Fálkinn


Fálkinn - 22.08.1941, Blaðsíða 8

Fálkinn - 22.08.1941, Blaðsíða 8
8 F Á L K 1 N N KONA KVIKMYNDALEIKARANS. SAGA EFTIR JOHN CHANCELLOR SjNJÓRINN var nijúkur eins og ^ feldur á torginu. Editli Lay- lon dró glugatjaldsröndina i stoi'- unni til hliðar og gæg'ðist út. Bak við hana snarkaði i eldinum á arn- inum og glampar brugðu á leik um veggina og loftið. Það var notalegt i stofunni þetta kalda vetrarkvöld. „Það er flónska af mjer að vera svona áhyggjufuil," hugsaði hún. En Frank lá veikur uppi á svefn- lierberginu og hún gat ekki að því gert, að hún var kvíðin út af honum. Þegar komið var með liann heim af kvikmyndasahunn í gær, fölan, skjálfandi og í búningnum, sem liann liafði notað í hlutverkinu, Iiafði liún beinlínis orðið lirædd við hann. Lungnabólga datt henni strax í hug. En þegar læknirinn koin liafði liann sagt, að þetta væri ekki annað en iiastarlegt kvef. En saint liafði þetta fengið á liana — þau voru svo heilsuhraust, að inin var algerlega óvön veikindum á heimilinu. Börnin höfðu sloppið við alla algenga og venjulega barnasjúkdóma. Iívef og hóstakjöltur var liað alvarlegasta, sem að þeim liafði amað. Hún gerði sjer vitanlega Ijóst, að nú þegar hún og Frank færu að eldast, mættu þau búast við, að verða veik við og við. En hvaða bull ar þetta — Þau voru ekki gömul, og þó að þau yrðu gömul — liversvegna skyldu þau jiurfa að verða veik fyrir jivi? Frank var fjörutiu og fjögra og lnin varð fertug eftir niánuð — þetta var engin ald- itr. Hún sneri frá glugganum. Hún liafði látið dyrnar að dagstofunni standa í hálfa gátt, svo að liún gæti heyrt, þegar læknirinn kæmi ofan frá sjúklingnum. Nú heyrði hún til lians i stiganum og fór fram i anddyrið. „Hvernig list yður á manninn minn i dag, læknir?“ „Þetta er inflúensa," sagði Martin gamli læknir. „Jeg átti von á því. Jeg er alveg hissa á, að allur kvik- myndaheimurinn skuli ekki liggja i infhiensu i þessu tíðarfari. Fólkið er bakað í þessu sterka Ijósi og ösl- ar svo snjóinn heim til sin á eftir. Jeg býst við, að hann verði að liggja i viku.“ „En er hann mikið veikur?“ Martin læknir liló gegnuni rost- ungskampinn og tók í öxlina á henni.. Hann var gamall liiisvinur og gat leyft sjer frísprok við þau hjónin. „Nei, nei — það eru engin lik- indi til að liann yfirgefi þennan heini, ef það er það, sem þjer eigið við! Hann er liraustur eins og liest- ur — og það'cruð þið öll. Það get- ur hugsast að hann verði ruglaður i einn eða tvo daga — tali í óráði, meina jeg — en jijer skuluð eklsi vera lirædd við það. Ilann rausar auðvitað mestu fælu, eintóma vil- leysu. En hjúkrunarkonan verður að sjá um, að liann sparki ekki af sjer yfirsænginni eða fari fram á gólf. Hann kemst bráðlega á fætur aftur.“ Hiamli húslæknirinn tók af sjer gleraugun og stakk þeiin í Jnisin. Svo leit liann alt í einu upp og spurði: — Hefir hann nokkrar sjerstakar áhyggjur?“ „Sjerstakar------áhyggjur?“ end- urtók Editli forviða. „Já, mjer fanst einhvernveginn, að Jiað væri eittlivað, sem lægi Jjungt á lionum. Það er kanske ekki annað en inflúensan — hún gerir suma daufa í dálkinn.“ „Kanske að liann liafi áhyggjur út af kvikmyridinni,“ sagði Editli. „Það getur verið að veikindi hans lefji myndatökuna um tíma — og jeg veit, að Jieir höfðu einmitt verið að kosta kapps um, að fullgera mynd- ina sem fyrst.