Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1941, Blaðsíða 6

Fálkinn - 14.03.1941, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N Oscar Clausen: Þegar rottan kom til Flateyjar. • -Hllfr' O • 'Wr O -ítti-' O O -‘11111.- - O '-fflfc- O -Hto- o -"UIIII.- O -'Hlllii' O o o * o Fasanahirðir óðaisherrans. Smásaga eftir Thomas Öye. o f o I o í FlTT VORIÐ, þegar Rung á Varby kom heim úr heimsókn hjá hin- um enska mági sínum, sir Patrick Glenarkyll i Norðymbralandi, hafði hann með sjer fjórtán bráðlifandi fasana, tólf liænur og tvo hana, sem mágur hans hafði gefið honum. Fugl- arnir voru í rúmgóðum rimalaupum og Rung hafði sjálfur gefið þeim mat á leiðinni, svo að þeir voru i besta standi þegar til Varby kom. Sir Patrick hafði oft komið til Var- by, bernskuheimili konunar sinnar. Han nliafði verið þar á öllum tíínum árs og þekti veðráttuna. Þóttist hann viss um, að fuglarnir gætu dafnað þar, eklci síður en i Norðymbralandi. Og það kom fljótt á daginn, að sir Patrick hafði sjeð rjett. Fuglunum var slept í garðinn og undu sjer vel. Þegar leið á sumarið unguð þeir út. En þegar liausta tók þóttist Rung verða þess var, að fuglunum fækkaði aftur. Það var ekki annað sýnna en að hópurinn mundi deyja út. Tófan mundi eiga sökina að nokkru leyti, en veiðiþjófarnir voru þó verri. Þeg- ar Rung lá vakandi á morgana heyrði hann oft skot í fjarska, og hann var ekki í vafa um að þar væri veiðiþjófar á ferð. „Maður verður að gera eitthvað að gagni við þessu,“ sagði Rung við konuna sína. Þau sátu yfir morgun- matnum. „ Jeg er ekki að ala upp fasana handa veiðiþjófum. í nótt þegar jeg lá vakandi afrjeð jeg að ráða til mín skógarvörð, sem sje á verði á þeim tíma nætur, sem veiði- þjófarnir láta á sjer bæra. Jeg ætla að auglýsa eftir manni í blöðunum undir eins í dag.“ Viku síðar hafi óðalsherrann feng- ið heilan haug af umsóknum um stöðuna og valdi hann úr ungan bú- fræðing norðan úr sveitum. Hann hjet Hermundur Skagan, og var stór og sterkur maður, sex feta hár. Hon- um var trúandi til, að geta haft í fullu trje við bjeaða veiðiþjófana — ekki vantaði hann kraftana. og svo var hann ágæt skytta og drap tólf refi fyrsta mánuðinn sem hann var í vistinni. En veiðiþjófarnir þorðú' ekki að bæra á*sjer eftir að Skagan kom. Þeir heyrðust aldrei skjóta. „Skagan er gimsteinn,“ sagði Rung, „jeg vildi ekki án hans vera fyrir nokkurn mun, jafnvel þó jeg ætti enga fasana. Hann er, skal jeg segja þjer, Magda, besti skógarvörðurinn, sem jeg hefi nokkurn tíma haft. Jeg ætla að setja hann yfir merkinguna og skógarhöggið í vetur, eftir því sem hann getur komið þvi við fyrir vörslunni.“ En svo var það samt einn dag i nóvember, að Rung datt í hug, að líta ofurlítið eftir aðgerðum Skagans. Hann ætlaði að ganga úr skugga um, að hann gerði skyldu sína og væri passasamur á morgnana, þegar mest reið á. Og nú fór hann upp á hana- bjálkaloft og klæddi sig í fatadrusl- ur sem hann fann þar, setti á sig hattkúf og varð óþekkjaniegur frá versta umrenningi. Og svo límdi hann á sig skegg, sem hann hafði notað á grímudansleik fyrir mörg- um árum. Hann þóttist viss um, að hann væri óþekkjanlegur frá veiði- þjóf. „Þú ert alveg eins og versti þorp- ari, Þorvaldur, jeg er viss um, að jeg hefði orðið dauðhrædd, ef jeg hefði hitt þig svona á förnum vegi í rökkr- inu,“ sagði frú Magda morguninn eftir, þegar. Rung var altygjaður í njósnarferðina. „Við skulum nú sjá til, hvort Skag- an verður liræddur líka, ef jeg rekst á hann.“ Rung læddist út og var nú i felum í skóginum, með haglabyssuna um öxl. Það var ekki orðið bjart ennþá og það var hraglanda nepja svo að hann sveið af kulda í framan. Ónotalegasta veður. Honum var kalt og hann fór að iðrast eftir, að liafa rifið sig -upp úr glóðvolgu bólinu fyrir allar aldir. En Rung vissi ekki, að Skagan vissi vel um þessa morgunferð hús- bónda síns. Rung liafði verið svo ó- gætinn, að tala um fyrirætlun sína, þegar frú Magda og hann sátu við borðið daginn áður, og Anna vinnu- kona hafði hlustað á það. „Jeg ætla að prófa Skagan,“ hafði hann sagt. „Við skulum nú sjá hvern- ig hann stenst það.