Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1941, Síða 11

Fálkinn - 07.02.1941, Síða 11
F Á L K 1 N N 11 PRJÓNAAÐFERÐ: Tvöfalt perluprjón. 1. pr.: 1. 1. rjett, 1 1. brugðin. 2. pr.: I.ykkjurnar prjónaðar eins og þær konia fyrir. 3. pr.: Rjett 1. i brugðna 1. og brugðin 1. í rjetta 1. 4. pr. eins og 2. pr. Sljett prjón: Prjónið rjett aðra leiðina, en brugðið hina. Sláið: Byrjið að neðan, fitjið 314 1. upp og prjónið 4 cm. með tvöföldu perluprjóni. Síðan er prjónað í rönd- um, þannig: 14 1. tvöfalt perlupr. og 11 1. sljett prjón til skiftis. Það er endað á 14 1. með perluprjóni. Þeg- ar komnir eru 23 cm. eru 2 1. prjón- aðar saman fyrst og síðasta á hverri perluprjónsrönd nema á tveimur ystu röndunum, sem mynda brún. Úr- tökunum er haldið áfram á sama hótt, uns eftir eru 4 1. í liinum 11 perluprjónsröndum, samtals 204 1. Þegar komnir eru 39 cm. eru 2 1. prjónaðar saman í hverri rönd með sljetta prjóninu þar til eftir eru 3 L í hverri þessara randa samtals 108 1. Þegar komnir eru 44 cm. ern aðeins 14 fyrstu og 14 síðustu ). prjónaðar með perluprjóni, en hin- ar með sljettu prjóni. Eftir fyrstu tvo prjónana eru götin búin til, prjónið siðan þrjá prjóna og fellið af. — Hettan: Byrjið á fremri brúninni. Fitjið upp 130 1. og prjónið 4 cm. með tvöföldu perluprjóni, og 4% cm. með sljettu prjóni. Siðan er prjónað rneð perluprjóni þar til komnir eru 15 cm., þá er felt af. Samsetningin: Sláið er pressað með • • OKUSLA FVItl It BORV deigu stykki og saumað saman. Það Hettan og sláið eru fóðrað og dregið Ef hettan á að falla vel að andlit- er haft örlítrð við undir hettunni. silkiband eða snúra i gegnum götin. inu, má setja leygjuband í brúnina. Michael Foster: SEINNA. Aí) er merkilegt, hve minnugur maður verður, þegar dauðinn skilur fólk sviplega að. Það er ekki hið stóra og þýðingarmikla,/ sem maður man, ekki öll áformin, sem maður hefir gert um æfina, ekki ást- in eða vonin sem maður barðist fyrir. Nei, það eru smámunirnir, sem mað- ur man — smámunirnir, sem maður hafði ekki tíma til að hugsa um forð- um. Maður man handtak, sem maður var of önnum kafinn til að setja á sig, vonarhreim í rödd, sem maður forðum ekki nenli að hugsa um. Ált þetta rann John Carmody í hug, þar sem hann sat við stofu- gluggann sinn og starði á umferðina á götunni. Hann reyndi að rifja upp fyrir sjer það þýðingarmikla, sém hann hafði mist — árin, áformin vonirnar og ástina. En hann gat ekki náð þessu inn í brennidepil sálar sinnar — að minsta kosti ekki núna í dag. Það var eins og breiður, þjettur þokubakki í sál hans þessa stundina. Það eina, sem hann gat munað skýrt núna, var svo undarlega ó- verulegt atriði, eiginlega ekki neitt í samanburði við árin, áformin og ást- ina miklu. Það var það, sem litla telpan hans hafði sagt við hann eitt kvöldið fyrir tveimur vikum. Ekkert — ef maður leit á það með viti — að eins ofurlítil athugasemd, eins og börn gera stundum. En það var þetta, sem hann mundi best núna. Einmitt þetta kvöld hafði hann haft fullgert uppkastið að ársskýrsl- unni með sjer heim úr verksmiðj- unni. — Þetta var mjög áríðandi skýrsla. Eins og markaðshorfurnar og aðstæðurnar voru núna þá skifti skýrslan miklu máli — fyrir framtíð lians, og konu hans og barna. Og eftir miðdegisverðinn settist hann við að lesa skýrsluna yfir einu sinni enn. Hún varð að vera rjett í öllum at- riðum, það varðaði miklu. Hann leit upp úr vjelrituðum blöð- þegar Margot litla dóttir hans kom til hans með bók undir hendinni. Það var bók í rauðu bandi og með æfintýramynd utan ó. Hún sagði áköf: „Sjáðu, pabbi!“ Hann leit upp og svaraði: „En hvað þetta er falleg bók. Hún er vist ný!“ „Já, pabbi,“ sagði hún. „Viltu lesa fyrir mig æfintýri?