Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1941, Side 12

Fálkinn - 07.02.1941, Side 12
12 F Á L K I N N r Francis D. Grierson: Framhaldssaga. Tóma liúisið. Leyntlögregiusagii. L 3BI 5. J „Hefir hann komist undir mannahendur eða er nokkuð þvílíkt við hann að athuga?“ „Nei, sir, hann liefir aldrei sætt refsingu. Hefir aldrei verið undir ákæru. En samt höfum ;við liaft gát á honum. Það var eitt- hvað athugavert við einhverja skartgripi, fyrir nokkrum árum, en það hafðist ekkert upp úr því.“ „Þjer grunuðuð hann um hilmingu, var það ekki?“ spurði Bany Blytli. „Jú, einmitt, en við gátum ekkert sannað.“ „Hann lánaði lika peninga. Yar víst ekki i miklu áliti ?“ Njósnarinn brosti gleitt: „Nei, hann var hölvaður hrappur, karlinn,“ svaraði hann. „Jeg hefði heldur viljað festa klærnar í honum, en láta hann festa þær í mjer.“ Blyth leit til Martins. „Það virðist ekki vera erfitt að finna hvatirnar til þess, að Cluddam Var myrt- ur,“ sagði hann. „En hversvegna i ósköpun- um var hann drepinn í Hampstead? Að vísu átti liann „Carriscot" en eigi að síður ......?“ Martin yfirlögregluþjónn kumraði kurt- eislega, eins og hann var vanur, þegar hann hafði ekki viðeigandi svar á takteinum. Svo stakk hann upp á að yfirheyra skrif- arann. Og það fanst Barx-y sjálfsagt. „Já,“ sagði hann, „við skulum ná í hann.“ Og svo ,var mr. William Peters „fram- kallaður“ með þeim einkennilega hæt'.i, sem lögreglan notar. Maður getur ekki sagt, að hún beití vjelabrögðum og ekki heldur her- stjói-narskipunum,, en aðferðin er beggja blands, einskonar rekstur inn í fjárrjett, með annari aðfei-ð en bændur nota, en dug- ir vel þó hún sje ekki viðfeldin, þegar bet- ur er að gáð. Sá sem hefir dálítið hug- myndaflug getur fundið upp á því, að líkja þessu við klefa dauðadæmds manns, með skugga af gálga á rúðunni. En mr. Petei-s hafði ekki hugmyndaflug. Hann var önnum kafnari en svo, af barátt- unni við staðreyndii-nar, svo sem sjúkdóma og fátækt, til þess að leyfa sjer þesskonar óhóf, enda langaði hann ekkert í það og hafði ekki tíma til þess. Blyth virti fyrir sjer þennan langa mjóna með hvíta hárið og föla, kinnfiskasogna andlitið, sem stóð þarna og blies eins og heysjúkur hestur, eftir að byrjað væri á að yfirheyra liann. „Gerið þjer svo ,vel, að fá yður sæti, mr. Peters,“sagði Barry kurteislega, og maður- inn roðnaði — hann var svo óvanur því, að vera ávarpaður mr. Peters. „Þjer eruð skrifari hjá mr. Cluddam,“ lijelt Bariy áfram. „Ber að skilja það svo, að þjer sjeuð kunnugur högum hans?“ Það kom eittlivað í ætt við bros á rauna- lega andlitið. „Kunnugur högum hans?“ svaraði hann, „nei, jeg lield að það liafi ekki verið nema Cluddam sjálfur, sem var trúað fyrir högum hans.“ Barry tók eftir að maðurinn talaði miklu fágaðra mál, en við hafði mátt búast. Hann kinkaði kolli. „Jeg skil það. En það Ivoruð þó þjer, sem tókuð á móti brjefum hans og því um likt „Ef jeg hefði dirfst að opna eitt einasta brjef áður en Mr. Cluddam hefði sjeð það, mundi hann liafa drepið mig samstundis.“ „Hvað liöfðuð þjer þá að gera á skrif- stofunni?" „Jeg færði inn í viðskiftabækurnar, tók við rentum og húsaleigu og ýmislegt ann- að, sem hann sagði mjer. Ungfrú Page — Eva Page — skrifaði hrjefin og skrásetti aðsend brjef.“ „Ungfrú Page — liver er það?“ „Vjelritunarstúlkan! Mr. Cluddam kall- aði hana einkaritara sinn, en hún vissi ekki hóti meira um viðskifti hans en jeg.“ „Er hún stödd hjerna?“ „Nei, liún kom ekki í morgun.“ „Hversvegna ekki?“ „Það veit jeg ekki, sir. Hún er vön að vera stundvis.“ „Hvernig er liún? Jeg meina — fram- gönguna." „Hún — ja, hún er dcimfi, svo maður uoti algen,gt orðalag.