“ Og Anna var ekki sein á sjer, að segja Skagan livað húsbóndinn ætl- aðist fyrir. Skagan hló svo að það glumdi í húsinu, en jafnframt sárn- aði honum þetta dálítið, því að hann hafði aldrei vanrækt þau störf, sem hann hafði tekið að sjer. Hann hafði farið á fætur áður en haninn galaði á morgnana og farið þvert og endi- langt um garðinn og skóginn áður en bjart var orðið af degi. Jæja, hver veit nema húsbóndinn fengi maklega ráðningu fyrir þessa óverðskulduðu tortrygni. En honum þótti vissast, að segja Önnu ekki neitt frá, hvað hann ætlaðist fyrir. Rung fór um skóginn svo sem stundarfjórðung. Svo skaut liann skoti út í loftið. Hann ætlaði að reyna hvort þetta hefði þau áhrif, að Skagan sýndi sig. Tveimur mínútum eftir hvellinn var vörslumaðurinn yfir honum eins og valur yfir rjúpu. Hann þreif I Rung, lagði á hann klof- bragð og velti honum svo á magann og ljet seljugrein dansa á baklilutan- um á honum. ,Jeg skal sýna þjer i tvo heimana, veiðiþjófur!“ s'agði hann. Rung orgaði og baðst friðar. „Hættið þjer, Skagan, hættið þjer! Eruð þjer band- sjóðandi vitlaus, maður. Þetta er jeg, sjáið þjer ekki að það er jeg?“ Skagan hló. „Svo að þú ætlar að reyna að telja mjer trú um, að þú sjest þú, lands- hornamaðurinn þinn. Ónei, þú leikur nú ekki á mig.“ Og svo Ijet hann sóflinn enn ríða á húsbóndanum. Nú reif húsbóndinn af sjer liatt- kúfinn og skeggið. „Nei, hvað er nú að sjá þetta?“ sagði Skagan og brosti. „Er það sem mjer sýnist, að þetta sje blessaður húsbóndinn. Jæja, þá verð jeg að biðja fyrirgefningar.“ „Þjer skuluð ekki minnast einu orði á þetta, Skagan. Lofið mjer því, að láta það verða okkar á milli,“ sagði Rung og stóð upp, verkjandi og dasaður. Hann studdist við byssuna þegar hann labbaði heim. Æ, hann var svo húðstrýktur, að hann varð að fara beint í rúmið og svo lá hann allan daginn. „Jeg hefi víst fengið gigtarkast og svo hefi jeg ofkælst líka“, sagði hann í sumar eyjarnar á Breiðafirði hef- ir aldrei komið mús eða rotta, enda væru þar óvelkomnir gestir. Ef svo hefir borið .við, að músargrey hefir flust í eyju, t. d. eins og stundum kom fyrir áður, að þær fluttust í harðfiskbagga, sem kom undan Jökli, varð uppi fótur og fit til þess að veiða mýslu. Þá 'var fyrst reyndur fjalakötturinn og var agnið súrt smjör, en ef þetta mistókst og músin gekk ekki í gildruna, var fenginn lánaður reglulegur köttur úr landi. Annars var köttur ekki hafður í eyj- unum, hann hafði þar ekkert hlut- verk, og svo þótti liann vargur í varpinu, sem er á öllum heimaeyjum. Honum var því skilað aftur til lands jafnskjólt og hann liafði veitt músina. Þegar liinn merki kaupmaður, Pjet- ur Iíúld, átti verslunina í Flatey fyrstu áratugina eftir að verslunin var gefin frjáls lijer á landi, hafði hann tvö kaupskip í förum og hjetu bæði svanir, og var annað kallað „Hvíti svanurinn“, en hitt sá svarti, og fengu skipin þessi kenninöfn af þvi að annað var hvítmálað, en liitt svart. Svo var „Hvíti svanurinn“ seldur Clausen kaupmanni í ólafsvík og sigldi hann siðan þangað i nærri heila öld, en „Svarti svanurinn“ hjelt áfram ferðum sínum til Flateyjar á hverju vori. Það var í Flatey eins og á öllum kaupstöðum landsins á þeim árum, að allir hlökkuð til komu vor- skipsins, sem færði mönnum ýms gæði utan úr þeim stóra heimi, en vorið 1810 færði „Svari svanurinn“ Flateyingum ekld eintóm gæði, þvi að þá komst rotta úr skipinu í land á eyjunni.1) Ekki er sagt frá þvi, hvort rott- urnar liafi verið margar, sem á land komust, eða hvort hún hafi verið aðeins ein og þá