Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1941, Blaðsíða 14

Fálkinn - 14.03.1941, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N ÆFINTÝRAMAÐUR. Frh. tif bls. 9. um erindum! ÞaS var erindi mitt að koma því. Nú hefir það mistekist, því að jeg komst ekki af stað í tæka tíð! — Af því að þjer urðuð hjer .... til þess að hjálpa mjer. Hversvegna gerðuð þjer það? — Hversvegna gáfuð þjer mjer yðar síðasta eyri, svo að jeg gæti komist til landamær- anna? — Jæja, það er ekki timi til að vera að rökræða, sagði lög- reglumaðurinn. — Ef jeg gef yður drengskap- arorð um að fara með lestinni — má jeg þá tala við ungfrúna í einrúmi í nokkrar mínútur. — Fimm mínútur þá. En jeg segi yður fyrirfram, að það er ómögulegt að flýja. Það er vörð- ur kringum húsið. Mennirnir fóru út. \T IÐ sjáumst máske aldrei * framar! sagði Antonio og tók í hönd Evu þegar þau voru orðin ein. — Jeg hefi verið æf- intýramaður alla mína tíð .... en mjer hefir samt aldrei fund- ist, að lífið væri þess vert að lifa því .... líka eftir að fram- tíð mín á Spáni var fallin í rústir. En mjer skjátlaðist — jeg vissi ekki hvað það var, sem jeg lifði fyrir. Nú veit jeg það. Jeg hefi fengið að vita það i dag. Jeg hefi lifað af því að jeg átti að fá að kynnast yður. Jeg hefi margt að segja yður . ...^ en nú eigið þjer að hafa orðið. Jeg þarf að vita hvort jeg á aðv fara til Parísar eða leita uppi._J spánska konsúlinn. — Konsúllinn — hvað getur hann gert? — Hann hefir rjett til að taka af mjer eið um, að jeg gangi úr flokknum, sem jeg liefi þjónað hingað til. Þá er hannið upphaf- ið um leið .... jeg verð frjáls maður. Jeg á vini, sem hjálpa mjer undir eins og þeir vita, að jeg er á öruggum stað .... og svo get jeg verið hjerna .... svo að þjer máske getið kynst mjer — einhverntíma .... — Jeg þarf ekki að kynnast yður betur. En ef þjer farið til París? — Þá býður mín nýtt mál .... mál, sem er hættulegt, en jeg veit ekki hvort jeg megi treysta rjettlætinu þar. Hvað veit jeg yfirleitt um sjálfan mig .... um heiminn? í gær þekti jeg yður ekki .... í dag elska jeg yður .... og vil fórna lífi mínu fyrir yður. Eva þagði. Augun voru stór og dimm. Hann >slepti á henni hendinni. — Verið þjer sælar. Þjer sjáið mig ekki aftur, Eva, fyr en þjer gerið boð eftir mjer. Verið þjer sælar! — Verið þjer sælir! sagði hún og horfði á eftir honum. Þegar hann var kominn út að dyrunum kallaði hún: — Antonio! — Eva! — Við drekkum saman morg- unkaffi í fyrramálið ldukkan níu. Er það ekki/ — Jeg skal koma stundvís- lega! sagði hann og brosti. Hurðin lokaðist eftir honum. Eva horfði á hópinn sem livarf úti á götunni. Antonio gekk í miðjunni og hlistraði .... Hallclor Friðriksson, Hverfis- götu Í8, Hafnarfirði, verður 70 ára í dag (lb. mars). Kristján Á. Möller málaram. verður 75 ára í dag (lk. mars). Guðrún Hermannsdóttir, ekkja Eggerts prófasts Pálssonar að Breiðabólsstað, verður 75 ára Í8, þ. m. Er Einstein ekki hðfnndur afstæðiskenningarfnnar? Guðmundur Loftsson, bankarit- ari, verður 70 ára í dag (ih. mars). Jón Haflvðason, fulltrúi hjá Timburversl. Völundur h. f„ varð fimtugur 8. þ. m. Guðm. L. Hannesson, lögreglu- stjóri á Siglufirði, verður 60 ára Í7. þ. m. Eyjólfur Bjarnason, kaupmaður i Keflavik, varð 60 