“ „Nei, ekki strax —“ svaraði hann. Margot stóð kyr hjá honum og hann hjelt áfram að lesa skýrsluna, — kaflann um nýju vjelarnar, sem keyptar höfðu verið á órinu. Hann heyrði Margot segja, varfærna en jafnframt treystandi: „En hún mamma sagði, að þú mundir vilja lesa fyrir mig, pabbi.“ Hann leit upp úr vjelrituðu blöð- unum. „Jeg get það ekki í kvöld, væna min,“ svaraði hann. „Kanske að hún mamma þin vilji lesa fyrir þig. Jeg hefi ekki tíma til þess núna.“ „Nei,“ sagði Margot. „Manima hefir ennþá minni tíma en þú. Geturðu ekki lesið fyrir mig — bara þetta stutta æfintýri? Sjáðu, það er mynd lika! Er þetta ekki falleg mynd, pabbi?“ „Jú það er ljómandi falleg mynd, elskan mín,“ sagði hann. „En jeg má til að vinna í kvöld. Jeg skal lesa fyrir þig seinna ....“ Svo kom löng þögn. Margol stóð kyr við stólinn hans með opna bók- ina og horfði ó eina myndina. Það leið langur timi þangað til hún sagði orð. Hann las margar blaðsíður — „yfirlit yfir störf söludeildarinnar — og óætlun um auglýsingastarfsemina á næsta óri.“ „En þetta er ósköp falleg mynd, pabbi. Og æfintýrið er víst skelfing skemtilegt,“ sagði Margot litla. „Já, vist, það er víst,“ svaraði hann. „Já, hm—lim. Seinna, væna mín. Farðu nú, góða.“ Já, en jeg er viss um, að þjer þykir gaman að þessu æfintýri pabbi,“ sagði hún og hallaði sjer upp að honum. „Hvað segirðu? Já — það er víst gaman að þvi. En ekki núna — seinna?“ „Æ!“ sagði Margot. „En þú ætlar þá að lesa það seinna — er það ekki pabbi? Þú ætlar að lesa það seinna?“ „Já, náttúrlega," sagði hann. „Þú mátt reiða þig á það.“ En 'hún fór ekki samt. Hún stóð þarna kyr, ósköp hæg og prúð. Eftir dálitla stund lagði hún bókina á skemilinn hjá föður sínum og sagði: „Þegar þú hefir tima, pabbi, þá skaltu lesa þetta æfintýri fyrir siálfan þig — en þú verður að lesa það svo hótt að jeg heyri það.“ „J—já, jájá — seinna,“ svaraði hann. Það var þetta sem John Carmody mundi svo vel og var að hugsa um núna. Hann mundi snertinguna. Lítil, háttprúð og þolinmóð telja, sem hafði komið við handarbakið á honum með litlu fingrunum og sagt: „Lestu það fyrir sjálfan þig — en þú verður að lesa það svo hátt, að jeg heyri það.“ Þetta var ástæðan til, að hann hjelt á bókinni núna. Hún liafði legið á borðinu, þar sem þau höfðu lagt leik- föng Margot. Þau höfðu tekið þau upp af gólfinu, þar sem þau höfðu legið. v Og meðan hann las æfintýrið og varir hans bærðust til þess að út- tala orðin, reyndi hann ekkert til að hugsa um það stóra og þýðingarmikla — áformin, sem hann hafði gert fyrir ókomin ár. Hann gleymdi meira að segja eitt augnablik skelfingu sinni, bitru liatrinu til liálfdrukkna dónans, sem hafði ekið eins og vitlaus maður í liálf ónýtum bil, og sat nú í fang- elsi, sakaður um manndráp. Hann sá ekki einu sinni konuna sína, þegar liún föl og hljóð, klædd i sorgarkjól undir greftrun Margot, kom inn í stofuna og reyndi að vera róleg þegar hún sagði: „Jeg er tilbúin, John. Við verðum að fara.“ Því að John Carmody sat og las: „Einu siiuii var litil telpa, sem átti heima i kofa skógarhöggsmanns. Og hún var svo fatleg, að fuglarnir, sem sátu á greinunum gleymdu at- veg að syngja þegar þeir horfðu á hana. En svo bar við, að ........." Hann las þetta fyrir sjólfan sig. En nógu liátt til þess, að hún gæti máske heyrt það lika. ÞORPARANUM MISREIKNAST. Frh. af bls. 9. Einn daginn herti hún upp' hugann, fór heim til Elsu og sagði henni söguna um brjefiö. Sama dagin sendi Elsa sím- skeyti til Heiðmerkur og dag- inn eftir fór hún sjálf. Hún kom ekki aftur i horg- ina. Hún giftist skömmu síðar en hvorki föðurbróðir nje frændi voru boðnir i brúð- kaupið. Og skömmu siðar var auglýst i blöðunum: „Skiftafundur verður haldinn í þrotabúi Ove Helmers stór- kaupmanns........“

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.