Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1941, Síða 7

Fálkinn - 25.04.1941, Síða 7
F Á L K I N N APRlL 1940. Frh. af bls. 5. og flugvjela kemur til Osló, Bergen og Stavanger meS meira þýskt lið. Bretar reyndu að gera áhlaup með herskipum á Þrándheim þennan dag, en þaS mistókst. Og sókn þýska hers- ins frá Osló upp láglendishjeruðin til hinna austurlensku dala er skerpt. NorSmenn voru varbúnir, og höfSu ekki einu sinni náS saman öllu liði sinu á þessum slóðum, en vjelaher- sveitir Þjóðverjá og fluglið þeirra sœkir fram jafnt og þjett. Þann 12. apríl færast vopnaviðskift- in á austurlandinu mjög í aukana. Viðnám Norðmanna fer vaxandi, þvi að loks nú eru þeir farnir að átta sig á því, sem skeð hefir. Bretar reyna að veita Noregi liðsinni með þvi að gera ákafar loftárásir á Berg- en, Stavanger og Narvik, en gagn verður lítið að þeim árásum. Það var flugvöllurinn i Sola við Stav- anger, sem Bretar lögðu mesta á- herslu á að ónýta, enda liggur hann næstur Bretlandi. í árás á Sola þenn- an dag var flugvjel skotin niður og hrapaði brennandi ofan í útjaðar bæjarins og kveikti þar í húsi. — Brunnu átta hús til kaldra kola, en nokkrir menn fórust. 74. apríl. Nú fara Þjóðverjai' að hertaka liina minni bæi. Þennan dag kemur þýskt setuliði í bæina Frede- rikssand, Sarpsborg (pappírsiðnaðar- bæinn mikla), Askim (þar er mestur gúmmíiðnaður í Noregi: skóhlífar, stígvjel og bíladekk) og Kongsberg — víðáttumesta bæinn i Noregi, þó að ekki búi þar nema 12.000 manns. Þar eru silfurnámurnar frægu og í nútiðinni er bærinn einkum frægur fyrir það, að þaðan koma bestu skíðakappar Noregs. Birger Ruud og bræður hans eru t. d. allir fæddir og uþpaldir á Kongsbergi. Þennan dag taka Þjóðverjar Hönefoss, sem ýmsir íslendingar, er með Bergens- brautinni liafa farið, kannast við. En á einni herstöðinni norsku eru hundrað liðsforingjar og aðrir yfir- menn, ásamt 1500 hermönnum af- vopnaðir mótstöðulaust, er þeir sjá, að vonlaust er að berjast. Áður liafði þýskt fluglið skotið á Hákon kon- ung og þingmenn, er þeir voru stadd- ir á bóndabæ í Austurdal, á undan- haldi norður dalinn. Flýðu þeir inn í skógana og norska furan og gr^nið bjargaði lifi þeirra. í>á skeði það einnig þessa daga, að tveir bræður og mágur þeirra voru neyddir til þess að aka þremur stórum fólks- flutningabifreiðum, með samtals 140 þýskum hermönnum, frá Osló til Hönefoss. Þeir skildu eftir brjef, sem komst í liendur ættingja þeirra daginn eftir. Brjefið var þess efnis, að þeir ætluðu sjer að aka bifreið- unum út af 200 metra háu stand- bergi við Tyrefjord, til þess að tor- tíma öllum farþegunum, ásamt sjálf- um sjer. Þessum hetjudauða frændanna þriggja varð ekki gleymt. Eins var um vörn höfuðsmanns eins norsks Tronsásen á suðvesturlandinu, skamt frá Flekkefjord. Hann hafði verið settur frá starfi í Kristinadssand fyrir embættisafglöp, en þegar stríð- ið hófst' safnaði liann að sjer 300 sjálfboðaliðum og lagðist út í skóg- ana lijá Trons&sen. Þar niður úr ásnum að norðanverðu er vegurinn ákaflega brattur og mjög injór, svo að stórum bifreiðum er mjög óhægt um að aka þar. Vegurinn er tals- vert líkur Kambaveginum hjer, eins og hann var áður en verstu hlykk- irnir voru teknir af honuin. Þarna tókst þessum höfuðsmanni að stöðva alla umferð í 3 vikur. Brynreiðar Þjóðverja urðu að