Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1941, Side 4

Fálkinn - 25.04.1941, Side 4
4 FÁLJCINN Skotmenn uppi á fjöllum á örœfum Norður-Noregs. Á ÐUR EN BIRTI af degi morgun- inn 9. april i fyrra, fengu utan- rikisráöherrar Danmerkur og Noregs leiðinlega heimsókn, hvor í sínu lagi. ÞaÖ voru seridiherrar Þjóðverja i Kaupmannahöfn og Oslo, sem gerðu þessar heimsóknir. Þeir höfðu með sjer skjal frá utanrikismálaráðuneyt- inu í Berlín, þar sem þess var kraf- ist, að Danmörk og Noregur leyfðu mótstöðulaust, að Þjóðverjar tæki sjer bækistöð fyrir Iandher, flota og flugher í þessum löndum. Danir gengu að kröfunni, enda stóðu þeir stórum ver að vigi um varnir allar en Noregur, eins og allir geta skilið, sem muna legu landsins upp að sjálfu þýska herveldinu. Norðmenn höfnuðu kröfunni og fóru í strið, ef svo mætti kalla. Því að í raun og veru gátu Norðmenn aldrei komið nándarnærri öllum herafla sínmu undir vopn, vegna þess, hve fljótir Þjóðverjar voru að ná undir sig þeim stöðvum og stöðum, sem mestu varðaði. Norski herflotinn vann hins- Utanríkisráðherrar Norðurlanda. Sitjandi i miðju P. Munch, standandi t. v. Sandler utanríkisráðherra Svía og Koht utanríkisráðherra Norð- manna. Það var eftir að birgðaskipið „Alt- mark“ var hrakið inn í Jössing- fjörð í Suðvestur-Noregi þ. 17. febr., að ófriðarhættan varð alvarleg í Noregi. Eins og menn muna rjeðst breski tundurspillirinn „Cossack" á skipið, og rak það í strand, en „Cossack“ tók úr því nálægt 300 enska fanga, er „Graf Spee“ og önn- ur þýsk herskip höfðu tekið úr ýms- um enskum kaupförum, er Þjóðverj- ar höfðu skotið. Þjóðverjar notuou tækifærið til að bera Norðmönnum á brýn, að þeir hefði vanrækt land- helgisvarnir sínar, og látið ensk her- skip vaða uppi i norskri iandhelgi, og væri þetta bersýnilegt hlutleysis- brot. Norðmenn mótmæltu aðförum „Cossacks“ í London, en Halifax hafði þau mótmæli að engu. En af hálfu Kohts utanríkisráðherra Norðmanna, var þvi haldið fram, að I apríl í fyrra skeðu þeir viðburðir, sem lengi mun verða minst í sögu Norðurlanda. Danmörk og Noregur voru her- numin af Þjóðverjum sama morguninn, og Island tók utanríkismálin í sínar hendur daginn eftir og stjórnin framkvæmdavald konungsins. — Hér í greininni verða lauslega rakin helstu tíðindin, sem gerðust í apríl í fyrra. vegar mikil frægðarverk, þó að ekki væri hann stór, og mun varnar hans lengi minst. Flugher áttu Norðmenn ekki nema afarlitinn og allskostar ónógan til þess að geta sýnt nokkra vörn. Og í sumum landslilutum, t. d. i Suður-Noregi, komst herliðið al- drei undir vopn. Aðalvörn Norð- manna var í sveitunum á láglijeruð- um fyrir norðan Osló upp að Hall- ingdal, Guðbrandsdal og Austurdal, enufremur í Þrændalögum og loks við Narvik i Norður-Noregi. Mikill hluti herdeildarinnar þar, en þær eru sex alls í Noregi, hafði verið undir vopnum meðan á finsku styrj- öldinni stóð, við landamæravörsiu á norsk-finsku landamærunum. Þannig urðu úrslitin þau, að í Danmörku settust Þjóðvarjar með her andstöðulaust, og ekki mistu þar lifið nema nokkrir landamæraverðir. Hinsvegar dró neitun Þjóðverja þann dilk á eftir sjer, að Norðmenn lentu í styrjöld við Þjóðverja. í iandinu sjálfu lauk henni eftir tvo mánuði, en þá flýði konungur og stjórn til Englands og sitja þar síðan. Tekur stjórnin virkan þátt i stríðinu með Bretum, þó að öll vopnuð mótstaða í landinu sjálfu væri brotin á bak aftur. í þessari grein verður gefið ör- stutt yfirlit yfir helstu viðburði í aprílmánuði í