Fálkinn - 10.01.1941, Síða 11
F Á L K I N N
11
Matarbálkur
.. Eftir Eiísabetu Guðmundsdóttur - ■
I. HRÍSGRJÓNAGRAUTUR.
II. GÆSASTBIK.
III. KAFFI-FROMAGE.
Miðað við 12 manns.
Hrísgrjónagrautur. 5l/s litri mjólk
er soðinn í potti. Þegar suðan er
komin upp í pottinum er 625 gr. af
vel þvegnum lirísgrjónum hrært út í
pottinn og hrært án afláls þangað
til suða kemur upp aftur. Þá er
hlemmurinn látinn yfir og dregiö af
hilanum, svo að aðeins bólar á suðu.
Grauturinn er látinn sjóða li/>
klukkustumi og er þá hlemmurinn
tekinn af og grauturinn saltaður.
Reynist liann of þykkur má þynna
hann út með sjóðandi vatni. Þrír
lítrar af hvitöli er hæfilegt útálát
handa 12 manns.
Gæsasteik. 5—6 kíló gæs talið hæfi-
legt handa 10—12 manns. — Gæsin
er steikt í lieitum ofni í 2%—3*4
klukkustund. Gæsina þarf að svíða
áður, svo að öll fiðurló hverfi í burt.
Er gott að nota sprittlampa til þess,
eða dósarlok, ef ekki er annað fyrir
hendi. Hellið spritti á lokið og bregð-
ið eld að því, snúið gæsinni liratt í
hendi ylckar yfir loganum, þangað til
öll hár eru liorfin. Gerið þverrifu
aftarlega á kviðinn og takið öll.inn-
yfli út og þvoið magaholið vandlega.
Nuddið hana siðan með salti og
pipar.
Takið íiáls, vængi, fætur og hjarta
og sjóðið það í linsöltu vatni í súpu.
7—8 epli oru afhýdd og skorin í 4—
8 hluta. 125 gr. sveskjur eru þvegn-
ar úr heitu vaíni og steinarnir teknir
úr þeim. Eplabitunum og sveskjun-
um er fylt í magaholið á gæsinni og
rifuopið saumað saman, salti nuddað
utan á gæsina og liún lögð i ofn-
skúffuna þannig að brjóstið viti upp.
Ofninn verður að vera vel heitur.
Steikið gæsina % klukustund áður
en byrjað er að liella á liana sjóðandi
vatni. Gott er að liella á hana með
jöfnu millibili, 10—15 mínútna, i 11/9
klukkustund, en síðan stikna án yfir-
hellingar í einn klukkutíma. Tutt-
ugu mínútum áður en maturinn er
borinn fram er seyðið tekið af gæs-
inni. Smjor og hveiti bakað upp og
þynt út með seyðinu. Sósulit, salti
og Maggiexlrakt bætl við, eftir þvi
sem gott þykir.
Kaffi-fromage. 1% peli af lút-
sterku kaffi, 6—7 blöð af meðal-
þykku matarlími og tæp 200 gr. af
strausykri. Sykurinn og matarlímið
er látið renna i sjóðandi kaffilegin-
um. Þegar matarlímið er runnið er
lögurinn látinn kólna. Þeyttum rjóma
er rent yfir skálina.
I. GULRÓFUSÚPA.
II. SVÍNASTEIK.
III. prince-of-wales-fromage.
Miðað við 12 manns.
Gulrófusúpia. 10 gulrófur, 3 laukar,
5 lítrar kraftseyði.
Skafið gulrófurnar, skolið þær vel.
Skerið þær i þunnar sneiðar; takið
laukinn og farið eins með liann. Lát-
ið þetta í pott ásamt helmingnum af
seyðinu, og salti og steyttum pipar,
hvltum. Er þetta soðið uns rófur og
laukur er orðið meyrt. Takið grófa
síju og nuddið lauk og rófum gegn-
um sigtið. 100 gr. af smjöri eru látin
renna í potti, 100 gr. af liveiti hrært
út í smjörið og þynt út með maukinu
af rófunum og soðinu. Gulról'usúpa
er framreidd með ristuðu brauði, sem
nefnt er brcmö-croutons.
