Fálkinn - 10.01.1941, Blaðsíða 12
12
F Á L K I N N
r
Francis D. Grierson:
Framhaldssaga.
Tóma húsið.
Leynilögregiusag'a.
B!• þj^BB====3t^---^----■ —;—i -tfS
í. KAPÍTULl.
Veðrið var ágætt, vorið var komið og
var töfrandi, eins og það getur aðeins
verið í mai, þegar það liefir verið að
hugsa sig um í margar vikur og hikar eins
og ung stúlka, sem veit ekki livað hún vill.
En nú var vorið komið í allri sinni dýrð
og þvi fögnuðu allir; fuglarnir kvökuðu,
sendisveinarnir sungu fullum hálsi, svo að
það var ekki um að villast.
Þetta var snemma dags. Jack Vane ók
gætilega upp krókaveginn frá Blooms-
bury-hverfinu upp að „höll“ Jacks Straws
í jaðrinum á Hampstead-heiði, og stöðvaði
vagninn við tjörnina, sem var fyrir hand-
an liúsið.
Jack Vane liafði ekki í huga, að heim-
sækja hinn fræga veitingastað nafna síns.
Hann var í útrjettingum og svo var klukk-
an ekki nema tíu. Jack var ekkert sólginn
í áfengi, en þó var eins og það óraði fyrir
draumsýn í huga hans: lítið borð í Champs
Elysées og á því stóð freistandi glas al'
köldu öli í vorblænum. Og hann gat ekki
að því gert að hann fór að hugleiða hvað
það væri, sem liefði komið hinum vitru
löggjöfum ættjarðar hans á þá skoðun,
að hófsemdinni væri styrkur að þvi að
neyða fólk til að flýta sjer að svolgra i
sig áfengið á ákveðnum tímum sólar-
hringsins, áður en klukkan slæi þetta eða
hitt.
En hann hrökk upp úr þessum hugleið-
ingum, og það var að kenna smástrák, sem
hafði lent í slæmri klípu. Strákurinn hafði
— sennilega vísindunum til eflingar —
veðjað við andlega sk'yldan kunningja um,
að gufubátskrílið hans mundi verða fljót-
ara en seglbátur hins yfir þvera tjörnina,
og lagt undir sjálfskeiðing, sem báða fýsti að
eiga. Því miður gerði gufubáturinn verk-
fall og eina lífsmarkið, sem hann ljet á
sjer sjá var það, að hanh spýtti gufu og
hrækti á hendur eigandans.
Strákurinn spurði Jack ráða og er hann
rannsakaði fleytuna komst hann að raun
um, að vatn hafði komist í bulluhvlkið,
og að kasthjólið á vjelinni snerist ekki
eins og það átti að gera. Jack náði í skrúf-
jám og önnur verkfæri úr bifreiðinni og
lagfærði þetta, og fleyturnar lögðu út í
samkepnina, en útgerðarmennirnir tveir
stóðu á bakkanum og hrópuðu húrra og
bravó.
Þeir báðu Jack að taka að sjer að verða
dómari, en því miður gat hann ekki orðið
við þeirri bón, og settist inn í vagninn
aftur og stefndi til „the Spaniards.“
Þetta var ekki í fyrsta skifti, sem Jack
Vane kom til Hampstead, en nú var hann í
ákveðnum erindagerðum, og hann v^rð
í rauninni iiissa, er hann komst að raun
um, hve ókunnugur hann var á þessum
slóðum. Hann ók þarna fram og aftur í
hálftíma, fór fram hjá „the Spaniards"
og sneri við, ók um ýmsar hliðargötur af
handahófi. Lokins kom hann að þröngu
sundi, sem eiginlega var ekki nema stíg-
ur, en þó svo breitt, að vagn gat komist
um það, og á horninu tók hann eftir orð-
unum „Til leigu“ ásamt ör sem sneri inn i
sundið.
Stígur lá upp að fornlegu húsi, sem
virtist ekki hafa verið notafi lengi. Það
stóð eitt sjey í gai’ði, sem náði upp að stig
að baka til, er lá upp í heiðina.
Jack skrifaði hjá sjer nafnið á miðl-
urunum er stóð á auglýsingunni niðri
á horninu. Garðshliðið stóð í liálfa gátt og
liann lauk því upp og' ók upp að húsinu
og sneri bifreiðinni þar við, til þess að
komast lijá að aka aftur á bak niður á
veginn. Hann lokaði hliðinu eftir sjer og
ók svo til Hamjistead í besta skapi og bað
lögregluþjón, að vísa sjer leiðina á skrif-
stofu miðlaranna. Cranberry, Joyce &
Cranberry höfðu viðtalstíma klukkan
—5y2 virka daga nema á laugardögum
9y2—1 og á nafnskilti þeirra stóð enn-
fremur: fasteignasala, fasteignamat og
fasteignaumájón. Jack kom inn í vistlega
skrifstofu og sátu þar stúlkur tvær og
glömruðu á ritvjel, -en lítill maður og
meinleysislegur, með gleraugu, sat við
púlt og skrifaði.
Hann stóð upp, kom fram að diskin-
um og brosti kaupsýslubrosi.
