Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1941, Side 4

Fálkinn - 07.02.1941, Side 4
F Á L K I N N THOMAS MORE - UTOPIA — Spekingurinn sem samdi söfluna um draumalandið, naut æðstu virðinga Hinriks VIII. Eng- landskonungs, sem síðar ijet drepa hann, vegna þess að hann horði að segja sannfæringu sína. A tímum byltinga og harðstjórnar eru það jafnan úrvalsmennirnir, sem verða fyrst og fremst böðlunum að bráð. Mennirnir, sem þora að segja sannfæringu sína, þó að hún gangi í berhögg við harðstjórana. Og harðstjórarnir benda á'þessa frjálsu menn, sem bera höfuð og lierðar yfir aðra, að vitsmunum og þekkingu og segja: „Þessi afvegaleiðir lýðinn. Talcið hann, brennið hann, gefið hon- um eitur, hálshöggvið hann, hengið hann!“ Þannig var það um S'okrates, þann- ig var það um Giordano Bruno, og þannig er það hjá einræðisríkjunum enn þann dag í dag. Þannig var það um Thomas More — manninn, sem hafði notið hinna mestu virðinga fyrir vitsmuna sakir og mannkosta, en var líflátinn að boði hins sama konungs, sem hafði hossað honum hæst — Hinriks VIII. Thomas More fæddist 7. febrúar 1478 í Milk Street í London. Faðir hans var dugandi lögfræðingur, dóm- ari í kongsrjettinum (Kings Bench) og hjet Thomas, eins og sonurinn, Thomas yngri gekk á St. Anthony- skólann í Threadneedle Street, sem var besti skólinn í London á þeim tima og varð síðar heimagangur hjá Morton kardínála, erkibiskupi af Kantaraborg. Var það talinn mikill heiður, að fá að koma á það heimili og auðnaðist ekki öðrum en sonum hinna ágætuslu manna í landinu. Thomas þroskaðist mjög af samvist- um sínum við kardínálann og var síðan sendur til Oxford og naut m. a. tilsagnar hins ágæta fræðimanns Lin- acre í grísku, en hún var þá ekki jafn sjálfsögð fræðigrein og síðar varð. Hún var aukafag, sem enginn var skyldur til að læra, og sannast að segja var yfirvöldunum lítið um grískunámið gefið, því að samfara því komu fram nýjar skoðanir, sem farnar voru að breiðast út á megin- landinu, og lítilsháttar var orðið vart í Englandi. Gamli More vonaði, að sonur hans yrði dugandi lögfræðing- ur og líkaði illa, er hann heyrði, að hann væri farinn ;iýi grúska í grísku. Hann kallaði hann heim frá Oxford og setti liann til laganáms í New Inn i London. Þar var liann spart hald- inn og varð margsinnis að skrifa föður sínum bónarbrjef um nýja skó. Eftir tveggja ára nám í New Inn tók hann lagapróf i Lincolns Inn, árið 1496. Hann hafði getið sjer orð fyrir ó- venjulegar gáfur þá, þó ekki væri liann nema 18 ára. í Oxford liafði liann fengið veður af þeim nýju hug- sjónum, sem ofarlega voru á baugi við mentastofnanir meginlandsins og áhuginn fyrir þeim varð ekki drep- inn. Um þessar mundir hitti liann Erasmus frá Rotterdam, hinn fyrsta talsmann humanismans, í boði hjá borgarstjóranum í London. Þeim lenti saman í kappræðu og liafði Erasmus orðið forviða á kunnáttu og orðhepni hins 18 ára lögfræðings og

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.