“ „Ætli Jiað sje ekki liægt að lála annan mann taka við hlutverkinu lians — og svo lield jeg að fjejagið hefði efni á að tapa svolitlu, ef Jiví væi'i af skifta. Þjer megið Jiakka guði fyrir, að maðurinn yðar skuli ekki vera einn af þessúm svokiilluðu stjarnleikurum. „Það geri jeg Jíka,“ sagði hún. og hrosti. „Þesir frægu leikarar lifa hunda- lífi,“ hjelt læknirinn áfram. Ekkert heimilislíf, engiri ró, enginn friður! Frank á miklti betra en Jieir — l)ó að liarin leiki ekki nema miðlungs- hlutverk. Að vísu græðir liann al- drei miljónir, en livað ætti hann lika við J>ær að gera? Hann hefir góðar og vissar tekjuí og l>ær endast ykk- ur æfilangt. Og auk J)ess er hann leikari, reglulegur leikari, en ekki útstpppuð brúða, með laglega snoppu.“ Martin læknir greip hattinn sinn og bjóst til að fara. „Hvernig líður börnunum?‘“ „Ágætlega — þakka yður fyrir. Jeg fjekk hrjef frá Jerry i kvöld — hann skrifar á hverjum föstudegi. Hver veit nema við frjettum af Joan á morgun, en lnin er svo löt, stelpu- aiiginn og skrifar miklti sjaldnar — nema þegar hann vantar peninga. Þau koma. bráðum heim í jólaleyfið. „Það er gott að þau eru í heima- vistarskóla núria, úr J)ví að hann Frank veiktist. Og lieyrið þjer — J)jer verðið líka að fara varlega sjálf. Þjer verðið að skola hálsinn í livert skifti sem J)jer hafið verið inni hjá honum — og svo ekkert kossa- flens!“ Hann hló og klappaði lienni á öxlina. „Jeg gleymdi alveg, að Jiið Frank eruð pkki barnung og ný- gift lengur. Jæja, góða nótt. Jeg lít inn á inorgun." Hún fór upp i svefnherbergið til Franks. Hann var einn Jiessa sturid- ina, lijúkrunarkonan hafði farið of- an í eldhús að liita kamillute. „Hvernig líður J)jer, góði?“ spurði hún og laut niður að lionum. Hann starði á hana en augnaráðið var raunalegt og fjarrænt. Andlitið þrút- ið af sótthitanum. Hún gat sjeð að hann var ekki með fullri rænu. „Nú batnar ])jer bráðum, Frank,“ sagði hún og lagði hendina Ijett á rakt ennið á honuin. IJann reis alt í einu upp við dogg og greip hendina á henni. „Legstu út af, Frank — það er um að gera, að Jjjer verði ekki kalt.“ „Jeg veit að jeg dey, Iæknir,“ sagði hann loðmæltur. „Jeg veit það svo vel — yður Jjýðir ekkert að reyna að villa mjer sjónir." „Nei, nei, Frank, vertu nú ekki að þessari vitleysu!“ Hún liafði far- ið að skjálfa, J)egar hún heyrði, livað hann sagði, ]>ó að heilbrigð skynsemi hennar segði henni, að engin hætta væri á ferðum. Martin læknir hafði einmitt búið hana und- ir ]>etta og sagt, að Frank mundi líklega fá óráð. En herini varð órótt samt og hún óskaði, að hjúkrunar- konan kæmi sem fyrst aftur. „Það er ekkert að óttast, Frank — þjer batnar innan skannns aftur.“ „Nei, læknir,“ sagði liann og kast- aði höfðinu óþolinn á koddanum, „Jú, víst, góði! Þekkirðu mig ekki? Það er Edith!“ „Já, það er Edith,“ hvíslaði liann. „Jeg verð að ráðstafa öllu áður en jeg dey. Finst yður jeg ætti að segja Edith frá því?“ „Segja Edith — — hvað?“ spurði luin og nú greip sterk hræðsla liana. En að fara að spyrja haiin núna, l>egar liann var ekki með fullu ráði, hefði verið jafn lúalegt og að stelast i einkabrjef lians eða standa á hleri. Hann svaraði: Frá hinni — — urinustunni minni.