Jack bauð góðan daginn og brosti á
inóti. „Mig langaði til að tala við mr.
Joyce,“ sagði liann svo.
„Við hann sjálfan?“ spurði litli mað-
urinn.
„Já,“ svaraði Jack vingjarnlega. „Mjer
gengi víst illa að tala við liann, ef jeg
fengi ekki að tala við hann sjálfan.“
Önnur stúlkan fór að skríkja og það var
eins og litla manninum sárnaði það.
„Já,“ sagði hann, „jeg verð víst að játa
það, en sjáið þjer, þegar jeg spurði um
það----------jeg meina .... Það stendur
nefnilega svoleiðis á, að mr. Jovce hefir
verið dauður í fimtán ár.“
„Jæja,“ sagði Jack, „þá er ,víst ekki
hlaupið að því, að hafa tal af honum.
En jeg skal hreinskilnislega játa, að jeg
spurði eftir honum af því að mjer fanst,
að hann mundi vera í skugganum af þess-
um tveimur Cranberry, skilið þjer?“
Litli maðurinn virtist alls ekki skilja
það, en ljet duga að hósta otfurMtið,
ræskja sig og brosa.
„Það er viðvíkjandi húsi hjerna á lieið-
!g| inni,“ sagði Jack. „Jeg sá á auglýsingunni,
að skrifstofan yðar hefir umráð yfir því.“
Það birti yfir ásjónunni á litla mann-
inum og hann svaraði blítt: „Hús, já, jeg
skil það. Jeg lield, að þjer ættuð að tala
við mr. Harold — mr. Harold Cranberry.“
„Það skal vera mjer sönn ánægja, að
tala við mr. Harold Cranberr>,,“ sagði
Jack og nú skríkti hin vjelritunarstúlkan
al' einhverjum ástæðum. Litli maðurinn
hnyklaði brúnirnar, og stúlkurnar hjeldu
nú áfram af kappi.
„Viljið þjer gera svo vel, að fá yður
sæti, sagði litli maðurinn, „þá skal jeg
láta mr. Harold Cranberry vita af yður.
Mætti jeg leyfa mjer að spyrja yður til
nafns?
Jack rjetti honum nafnspjaldið sitt og
liann hvarf inn í innri skrifstofuna og
birtist aftur eftir dálitla stund. „Viljið þjer
gera yður það ómak, að koma með mjer
þessa leiðina, mr, Vane,“ sagði liann og
fylgdi Jack inn í skrifstofu með myndar-
legum húsgögnuni, þar sem feitur maður
með rautt andlit stóð upp og kom á móti
lionum.
Maðurinn var einkar vingjarnlegur og
sneri sjer formálalaust að erindinu. „Skrif-
arinn minn hefir sagt mjer, að þjer sjeuð
að hugsa um húseign, sem jeg hefi á
hendi. Setjið þjer og fáið yður sigarettu,“
bætti liann við og skolraði til lians vindl-
ingaöskjunni yfir borðið. „Hvaða hús er
það, sem þjer hafið augastað á?“
Jack lýsti húsinu, og mr. Harold varð
enn alúðlegri. „Notalegt, lítið hús,“ sag'ði
hann hvað eftir annað, „notalegt lítið hús.“
Jack skaut fram í: „Almenningur virð-
ist þó ekki hafa haft augun opin fyrir
því, að það sje notalegt, ef marka má af
ástandinu, sem það er í.“
Mr. Harold bandaði hendinni.
„Jeg skal viðurkenna, mr. Vane, að
umrætt hús liggur dálítið út úr. Jeg vil
ekki segja, að það sje afskekt, en það er
óneitanlega dálitið út úr. Fólk hefir á
síðari árum fengið óskiljanlega tilhneig-
ingu til, að hópa sig. Það vill eiga heima
i þyrpingum, sjáið þjer — það er aðeins
fólk, sem hefir virkilegan smekk sem
vill hús eins og þetta. Svo maður vitni í
orð skáldsins: „svo fjarri heimsins glauini
og glamri“ og þó steinsnar, í orðsins bók-
staflega skilningi, frá góðum vegi, þægi-
Jega nærri Hampstead og hinum ágætu
verslunum þar, og brautarlestum og al-
menningsvögnum til allra borgarhluta í
London. Jeg fullyrði, mr. Vane, að jeg get
með góðri samvisku mælt með „Carriseot“,
það er vel bygt hús með ljómandi garði,
bílskúr og vermihúsum, ágæt sorpræsing
og öll nýtískuþægindi. Það er happagripur,
lierra minn, hvort heldur þjer viljið kaupa
það eða leigja. í síðara tilfellinu er ekki
um að ræða minna en þriggja ára leigu-
mála með forrjettindi til fimm, sjö eða
tíu ára.“
Hann þagði og hallaði sjer aftur á bak
í stólnum, en andlitið ljómaði, og Jack
greip tækifærið til að leggja orð í helg.
„Jeg hjelt ekki, að það væri leyfilegt,
að byggja hús á heiðinni,“ sagði hann.
„Alveg rjett, mr. Vane,“ svaraði miðl-
arinn. „Þjer hafið alveg rjett fyrir yður