Fálkinn - 10.01.1941, Síða 4
4
F Á L K I N N
CHARLES MAURICE DE TALL-
EYRAND DE PERIGORD fædd-
ist í Paris árið 1754. Sem barn
varð hann máttlaus í öðrum fæti og
bjó að þvi æfilangt. Vegna heltinn-
ar töldu foreldrar hans hann óhæfan
til að erfa tign og metorð föður síns
og þessvegna gekk þeíta til yngri
hróður hans. En gömlu lijónin ætl-
uðu að gera prest úr eldra synin-
um, þvi að það gerði ekkert til, þó
að prestar væru haltir.
En Talleyrand var ekki klerklega
sinnaður, og þegar hann komst á
snoðir um þetta, ætlaði hann af
göflunum að ganga. En hann varð
að hlýða. Og svo var hann innritað-
ur á prestaskólann Saint-Sulpice og
þar vann hann siðar prestaeiðinn.
Guðfræðinámið aftraði lionum ekki
frá að lifa því lífi, sem honum var
geðfeldast. Hann og tveir kunningjar
hans mynduðu klíku, sem var alræmd
i glaðheimum Parisarborgar fyrir
meinfyndni og slark. Talleyrand
sagði siðar, að sá sem ekki hefði
lifað Parísarlífi fyrir byltinguna
miklu, vissi ekki livað lífið væri.
Það var á þeim árum, að Voltarie
kom til París, á gamals aldri, og eit’i
af síðustu verkum þessa gamla spek-
ings var að leggja blessun sina yfir
Talleyrand, sem kraup á knje fyrir
honum, frammi fyrir miklum mann-
fjölda.
Talleyrand öðlaðist snemma þann
heiður, að eignast marga eitraða
fjandmenn. En hann eignaðist lika
aðdáendur, sjerstaklega í hópi liinna
áhrifameiri aðalskvenna. Ein þeirra,
greifafrú de Brionne, var svo hrifin
af hinum unga ábóta, að hún hjet því
að gera sitt til, að hann yrði kardín-
áli. En það fór þó út um þúfur, þótl
frúin fengi Gústaf III. Svíakonung í
lið með sjer — en liann var mikill
vinur páfa, þó að lúterskur væri.
Ábótinn huggaði sig við, að hann
yrði þó að minsta kosti biskup. Eftir
ýmsar árangurslausar tilraunir tókst
föður Talleyrands þó á banasæng-
inni, að fá Lúðvik 16. til að gera
piltinn að biskupi. Var hann vígður
til biskups af Autun árið 1788, þvert
ofan í vilja móður sinnar, sem taldi
son sinn svallsamari en bískupi mætti
sæma.
Undir eins og Talleyrand var orð-
inn biskup, reyndi hann að gera sjer
sem mestan mat úr embættinu. Hann
braut upp á ýmsiun umbótum í fje-
lagsmálum og kom þeim fram. Áhugi
lians fyrir stjórnmálum fór sívax-
andi og hvenær, sem hann sá færi á,
ljet hann til sin taka um utanríkis-
málefni. Um þessar mundir hafði nýr
verslunarsamningur verið gerður við
England. Sætti liann fyrst andmælum
aí Frakka liálfu og var talinn Eng-
lendingum i vil. En Talleyrand mælti
á móti og varði samninginn og færði
þau rök til, að náin samvinna milli
iðnaðarlands og búnaðarlands lilyti
að verða báðum aðilum til hagsmuna.
Hann sá einnig svo langt fram i tím-
ann, að honum var ljóst, að náin
samvinna milli þessara landa væri
hesta tryggingin fyrir friði i álf-
unni, og talaði sífelt máli samvinn-
unar við Englendinga.
Talleyrand var þeirri gáfu gæddur,
að sjá hlutina í rjettu ljósi, en ekki
eins og maður óskaði að þeir væri.
Hann var þvi enginn hugsjónamað-
ur í algengustu meiifingu þess orðs,
en umbótamaður var hann, og um-
bóta var þörf í Frakklandi þá, ef
alt átti ekki að komast á ringulreið.
Svo djarfhuga var hann, að árið 1789
bar liann fram frumvörp um, að af-
henda ríkinu, sem þá var orðið gjald-
þrota, allar kirkjueignir, Vitanlega
vakti frumvarpið megna gremju, ekki
síst fyrir það, að það kom frá ein-
um af æðstu mönnum kirkjunnar. En
sjerstaklega á Talleyrand þó heiður
skilið fyrir álit sitt um alþýðufræðslu,
er hann lagði fram. Jafnvel svæsn-
ustu andslæðingar hans verða að
viðurkenna, að það var stórmerki-
legt skjal, enda byggist alþýðufræðsl-
an í Frakklandi á þvi enn, i mörgum
atriðum.
