Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1941, Blaðsíða 11

Fálkinn - 14.03.1941, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Það er oft um það talað, live œfin um borð í kafbátum sje ill og hve húsakynnin sjeu þröng. Þetta hefir þó mikið batnað siðan kafbátarnir stækkuðu. Að minsta kosti virðist alls ekki óvistleg þessi foringjastofa enska kafbátnmn „Snopper", sei hjer er sýnd. Er myndin tekin inn um vatnsheldar dyr á kafbátnum. ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Mennirnir á myhdinni eru enskir flugkennarar, sem eru að leggja upp til Canada, að kenna flug- mönnum þar. Hvað jeta dýrin? Jafnvel á stærstu gistihúsum ver- aldar eru ekki jafn margvíslegir rjett- ir bornir fram og í dýragörðum stór- borganna, enda kostar fóðrið á dýr- unum afar mikið fje. Hjer eru nokkr- ir „matseðlar“ úr dýragarðinum í Kaupmannahöfn: Nashyrninguriim fær eina skjólu af hafrasúpu, mjólk, hey, valsaða hafra og jarðhnetur. Fíllinn fær hey og hálm, valsaða liafra, síróp, brauð og hveitihýði, salt og kalk. Gíraffinn fær hafra, lauk, gulrætur, akörn, brauð, jarðhnetur, kalk, salt og aka- síulauf í ábæti. Ljóniff fær aðallega hrossaket, en geparffinn, hlaupadýrið mikla, fær kálfsket. Hrœfuglarnir fá hrosshausana til að kroppa og gera það svo vel, að beinin eru skinin, þegar lokið er við þau. Þessir fuglar fá líka allar þær skepnur, sem sjálf- dauðar verða í dýragarðinum. Ilijen- an fær einkum bein með ket-tutlum á, og bryður beinin vandlega, til að ná mergnum úr þeim. Rostungurinn fær 20 pund af síld á dag og mjólk að drekka með. ís- Tsjörninn fær mikið af feitu keti, fisk og kálmeti, sem honum þykir mesta sælgæti. Hundarnir fá grænmeti með ketinu, og er sagt, að þeim verði gott af því, þó að þeir sjeu skyldir úlfinum. Aparnir fá miklar krásir. Á morgn- ana fær hver api 2—3 hrá egg, steikt franskbrauð með smjöri, volga mjólk og hafrasúpu. Hádegisverðurinn er: 1 banani, % appelsína, sítrónusneið, \rísgrjónasletta, eitt harðsoðið egg, agúrka, salat, spínat, tómatar, fíkjur, döðlur og jarðarber eða kirsiber. Á kvöldin fá þeir te og steikt brauð með srajöri og hunangi. Ef þeir vilja ekki te, fá þeir kaffi eða kókó og svo glas af portvini á eftir. Þeir fá líka að gæða sjer á flugnalærum úr flugnabúi dýragarðsins. Sumir fugl- arnir eru líka sólgnir i flugur. Slöngurnar eru ekki þurftafrekar og jeta fæstar nema einu sinni í viku. Kirkislangan jetur ekki nema 6. hverja viku, og lætur þá nægja að gleypa tvær kanínur. Aðrar tegundir vilja ekki nema dúfur, en kopranaðr- an er ekki malvönd og gerir sig á- nægða með froska. Þá eru fuglarnir. Flamingóinn er matvandastur allra fugla, Hann jet- ur ekki annað en tartarabuff og rækj- ur, en drekkur skitugt vatn með. En lianda 14 kolibrífuglum er skamtur- inn þessi: 250 gr. af volgu vatni, kúfuð matskeið af reyrsykri, tvær Matarbálkur ■■■■-|§ Eftir Elísabetu Guðmundsdóttur . I. Hvít sagósúpa. II. Kálfakarbónaði. III. Pönnukökur. I. Hvít sagósúpa handa 12 manns: 4% peli af vatni, 1 peli af miðl- ungsfínum sagógrjónum. Látið suð- una koma upp á vatninu. Skerið niður börk af einni sítrónu og látið í. Ennfremur heilan kanel. Einnig er gott að hafa rúsínur til bragð- bætis, ef til eru; annars eru þær ekki nauðsynlegar. Látið pelann af sagógrjónunum út i og lirærið stöð- ugt í. Annars fara grjónin í kekki. Sjóðið grjónin þangað til þau eru glær i gegn. 6 eggjarauðum og 3 