ógotin, með ungum, en annaðhvort hefir verið, þvi að rottunum fjölgaði svo á stuttum tíma, að hrein plága varð að, og æddu þessi kvikindi um 'öll heimalönd Flateyjar. Það horfði til vandræða, og var þvi reynt að eyða rottunni á alla lund og voru allar veiðibrellur við hafðar, en ekkert dugði. Þá var það ráð tekið, að fengnir voru tveir danskir kettir, vanir rottuveiðum, en þeir gátu ekkert við ráðið og hjelt þessum ófögnuði fram um stund. — Menn voru að verða liugfallnir út af þessum dæmalausa skemdavarg, sem hljóp um eyjuna eins og logi yfir akur, en vargur er rotta altaf og ekki síst, þegar hún kemst í varp- lönd eins og í Flatey. — Alt var komið í vandræði og úrræðaleysi fyrir Flateyingum út af rottunni, sem alt ætlaði að eyðileggja, en þá tók forsjónin i taumana. Það kom upp skæð pest meðal rottanna og fjellu þær alveg, hver ein og einasta, á skömmum tíma, og var þá eins og fargi væri ljett af eyjarskeggjum. H Sbr. Lbs. 10608. við Mögðu, þegar hann var að fara úr görmunum. Eftir þennan atburð var traust Rungs á fasanaliirði sínum ótakmark- að. Refurinn og veiðiþjófarnir þorðu ekki að koma nærri Varþy og fasön- unum fjölgaði ár frá ári. Slcagan varð hægri hönd óðalsherrans. Og söguna sína sagði hann engum nema mjer. En einkennilegt var það, að áður en rottan kom til- Flateyjar, var þar svo mikill ófriður af músmn, eins og verst er á landi, en rottan út- rýmdi þeim gersamlega, svo að eftir að rotturnar voru allar dauðar úr pestinni, var hvorkí rotta nje mús á eyjunni, en þetta þótti Flateyingum best og það eina góða, sem komu rottunnar fylgdi. — Eins og kunnugt er, var Bogi Bene- diktsson ríkur höfðingi í Stykkis- hólmi fyrst á síðastliðinni öld. Þar var hann verslunarstjóri fyrir stórri verslun, sem synir Ólafs Thorlacius áttu og þar auðgaðist hann svo, að hann var talinn ríkasti maður lands- ins. Bogi fluttist síðan inn að Staðar- felli og lifði þar, rósömu lifi, á efn- um sínum, og gaf sig að fræðaiðk- unum. Þar samdi hann sýslumanna- æfir o. fl. — Sumarið 1824 fór Bogi utan á einu kaupfarinu, seglskipi, og var Jens sonur hans með lionum, þá ungling- ur, og var þá að sigla í fyrsta sinni. Jens varð síðar stórkaupmaður í Kaupm.höfn og eignaðist auð fjár, en dó ungur frá öllu saman, og er sagt, að minna yrði úr efnum hans en mátt hefði verða. — Bogi var ekki í siglingum á hverju ári, og hefir þetta líklega verið i eina skift- ið, sem liann brá sjer út yfir pollinn. — Það hefir líka eflaust þótt tals- verður viðburður að slikur höfðingi tók sig upp og fór í slíkt ferðalag og var máske árið að heiman, enda tóku skáldin, i námunda við Stykkis- hólm, til hörpu sinnar og ortu kvæði til hans. Gísli Sigurðsson á Ósi, sem kallað- ur var Skógstrendingaskáld, kvað fjóíar visur til þeirra feðganna sein „velfarnaðarósk", og er þetta sú síðasta: Fylgi þeim stiltur storma kraftur, stefnu rjetta, án nokkurs grands! Fylgi þeirn bæði fram og aftur, forsjón drottins til ísalands! Fylgi þeim alt, sem fjörgvar hag! Fylgi þeim gæfan nótt sem dag. Svo kvað Jón Hákonarson á Narf- eyri sex vísur til Boga, en Jón þótti vel liagmæltur og eru þetta tvær af vísum hans: Hafgyðjan há! Heyrðu nú hvers eg beiði! Still storma þrá og stöðva þína reiði! Ilorfðu á sigling með hýrlegum vang, hindraðu stórboða alla! Leiktu við stýri og liðkaðu gang, en láttu ekki öldurnar ^alla. Kári minn kær, sem keyrir upp hafsins dætur, vertu hógvær, svo vekir ei ránar- dætur, blástu i voðir ineð bliðskap og list, blessaður still þig að gjósa, meðan sá lofsæli mæringur flyst mildings að Iröll, er vill kjósa!1) Boga gekk víst ferð þessi mætavel og hefir hann eflaust goldið skáld- unum góð kvæðalaun, enda leikur án efa til þess gerður. — !•) Sbr. í. B. 4278. Bogi Benediktsson siylir til útlanda. »

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.