Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1941, Síða 9

Fálkinn - 25.04.1941, Síða 9
F Á L K I N N 9 nokkuð bendlaður við .... þetta morðmál? Hvar er skammbyssan þín? Og hversvegna hefir þú ekki skrifað mjer í heila viku?“ „Jeg get ekki sagt þjer alt í einu,“ tók liann fram í. „Nú skulum við setjast lijerna í sófann og tala rólega saman.“ Það lá við að hann hæri hana í sófann og settist hjá henni. Og hann lijelt handleggnum um herðarnar á henni. „Þú varst eitthvað að tala um morð,“ sagði Georg. „Áttu við morð Jim Howard? Sannast að segja þekki jeg lítið til þess, þvi að jeg hefi varla litið í blað í iieila viku, og ekki lilustað á útvarp heldur. Jeg frjetti ekki um það fyr en jeg kom til London í morgun.“ „En skanunbyssan, sem vön er að liggja í skrifborðsskúffunni þinni — hvar er hún?“ „Hún er hjerna," svaraði hann og dró litla Browning-byssu upp úr bakvasanum og lagði hana á hnjeð á henni. Jeg hefi hana altaf á mjer þegar jeg fer í ferðalög." ■ „Það var þá ekki liún, sem fanst þar sem Jim Howard var myrtur?“ sagði hún og varp öndinni. „Elskan mín, jeg skil þig ekki enn- þá. Hvaða flugu hefir þú fengið í höfuðið?“ „Georg, þig grunar ekki hve hvæði- lega daga jeg hefi átt síðan þú fórst. Jeg liefi verið svo lirædd, því að jeg frjetti ekkert af þjer.“ „Veslingurinn,“ sagði hann blilt og strauk henni um hárið. „Það var vit- anlega rangt af mjer, að segja þjer ekki frá öllu saman áður, en jeg býst við, að þú skiljir m'ig, þegar jeg hefi sagt þjer hvernig á stóð.“ „Þú manst víst að jeg hefi sagl þjer, þegar jeg fór í stríðið seytján ára gamall — það var siðasta styrj- aldarárið. Jeg var í hjúkrunarliðinu, og eina nóttina eftir blóðugan bar- daga, var jeg sendur út af örkinni til að sækja dána menn og særða. Það var enn strjálings skothríð þegar við komum út í „no mans land“ og þar fann jeg Ricliard Prict- hard höfuðsmann. Mjer sýndist hann vera dauður, en þegar jeg stakk hendinni undir kápuna hans fann jeg að hjartað sló. Jeg ljet glampann af ljóskerinu mínu fara um andlitið á honum. Það var hræðilegt útlits, atað i mold og blóði, en augun urðu vör við ijósið. Jeg reisti liann var- lega við og neyddi ofan í liann wliiski. Hann fór að stynja, ofur lágt. Jeg stóð upp af hnjánum og leit í kringmn mig. Það var dimt kringum okkur á allar liliðar og fjelagar mín- ir voru fyrir löngu farnir, í þeirri trú, að þarna væri ekki meira að gera. Sem betur fór var jeg svo sterkur,- að jeg gat komið Pritchard upp á axlirnar á mjer og tókst að bera hann að sjúkravagninum. Þegar jeg loksins koinst á áfanga- staðinn var jeg nær dauða en lífi. En Pritchard var hjúkrað með hin- um særðu mönnum. Hann hafði fengið kúlu í lungað og sprengjubrot hafði axlarbrotið liann. Hann varð svo hress, að það var hægt að koma honum á hæli. En hann varð aldrei starfshæfur her- maður framar. Meðan hann lá á liælinu kom jeg oft til hans og einn daginn var hann svo hress, að hann gat talað og þakkaði mjer þá fyrir lifgjöfina. Áður en hann fór af hælinu gerði hann boð eftir mjer og sagði við mig: „Þegar þessari hræðilegu styrjöld lýkur og við með guðs hjálp kom- umst heim aftur, þá verðið þjer að koma til mín og heimsækja mig. Svo gaf hann mjer heimilisfang sitt og bætti .við. „Jeg lofa að muna eftir yður í arfleiðsluskránni minni.