Fálkinn - 10.01.1941, Side 14
14
F Á L K I N N
BÖLVUN EITURSINS
Ólafur Lárusson:
Landnám i Skagafirði.
Skagfirsk fræði II. Sögufélag
Skagfirðinga. Reykjavík 1940.
Sögufjelag Skagfirðinga hefir ný-
lega sent frá sjer II. bindið af Skag-
firskum fræðum. Nefnist það Land-
núm í Skagafirði, og er höfundur
þess Ólafur Lárusson prófessor.
Fyrsta bindið var, eins og menn
muna, rit dr. Magnúsar Jónssonar
prófessors um Ásbirninga.
Höfundur skiftir riti sínu í 6 kafla,
og skal lijer i stuttu máli gera grein
fyrir aðalefni þeirra. Fyrsti kafli
nefnist: Mennirnir konva, og eru það
almenn inngangsorð um byggingu
landsins og hverjir hafi fyrst komið
i Skagafjörð og gefið firðinum nafn.
Annar kafli fjallar um Jieimildir þær,
er landnámssaga hjeraðsins (og jafn-
fram einnig annara lijeraða) bygg-
ist á. Heimildir þessar eru fornleifar,
kveðskapur, örnefni og sagnarit vor
hin fornu, og skipar Landnámsbók
þar auðvitað öndvegi. Þriðji kafli
nefnist: Hvenœr bygðist Skctgafjörð-
ur? Andmælir höfundur þar kenningu
Guðbrands Vigfússonar, að Skaga-
fjörður muni hafa byggst siða^t hjer-
aða á Norðurlandi. Það, sem fyrst og
fremst mun hafa vakið þessa hug-
mynd hjá Guðbrundi, er höfðingjatal
Grettis sögu, 70. kap., þar sem taldir
eru þeir höfðingjar, er verið hafi í
Skagafirði, er Grettir kom í Drangey
(1028). En síðan menn liafa öðlast
rjettan skilning á aðferðum Grettis
sögu höfundar og mannfræði sög-
unnar, verður sú heimild liarla ljett
á metunum, enda kemst liöf. að þeirri
niðurstöðu, að ekki sje nein gild rök
til þess að ætla, að Skagafjörður hafi
byggst síðar en önnur hjeruð lands-
ins. Fjórði kafli heitir Landnúms-
mennirnir. Ræðir þar um nöfn og
þjóðerni landnámsmanna, ætterni
þeirra og hvaðan komið hafi til ís-
lands, þjóðfjelagsstjett þeirra í heima-
landinu, trúarbrögð þeirra og trúar-
siðu o. fl. Fimti kaflinn er um Land-
númin. Er þar rakin saga og lýsing
hvers einstaks landnáms í hjeraðinu
og greint frá takmörkum þess, eftir
þvi sem föng eru á. Takmörk land-
námanna í Skagafirði eru víða ó-
glögg, og til eru bygðalög þar í hjer-
aði, sem alveg er hlaupið yfir í Land-
námu. Rekur höfundur það efni mjög
ýtarlega, svo að honum tekst að fá
samfelt yfirlit um landnámsröðina.
Sjötti kafli fjallar um fgrstu kynslóð-
irnar, og eru þær raktar ættir frá
ýmsum skagfirsktnn landnámsmönn-
um, bent á tengdir þeirra milli inn-
byrðis og utan héraðs, getið þess, er
Skagfirðingar koma við sögur á 10.
öld. Að lokum er yfirlit um það, livað
um bygðina má ráða af bæjarnöfnum
í hjeraðinu. Rilinu fylmr uppdráttur,
er sýnir landnám í Skagafirði og
nokkura fleiri sögustaði þar.
Rit þetta er, eins og vænta má af
hinum fjöllærða höfundi þess, samið
af vandvirkni og lærdómi. Ilinar
mjög svo brotakendu heimildir um
landnámsöldina og tímann þar á eftir
eru notaðar af glöggskyggni og þekk-
ingu, svo að höfundi verður furðu
mikið itr þeim, án þess þó að fara
út i hæpnar getgátur eða hugaróra.
Sjónarmið rannsóknarinnar er heil-
brigt og viturlegt: Þekkingu vorri
eru takmörk sett, og það er sjálf-
sagt að játa það fúslega og viður-
kenna, að margt mun æ verða myrkri
hulið um sögu þessa tímabils vegna
þess, hve einhæfar lieimildirnar eru
og þó fátæklegar.
