Fálkinn


Fálkinn - 22.08.1941, Blaðsíða 3

Fálkinn - 22.08.1941, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 HEIMSÓKN WINSTON CHURCHILL Winston Churchill og Franklín D. Roosevelt jr. Mynd: ívar Guömundss. |ifm< VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Rilstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út hvern föstudag. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 30 aura millim. HERBERTSprent. Skraddaratiankar. Haft er eftir bónda einum á þéim árum, sem kreppan var sem verst hjer á landi fyrir tæpum tíu árum: „Það vildi jeg nú, að þeir færu að stríða, skrattarnir þeir arna, þvi annars flosna jeg upp í vor.“ Og hann bætti því við, að þjóðarbúið mundi fara sömu leiðina. Hjerna á dögunum var annar mað- ur, Reykvíkingur, en víst ákaflega mikill frelsis- og ættjarðarvinur, að bölva „ástandinu", en bætti því við, að fátt væri svo með öllu ilt, að ekki boðaði nokkuð gott, því að eig- inlega væri það tveimur heimsstyri- öldum að þakka, að ísland befði n i fengið fult sjálfstæði. Hefði engin styrjöld komið, mundi engin breyt- ing hafa orðið á sjálfstæðismálum ísiands síðustu 25 ár, sagði bann, Það er ekki ástæðulaust að íbuga itálítið svona búmenn og sjálfstæðis- menn. Þess er engin vanþörf, því sannast að segja er margt orðið talað nú á tímum, um efnahag, sjálfstæði og „ástand“, sem eiginlega er til minkunar þeirri þjóð, sem stundum telur sig gáfuðustu þjóðina i veröldinni. Bóndinn, sem lieimtaði styrjöld til þess að komast lijá að flosna upp lilýtur að liafa liaft asklok fyrir liim- inn alla sína æfi. Hann skilur ekki það að eitthvað hlýtur að vera bogið við búskaparlagið hans, úr því að hann hefir ekki i sig og á, nema því að eins að stríðssýking og verðbólga lilaupi i atvinnu hans og afurðir. En eitt má þó af þessu læra. Það er staðreynd, að afkoma landsins var komin í óefni þegar núverandi styrj- öld hófst, og að sá peningaelgur, sem nú flæðir yfir landið, á ein- göngu rót sína að rekja til styrjald arinnar. Þessvegna væri það ómaks- ins vert, að endurskoða frá grunni atvinnuvegi þjóðarinnar, framleiðslu hennar og eyðslu. Þvi að með því háttalagi, sem hún hefir haft á tíma- bilinu milli styrjaldanna tveggja get- ur hún elcki komist af. Allir vona,- að heimurinn megi komast hjá styrj- öldum, en þá er sú þjóð dauða- dæmd, sem ekki getur komist af án styrjalda. Sjálfstæði maðurinn, sem þakkaði styrjöldunum það, sem á liefir unn- ist í sjálfstæðismálum þjóðarinnar síðan 1915 er lítilmótlegur ætljarð- arvinur. Þvi að hann vantreystir svo málstað íslands, að hann telui, að óeðlilega atburði liafi þurft tii þess að hrinda þjóðinni fram úr §íð- nstu áföngunum í sjálfstæðismálinu. Þó ætti hann að vita, að í þeim mái- um liafði mikið unnist á, einmitt á þeim tíma, sem engin styrjöld var liáð í Evrópu. Ummæli lians eru þvi níð um íslensk sjálfstæðismál. Þeir sem lögðu leið sína niður á hafnarbakka á laugardagsmorguninn var, gátu ekki gengið þess duldir, að eitthvað óvenjulegt var í uppsiglingu. „Eitthvað átti að ske“ — en fæstir vissu hvað það var. Morgunblaðið hafði getið þess, að það mundi borga sig að koma niður að höfn um tíu- leytið og ennfremur hafði