu
örlög, sem liafa vofað yfir ungfrú Quayne
alla æfi liennar, eru nú komin fram. Ilún
liefir inist vitið.“
Flora gretti sig. Hún lyfti glasi sínu og
hló framan i alla viðstadda. „Ágætt hjá
yður, Luke.“
Hann brosti.
„Aðalþrjóturinn í leiknum! Fyrirmyndar-
leigjandinn í Palace Crescent! Hvílíkur
bragðarefur! Leiðinlegt, að Rudlett lög-
regluumsjónarmaður er hjer ekki! Hann
er svo mikill klaufi, annars hefði jeg boð-
ið honum. Jeg liefi dálæti á skynsömu
fólki. Þjer, Roger minn góður,“ hún laut
að lionum og klappaði á hönd honum, „er-
uð eini heimskinginn, sem jeg hefi unnað
hugástum, og mikið liefi jeg elskað yður!
Núna þegar líf mitt er að fjara út vegna
tilgerða Sandah Poor, vinar Lukes, finn
jeg það best, hve ástin er innihaldslaus.
Vikuni saman liefi jeg þjáðst af ástríðu,
— nú, jæja, það má nú einu gilda. En jeg
geri ráð fyrir, að þið vitið það öll — þjer,