Skagfirðingar hafa farið vel á stað
með sögu sina, og vildi jeg leyfa mjer
að óska þeim til hamingju með fram-
haldið. Guðni Jónsson.
(Af vangú lxafði niðurlag þessarar
greinar fallið niður í síðasta blaði,
og birtist greinin því hjer í heild).
Ilollenski blaðamaðurinn Hendrik
de Leeuw er fyrir nokkru kominn
heim úr langri ferð um veröJdina.
Ilann hefir verið í London, Hamborg,
Berlín, París,. Marseille, Sofia, Istam-
bul, Kairo, Port Said, Singapoore,
Indlandi, Kína, Mandsjukuo, Japan
New York og víðar. Og aðaltilgang-
urinn með ferð lians var sá að rann-
soka, hve notkun eiturlyfja væri út-
breidd i heiminum.
Það var margt sem hann heyrði og
sá í þessu ferðalagi. Hann kyntist
allskonar eitri, morfíni, opíum, kóka-
íni heroini, marijuana, liasjis og
mörgu fleiru. Og han sá aumingjana,
sem liöfðu buggst undir eiturnautn-
inni: eta eitrið, drekka það, taka það
í nefið, reykja það eða sprauta því
inn í handlegginn á sjer.
Hann* vildi í fyrstu ekki trúa að
það væri satt, sem hann hafði heyrt
sagt um indverskar mæður, að þær
gæfi börnum sínum deyfandi lyf.þeg-
ar þau væri óþæg, en síðar sá hann
sjálfur mörg dæmi þessa. Það var
afar algengt. í Kína sá hann, að flest-
ir sem liafa ástæður til þess, reykja
ópíum. Það var jafn algengt að kin-
verskur kaupmaður fengi sjer ópium-
umpípu eftir miðdegisverðinn og það
er á ve^turlöndum að fá sjer vindil
eftir mat.
í Singapore var hann viðstaddur á
„reykingarfundi"; hann sá egyptsk-
ar blómarósir deyfa sig á eitri og
unga pilta og stúlkur dansa eins og
vitfirringa í eiturvimu austur á Bali.
Og liann átti tal við margt af fólkinu,
sem var háð eiturnautninni og fjekk
hjá því upplýsingar um, hvernig það
hefði komist upp á eiturnotkunina og
hvernig hún verkaði á líkama og sál.
Hann sá fólk, sem hafði gerspilt
heilsunni á eiturnotkun, svo að það
átti ekki neina batavon. Og liann seg-
ir, að eiturnotkun ,fari mjög vaxandi
í Bandaríkjunum.
Hendrik de Leeuw segir einnig frá
því, hvernig farið sje að smygla eitri
til ýmsra landa. Smyglararnir beita
allskonar brögðum. Þeir fela eitrið í
kolapokum, hafa tvöfalda botna í
ferðakistum, fela það í kælirum á
bifreiðum, í tunnum og pokum innau
um allskonar vUrning. Það er líka al-
gengt að blanda eitrinu saman við
ýmislegt annað: sykur og sóda eða
önnur efni. Þegar það er komið á
ákvörðunarstaðinn er það skilið frá
efninu, sem það var saman við.
Ofur meinleysislegur Jaþani notaði
skrítna aðferð. Hann hafði með sjer
sundbelti á skipinu sem liann fór
með, og það var fult af ópíum. Annar
hafði með sjer kanarífugl í búri. Það
kom á daginn að botninn í búrinu
yar tvöfaldur og ópium á milli laga.
Ýmsir smygla eitri í hattinum sínum
eða eldspítustokknum, en þau brögð
eru svo algeng, að þau þykja ekki
örugg lengur. Sumir blása úr eggjum
og fylla þau með eitri, líka eru epli,
appelsínur, hnetur og sápustykki not-
uð til að fela eitur í.
Gömul kínversk kona kom um borð
í skip með körfu, sem í var köttur og
fimm nýfæddir ketlingar. Það komst
upp af tilviljun, að ketlingarnir voru
dauðir og fyltir með ópíum. Ann-
ar Kinverji kom um borð með gler-
ker með guílfiskum í. En nú vildi svo
til, að það var sjerstaklega mikið um
gullfiska á staðnum, sem Kínverjinn
var á leið til, og þessvegna fór toll-
vörðurinn að linýsast í þetta. Það
reyndist svo að kerið var með tvö-
földum botni og lieróín milli laga.