eggjahvítum er hrært vel saman við 1 pund af sykri. Gott er að nota púðursykur. Þetta á að þeyta, uns hvítt er orðið. Að því loknu skal hella súpunni hægt og rólega út í, en hræra vel í skálinni á meðan, því að annars geta eggin skilist að, en munið að hella súpunni út í aðeins í dropatali fyrst í stað, með- an • eggin eru að jafnast. Annars skilja þau sig að, eins og áður er sagt. Til bragðbætis er gott að láta 1% pela af sherry, rabbarbarasaft eða hvítvíni út í eggin, en vel má komast af með safann af 1—2 sítrón- um. II. Kálfakarbónaði. Kálfakarbónaði er hægt að búa til úr bóg eða vöðvum. Kjötið er skafið niður eða hakkað einu sinni i liakka- vjel. Ennþá betra yrði þetta, e£ helmingui^nn af kjötinu væri svína- kjöt. Þegar þið hafið hakkað kjötið, hnoðið þið kjötinu í litlar kúlur, slá- ið síðan kúlurnar flatar og saxið kjötkökurnar með hníf, uns þær eru orðnar þjettar og lagið þær til, þann- ig, að þær líti út eins og kódelettur. Síðan er stráð yfir salti og pipar. „Kódelettunum" er síðan dýft í egg og siðan i mulið fraiisbrauð eða tvíbökur, og þær brúnaðar í vel lieitu smjöri. Að því loknu hellið þið kjötseyði, sem í hefir verið soð- inn kjötafgangur og sinur, i smjörið á pönnunni. Sjóðið smjörið og seyðið vel saman og látið sósulit í. Sósan er framborinn í sósukönnu, en við framreiðslu karbónaðisins eru not- aðar hvítar kartöflur. Ágætt er að hafa blandað grænmeti með, svo sem gulrófur, gulrætur, grænar baunir, o. s. frv. Til skrauts á fatinu er liægt að útbúa fölsk blóm á karbonaðið með því að stinga litlum stilkum af makkarónum og uinvefja stangirnar með útkliptum pappír. III. Pönnukökur. Hrærið 4 eggjarauður út í skál, 1 pd. af hveiti, pela af öli, og þynnið deigið út með Vi 1. af mjólk. Sykur, salt og kardemonnnur eftir smekk. Seinast látið þið út í deigið stífjieyttar eggjarauður. Hafið pönn- una vel heita, látið deigið á pönn- una með skeið og snúið pönnunni fljótt, svo að deigið renni greiðlega út og verði að þunnum pönnukök- um. Kökurnar eru bakaðar báðu- megin. Leggið kökurnar saman i 4 hluti og berið þær fram með sultu. Sykri má strá yfir eftir vild. ••«••••••••••••••• ••••••••• FÁLKINN er besta heimilisblaðið Bzrist áskriízndur. •••••••••••••••••• •••••••••••••••••• Egils ávaxtadrykkir matskeiðar hunang, ein matskeið barnamjel, ein skeið dósamjólk, hálf- ur ketseyðingsteningur ósaltur. Þessu er hrært vel saman. Auk þess fá þeir ofurlítið af viðarkolasalla 1—2 á viku og flugur, cins og þeir vilja, tvisvar í viku. Á kvöldin fá þeir hunang og reyrsykur hrært út í vatni. Það eru 900 gestir úr fuglaríkinu á fæði í dýragarðinum og skiftast á 300 tegundir, sem liver liefir sinn smekk og þarfir. Það er þvi vanda- samt verk að vera i eldhúsinu hjá fuglaríkinu þarna í Zoologisk Have. Síðan þekkingin á fjörefnum fór að aukast hefir mörgu verið breytt í mataræði dýranna, enda eru „fjen- aðarhöldin“ stórum betri en áður, siðan að hver dýrategund fjekk þau fjörefni, sem henni voru nauðsynleg- ust. Ljónin drógust t. d. oft upp hjer áður, en nú lengist meðalæfi þeirra óðum, siðan farið var að gefa þeim B- og B2-fjörefni, i gerdufti einu, sem kallað er levurium. C-fjörefni fá dýrin einkum i jarðarberjuin og ýmsu grænmeti. SNOTUR DRAGT úr rauð og gráköflóttu efni. Fram- stykkið er einlitt og gerir það hana óvenjulegri og fallegri á að lita. Ctbreiðið Fálkann!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.