Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1941, Síða 6

Fálkinn - 10.01.1941, Síða 6
6 F Á L K I N N Bæjarhúsin í Odda í ttð Matthiasar og kirkjan, sem reist var i hans tíð, en rifin fgrir nál. 20 árum. í hak- sýn Gammab.rekka, en „Á Gammabrekku“ heitir eitt af snildarljóð um Matthiasar, orkl árið 1902. Endurminninga agnir um Matthías Orsök og' afstaða. Mentamaður hefir mœlst til þess og lagt að nokkuð fast, að jeg segði eitt- livað og einhversstaðar frá æskuminn- ingum mínum um Malt. Jocli. En svo er sem jeg svaraði, að óljósar endur- minningar liólfþroskaðs drengs, inn- an við og um fermingaraldur, aðeins um agnarlítið atvilc, eru ljettvæg til skilningsauka á þjóðskóldi voru. Þjóð skáldi því, sem fró mínum lógu bæj- ardyrum sjeð, er fjölskrúðugasta og hugljúfasta þjóðskóld vort. Jafnt fyr- ir því, þó önnur skóld hafi komist eins langt eða framar i hugmynda- auði og orðkyngi á sjerstökum svið- um. Og þó að engin þeirra liafi fyr nje síðar jafnast á við' Hallgrim Pjet- ursson, að trúareinlægni, bænrækni, siðavendni og fjölbreytni heilræða, með djúpsæis lifsspeki fyrir alda og óborna, alla jafnt, æðri og lægri. Frá Matth. Joch., með öðru fleiru. Engin nóin kynni hafði jeg af M. J. nema þau 6 ór (1881—’7, sem hann átti heima í Odda og embættaði ó Keldum, ákveðna helgidaga. Kirkjur hans (í Odda, Keldum og Hvoli) voru vel sóttar þá — eins og oftast. Og ekki man jeg eftir messufalli þau árin, ón sjerstakra forfalla. Aldrei vantaði prestinn (ef hann hafði ekki auglýst fjærveru sína), þó liann ætti að sækja yfir auðn og sanda, fjögra klukkustunda lestaveg. — Sama gild- ir um presta þar síð'an. í skammdegi og tvísýnu veðri eða færð á vetrum, kom M. J. stöku sinnum að Keldum kvöldið fyrir messudag og var ölluin aufúsugestur. Var þá faðir hans stundum með honum. Jochum gamli var hærri maður og grannvaxnar; en Matthías. Hann iðaði oft af fjöri og glaðværð. En brugðið mun þó hafa fyrir dapurleika nokkrum á milli, svo sem titt mun vera um ör- lynda menn og fljótt hrifna. Af hvor- ugu þessa var þessi sonur hans alveg varhluta, sist af giaðværð og ör- lyndis hrifningu. Jochum gamli tók kirkjufólkið tali, þó ókunnugt væri, eigi siður ungu stúlkurnar en aðra. Þær stóðu oft í röðum við skálavegg, sem gengið var gegnum til stofu og baðstofu. Þó að við strákarnir gengj- um eins og þursar þegjandi um skál- ann og litum ekki á stúlkurnar, var Jochum ekki svo ókurteis. Hann heilsaði þeim og spjallaði við þær, og sagði eitt sinn við þær, svo jeg heyrði: „Jeg liefi ætíð verið kvenna- maður“. — Karlmenn og piltar stóðu þá oft í bæjardyrum eða úti, fyrir og eftir embættið. En bændur gengu tiJ stofu og konur í baðstofu, sjer- staklega eftir embættið, og var þá veitt kaffi (án brauðs), uppi og niðri. Ræður M. J. voru frjálsmannlegar, viðfeldnar og fræðandi, alveg lausar við svigurmæli, hótun og hræðslu Jochumsson ö. fl. við eilífa útskúfun. Nokkrum sinnum greip liann til dæma úr fornsögum vorum og Sturlungu, eðá frá ferðum ti: útlanda og úr daglega lífinu. Og sama má segja um barnafræðslu hans. Komst hann stöku sinnum inn í Ásatrúna og önnur trúarbrögð, og vildi vita hversu fáfróð við krakk- arnir vorum á því sviði. En í stað ónotalegra andsvara, koniu upplýs- ingar, þegar svarið stóð i okkur. Við liöfðum því lítið' af fræðalirolli að segja, og fórum ekki að skjálfa, þcgar við sóum prestinn koma, eins og einliver bóndi orðaði það við einlivern prest. Frá Matth. Joch. geislaði yfirleitt morgunroði, ljós og ilur — yfir gyðinglegt myrkur, kulda og harmagrót, með þröngsýni og ofstæki i trúarefnum. Sannleikur og kærleiki skyldi útrýma fáfræði og liatri manna. Við Júla systir mín, lærðum sam- an „gamla kverið“ („Lærdómsbók") og vorum fermd saman (hún á 15. ári, en jeg á 14.). Til marks uin það, að við kviðuin ekki fyrir að læra kverið, a. m. k. ekki í