Það er ekki alveg eins mikið af
kvenfólki, sem hefir orðið eitrinu að
bráð, og karlmönnum. Hendrik de
Leeuw telur að af hverjum 100 eitur-
notendum sjeu um 40 konur og 00
karlar.
Á einni af ferðum mínum sá jeg
unga stúlku, sem hafði fallið í hend-
ur ópiumsreykjara, segir liann. —
Það var um borð á skipi, sem var á
leið til Indó-Kina. Einn al' farþegun-
um var franskur liðsforingi, nýgiftur
laglegri, ungri stúlku, rúmlega tvít-
ugri. Þau voru á leið til Indó-Kína,
því að liðsíoringinn átti að' starfa
þar. Hann var um 55 ára eða rúmum
30 árum eldri en konan. Hann hafði
oft verið í Indo-Kina en brugðið sjer
til Frakklands í leyfinu og gift sig.
Þetta sagði unga frúin mjer sjálf.
----Eitt kvöldið sat jeg og var að
skrifa i klefanum mínum og glugginn
stóð opinn út að þilfarinu. Sá jeg þá
að frúin stóð fyrir utan gluggann og
horfði á mig. Það var auðsjeð að hún
vildi tala við míg. Hún fór að segja
mjer frá hjónabandi sínu og að hún
væri í vandræðum. Hún hafði upp-
gölvað að maðurinn hennar var ópi-
umreykjari. Hann hafði beðið hana
um að reykja með sjer — skipað
lienni það. — Hún var svo hrædd.
Spurði ntig ráða og livort hún ætti
ekki að reyna að komast af skipinu
í Singapore og strjúka heim. Jeg var-
aði liana við þessu þvi að jeg vissi,
að þá mundi hún verða tekin og send
til mannsins aftur og það mundi gera
ilt verra. Jeg veit ekki hvernig fór
fyrir henni að lokum, en sennilegast
er að hún hafi orðið að láta að ósk-
um mannsins síns og orðið forfallin
líka.
Það tekur tima að venjast eitrinu.
Sumstaðar eru börnin vanin á það
ung. Víða i Indlandi er börnum gefið
eitur til að róa þau, og strákunum í
Nanking þykir mannalegt að reykja
lieróinpillur, alveg eins og strákum
vesturlanda að láta sjá sig með vind-
linga. Þessar heróínpillur eru vafðar
í tóbak og reyktar eins og aðrir
vindlingar. Stubbarnir af þeim liggja
þúsundum saman í rennusteinunum í
Nanking.
Burmesar venjákt á eitur frá blautu
barnsbeini. Þar er jafn algengt að
reykja eitur eins og að reykja tóbak.
Það hefir að vísu verið reynt að
draga úr ópíumreykingum þar síð-
uslu árin með því að skamta eitriá.
Það er ekki hugsandi, að svifta ópí-
umreykjaca^eitrinu í einni svipan. Þá
mundi hann sálast. Líkaminn er orð-
inn svo háður eitrinu að hann má
ekki niissa það alt í einu. Sá, sem
hefir vanið sig á ópíum fær því
skírteini, sem gefur honum rjett til
að kaupa skamt á hverjuin degi, en
sá skaintur fer smáminkandi.
ópíumnautnin er úlbreiddust meðal
kínversku essreka'nna, skógarhöggs-
mannanna og götusóparanna. Bæði
menn konur og börn þurfa daglegan
skamt af eitrinu, en þó lítur sumt af
þessu fólki vel út. Margar indverskar
konur nota eitrið til dægrastyttingar
og til að gleyma ambáttarstöðu sinni
i mannfjelaginu um stund. Þvi að
indverskar konur eiga verri daga en
nokkrar aðrar konur i veröldinni.
En jafnvel þó að þær dreymi sig
um stund inn i, betri heima þá eru
afleiðingarnar að þvi skapi verri.
Þjáning dagsins hverfur fyrir. ópí-
umsvímunni, en morgundagurinn er
þeim mun verri.
er miðstöð verðbrjefavið-
skiftanna.
Ekkert er njrttnndir sólinnl
Fólk dáist að hinum miklu hellis-
göngum undir Alpafjöllum, sein gerð
hafa verið handa járnbrautunum, og
að þeim, sem lagðar hafa verið und-
ir ár stórborganna, til þess að ljetta
umferðina af brúnum. En liitt er fá-
um kunnugt, að nálægt 2000 árum f.
