Fálkinn


Fálkinn - 03.01.1941, Side 14

Fálkinn - 03.01.1941, Side 14
14 F A L K I N N HÁI ÞÓR. Frh. af bln. 3. Þetta er alt sanian raunvera. Og liún heklur enn áfram, því að nú bir'tast tveir þjónar sjálfs sin og Mammons, braskarinn og dómarinn, sem elcki eru annað en tvær iifandi peningabuddur (Alfreð Andrjesson og Lárus Ingólfsson). Ekki eru þeir þó nærri nógu fúlmannlegir til þess að hægt sje að taka þá alvarlega, og er það nokkur galli. En fólk skemtir sjer samt við að horfa á þá, þvi að báðir hafa þeir mikið vald á þessum líffærum mannlegs iikama, sem fram- ieiða liláturinn. Þeir vilja kaupa sjálf- an Háa Þór og setja hann undir for- ræði liins almáttuga dollars, og áður en nokkur vei't af þá er þarna komin ginskófla, til þess að mölva niður Háa Þór. Þvi að ef eigandinn vill ekki selja, þá er dómaranum trúandi til að ná Háa Þór úr höndum eigand- ans með vjelabrögðum. — Og nú hefst lyriskt æfintýri. Draumur. Þarna reika um hugir framliðinna, sem fyrir >200 árum hafa strandað þarna í grendinni og ern enn að bíða eftir skipi. Það er de Witt báls- maður (Br. Jóliannesson), sem mest kveður að í þessum hóp, en eina kon- an á skipinu (Alda Möller) verður draumsjón Hollendingsins unga, sem enn á staðinn. Og nú vefst saman draumur og raunvera um langa hríð og nýjir menn koma tli sögunnar, sem sje þrír bankaræningjar, sem liafa nýlega auðgað sig á 25.00(1 dollurum. Foringi þeirra, leikinn af Jóni Aðils, er prýðilegur, en hinir eru full veimiltitulegir til þess, að maður trúi foringanum tijl, að taka þá með sjer i slíkan „business“ sem þennan. Þeir missa þýfið og dómar- inn, sem skömmu seinna lendir í skrítnu fangelsi ásamt braskaranum, liirðir það. Um síðir kemur svo korn- ung rjettvísi til skjalanna og hver fær sinn dóm. En þarna mætast upphaf og endir. Þvi að endirinn er sá, að frumbygg- inn kemur aftur til skjalanna. Til- tölulega heiðarlegur kaupsýslumaður, röggsamur og ákveðinn (Gestur Páls- son) liefir gert eigandanum gott boð í Háa Þór. Og þegar Indíáninn kem- ur inn á sviðið í leikslok.— blindur og að dauða kominn — og eigandinn spyr liann ráða, livort liann eigi að selja, þá svarar frumbygginn því játandi. „Seldu — og flyttu þig lengra vestur“ — þar sem enn er friður fyrir ágengni livíta máttarins.--- Hjer hefir verið stiklað á nokkrum atriðum úr leiknum, til þess að gefa liugmynd um, hvað liann snúist um. Það er gamall og nýr tími, sem mæt- ast í leiknum, gömul og ný menning og umfram alt andstæðan milli pen- ingamenningarinnar og þeirrar hugs- unar, að maðurinn eigi að lifa í líf- rænu sambandi við náttúruna. Og aðferðin, sem höf. notar til að sýna þetta, er að mörgu leyti frumleg og smellin, þó að lieildin sje nokuð laus í böndunum, eins og jafnan verð ur þar, sem hlaupið er á milli raun- veru og draums. Það hefir enginn gerl vel nema Shakespeare — ef liann hefði ekki verið til þá mundi okkur margt þykja betra í þessari grein leikritagerðar en okkur finsl það nú.