Þegar byltingin flæddi yfir og af-
tökurnar voru i almætti sínu, sat
Talleyrand í besta yfirlæti í London,
og var að skrifa ritgerð um.hertog-
ann af Orleans. Þó að bylting og
stríð fylti liann skelfingu og við-
bjóði, var hann svo víðsýnn, að
hann ljet sjer ekki til hugar koma,
að áfellast upphafsmenn byltingar-
irinar. „Byltingin átti enga upphafs-
menn, leiðtoga eða foringja,“ skrifaði
bann. „Sæðinu var sáð af rithöf-
undunum, sem á djörfu og upplýstu
menningarskeiði óskuðu að hrinda
gömlum goðum af stalli, og kiptu
stoðunum undan trúnni og þjóðfje-
lagshyggjunni.“ En þegar byltingin
var orðin staðreynd reyndi hann að
aftra því, að hún snerist upp i drotn-
unarstefnu, sem lierjaði á nágranna-
löndin eins og farsótt. Eftir að
Danton var tekinn af lífi - fanst í
plöggum hans skrif eitt,. með bók-
stafnum T undir. Er þar ráðið til
að fara að öllu hægt og stilt og láta
ekki ofmetnast. T bendir á, að liin
sanna gæfa þjóðar og einstaklinga
sje ekki fólgin í því að taka löud
af öðrum, heldur að bæta sin eigin
lönd. Það sje rangur skilningur á
eigin mætti og grátt gaman stjórn-
málalegrar vitfirringar að hrifsa
lönd undir sig með ofbeldi eða svik-
um. Enginn efast um, að þetta plagg
sje frá Talleyrand, og margir mættu
íliuga sannleiksgildi þess í dag.
Plaggið er talandi votlur um, að
Talleyrand var friðarvinur. Og hann
hjelt fast við þessar hugsjónir alla
sína æfi og barðist ósleitilega fyrir
þeim, þegar Napoleon ofmetnaðist
og fór með báli og brandi um álfuna.
Talleyrand var staddur í Vestur-
heimi, þegar byltingunni lauk. Hann
reyndi nú að koma því til leiðar
þaðan, að hann fengi leyfi til að
koma heim til Frakklands aftur, og
sneri sjer til skáldkonunnar ÍVladame
de Stael í þeim erindum og beitti
hún sjer fyrir inálstað hans. Mörgum
árum síðar, eftir að óvingast liafði
með þeim, spurði Napoleon livorl
það væri satt, að Madame de Stael
\æri refjott. „Hún er svo refjótt,“
svaraði Talleyrand, „að án refja
hennar væri jeg hjerna ekki núna.“
— „Hún virðist ekki vera falslaus
vinur,“ sagði keisarinn. „Hún er svo
falslaus vinur, að hún væri til með
að fleygja öllum kunningjum sín-
um i sjóninn, til þess að fá tækifæri
til að draga þá upp úr aftur,“ svar-
aði Talleyrand.
„Meðún „direktori-ið“ — fimm
manna ráðið —> sat að völdum (1795
—’99) varð Talleyrand utanríkisráð-
herra. Á þeim árum efnaðist hann
vel og síðar komu honum víða bitl-
ingar, en enginn vissi, hvaðan sum-
ir komu. í fjármálabrelluin sinum
naut Talleyrand aðstoðar vinar síns.
Casimir de Montrond. Talleyrand
sagði, að það væri gott að eiga við
Montrorid, því að hann væri ekki að
setja smámuni fyrir sig, en Mon-
trond sagði, að Talleyrand væri sjer
að skapi, vegna þess að hann hefði
enga samvisku.