Kr. ljet Semiramis drotning í Babýl-
on leggja hellisgöng undir Efrat-fljót-
ið. Sumir telja að vísu, að Semiramis
liafi aldrei verið til — en hitt varðar
meiru, að hellisgöngin eru til. Þau
eru einn kílómetri á lengd og liggja
frá höllinni að Jupitermusterinu á
liinum fljótsbakkanum. Eru þau 4 m.
breið og 5 metra há, gerð úr múr-
steini, og feldum saman við jarðbiki.
— Svo liðu um 4000 ár þangað til
næstu hellisgöng undir vatni voru
gerð: göngin undir Thames árið 1842.
Sumir vilja lialda því fram, að múr-
ar Jeríkóhorgar hafi hrunið vegna
þess, að umsátursmennirnir grófu
jarðgöng undir þá, á sama hátt og
jarðgöng voru grafin undir virki ó-
vinanna i kyrstöðustríðinu á vestur-
vígstöðvunum árin 1914—18.
Rómverjar bygðu ekki aðeins vatns-
leiðslubrýr (akvadukta) heldur og
jarðgöng fyrir vatnaveitur. Hadrian
keisari gerði vatnsveitu ofan úr fjöll-
um á 2. öld e. Kr. og lá hún sumpart
undir jörðu. Meðan Tyrkir rjeðu
Grikklandi varð vatnsveita þessi ó-
nýt, en 1840 var henni komið i lag
á ný og er liún notuð enn i dag. —
Katakomburnar í Róm má nefna i
þessu sambandi. Þelta eru jarðgöng,
sem byrjuðu með ofurlitlum grafhelli
og fylgsni, en jukust smámsaman,
svo að þar livíla nú leifar 6 miljón
framliðinna. Svo komu miðaldirnar
og þá voru engin hellisgöng gerð
nema milli virkja og í jarðhús þau,
sem notuð voru til fangelsunar og
pyntinga. Eru þau víða til enn.
Hellisgöngin voru fyrrum gerð á
þann hátt, að hglur voru klappaðar
i bergið og steinninn svo brotinn l'rá
með vogarstangaafli. Egyptar notuðu
aðra aðferð: að sjóðhita klöppina og
hella svo á liana köldu vatni. Klofn-
aði þá oft kletturinn við þenslumun-
inn, sem stafaði af hitabreytingunni.
Púður var notað í fyrsta skifti til
klappasprenginga þegar Languedoc-
göngin voru gerð, 1079—81. Hann er
7 m. breiður og 10 metra hár og not-
aður sem skipaskurður. Ein kola-
náina í Englandi, Worsley IIill, er
þannig gerð, að liægt er að fleyta
flatbytnum inn I hana eftir skurðum,
og eru þær notaðar í stað vagna, til
þess að flytja kolin til Manchester.
í þessari námu eru nú um 00 km.
skurðir, a.llir í hellisgöngum.
Þar sem hellisgöng liggja um sam-
felda og vatnshelda klöpp þarf ekki
að „fóðra“ hann að innan. En við-
as't er óhjákvæmilegt að gera hólk
innan í jarðgöngin. Er það algengast
nú á dqgum að hafa þennan liólk úr
stáli eða járnbentri steypu. Sá lijet
Greathead, sem fyrstur gerði þessa
endurbót, þegar verið var að gera
göngin undir Thames, en þau voru
35 ár í smíðum og kostuðu um tíu
miljón krónur. Greathead varð lika
fyrstur til þess að noia þrýstiloft til
að knýja steinborana.
Frumkvöðullinn að fyrstu hellis-
göngunum undir Alpafjöll var italski
stjórnarforselinn Cavour. Hann bar
fram tillögur sínar um að gera Mont
Cenis-göngin árið 1857. Verkfræðing-
ar sögðu, að bergið væri svo hart,
að fimtíu ár þyrfti til að fullgera
verkið. En þá bjó franski yfirverk-
fræðingurinn til vjelbor, og verkinu
var lokið á tífalt slyttri tíma og jarð-
göngin — tólf km. á lengd — voru
vígð árið 1871. Rann eimreið með
3 menn um göngin. Tveir þeirra
köfnuðu á leiðinni. Þá fyrst liug1,
kvæmdist mönnum, að láta eimreið-
ina notn reyklaus kol.