fyrra, og verour rjettri dagaröð fylgt, eftir þvi sem kost- ur er. — Bretar hefðu í Altmarkmálinu fram- ið skýlaust hlutleysisbrot á Norð- mönnum. Þess má geta, að þýsk her- skip liöfðu þrívegis áður elt ensk kaupför inn í norska landhelgi og grandað þeim þar. Nú líður og bíður til 8. apríl. Snemma morguns þann dag til- kynna sendiherrar Breta og Frakka utanrikisráðherranum i Osló, að þjóðir þeirra hafi þvergirt landhelgi Norðmanna á þremur stöðum, .til þess að hindra það, að Þjóðverjar noti norska landhelgi til siglinga, og sjerstaklega er þess getið, að þetta sje til þess gert að liindra flutning járnmálmsins úr Norður- Svíþjóð frá hafnarbænum Narvik. Málmurinn á tvær leiðir til sjáfar, aðra suðaustur til Luleá í Svíþjóð, en sá er hængur á þeirri liöfn, að hún liggur undir ís mestallan vet- urinn. Narvik í Norður-Noregi er eina afskipunarhöfn hins dýra sænska járnmáhns, sem er opin alt árið, og Bretar höfðu lengi reynt til að fá norsku stjórnina til að liindra þessa flutninga. — Norska stjórnin gat ekki svarað tundur- duflalagningu Breta og Frakka öðru en því, að mótmæla á ný. En Halifax utanríkisráðherra Breta hafði þau mótmæli að engu. En i norsku blöðunum morguninn 8. apríl mátti líka lesa aðra stór- frjett. Þá um nóttina hafði sjest til fjölda þýskra skipa, milli 80 og 90, sem sigldu norður Stórabelti úr þýskum Eystrasaltshöfnum. Og £Ömu nótt varð margra þýskra skipa vart í Norðursjó á leið norður. Síðdegis þennan dag, kl. 14.30 var stórt far- þegaskip skotið niður fyrir utan liöfnina í Lillesand í Suður-Noregi. Skipið hjet „Rio Janeiro", frá Ham- burg-Siideimskipafjelaginu og var 9000 smálestir að stærð. Var skip þetta með herlið innanborðs og ber sögum ekki saman um, hve margt það hafi verið. Lægsta talan, sem nefnd var_ var 400 manns, en sú hæsta 3000 manns. Fyrri talan er of lág, því að það voru langt yfir 400 manhs, sem rak á fjörurnar úr þessu skipi. En 87 manns björguðust í land í Lillesand. Pólskur kafbátur, sem áður var orðinn frægur fyrir að kom- ast út úr Eystrasalti, eftir að hafa flúið til Eistlands og verið kyrsettur þar, varð skipinu að grandi. Það voru tvö tundurskeyti frá kafbátn- um, með 8 mínútna millibili, sem rjeðu niðurlögum liins stóra skips. Útvarpið vakti fólk með verstu tíðindum, sem yfir Noreg liafa geng- ið, i býtið þ. 9. apríl. Kvöldið áður milli kl. 11 og 1114 hafði fjöldi þýskra herskipa sjest í Oslófirðinum. Þau hjeldu inn fjörðinn um nóttina, og samtímis gerðu þýsk herskip inn- rás í Kristianssand, Stavanger, Berg- en, Þrándheim, Narvik og fleiri bæi, sem mesta þýðingu höfðu frá liern- aðarlegu sjónarmiði. Virki eru í flest- um þessum bæjum, og vörðust þau nokkuð, en þó mátti svo heita, að eftir nokkra klukkutíma væri mót- staða þeirra brotin á bak aftur. Víg- inu Oscarsborg, sem er á smáeyju í sundinu inn á innri liluta Osló- fjarðar, við Dröbak, tókst að skjóta í kaf þýska herskipið „Blúcher“ — 6000 smálestir, að laska fleiri skip. En frjettin um, að grandað hefði verið liinu stóra orustuskipi Þjóð- verja „Gneisenau“ (26.000 tonn) reyndist uppspuni. Var sagt að það hefði staðið í björtu báli og verið siglt á grunn, en sannleikurinn var sá, að skömmu síðar tók það þátt í orustu við Vestur-Noreg og laskaðist þar tvívegis. Og enn eru þau ofan- sjávar systurskipin „Gneisenau" og „Scharnhorst“ og hafa sætt þráföld- um loftárásum enskra flugvjela í frönsku höfninni Brest undanfarið. „Blucher“ hafði innanborðs þá

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.