verið aug- lýst áður, að Suðurlandsbraut yrði lokað fyrri hluta dagsins. Var þetta venjuleg liersýning eða því um líkl, sem átti að fara fram, eða var gestu von? Sumir giskuðu á, að það væri þingmannanefnd Bandaríkjanna, sem væri að koma, aðrir giskuðu a Churchill eða jafnvel Roosevelt Bandaríkjaforseta eða þá báða. Eftir rúmlega klukkutíma bið, eða laust eftir kl. 11 lagði enskur tund- urspillir upp að Sprengisandi. Og undir eins og landgöngubrúin var komin á skipshliðina gekk í land lít- ill maður og gildur, snarlegur í tireyf- inguni, á bláum stuttfrakka og með kaskeyti. Þarna var Winston Churc- hill sjálfur kopiinn, mest umtalaði maður nútímans. Hann hafði brugðið sjer liingað að loknum fundi þeim, sem hann átti með Roosevelt forseta. Hafði hann siglt inn í Hvalfjörð á orustuskipinu „Prince of Wales“ en kom þaðan á tundurspilli eins og áður segir. Á hafnarbakkanum biðu sendiherra Breta, Howard Smith, Curtiss yfir- hershöfðingi bretska sendiliðsins, yf- irforingjar flota og flugliers og nokkr- ar lierdeildir, þar á meðal sveit Skota, sem tjek lag á sekkjapípur um leið og skipið lagði að. En i fylgd með Winston Churcliill voru sir Dudley Pound flotamálaforingi Breta (First sealord), sir John Dill forseti herforingjaráðsins, sir Goú- frey Freeman vara-yfirforingi flug- hersins, sir Alexander Cadogan deild- arforseti í utanríkisráðuneytinu, Cherwell lávarður og Franklin De- lano Roosevelt, sonur forsetans. Eftir að komumenn höfðu lieilsað yfir- mönnum hins breska setuliðs, hjetdu þeir i bifreiðum til Alþingishússins. Ók Churchill í bifreið með enska sendiherranum og í þeirri sömu bif- reið fram í ók Roosevelt forseta- sonur. En hinir hersfjórarnir óku í bifreiðum hinna ensku yfirmanna hjer. í efrideildarsal Alþingis beið ríkis- stjóri og ríkisstjórnin og tók þar á móti gestunum. Fóru fram stuttar viðræður inni í salnum, en fjöldi fólks hafði safnast saman fyrir utan og beið þess með óþreyju að fá að sjá forsætisróðherran enska. Eftir dálitla stund kom liann fram á sval- irnar ásamt Sveini Björnssyni ríkis- stjóra og Hermanni Jónassyni for- sætisráðherra. Ávarpaði hann mann- fjöldann nokkrum orðum var þetta aðalinnihald ræðu hans: ,,Það gleður mig að hafa fengið tœkifæri til að heimsækja ísland og þjóffina, sem lengi hefir haft lýöræöi og frelsi í hávegnm og hald- iff uppi merki lýöfrelsisins. Viö Bretar, og þar eftir Banda- rikjamenn höfum tekiö að okkur að bægja öldum ófriöarins frá ís- landi. Þiö munuð minnast þess, að ef viö hefðum ekki komið, þá mundu aðrir hafa gerl þaðl Við kappkost- um að reyna að láta veru okkar hjer i landi valda sem minstum truflunum í daglegu lífi ykkar. En land ykkar er vegna legu sinnar mikilvægur staöur í baráttunni fyrir vernd þjóðanna. Þegar þeirri viðureign lýkur, sem nú stendur yfir, munum viö og Bandaríkjamenn sjá fyrir því, aö ís- lendingar fái fult frelsi. Viö kom- um til ykkar sem menningarþjóöar og þaö er takmark okkar, að fortiö ykkar oq forn menning megi tengj- Frh. á bls. U. Churchill gengur í land á Sprengi- sandi. Viö hlið honum er Howard Smith sendiherra. — Mynd: ívar Guömundsson.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.