“ „Og jeg álít yður gentleman, mr. Pet- ers,“ sagði Barry vingjarnlega, en Peters brosti út í annað munvikið. „Já, jeg var líka talinn það einu sinni,“ svaraði hann hreinskilnislega, „en það er svo langt siðan, að jeg hefi gleymt því. Þjer voruð að spyrja um Evu Page, hún er rúmlega tvítug, held jeg, móeyg, jarpt hár, mjög aðlaðandi stúlka og viðfeldin í um- gengni.“ ^ Blyth mintist lýsingar Jacks Vane á ungu stúlkunni, sem hann hafði sjeð bregða fyr- ir á „Carriscot,“ en liann ljet duga að kinlca kolli. „Kanske að liún sje lasin,“ sagði hann. „Vitið þjer hvar liún á lieima?“ „Hún býr hjá konu, sem heitir frú Jenk- ins, 245 Harrowfield Buildings — það er ekki langt hjeðan.“ „Jeg þekki húsið,“ sagði Clarke. „Það er eipskonar matsala þar. Fólkið, sem býr þar er fátælct en gott fólk. „Gætuð þjer ekki skroppið þangað og náð í ungfrú Page? Ef hún er veik, þá get- ur það beðið. En ef ekki, þá liefði jeg gam- an af, að hafa tala af henni núna um þetta mál, liver veit nema liún geti gefið upp- lýsingar sem koma að haldi.“ „Ágætt,“ sagði njósnarinn og fór af stað. Blytli tók upp vindlaliylki sitt, bauð Pet- ers að reykja og eins Martin, og kveikti síðan i sjálfur. „Jæja Peters,“ hjelt hann áfram. „Jeg þykist viss um að þjer skiljið, að það er ekki forvitni, sem knýr mig til að grenslast um hag Cluddams. En ef jeg á a15 komast að því liver hefir drepið liann, verð jeg að afla mjer þeirra upplýsinga um hann, sem jeg mögulega get.“ „Skiljanlega!“ „Fyrst og fremst verðið þjer nú^að segja mjer í fullri hreinskilni, hverskonar mað- ur hann var.“ Það kom skuggi á andlitið á skrifaranum. „Það er aldrei gainan að tala illa um dauða menn, mr. Blytli,“ sagði hann með semingi, „en ef þjer hiltuð einn einasta mann, sem lægi vel orð til Cluddams, þá inundi jeg verða hissa. Honum ofhauð ekki að flæma hvaða mann sem var út á kald- an klakann og steypa honum í örbirgð, og honum ivarð ekki meira um þetta en að drepa flugu. Jeg veit að minsta kosti um þrjá menn, sem hafa svift sig lífi, eftir að þeir komust í klærnar á honum“. „Og samt urðuð þjer áfram á skrifstof- unni hjá honum?“ „Já, jeg gerði það — fari liann bölvaður,“ sagði Peters og bræðin sauð upp úr hon- um. „Jeg varð hjer, af þvi að jeg mátti til. Jeg komst í skuld við liann fyrir mörgum árum. Það var mjer að kenna, að jeg hjelt að jeg gæti grætt á námuhlutabrjefum. Þá liafði jeg góða stöðu í banka. Jeg greip til peninga frá bankanum, til þess að borga hlutabrjefin. Það er gamla sagan, sem þjer hafið heyrt tugum sinnum. S,vo kom það auðvitað á daginn, að náman var ekki ann- að en svindilbrask. Jeg fjekk lán lijá Cludd- am, en hann komst að þvi, livað jeg liafði gert, og fjekk mig til að skrifa undir játn- inguna, sem hann hjelt. Svo kom hann því náttúrlega þannig fyrir, að jeg varð að skulda lionum áfram. Yður þykir máske skrítið, að jeg skyldi ekki losa mig úr klónum á honum, en jeg varð að lána pen- inga vegna konunnar minnar. Hún var veik — hættulega veik. Mig langaði til að fá handa lienni bestu lækna, sem völ var' á, og láta liana fá góða hjúkrun. En til þess ,varð hún að faúa til útlanda, á lieilsu- liæli. Jeg horfði ekki í neitt, ef jeg bara gæti bjargað lífi hennar....“ Rödd lians skalf. Hann þagði um slund og hugsaði sig um, síðan lijelt liann áfrani. „Það er ekki vert, að jeg fari langt út í þá sáhna. Þeir urðu einhvers áskynja í bankanum og jeg var rekinn. Það var einmitt þetta, sem Cluddam þráði mest. Hann vantaði mann hingað á skrifstofuna, sem gerði það, sem honum væri skipað, og hvorki meira nje minna. Hann bauðst til að borga fyrir kon- una mína — hún kom til baka og lagHst á spítala lijer í London — og svo borgaði liann rnjer fáeina shillinga á viku, til að treyna í mjer lífið. Svona er nú sagan sú.“ „Og konan yðar?“ „Hún dó fyrir liálfu missiri.“

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.