Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1941, Síða 3

Fálkinn - 10.01.1941, Síða 3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofá: Bankastr. 3, Reykjavik. Sínii 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Blaðið keinur út hvern föstudag. kr. 6.00 á ársfj. og 24 kr. árg. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglúsingaverð: 20 aura millim. HERBERTSprent. Sfcraddaraþankar. Siðarliðið sumar var kalt og hreta- samt. Kartöflurnar spruttu með versta móti. En lygin dafnaði prýðilega og sáði sjer sjálf. Æfintýrið hans And- ersens um fjöðrina sem varð að finnn hænum gerðist úrelt með söguþjóð- inni, alveg eins og hugarflugssagan hans Jules Verne um manninn, sem fór kringum jörðina á 80 dögum. Hjer breyttusl lóðarbelgir í tundur- dufl, saklgusar kríur í flugvelar, árabátar í bryndreka, ræskingar í fallbyssuhvelli og einfaldir lygalaup- ar í spá'menn í sínu föðurlandi. Fólk urðu spámen í sinu föðurlandi. Fólk dreymdi drauma stóra og hættulega um' líf sitt og annara, og þessir draumar voru orðnir að raunveru- legri staðreynd i næsta framfærslu- hreppi og staðreyndin hafði stækk- að þúsundfalt þegar hún kom í næstu sýslu. Lamb fæddist í Tungunum og talaði ensku nýfætt, en þegar því var svarað á íslensku þá dó lambið þeg- ar og var það skaði, þvi að það liafði ætlað ser að segja hvorir ynnu slríð- ið. Vitanlega er sjálfsagt að trúa þessu, þó að það þyki ekki trúlegt, því að á vorum upplýstu timum er kurteisi að trúa á það yfirnáttúrlega, og því fastar sem það er ótrúlegra, því að annars lendir maður í flokki með Tómasi, sem vildi sjá sjálfur. Dags daglega gjósa upp hinar ferleg- ustu lygasögur, sumar yfirnáttúrleg- ar en fleiri þó þannig, að ekki virðist nema sjálfsagt að trúa þeim. Þær eru sumar þannig til komnar, að prakkar- ar búa þær til „upp á gría“ og lauma þeim frá sjer. Sumar eru ofur mein- lausar i fæðingunni en verða ferleg- ar að vexti og innmat þegar þær hafa farið inn um eyru og út um munn 3—4 ýkjusjerfræðinga. Svo geig ■yænlegar eru þær þá orðnar, að þær æsa saklausan áheyrendann svo, að þann tútnar út og ætlar að rifna af heilagri vandlætingu. Eða að þær eru þess eðlis, að þær geta valdið harmi eða jafnvel sturlun einstakra manna, sem lognir eru dauðir, slasaðir, tugt- húsaðir eða eilthvað því líkt. Þeir eru miklir og nærgætnir velgerðar- menn, höfundar og boðberar slíkra sagna, við vandamenn þeirra, sem liafa orðið fyrir þeirri náð að verða ;SÖguhetjUr þeirra. Það er ávalt miklu logið á stríðs- 4ímum, og sumar stríðsþjóðir hafa stórar stofnanir til þess eins að ljúga á andstæðinginn vömmum, en þegja í hel allan þann sannleika, sem kemur sjer illa. Við tölum mikið um hlut- leysi. Væri þá ekki rjett að taka Grón á Leiti úr umferð, í stað þess að halda við hana? Síra Jón Thorarensen. Síra Jakob Jónsson. Á þriðjudaginn var skipaði kirkju- málaráðherra eftirfarandi presta i hin nýstofnuðu prestaköll höfuðstað- arins: f Laugarnessprestakalli: síra Garðar Svavarsson, í Hallgrimspresta- kalli: síra Sigurbjörn Einarsson og síra Jakob Jónsson, og í Nespresta- kalli: síra Jón Thorarensen. Eins og kunnugt er hafði kosning ekki orðið lögmæt í neinu af presta- köllunum, jafnvel ekki í því eina, sem hafði aðeins einn umsækjanda. Þár skorti á meiri hluta greiddra at- kvæða, og mun fólkið hafa hugsað sem svo, að það þyrfti ekki að ómaka sig til að kjósa prestinn, því að hann væri sjálfkjörinn livort sem væri. í hinum prestaköllunuin var kapp mikið i kosningunni, líkast því að alþingiskosningar væru á ferðinni. Þar voru kosningabílar, þar voru upplýsingaskrifstofur og smalar voru á ferðinni til að gæta lítilsgildra sálna, sem gjarnan vildu láta vera að ráða úrslitum um prestinn sinn, vegna þess að svo mjög var um deilt, hver hann ætti að vera. Úrslitin urðu þau, að i Laugarness- prestakalli fjekk síra Garðar Svavars- son nálega lielming atkvæða. Var hann einn í kjöri, eins og áður er sagt. í Nespreslakalli varð sira Jón Tliorarensen hæstur að atkvæðatölu. Hafa þessir tveir prestar verið skip- aðir í embætti. í Hallgrimssókn, sem er