í þá má nota gamalt hveitibrauð,
skorpurnar eru skornar af, brauðið
skorið i smábita og bakað ljósbrúnt
á pönnu i smjöri eða plöntufeiti.
Brauðið er fært upp á pappir, meðan
fitan rennur af því. — Brauð-crout-
ons má bera fram sjerstakt með súp-
unni, einnig er það notað til skreyt-
ingar á föt.
Svínasteik með rauðkáli. Sex kíló
steik er steikt í 4 kl.tíma. — Bóg-
urinn er oft notaður þar sem fátt er
í heimili, en ef fleira fólk er um að
ræða er oftast keypt stykki úr læri.
Auðveldast er að sjá hvort ketið er
gott, með því að lita i sárið: það
á að vera Ijósrautt og bjórinn þunn-
ur. Bjórinn er skafinn og þveginn
með vel hreinum klút. Með beittum
hníf er alt lærið rispað með djúpuin
þverrispum, þannig að ekki sje meira
en 1 sentimetri milli rispanna. Salti
er núið á steikina og lárberjum
stungið hjer og þar. — Ofnin á að
vera vel heitur. Steikin er steikt í 20
mín. áður en vatni er helt yfir. Yfir
sjálfa steikina má ekki liella neinu
vatni, því að þá verður bjórinn seig-
ur, en það er aðalkostur góðrar
svínasteikur, að bjórinn sje stökkur,
svo að liann hrökkvi undan tönn-
inni. Hálftíma áður en steikin er bú-
in er best að hella seyðinu af henni.
Steikin er þá látin þur í ofninn og
verður að líta vel eftir að bjórinn
ekki brenni. Feitinni er fleylt ofan at
soðinu og notuð til að baka upp
hveitið í; er þetta síðan þynt út með
seyðinu.
— Rauökúl. Ystu blöðin af rauð-
kálinu eru tekin af og fleygt, en kál-
liausinn síðan skorinn sundur i 8
hluta, sem brytjaðir eru í þunnar
lengjur. Smjör er látið í pottinn, l/9
bolli af sykur, 1 bolli ediksbtanda.
Gott er að nota safa af rauðrófum ef
til er. Ofurlítið af salti. Kálið er eim't
í tvo tíma: seinni tímann hlemmlaust,
og þá sem minst hreyft við því. Áð-
ur en kálið er borið inn er það bætt
með sykri, salti, smjeri, ediki og
saft, eftir smekk.
PRINCE-of-Wales-fromage. 8 eggja-
rauður, 375 gr. strausykur, — hrært
vel saman. 1 peli sjóðandi vatn, 2
meðalþykkar matarlimsplötur Va-peli
af rommi og safi úr^einni sítrónu.
Matarlím, rornrn og sítrónusafi er
hrært út i eggjarauðurnar og 8 eggja-
livítur stífþeyttar látnar seinast út í.
Saftsósa er ágæt út á þetta.
BETLARINN VIÐ NOTRE DAME.
Niöurt. af bls. 9.
inu að honum meðan hún var að
liorfa á málverk. Þá tók liún eftir,
að hann var eins og hann hefði varp-
að grímu. Og hún hrökk við er hún
sá angistina í andliti hans. Hún liafði
sjeð þetta andlit áður — Þennan
mikla þjáningarsvip.
En svo brosti hann í sama bili. Og
gerði að gamni sínu það sem eftir
var, til þess að reyna að láta liitt
gleymast. Og þegar liún kvaddi liann
í dyrunum hjelt hann lengi í hend-
ina á henni og kysti svo á liandar-
bakið.