“ Jeg þakkaði auðvitað fyrir mig, en #V gleymdi þessu svo þegar frá leið. Jeg heimsótti hann þrisvar á stórbýli hans i Wales, sem hjet „Landed- wydd“. Hann bjó þar einhleypur á- samt þjónum sínum og hundum — og altaf mintist hann á gamla lof- orðið. Og svo var það fyrir rúmri viku, að jeg fjekk þetta simskeyti, þegar jeg var í þann veginn að fara af skrifstofunni: „Er veikur. Komið strax. Richard Pritchard.“ Og af þvi að jeg hafði ekki tima til að skýra þjer frá öllum málavöxt- um og vildi ekki vekja tálvonir hjá þjer, sendi jeg þjer ekki nema þessi fáu orð áður en jeg fór. Pritchard höfuðsmaður var fár- veikur þegar jeg kom til hans. Hon- um þótti vænt um að sjá mig og sagði mjer, að hann ællaði 'sjer að gera mig að einkaerfingja sínum, af þvi að hann væri ættingjalaus. Málafærslumaður hans samdi svo erfðaskrána og var hún undirskrifuð í votta viðurvist. Tveimur dögum siðar skildi hann við. Jeg varð að ráðstafa jarðarförinni og þessliáttar og hafði ekkert sam- band við umheiminn á meðan. En nú eigum við fallegasta býlið á jörðinni, Joan, og höfum 2000 sterlingspunda árstekjur, og það ætti að vega upp á móti allri angistinni, sem þú hefir verið í.“ „Ó, George,“ sagði hún og brosti gegnum tárin. „Þetta er alveg eins og æfintýri.“ „Þú varst að tala um brjef, sem þú hefðir fengið í morgun? Lofðu mjer að sjá það?“ Hún stóð upp og náði i brjefið. „Þetta hlýtur að vera misskilning- ur,“ sagði Georg er hann hafði lesið línurnar. „Hvar er umslagið?" í sama bili var hringt. Aftur kom angistarsvipur á Joan, en eftir stutta umhugsun stóð hún upp og fór til dyra. Það var pósturinn. „Afsakið þjer, frú,“ sagði gamlr brjefberinn, „en jeg mun víst ekki hafa skilið hjerna eftir brjef, sem átti að fara til Joan Macrow á The Grangers?" „Brjef?“ tautaði Joan og nú hvarf af henni kvíðasvipurinn. „Jú, það hugsa jeg. En jeg hefi því miður opnað það. Nú skal jeg sækja það.“ „Þetta liræðilega brjef var þá elcki til mín,“ kallaði hún er kom aftur inn til Georgs. „Nei, jeg sje það. Það er áritað til frú Joan Morrow á The Grangers. Jeg fann umslagið undir svæflinum á sófanum. Frú Morrow er að skilja — þú veist það?“ Hann rjetti henni umslagið, sem liann hafði lagt brjefið i. Joan greip það og liljóp með það til póstsins. Hún bað mikillega afsökunar. „Þetta er alt mjer að kenna,“ sagði pósturinn. „Jeg hefði átt að lesa á- ritunina betur. Verið þjer sælar.“ Joan var rjett komin inn i stof- una þegar hringt var á ný. Það voru sömu tveir mennirnir, sem höfðu spurt eftir Georg daginn áður. Georg fór til þeirra og kom innan skamms aftur. „Hverjir voru þetta?“ spurði Joan og nú voru síðustu efasemdir hennar ar að hverfa. „Það var vátryggingarfulltrúi og yfirmaður hans, frá “Eagle Star & British Dominions", góða mín,“ sagði liann kátur og faðmaði hana að sjer.. „Og nú sættumst við á, að skoða þetta leiðinlega atvik, sem eðlilega afleiðingu af einkennilegum tilvilj- unum. Og svo ættimi við að fara að fá okkur eitthvað áð borða. Jeg er glorhungraður.