Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1941, Blaðsíða 7

Fálkinn - 14.03.1941, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 Myndin til hægri er tekin við Hol- landsströnd og sýnir hve miklu eitt einasta tundurdufl getur komið lil leiðar. Hollenska varðskipið, sem sjert marra í kafi, hefir rekist á dufl, en meðan það var að sökkva rak það á bryggjuna, sem enn sjást leifar af, og braut stórt skarð í hana Myndin hjer að neðan er tekin á Dóná, og sýnir einn hinna mörgu varðbáta, sem Þjóðverjar hafa í siglingum á ánni, til þess að sjá um, að flutningaskipum sje ekki gerður óskundi. y:; •••• -- Eitt ár er nú liðið, sem enski tundurspillirinn „Cossack“ rjeðst á þýska vistaskipið „Altmark“ í Jöss- ingfirði í Noregi og flæmdi það upp í landsteina, en tók úr skip- inu um 300 enska fanga, sem tekn- ir höfðu verið úr skipum, sem Þjóðverjar höfðu sölct úti i hafi. Telja ýmsir, að þessi atburður hafi flýtt fyrir innrás Þjóðverja í Noreg. Myndin hjer að ofan er af jarðar- för Þjóðverjanna, sem biðu bana, er Altmark var tekið. Hjer til vinstri sjest mynd af fræg- ustu veðreiðarbraut veraldar, Auteil i Frakklandi. Hvergi er jafiunikið af glæsilegu fólki og góðum hest- um saman komið og þar, á venju- legum tímum. En búast má við, að minna verði um dýrðir þar í sumar en venja hefir verið til.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.