fyrstu, þó að langt væri, get jeg þess að gamni minu: Þegar við fengum kverin, spón- ný úr kaupstaðnum, þá hlupum við með þau upp í húsagarð og lærðum þar i leyni 3 fyrstu boðorðin. Og lásum þau svo utanbókar, þegar okk- ur var fyrirsett að læra fyrsta dag- inn 1. boðorðið. Frá spurningaárunum eru mjer að öðru leyti minnisstæðastir dagarnir 4—5, er við dvöldum í Odda rjett fyrir ferminguna. Það var fellisvorið mesta, 1882. Var þá lítil mannareið um lijeraðið, og gengum við auð- vitað báðar leiðir. Fyrsta daginn í Odda spurði prestur okkur og 1 dreng í skrifstofu sinni. Að þeim spurning- um loknum, mælti liann við okkur systkinin: „Þið megið nú vera hjerna, elskurnar mínar, og gramsa i öllu mínu l)ókasafni.“ En við piltinn mælti hann, ineð sinni vanalegu hægð og stillingu: „Þú verður nú að fara út í fjós og læra betur“. Varð okkur þá fyrir í fyrstu að vorkenna hon- um. En oft hefi jeg siðan hugsað um spaklega spurningu Þorsteins Skúla- sonar prófasts á Breiðabólsstað, við samskonar atvik þar: „Hvað heitir kýrin, sem kendi þjer“? Einn daginn fór prestur langt út í sókn sína til að skira barn. Morgun þann spurði hann okkur systkinin, hvoi't við vild- um ekki lofa föður sínum að spyrja okkur þann daginn, liann langaði til þess. Við töldum víst engin vand- kvæði á því. Svo þegar Jochum gamli lcom í skrifstofuna, broshýr og elsku- legur, ljet hann okkur lesa eitthvað úr kverinu og spurði næsta auðveld- lega. Eftir fáeinar spurningar mælti hann svo: „Það þýðir ekkert að vera að þessu, þið vitið það alt saman“. Að svo mæltu fór hann, en við þótt- umst sleppa heldur vel þann daginn, og skemtum oklcur við svarið. Á þessu fyrnefndu fellisvori var lokið frumbýlingsári Matth. Jocli. Var þvi köld aðkoma lians að Odda og ófagurt um að litast á Rangárv. Víkur hann að því i erfiljóði eftir Jón Hjaltalín: „Spyr eg að norðan nísting harðan, neyð að vestan sögð er rnesta. Mistri roðinn röðull í austri, Rangárland er orpið sandi“ o.s.frv. Búið í Odda var þá ekki orðið stórt, en það afklæddist líka betur þessvegna, á mestu slægjujörð sveit- arinnar, en á erfiðari stöðum og fjárauðugum beitarjörðum. Á ofan- verðum Rangórv. urðu bændur allir að sækja lieyskap sumarið áður, um 3ja—0 klst. lestarveg aðra leiðina. Flestir í Oddaflóð, Selalækjarflóð og Safamýri. Svo sem ekkert varð heyjað heimavið, eða á venjulegum engjum. Á Keldum t. d. eitthvað yfir 30 „kaplar" að nafni til, af alt að 300 „kapla“ túni, og á engjunum, í Graf- arnesi: 1 lítill, ljettur hestburður af 100 liesta engjastykki. Þessu gat gaddaveturinn áorkað, og því, að á liarðlendisjörðum haustið eftir, voru kýr, hestar og sauðfje i vorholdum. Jarðvegsþunnir liraunhólar grænk- uðu ekki alt sumarið, en í djúpum jarðvegi fanst klaki 2 ólnir i jörð um haustið. Þrált fyrir þetta varð gadd- urinn inörgum til bjargar og bless- unar í Odda. Þar eru slægjuflóð mikil, en „botnlaus" og óvinnandi að öllum jafnaði. Nú kom til hjálpar klakinn, botninn í flóðin, svo teyma mátti hesta þvert um þau og teyga hið besla gras af hverjum botnlaus- um pytti. Slíkt hafði ekki slceð i manna minnum. Ekkert var fjær skapi Mattliíasar en að nota sjer neyð manna. Allir voru velkomnir, sem gátu og vildu nota þessi gæði óbýlis lians. Þó að jeg viti það ekki með vissu, þá tel jeg nærri víst, að liann hafi ekki tekið hærra slægjukaup, en 25 aura á kapal. Og að þó liafi aldrei komið þar öll kurl til grafar. Af nefndum ástæðum bar lítið á fellinum í Odda, og á góðum gjafa- jörðum yfir höfuð. Og afleiðingar fellisins, er siðar komu í ljós, að sá á tatæku fólki, þeirra gætti lítið í Odda og á öðrum stórum búum. Bú- skapurinn þar var þó á nefndu vori að vonum fremur frumbýlingslegur, og ekki auðugt að kræsingum mat- borð þjóðhöfðingjans. Þó var víst enginn svangur i Odda. Húsmóðirin var mesta myndar- og gæðakona, svo að nóg var veitt af því, sem til var. En meðal annars matar bar þar (og viðar þá) inest á rúgmjölsgraut og rúgmjölskökum. — Og eini matur- inn oft á málum með lítilli mjólk eða viðbiti.