“ „Jeg held að jeg sje það lilca,“ sagði Joan brosandi og hljóp fram í eldhúsið. Bókafregn. Steinn Steinarr: SPOR í SANDI. — Víkingsútgáfan 1940. Bölsýn beiskja og baneitruð ldmni fara saman í ljóðum Steins Steinars, þeim sem Víkingsútgáfan hefir fyrir nokkru sent frá sjer í prýðilega vand- aðri útgáfu. Verður eigi sjeð hvort á sjer dýpri rætur í hjarta skáldsins,’ og stundum tvinnar hann þetta sam- an og hefir í flimtingum um sína eig- in bölsýni. í kveðskap hans renna saman.margir straumar, sumir í djúp- um álum en aðrir á grynningum. Hann metur formið litils: .... allir hlutir eiga markað form, annarlegt form, sem engan tilgang hefur. Og myndlaus veröld handan dags og draums mun stíga fram úr fylgsnum hjarta míns og drekkja hverju formi i djúpi sínu — segir hann á einum stað. Og ýms af kvæðum hans bera skýran vott þess- jijrar skoðunar skáldsins, þó að eng- um dýljist hinsvegar, að Steinarr hef- ir dálæti á einu formi fremur en öðru, og verður þetta ljóst hverj- um þeim, sem bókina les. Yfirleitt vill Steinarr ekki „binda bagga sína sömu bnútum og aðrir sainferðamenn“,hann er óróagjarn og með uppreisnarhug, hann vill brjóta til mergjar, rífa niður og byggja upp aftur. Það verður ekki sjeð af þess- ari bók, hvort hann verður skapandi kraftur nýrra hugsjóna, en hitt er ótvírætt, að honum er gefin náðar- gáfa kinminnar, bæði græskulausrar og neyðarlegrar. Og einmitt þetta er svo ríkt í skapgerð flestra íslend- inga, að kvæði Steinarrs munu vafa- laust falla i góðan jarðveg lijá öllum þeim, sem hafa framkvæmd í sjer til þess að eignast bókina og skera upp úr henni. Steinarri svipar i ýmsmn ljóðum sínum talsvert til Jóhanns Sigurjónssonar — þeir eiga bölsýnið sameiginlegt og eru báðir ljóðrænir í anda. Málfæri Steinarrs er Ijett og leikandi, þess verður hvergi vart að liann þurfi að skrúfa saman orð og setningar til þess að koma fram meiningu sinni, lieldur streymir hún fram, góðlátlega og eðlilega eins og tær íækur, sem alt i einu hoppar af stalli á stall og bregður á leik, í góð- látlegri eða napurri kímni. „Spor i sandi“ munu ekki mást út þó vindar blási. Þau munu verða vinsæl, og þeir sem feta þau munu óska nýrra spora frá höfundinum, sem fyrst. Lewis Broad: WINSTON CHURCHILL. — Víkings- útgáfan, Rvík 1940. Um Winston Churchill mun hafa verið ritað meira í bókum og blöð- um en nokkurn annan núlifandi mann. En hversu mikið sem um liann hefir verið ritað þá verður að telja það sameiginlegt með öllum þeim höf- undum, að enginn hefir getað gert þessum jötni full skil. Það verður ekki fyr en löngu eftir dauða hans, að hægt verður að skilgreina þenn- an „umhleypingasama“ fulltrúa Johns Bull til fulls. Gruggið verður að botnfalla og öll vötn að fá þann tærleik, sem tíminn einn gefur. Churchill gat sjer fyrstu frægðina sem blaðamaður. Hann er ágætur blaðamaður og rithöfundur, þegar hann lætur sjer ekki verða það á, sem honum varð á í sögu sinni af heimstyrjöldinni 1914—18, að prenta of mikið af heimildarskjölum