----- Þessar linur hafa ekki verið skrif- aðar við borð neins gagnrýnanda, lieldur fyrst og fremst til þess, að gefa ofurlitla liugmynd um efni leiks- ins sjálfs. En það verður ekki skilist við þær án þess að þakka Lárusi Pálssyni, sem liefir haft leikstjórnina með höndum, fyrir það, hve vel hon- um hefir tekist með fyrsta verk sitt fyrir Leikfjelag Reykjavíkur. Leikur- inn ber það með sjer, að þar var unnið bæði af þreki og skilningi. og þessvegna biða allir leikhúsunnendur með óþreyju eftir því, að „fleira muni á eftir fara.“ Andvari. mm\ \ WS? Hjálp í neyðinni. Hveri'i þei.rri herflugvjel, sem á aff fljúga gfir sjó, fylgir gúmmíbátur, handa flugmönn- unum til aff fljóta á, ef svo kgnni aff fara aff vjelin bilaffi effa grffi skotin. Hafa gúmmíbátar þessir bjargaff fjölda mannslífa. Sumir flugmenn festa þá viff^sig, eins og fallhlífarn- ar, lil þess uff v&rffa ekki viöskila viö þá, ef illa kgnni að fara. Affeins Íll . ' ■ íí : ■ . ;■: : WfÉmmmk wSv>iw«i'i Hallirnar hrynja — en þjóðin lætur ekki hugfallast. Einhve kgimi aff halda, aff mgndin hjer aff ofan væri af gömlum miffaldarústum. En svo er ekkí. Hún er af ensku stórhgsi, sem orffiff hefir fgrir sprengjuregni þgskra flugvjela. — En þrátt Jgrir allar þær búsifjar, sem fólk, í sunii- anverffu Englandi, hefir orffiö fgrir síöan í sumar, æffrast þaff ekki en trúir á sigurinn. - Falkiun er besta lieimiliisklaðið. - örlítiö loft er i bátumun og verðu flugmennirnir því aö blása þá upp eins og vindsæng, eftir aff þeir eru komnir i sjóinnn. Hjerna á mgnd- inni eru þeir aff blása upp bát. Dauður maður í símanum. í nóvember 1929 fanst brunnin bifreið á þjóðveginum skamt frá Ingolstadt, en við stýrið lík af manni, alt kolbrunnið. Bifreiðin þektist, liún var eign kaupmanns frá Leipzig, sem Tetzner hjet. Og frú Tetzner þóttist viss um, að líkið við stýrið væri af manni liennar. Líkið var grafið og frú Tetzner var buguð af sorg, svo mjög að hún gleymdi alveg að ganga eftir lifsábyrgð mannsins síns, en liún var 145.000 mörk. — Viku eftir jarðarförina frjelti umrenningur einn um slys þetta. Fór liann þá til lögreglunnar og tjáði henni, að dag- inn, sem morðið var framið, liefði hann verið labbandi á veginum skaint frá Ingolsstadt og liefði þá maður i bifreið boðið sjer að setjast upp í. En jafnskjólt og hann var kominn inn í bifreiðina sýndi bílstjórinn lionum banatilræði. Nú fór lögregl- una að gruna, að hjer gæti verið um vátryggingarsvik að ræða, en sann- anir hafði hún engar. Ef dáni mað- urinn í bifreiðinni væri í raun og veru myrtur umrenningur, hefði Tetzner hagað sjer bæði lævíslega og flónslega, fanst lögreglunni. Læ- víslega að því leyti, að hann liafði aðvarað konu sína um, að flýta sjer ekki að ganga eftir lítryggingarfjenu. En flónslega í því, að ráðast á tvo umrenninga sama daginn og láta annan sleppa. Úr því að Tetzner hafði látið slíka skissu henda sig, mundi liann að öllum líkindum gera sig sekan í annari flónskunni til. Nú var setl hlerunarhlust á síma frú Tetzner í Leipzig og dag einn i desember heyrði lögregluþjónninn, sem hleraði, rödd Tetzners sáluga i símanum. Komst liann von bráðar að þvi, að „líkið“ hafði hringt úr símaskáp á aðalbrautarstöðinni í Sluttgart. Og nú var gert aðvart þang- að loftleiðis. Þegar Tetzner kom heim á gistihei'bergið sitt í Stuttgart, frá því að tala við konu sína, sátu þrír lögreglumenn í herberginu, til þess að taka á móti honum. Drekkiö Egils-öl i

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.