lúta þar lægra lialdi gegn honum, því að hann not- aði m. a. aðferðir Finnlendinga úr striðinu við Rússa, — að læðast að brynreiðunum og kasta bensínflösk- um með eldi inn til stjórnendanna. Þessari vörn lauk með því, að höf- uðsmaðurinn með fylgiliði sínu varð skotgagnalaus. Það er sagt, að eftir að hann brast högl — því að flestir voru vopnaðir liaglabyssum, en ekki riflum — hafi þeir skotið nöglum, sem þeir náðu sjer í á næstu bæj- um. — 15. apríl. Stjórn Quislings gefst upp. Hún hafði lialdið, að vegurinn til valda yrði ekki eins miklum þyrnum stráður eins og hann reynd- ist. Vegna þess, að konungurinn og stjórn hans eru lians ekki um kom- in, að stjórna landinu, stefnir justiti- arius liæstarjettinum saman, til þess að skipa aðila, er taki að sjer æðstu stjórn landáins. Skipar hæstirjettur sjö manna „administrationsrád“ — framkvæmdaráð, og forseti þess er kosinn Christensen fyllcismaður í Akursfylki. Ráðið viðurkendi yfirráð Þjóðverja í hinum herteknu lijeruð- um Noregs, og mætti þessvegna all- mikilli tortryggni konungssinna og stjórnar framan af. M. a. varð yfir- biskup Norðmanna, Eivind Berggrav, liinn frægi kennimaður og rithöfund- ur, fyrir ómjúku aðkasti af hálfu fjöldans alls í Noregi. Það kom þó á daginn siðar, að þetta norska „administrasjonrád“ vann landinu ómetanlegt gagn. Það sigldi milli slcers og báru alt sum- arið, og reyndi að gera þjóðinni lífið sem þolanlegast — meðan sætt var. En um inorguninn 25. sept. varð það að víkja fyrir stjórn Quislings, sem að visu var höfuðlaus og er það enn. Quisling sjálfur var ekki í stjórninni, en því var spáð, að liann ætti að verða forsætisráðherra eða „fúhrer“ í Noregi. í hinni nýju stjórn bar mest á dr. Guðbrand Lunde, samlierja „Nasjonal Samling“ eða „N. S.“, en sá fiokkur hafði sem sljórnmálaflokkur ekki fengið nema 2.8% atkvæða við síðustu þingkosn- ingar í Noregi. Það var því einræðis- en ekki þjóðræðisfyrirkomulag, sem hjer var á ferðinni, eins og vænta máttr. En dr. Lunde hafði mikið persónulegt fylgi hjá þjóðinni, því að rannsóknir hans sem efnafræð- ings höfðu gert Norðmönnum stór- mikið gagn. 1 þessari stjórn tók Jonas Lie, sem áður var nefndur (vinsæll reyfarahöfundur) við „politi- minister-embættinu". Meðan þetta gerðist börðust Norð- menn á undanhaldi i suðursveitum Austur-Noregs. Þjóðverjar komust upp að hinum þreniur stórdölum Noregs austanfjalls. Og það var heit- ið á hjálp frá Bretum. Hinn 17. apríl frjettist það, að herlið frá Bretum og Frökkum sje komið á land 1 Harstad í Norður-Noregi. En sama dag kemur sú fregn, að yfirforingi 1. lierdeildar Norðmanna, Erichsen hershöfðingi hafi orðið að láta und- an siga fyrir ofurefli þýsks liðs, og flúið yfir landamærin til Svíþjóðar og látið afvopna sig og kyrsetja, ásamt allri herdeildinni. Þessi lier sat í Svíþjóð þangað til í sumar sem leið, að bardagarnir í Noregi voru hættir. Þá var liðinu veitt heim- fararleyfi, og fór þá hver heim til sín — vopnlaus, en í fullum grið- um af hálfu þýskra yfirvalda í Nor- egi. — Hinn 18. apríl reyndi enslct her- lið að komast í land á Noregi við Elvegárdsmoen, skamt frá Narvik. Bretum þótti eitt mestu varða í Noregi, að hafa málmhöfnina i Nar- vik á sínu valdi. Það mun sjálst 1 næstu grein um þetta sama efni, hvernig það fór. (Sú grein kemur í iok maí, í 21. tölublaði