VVONNE brann af þrá. Hún hafði
skreytt herbergi Jean Pauls með
svo miklu af blómum, sem hún liafði
/haft efni á að kaupa. Það var liátið-
legt í stofunni og hún hafði dúkað
borðið og sett kerti í stjakana. Og
þegar Jean Paul kom fagnaði hún
honum innilega. Þau föðmuðusl og
sögðu livort öðru frá þessum tíma,
sem þau höfðu ekki verið saman —
livað þau höfðu haft fyrir stafni og
hve þau hefðu þráð hvort annað. Og
Yvonne sagði frá, hve Lasalle hefði
reynst henni vel. Þau yrðu að heim-
sækja liann bráðum og þakka honum
fyrir sig, og Jean Paul yrði að vera
alúðlegur við liann.
Og Jean Paul lofaði Yvonne að
vera alúðlegur við Lasalle. Hann
vissi live mikið hann átti honum upp
að unna og þráði að hitta hann sem
fyrst, til þess að geta þakkað hon-
um fyrir sig.
En þegar þau fóru að tala um fram-
tíðina kom alvörusvipur á þau bæði.
Þessi sjúkdómur hafði orðið aflur-
kippur fyrir þau bæði. Hann varð
að reyna að treysta því, að hann
fengi stöðu sína á húsameistarastof-
unni aftur, og gæti unnið sjer svo
mikið inn, að Yvonne gæti farið að
hlífa sjer dálítið. En þegar þau voru
í þessum bollalegginguin, var barið
á dyrnar. Yvonne lauk upp og varð
eigi lítið undrandi, er liún sá James,
þjón Lasalles stantta við dyrnar. ■—
Ilann afhenti henni brjef, sem hús-
bóndi hans hafði beðið hann fyrir.
Og svo lineigði þessi þögli maður
sig og fór.
V VONNE opnaði brjefið brosandi.
Jean Paul las það með henni
yfir öxlina á henni. En Yvonne
hljóðaði upp, er hún liafði lesið
nokkrar línur, og svo tók Jean Paul
-við brjefinu og las það hátt, en hún
horfði starandi augum á hann á
meðan.
„Kæra ungfrú Yvonne! Jeg veit, að
þjer eruð glöð núna. Það er ekki til
að trufla gleði yðar, að jeg skrifa
yður, heldur til að auka hana. Þeg-
ar þjer lesið þetta brjef, er jeg ekki
í lifenda tölu. Eftir að jeg kyntist
yður, varð mín gamla tilvera mjer
einskis virði. Því að jafnvel þó að
þjer hefðuð ekki elskað annan niann,
þá mundi jeg aldrei hafa unnið ástir
yðar, því að jeg hefi lifað fyrirlil-
legu lífi. Jeg er ríkur maður og gat
veitt mjer flest gæði á þessari jörð.
En nú ætla jeg að segja yður, hvernig
jeg hefi eignast þessi auðæfi, og bið
yður að fyrirlita mig ekki. Jeg liefi
lifað á meðaumkvun almennings. —
Einu sinni var jeg leikari, en hafði
ekki svo mikla hæfileika, að jeg gæti
fengið nema ljeleg hlutverk á þriðja
flokks leikhúsum.
En einu sinni, þegar jeg var á
rangli á götunni, datt mjer í hug, að
það væri til hlutverk, sem jeg gæti
leikið með ágætum. Hlutverk betlar-
ans. Og upp úr þessu hlutverki ætl-
aði jeg að reyna að hafa eins mikið
og unt væri. Jeg sneri mjer til kirkju-
nefndar Notre Daine kirkjunnar og
bauðst til að borga hlut af tekjunum,
ef mjer yrði leyft að betla við kirkju-
dyrnar. Jeg fjekk leyfið. Og borgaði
'skattinn. Hann hefir síðustu árin
numið 30.000 frönkum á mánuði. En
tekjur mínar voru þrefalt meiri.