í les- málinu. Ástæðan til þess mun vera sú, að þessi saga hans er einskonar varnarrit fyrir hann sjálfan og þátt þann, sem liann átti í þeirri styrjöld. Æskubækur hans frá Búastríðinu og öðrum æfintýrum eru hinsvegar ljóm- andi skemtilegar. Næst verður hermaðurinn Churchill frægur, einkum fyrir það, að hon- um tekst að strjúka úr fangelsi frá Búum. Og hermaður hefir hann jafn- an verið af lífi og sál. Þegar hann verður að láta af flotamálaráðherra- embættinu í síðustu styrjöld fær hann mannaforráð og fer á vígvöllinn í Frakklandi. En frægastur er hann og verður fyrir stjórnmálastarfsemi sína. Þar hefir hann ekki verið við eina fjölina feldur og ekki látið flokkana hinda sig. Hann liefir þotið úr einum flokknum i annan, stundum hefir sá dómur verið kveðinn upp, að nú væri Churchill „búinn að vera“, en altaf kom hann upp aftur og aftur, loks sem forsætisráðli. Breta á þeirri stundu sem alvarlegust hefir orðið i sögu bretska heimsveldisins. Maður sem slíkan feril hefir rakið getur ekki verið neinn miðlungsmaður. Hann hlýtur að vera stórmenni. Hann er stór-Englendingur, „imperialisti“. maður sem er sannfærður um, að undanlátssemi við keppinautana i heiminum leiðir til falls og ófarnaðar voldugasta ríkisins í lieiminum. Það er saga þessa manns, sem Lewis Broad segir ljóst og skipulega á 164 blaðsíðum. Hann segir bæði kost og löst á Churchill, auðvitað einkum hið fyrnefnda, þvi að hann metur manninn mikils, eins og enska þjóðin yfirleitt. Alt traust liennar er á þessum manni. Og enslca þjóðin hefir áratugum saman ekki fylkt sjer jafn þjett um nokkurn mann eins og hún gerir um Churchill núna. Slíkum manni er auðvitað vert að kynnast. Bókin veitir mikinn fróð- leik um hann, þó að ekki sje hann tæmandi, eins og áður er sagt. En hún sýnir fyrst og fremst, live ó- drepandi viljaþreki þessi lierðibreiði foringi bretsku þjóðarinnar er gædd- ur. 1 Japan eru framliðnir menn látn- ir liggja með höfuðið til norðurs og þessvegna telja hinir lifandi það boða óheill að liggja með höfuðið í þá átt. Sofa þeir ávalt með liöfuðið i austur eða vestur. Svo mikils finst þeim vert um þetta, að þegar Jap- anar eru i ferðalögum á ókunnum slóðum, þar sem þeir þekkja ekki áttirnar, hafa þeir með sjer áttavita, til þess að vera vissir uin, að liggja ekki í óheillastellingunum, þar sem þeir gista. |V/V/V(V(V Þingmenn neðri málstofunnar verða að taka ofan liattinn, þegar þeir ganga inn eða út og meðan þeir halda ræður — í stuttu máli, þegar þeir eru standandi. En þegar þeir sitja hafa þeir altaf hattinn á höfðinu. Litirnir liafa oft i för með sjer sjónvillur, þannig, að þegar nokkrir litaborðar eru saman hlið við hlið, sýnist einn borðinn breiðari en ann- ar, þó að allir sjeu þeir jafnbreiðir. Til þess að borðarnir sýnist jafn- breiðir, verða borðarnir jivi að vera mismunandi breiðir. Franski fáninn er til dæmis um þetta. Til þess að hann sýnist vera með jafnbreiðum borðum hefir orðið að gera hlutfallið milli litaborðanna þannig: blátt 30, hvítt 33 og rautt 37. í Drekkið Egils-fll J

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.