Fálkans). Næsta dag, 19. apríl, tóku Þjóð- verjar Hamar herskildi og skutu á Harstad í Norður-Noregi af herskip- um sínum. í þýsku fregnunum þann dag var tilkynt, að Þjóðverjar hefði skotið niður enskt herflutningaskip, sem ætlaði að setja lið á land í Noregi. — Daginn eftir, þann 20. apríl, gera ensk lierskip ákafa árás á Narvik, en reyna þó ekki að setja herlið á land í það skifti. Þennan dag sökkva Þjóðverjar norska tund- urduflabátnum „Tyr“ er hann var að leggja út dufl i Harðangursfirði. Og þýskar flugvjejar demba íkveikju- sprengjum yfir Ándalsnes og Nam- sos, meðan Bretar eru að skipa her- liði á land þar. Þann 21. aprll tilkynna Þjóðverjar, að iáglendið í Austur-Noregi sje komið á þeirra vald, og að þeir hafi tekið Lillehammer, sem er stór sveitakaupstaður í mynni Guð- brandsdals og Amot, neðan við Aust- urdal. 22. april komu þau sórgartíð- indi, að bæirnir Namsos í Þrænda- lögum nyrðri og Ándalsnes á Mæri standi í björtu báli. Þeir bæir báðir brunnu að mestu leyti, enda voru hús þar úr timbri. Meðan þetta gerð- ist komst enskt herlið á land í Nams- ósi (Namsós stendur við mynni Naumu, sem Naumudalur er við kendur, og viða er nefndur í ís- lendingasögum). 23. apríl gera enskar flugvjelar árás á vestuliluta Oslóborgar og flug- völlinn við Fornebu. Nokkur hús eyðilögðust við þessar árásir Og daginn eftir, þann 24. april er veldi Hitlers i Noregi austanfjaRs staðfest með þvi, að hann setur þar landstjóra sinn, Joseph Terboven, sem æðsta mann, yfir þeim ’hluta Noregs, sem Þjóðverjar liafi þegar hertekið. Hann tekur sjer bústað í sumarheimili Hákonar konungs, Bygdö Iíongsgard, skamt fyrir utan Osló, en vill jafn- framt hafa not af búgarði Ólafs krónprins, á Skaugum ,sem Wedell- Jarlsberg greifi, sendiherra Norð- manna í París, hafði gefið krón- prinsinum í brúðkaupsgjöf. 25. apríl gera breskar flotadeildir á ný ákafa árás á Narvik, og gera miklar skemdir á mannvirkjum þar, einkanlega bryggjunum. Sama dag taka Þjóðverjar Sleinker lierskildi, sá bær er innarlega i Þrándheims- firði og mikil samgöngustöð Suður- Þrændalaga. Hernaðarleg þýðing þessa landvinnings er einkum sú, að með honum ná Þjóðverjar yfir- ráðum yfir járnbrautinni frá Þránd- heimi til Svíþjóðar, um Storlien til Stockholm. 26. apríl. Hinn nýi landstjóri Hitlers i Noregi, Terboven, gefur út tilkynningu til þjóðarinnar. Hvetur hann allan landslýð til þess að vera rólegan, forðast öll hryðjuverk og taka því sem komið sje. Hann segir í yfirlýsingunni, að fyrsta markmið sitt sje það, að halda ró, skipulagi og friði við landslýðinn, og stuðla að því, að dagleg starfsemi þjóðar- innar haldi úfram, með líku sniði og áður var, bæði efnalega og menn- ingarlega. 27. april. í skeyti frá Berlín segir, að von Ribbentrop utanríkismálaráð- lierra hafi lagt fram skjöl, er sýni, að Bretar hafi fastráðið að gera inn- rás i Noreg, áður en þýska innrásin var gerð. Þessi skjöl gefa enga skýr- ingu á, „liversvegna Bretar ljetu ekki verða af þvi áformi“, og þessvegna telja Norðmenn þessa tilkynningu utanríkismálaráðherrans lygi eina og uppspuna. 28. apríl. ítalir fara að gerast há- værir, og markmiðið er það, að fá Breta til þess að dreifa flotanuin og senda mörg skip suður í Miðjarðar- haf, af þeim sem áður voru í Katte- gat og gerðu Þjóðverjum erfitt um liðflutninga á sjó til Noregs. „ltalía getur ekki setið hjá til lengdar í þessari misklíð (konflikt)“, segir stjórrimálaritstjórinn Ansaldo, i grein í blaðinu „Italia“ þennan dag. Og hann gefur í skyn, að hlutleysi eða hjásetu ítala muni bráðlega verða lokið. 