*) Frúin var góð kona, liagsýn og ágæt húsmóðir, svo að þrátt fyrir *) Út af þessu matartali, dettur mjer i hug, er göfugur borgari á ísafirði sagði mjer nýlega eftir Mattli. Joch.: Að hann hefði „livergi fengið jafn mikinn og góðan mat, eins og á Keldum“. þungt heimili, ill árferði og örlátan húsbónda, blómgaðist bú þeirra ár frá ári. En þá voru líka til eldri munnar og þurftarfrekari, en ungu siðprúðu barnanna í Odda. Og liurfu víst nokkrir góðir bitar úr búrinu í þau gin. Ei’tt sinn t. d., er M. J. sendi eldis- naut til Reykjavíkur, kvað hann svo að orði um söluverðið: „Það fór í botnlausan pytt og bólaði ekki upp af“. — Ljúflyndi, litUlœti og þœgilégheit við allan almenning, auðkendi Mattli. Jochumsson flestum öðrum embættis- niönnum fremur, á þeim áruin. Og eigi síst þá, er liann var í hópi eldri manna. Þar með er ekki sagt, að hann hafi ekki fundið, hvort lionum var sýnd viðeigandi virðing og traust eða ekki. Þannig mun honum hafa fundist það bera vott um traust í minna lagi á forráðasviðinu, að liann var víst mjög lítið eða ekkert riðinn við sveitar- eða hjeraðsstjórn, meðan hann var i Odda. En góðvild hans og alúð brást þó aldrei. Hann tók i liendina á fleiri stúlkum en heima- sætunum. Hann kipti ekki að sjer framrjettri liendi, eins og jeg sá hc-fðarbónda gera, þegar lionum var svarað neitandi þessari spurningu: „Er þetta dóttir hjónanna?“ Svona lílil atvik og fáorð, lýsa oft betur hugarþeli og insta eðli inanna, en langar. lofræður eða umsagnir. Dæmi: Að lokum skal liér aðeins drepið á tvö dæmi af mörgum likum, sem lýsa hugulsemi og hlýju Matthi- asar. Eitt sinn er við strákarnir rákum, eftir venju, 20 reiðingshesta frá Keldum til heyflutnings af engjum (Grafarnesi — 3ja klst. veg), þá þeystu þeir framhjá okkur þegjandi, Bogi læknir í Kirkjubæ og Þorsteinn á Móeiðarhvoli, en M. J. sneri frá þeim og fór að spjalla við okknr um heyskapinn og liáttalag okkar. Hitt dæmið er frá Keldum, þá er Matlliías gisti þar um jólanóttina. Aldrei þótli fært að boða þar til aft- ansöngs i skammdegismyrkrinu — þó að ekki stæði á presti — sökum stjárlbýlis og eyðisanda. — Ilálfrar klst. gangur á næsta bæ í sókninni, en 1—3 klst. á hina. En þá er lieimilisfólkið liafði lokið búverkum og borðað, klætt sig í spari- fötin og karlmenn kembt „mosann úr skegginu", var það jafnan siður á aðfangadagskvöld jóla og gamlárs- kvöld, að þá gengju allir til kirkju, sem rólfærir voru. Voru þá kveikt öll hátíðarljósin á nýsteyptu tólgar- kertunum, milli 30 og 40 um alla kirkjuna (6 á altarinu eða 10, ef þar voru 2 kongakerti i stóra koparstjak- anum). Að svo búnu settust allir í röð í kórnum og sungu nokkra tæki- færissálma. — En húslesturinn, með sálmi á undan og öðrum á eftir, var altaf fluttur í baðstofunni, því að oftast var þar einhver, sem ekld komsl út. Jæja, þetta er nú orðin nokkuð langur formáli fyrir litlu efni. Matthías kom fúslega með okkur í kirkjuna, og á eftir kom gömul, biind kona. Hún bjóst við að Mattlií- as kynni að flytja ræðu. En þó ræð- an yrði ekki löng að þvi sinni, held jeg, að við höfum öll skilið hana betur og orðið lirifnari af henni, en löngum stólræðuin sumra presta. — Þegar Matthías sá, að blinda konan settist í sætið sitt vanalega, við kirkjudyrnar, þá gekk liann til henn- ar, teiddi hana inn í kór og setti hana sjer við hlið og mælti á þessa leið: „Við skulum sitja saman og syngja saman, Guðrún min. Við erum öll eitt, og ekki síst á jólunum." Aths. Blinda konan var Guðrún Jónsdóttir bónda á Stórólfshvoli, móðursystir mín. Hún var blind í nær því % öld, en á hverjum messu- degi gekk hún ein og óstudd til Niðurl. á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.