ára iO. þ. m. Þegar Albert Einstein bar fyrst fráin afstæðiskenningu sína árið 1905, voru það aðeins fáir, sem botnuðu nokkuð í henni, enda varð þessi upp- götvun ekki fræg þá þegar. Það er ekki fyr en mörgum ármn seinna, að Einstein varð frægur maður — sem sje þegar hann hafði gert alveg nýjar uppgötvanir kenningunni viðvíkjandi, í sambandi við sjaldgæfa afstöðu himintunglanna. Siðan 1905 hafa þúsundir af bók- um, kverum og ritgerðum verið skrif- aðar um afstæðiskenninguna til þess að gera hana skiljanlega þeim, sem ekki hafa sjermentun i eðlisfræði og slærðfræði. Og svo mikið skiljum við nú, að kenning Einsteins hefir gerbreytt þeirri heimsskoðun, sem m. a. styðst við kenningar Isachs Newtons. Hjer skal ekki leitast við að útskýra þessa kenningu, því að það er varla hægt í stuttri blaðagrein. En á hitt skal minst, að meira en 50 árum áður en kenning Einsteins kom fram, var uppi annar þýskur prófessor, Felix Eberty að nafni (fæddur 1826 í Berlín), sem hefir komist að furðu líkum niðurstöðum og þeim, sem nú eru kendar við Eiii- stein. Gerir Eberty grein fyrir þessu í bók, sem heitir „Die Sterne und die Erde‘ (Stjörnurnar. og jörðin) og má það merkilegt heita, hve djúpu þagnargildi bók þessi hefir legið í síðan umræður hófust um afstæðis- kenningu Einsteins. Þess má minnast, að það er orðið langt síðan eðlisfræðingar reiknuðu út hraða Ijóssins. Árið 1667 var hann talinn „miljón sinnum meiri en fall- byssukúlunnar". Og þegar farið var að mæla fjarlægðirnar til fastastjarn- anna i himingeiminum þá kom á daginn, að liann var svo feiknamikill, að jafnvel Ijósið er lengi að komast hana, þó að það fari 300.000 kílómetra á sekúndunni. Eberty dró þessa á- lyktun af staðreyndinni: „Við sjáum stjörnuna Arcturus i dag eins og hún leit út fyrir 40 ár- um! Með öðrum orðum: ljósið er 40 ár á leiðinni þaðan. — Og í „Die Sterne und die Erde“ sem kóm út 1855, segir liann: — Þetta er hin „relativa“ skoðun á málinu: Við sjáum tunglið, ekki eins og það er í þessu augnabliki heldur eins og það leit út fyrir 5/4 úr sekúndu. Á sama hátt mundi at- hugandi, sem við hugsuðum okkur að væri á tunglinu ekki sjá jörðina eins og hún er á því augnabliki, sem athugunin er gerð, lieldur eins og hún var fyrir 5/4 úr sekúndu. At- liugandi á sólinni mundi sjá jörðina eins og lmn var fyrir 8 sekúndum. Og ef maður væri staddur á stjörnu af 12. stærðargráðu og hefði nægi- lega sterkan kiki til að sjá jörðina, þá mundi hann sjá liana eins og hún var fyrir 4.000 árum! Þessi dærni sýna live rúm og tími er hvað öðru háð. Það er eklci hægt að tala um annað nema í sambandi við liitt . Og þetta er í fullu sam- ræmi við það, sem Einstein bar fram árið 1905: Að hin gamla kenning Newtons um rúm og tíma sem tvær sjálfstæðar lieildir og livora annari óháða, fær ekki staðis,. Það er afstaðu atliugandans, sem öllu ræður um, hvað hann telur vera rjett, alveg á sama hátt eins og mannsins, sem kemst þannig að orði, að þetta sje til hægri eða vinstri við sig eða fyrir framan sig eða aftan. Alt er „relativt“ jafnvel það livort jörðin snúist eða ekki. Við segjmn að hún snúist, en við getum eins vel sagt, að lnin standi kyr, en að alt snúist kringuin hana.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.