2.9. apríl. Á þessum degi ná Þjóð- verjar samgönguleiðum milli dala Austur-Noregs, um Tynset, þar sem vegir mætast milli Valdresdalsins og Guðbrandsdals. Einnig hafa þeir náð sambandi við her sinn norðan Dofra- fjalla, við Stören, sem er járnbraut- arstöð syðst i Þrændalögum syðri. Sú framsókn var um Austurdal. Og i Guðbrandsdal komast þeir að Dom- bas, en sú brautarstöð er mikilvæg, því að þaðan liggur liliðarlina niður á Mæri, að hafnarbænum Ándals- nes. Hitler eru send tiðindin, og í sjerstakri tilkynningu fagnar hann þvi, að sambandið á landi (járn- brautarsambandið) milli Osló og Þrándheims, sje í höndum Þjóð- verja, og sæmir þýska yfirherstjór- ann í Noregi, von Falkenhorst, ridd- arakrossi járnorðunnar þýsku. Þarna lýkur yfirliti yfir helstu við- burðina í apríl síðastliðnum. Margt hefir á dagana drifið siðan, en apríl- mánuður 1940 hefir orðið merk ör- lagastund í Iifi frændþjóða vorra á Norðurlöndum. Þessar þjóðir voru sem sje_farnar að trúa því, að aldrei kærni liernaður í þeirra lönd. Þæi voru kallaðar „friðsamlegasti hluti Evrópu“ og þær trúðu því sjálfar, að svo mundi verða. Síðasta heims- styrjöldin, 1914—18, styrkti þær í þeirri trú. En 9. apríl laust elding- unni niður í þessi friðsömu lönd, Danmörku og Noreg. Og Svíþjóð hefir einnig orðið að súpa beiskar dreggjar af völdum ófriðarins. Við Islendingar lentum undir öðru valdi. Hernumdir urðum við, þessi eina þjóð heimsins, sem með endur- lieimt sjálfstæðisins sins lýsti yfir ævarancli hlutleysi sínu. Ekkert get- ur sú þjóð gert með „handaflipu“ hvorki til eða frá. En hvað sem öðru liður, þá óska allir íslendingar þess, að þeirri skálmöld, sem nú gengur yfir heiminn, megi þráðlega linna. Og að þá geti tekist upp sú samvinna, sem á öllum sviðum lief- ir verið hraðvaxandi við frændþjóð- irnar á Norðurlöndum. Samkvæmt alþjóðaskýrslum er sykurát meira í Danmörku en í noklcru öðru landi í heimi. Englend- ingar eru næstir, þeir eta tvöfalt meiri sykur en Þjóðverjar, fimmfalt meira en Spánverjar og tífalt meira en Búlgarar. Formaður gistihúseigendafjelagsins i Chicago hefir tilkynt, að hvenær sem svo beri undir, að 13 manns lendi saman i samkvæmi, muni gisti- liúsin sjá fyrir samkvæmisklæddri brúðu til að sitja við borðið, þannig að hjátrúarfullir gestir verði ekki órólegir. Togaraskipstjóri frá Capetoxvn fjekk fyrir tveimur árum í vörpuna fisk, sein vísindamenn töldu útdauð- an fyrir 50 miljón árum. Hann vóg 125 pund, hreistið afar gróft og gljá- andi og sporðurinn tvískiftur. Dýra- fræðingar neituðu fyrst að trúa þessu, en fiskinum var haldið til haga og nú hafa rannsóknir sýnt að hann tilheyrir tegundinni Cæsacanth, sem sleingjörfingar hafa fundist af í Baj- ern. Það merkilegasta er, að fiskteg- un þessi virðist ekki liafa breyst neitt í síðustu 250 miljón ár.. Hljóðið heyrist miklu betur að nóttu en degi, eins, og allir hafa rekið sig á. Ástæðan til þessa er sú, að á daginn veldur sólin loft- straumum og öldukasti í andrúms- loftinu, og truflar það hljóðöldurnar. Ctbreiðið Fálkann!

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.