iangstærst hinna nýju presta- kalla, skyldi kjósa tvo presta. Hæst- ur varð að atkvæðatölu cand. Sigur- björn Einarsson, en næstur honum Jón Auðuns, fríkirkjupreslur i Hafn- arfirði. Hlaut sá fyrnefndi skipun, en ekki sá síðarnefndi, því að í annað embættið var skipaður síra Jakob Jónsson. Síra Garðar Suavarsson. Síra Sigurbjörn Einarsson. Allir eru hinir nýju prestar inn- an við fertugt og einn, síra Sigur- björn, hefir ekki náð þrítugsaldri. Síra Jón Thorarensen er elstur hinna nýju presta, fæddur 21. okt. 1902. Að loknu guðfræðinámi var hann kosinn prestur í Hraunprestakalli og hefir, gegnt því síðan. Utan prestskapar er sira Jón einkum kunnur fyrir áliuga sinn á þjóðlegum fræðum og þjóð- sögum, og liefir gefið út þjóðsögu- safnið „Rauðskinnu". Síra Jakob Jónsson er næstelstur hinna nýju presta, fæddur 20. jan. 1904. Að loknu guðfræðinámi gerðist hann um sinn aðstoðarprestur í Nespresta- kalli í Norðfirði, og gegndi því embætti til ársins 1934, að liann fluttist til Ameríku og gerðist prest- ur i íslandsbygðum vestan hafs. — Síra Garðar SvavarSSbn er fæddur 1906 og útskrifaðist frá háskólanum 1933. Varð liann þá prestur á Hofi í Álftafirði, en síðan 1936 liefir hann verið þjónandi aðsloðarprestur í Reykjavík, og haldið guðsþjqpustur í Laugarnesssókn. — Síra Sigurbjörn Einarsson er yngstur hinna nýju presta, fæddur 3. júni 1911. Hafði hann lagt stund á trúarsögu og heimspeki i Uppsala áður en hann tók að stunda guðfræðinám, en því lauk hann við Reykjavíkurháskóla árið 1938. Að loknu guðfræðiprófi varð liann prestur á Breiðabólstað á Skógarströnd. Gtbreiðið Fálkann! )WW(V/V<VIVlV>VW>VfV(V^/V<V/VI%'n//V/V<V«VlV<V'W Robin Hood Nútímans. Enska þjóðsögulietjan Robin llood, eða Hrói höttur, sem stal frá þeim ríku til að gefa fátækum, hefir löng- um verið vinsæll maður víðast um heim, ekki minst meðal þjófa, sem reynt liafa að friða vonda samvisku sína með því, að taka liann sjer til fyrirmyndar við og við. Meðal þess- ara glæpamanna má nefna Chicago- bófann Toni Guzzi (italskan, eins og flesta afreks-glæpamenn Ameríku), sem kostaði uppeldi sonar manns eins, er hann Iiafði myrt, og sem að staðaldri sendi tíu fjölskyldum, er hann hafði þekt, peninga — „en sjálf- ur er jeg fátækur jafnan,“ skrifaði hann. Giffard, einn hinna svokölluðu bif- reiðabófa, sem kendir eru við Bonnet, og voru allit- teknir af lífi, ól upp barn Parísardrósar einnar, sem beð- ið hafði bana í götu-upphlaupi. Poulailler, einn af glæpaslæpingum Parísar ól önn fyrir fátæklingum í nágrenni sínu og gaf kirkju sinni stórfje og sama gerðu Þjóðverjinn John Buckler og Englendingurinn Chartie Peace. ítali einn, sem yar handtekinn í Róm árið 1930 liafði jafnan gefið þremur fátækum fjöl- skyldum lielming þess, sem liann afl- aði með þjófnaði og ránum og látið prest einn útbýta peningunum. Ekki vildi þó presturinn viðurkenna, að liann hefði vitað hvernig fjeð var fengið. Japani einn, sem var fangels- aður í To'tsuka 1934, bar það fyrir rjetti, að meðan hann var að ment- ast á liáskólanum liefði hoiium blöskr að svo, live auði og gæðum var mis- skift, að hann gerði sjer skrá yfir 1000 auðuga menn og afrjeð að ræna þá og stela af þeim, liverjum eftir annan og gefa fimtung til guðsþakka. Af reikningum hans mátti sjá, að hann hafði aldrei vikið frá þessari reglu og var hann þannig 20%- Hrói Höttur. En það er vafasamt hvort aðrir þeir, sem nefndir voru, hafa verið svo mikið, þegar frá er skilinn ítalinn, sem gaf helming afla síns. „4 Gnnnar Finsen læknir sæmdur heiðurskrossi Finnlendinga. Fálkinn liefir áður getið Gunnars Finsen læknis, -í sambandi við afrek lians í finska stríðinu og síðar í styrjöldinni í Noregi, en þar var liann lierlæknir í Flegravigi í Þrænda- lögum. Nýlega hafa borist fregnir af þvi, að Gunnar, sem nú er sjúkraliús- læknir í Stafangri, hefir verið sýnd- ur sá heiður, að Finnlandsstjórn hefir sægmt hann lieiðursmerki. — Sama lieiðursmerki var annar landi vor, Snorri Hallgrímsson, sæmdur við sama tækifæri. Fjðrir nýir prestar í Beykjavfk.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.