Ungfrú, getið þjer skilið, að sam-
viskan vakni hjá manni einn góðan
veðurdag og maður fyrirlíti sig svo
mikið, að maður geti ekki lifað leng-
ur. Það eruð þjer, sem hafið vakið
mig af svefni. Þjer hafið fórnað mjer
tíu centímum af fátækt yðar, á hverj-
um degi. Lofið mjer að deyja i þeirri
trú, að þjer fyrirgefið mjer, er jeg
horga yður jiessa centíma ríkulega
aftur. Arfleiðsluskrá min er hjá mála-
flutningsmanni, sem hefir nafn yðar
og heimilisfang. Þjer eruð einkaerf-
ingi minn. Gerið við peningana það,
sem yður list. En fyrirlitið þá ekki
— þeir geta orðið til blessunar í
höndunum á yður. Fylgi yður gæfa
og blessun.
Vinur yðar
Betlarinn frú Notre Dame.
|7lTT af fyrstu húsunum, sem Jean
Paul teiknaði eftir að hann var
orðinn sjálfstæður húsameistari,
var barnaheimili fyrir utan Paris.
Yvonne trúði honum fyrir Jiví, að
sig langaði til að kenna börnum að
elskn starf og hreinskilni. .
9
MATTH. JOCHUMSSON.
NiÖurl. af bls. 6.
kirkju, og næstum daglega þegar gotl
var, lengri veg til þvottalindar. Hún
kendi okkur systkinunum að lesa
eftir að við liöfðum jiekt stafina.
Og hún kunni margar langar sögur,
sem hún sagði vel á kvöldvökum.
Svo og mikið af sátinum, ljóðum og
rímum. — Slíkra kvenna, sem dylj-
ast í skugganum, má að mörgu góðu
minnast.
Aths. 2. Þrátt fyrir liið mikla og
ágæta safn M. M. af ljóðum Matth.
Joch. (Rvk. 1936), mun seint verða
þurausin sú örláta uppsprettulind
ljóða og lausra vísna, er óhikandi
streymdu svo ofl af vörum skálds-
ins. Dagana fyrnefndu í Odda var
Halldóra litla dóttir skáldsins með
dálítil útbrot. Varð M. J. þá að orði:
„Eina veit jeg auðarsnót,
sem altaf er að klóra,
lág og gild með hýrleg hót
og heitir lítil Dóra.“
Frá Akureyri skrifaði M. J. í brjef
til Steins Guðmundss. oddvita á
M.-Hol'i, vísu þessa: «•
Þekkirðu hann Lauga í Lambhaga?
Langar hann ekki um föstuna
í ofurlítinn útskika
af Efri Strandar melbakka?“
(Spurningin er vitanlega um \*etr-
arbeit á Oddaland).
Eigi siður vil jeg nefna fagurt og
hjartnæmt erfiljóð, eftir Þuríði syst-
ur mína, er dó í sjúkrahúsi í Reykja-
vík, og byrjar svona:
„Vjer þráum heim, því hvergi betur
en heima grær vort unaðsblóm“.
V. G.
Blaðaljósmyndarinn starfar!
Það er haldið hættulegt verk, að
gegna blaðamenskuþjónustu á víg-
stöðvum, og að vísu er talsvert til í
því. En hvað er það lijá því, að eiga
að taka ljósmyndir og kvikmyndir af
orustum. Blaðamennirnir geta „liald-
ið sig í skugganum“, en ljósmyndar-
arnir verða að fara fram í víglínuna,
því að þeir verða að sjá það, sem
gerist svo vel, að myndin af því verði
sæmileg. Og áliættuna er best að
skýra með því að tilgreina, að ið-
gjald af líftryggingum stríðsljósmynd
ara var i haust sem leið nálægt 300%
meira en striðsblaðamanna. Launin
eru vitanlega að sama skapi liá, enda
kemur það liráfaldlega fyrir, að
striðsljósmyndarar hætta störfum,
undir eins og þeir hafa komist i
^mannraunir. Hinsvegar eru þess
fremur fá dæmi, að blaðamenn, sem
sendir eru út af örkinni af blöðum
og frjettastofum, hætti fyr en þeir
„eru búnir að vera“. Myndin lijer
að ofan er af liernaðarljó^myndara,
liggjandi á maganum við að taka ljós-
myndir úr flugvjel.