Tæpri viku eftir að Talleyrand
var orðinn utanrikisráðherra steig
hann skref, sem skar úr um fram-
tið hans sjálfs, Frakklands og jafn-
vel allrar Evrópú. Hann var eini
einbeitti maðurinn í þessari óráðnu
stjórn, sem Frakkland liafði fengið,
og fór nú að svipast um eftir mönn-
um, sem gætu endurreist Frakkland
eftir lirunið. Hann kom auga á ungan
hershöfðingja, sem hafði unnið sig-
ur eftir sigur í Norður-Ítalíu. Tall-
eyrand áleit, að gáfur Napoleons
gætu komið að notum viðar en á
Vígvöllunum. Hann skrifaði honum
ísmeygilegt brjef og vottaði honum
nðdáun sína. Og er Napoleon hafði
lesið brjefið, þóttist hann sannfærð-
ur um, að það væri þó að minsta
kosti einn maður eftir hans höfði í
Frakklandi. Þeir skrifuðust nú reglu-
lega á, lengi vel. En í fyrsta skiffið,
sem þeir hittust, kom munurinn á
lund þeirra í ljós. Napoleon var
barmafullur af hugmyndum — sem
staðreyndirnar fóru þó fram úr áður
en lauk. Talleyrand var kaldur og
hjelt sjer við jörðina. En þrátt fyrir
múninn sá Talleyrand, að Napoleon
væri maðurinn, sein þjóðin vildi
liafa. Frakkland var útsogið eftir
byltinguna. Alt í lamasessi. Fimin-
menningastjórnin var dáðlaus og sið-
spilt. Kröfurnar um sterkan mann,
sem gæti sameinað þjóðina, urðu
háværari og háværari. Talleyrand
vissi það. Hann liafði þreifað á slag-
æðinni á samtið sinni og gert áætl-
unina: Fimm manna stjórnin álti að
falla! Ekki við áhlaúp utan að. Hún
átti að fúna sundur — innan frá.
Eina nóttina sat Talleyrand í stofu
sinni í rue Taitbout og var að ræða
úm samsærið við Napoleon, en tvö
kerti loguðu á borðinu. Alt í einu
heyrðist hófaglamm á götunni og
riddarafylking staðnæmdist við hús-
ið á móti. Napoleon fölnaði. Tall-
eyrand slökti á kertunum. Hafði
komist upp um þá? Voru þessir
menn komnir til að handtaka þá?
Þeim var báðum ljóst, hvað í veði
var. Loks stóð Talleyrand upp, lædd-
ist á tánum út að glugganum og
gægðist út, og bjóst við að heyra í
dyrahamrinum á hverri stundu. Þeg-
ar hann hafði rýnt út í myrkrið um
stund sá hann, hvernig í öllu lá.
Það voru spilakrár, sem lokuðu seint,
binumegin við götuna. Eigandinn átli
heima i hinum enda borgarinnar og
varð að hafa með sjer vopnaða ridd-
ara, þegar liann fór að sækja* ágóð-
ann eftir kvöldið, því að göturnar i
Paris voru ótryggar i þá daga.
„Hershöfðinginn og jeg,“ segir
Talleyrand í sögulokin, „hlóum
hjartanlega að liræðslunni í okkur.
En hún var skiljanleg, því að við
þektum stjórnina og vissum, að hún
svífðist einskis, ef svo bar undir.“
En lesandinn efast um sannleiks-
gildi sögunnar. Var þessi hræðsla
Talleyrands ekki uppgerð? Úr því að
hann var andbýlingur spilakránna
hlaut hann að hafa orðið var við
þessar kvöldheimsóknir riddaranna
fyr. Var hann ekki að prófa hug-
rekkið í Napoleon?
Samsærið tókst og Napoleon varð
einræðismaður og fyrsta árið tókst
Talleyrand að koma mörgu fram, í
innan- og utanrikismálum, þvi að
samvinnan var enn góð með þeirn
Napoleon. En þetta stóð ekki lengi
og brátt dró til sundrungar með
þeitn. Fram til þessa hafði nærri þvi
öll Evrópa staðið sameinuð gegn
Frakklandi. Nú urðu allir óvinir
Frakka — nema England — sigraðir,
liver eftir annan, lönd þeirra tekin
og innlimuð í Frakkland eða gerð
að skjólrikjum. Ýmsa fór að sundla,
en utanríkisráðlierrann einn var
kaldur og rólegur. Hann sá æ betur
og betur, að stefnan, sem Napoleon
hafði tekið, mundi fyr eða síðar
lenda í tortímingu. Frakkar höfðu
miklu meira gagn af friðnum í Ami-
ens en Engléndingar. Talleyrand,
sem hafði þá gáfu mikilla stjórnmála-
manna að kunna að hefja sig yfir
smámuni og þjóðdramb, óskaði þess,
að friðarsamningarnir í Amiens hefðu
veitt Englendingum meiri hlunnindi,
svo að þeir hefðu orðið grundvöll-