“ „Frank!“ livíslaði hún hás og starði óttaslegin á liann. Hann stundi lágt og lineig niður á koddann aftur með lokuð augu. „Ilver er lnin?“ hvislaði Edith og laut niður að honum. „Hvað er langt siðan þetta byrjaði? Þú verð- ui' að segja mjer J>að, Frank!“ Hún var í öngum sinum. „Hvað — livað er J>að,“ muldraði liarin, svo lágt að varla heyrðist. Hjíikrunarkonan kom inn með bóila af sjóðheitu te. „Breiðið þjer ofan á liann, frú Layton! Þjer megið ekki koma hon- um til að tala — J)að reynir of mikið á hann.“ Editli starði á hana, eins og lnin væri vera úr öðrum heinri og fól1 út J>egjandi. Og þetta kvöld gerði hún dálitið, sem hana liafði aldrei dreymt um, að hún mundi gera. Hún opnaði skrifborðsskúffur Franks og fór að snuðra í brjefunum lians. — En lnin varð einskis vísari af liví. Frank þekti, bókstaflega talað, hundruð af kvenfólki — líka fallegar könur. Hún liafði aldrei haft áhyggj- ur af því, að liann kysti sumar þeirra, þegar liann hitti J)ær, eða tók utan um þær og kallaði þær „elskuna sína“. Það voru venjulegir umgengni- siðir i kvikmyndaskálanuni. Enginn tók mark á því. En nú vissi hún, að Frank var í Jringum við konu, sem hún vissi ekki, hver var — og það var henni ekki sama um. Það getur ekki verið satt, hugsaði hún aftur og aftur, meðan luin var að lesa brjefin mannsins síns, sem (ill voru meinlaus. Iin þó fanst henni samt, að ]>áð lilyti að vera satt. Hjarta liennar var lamað. Fyrst í„ stað hafði hún ekki getað lnigsað — liafði aðeins fundið svíðaijdi sárs- aukann. Svo hafði lnin rciðst, en ]>að var liðið hjá. í augnablikinu var eina tilfinning liennar ömurlegur lómleiki. „Hversvegna?" spurði lniri sjálfa . sig. „Ilversvegna þurfti þetta að ske?“ Það hafði aldrei verið ósamkomu- lag milli Jjeirra — og engin sjáan- leg breyting orðið á sambúð þeirra. Hún hafði verið svo róleg, friðsam- leg og óbreytánleg. Ár eftir ár. Það var óhugsanlegt, að því ætti að vera lokið núna. Það var ósanngjarnt. Frank hafði orðið luigfanginn af einliverri lítilli, ljóshærðri stúlku, ef til vill — en það mundi bráðlega líða hjá. Hún horfði i spegilinn yfir arn- inum. Andlitið á henni var fölt og afskræmt, hvarmarnir rauðir af gráti. En hún leit ekki svona út að jafn- aði. Andlitið á henni var unglegt og vaxtarlagið jafn grannt og unglegt og það hafði altaf verið. Bara að lnin hefði liaft einhvern að tala við um þetta alt! En í þau sextán ár, sem þau höfðu verið gift, hafði Frank verið eini trúnaðarmað- urinn hennar, eini maðurinn, sem hún talaði við í einlægni. Nú var hún ein. — Endurminningarnar úr sain- lifi þeirra lijeldu áfram að streyma fram. Hún hugsaði um nóttina sælu, þegar Frank liafði setið hjá henni fram undir morgun i litlu íbúðinni, sem þau höfðu haft þá; setið uppi alla nóttina og haldið í sóttlieita hendina á henni og gefið henni styrk og þol meðan þau biðu þess, að Jerry fæddist. Hún mintist dagsins, sem Frank liafði komið hlaupandi lieim, Ijóm- andi af fögnuði yfir því, að liann hafði fengið alveg óvænta þóknun, og þau höfðu bæði farið út að skemta sjer. t Hún hugsaði um ljómandi sumar- dag ineð Frank og börnunum uppi í sveit — luin mintist, þegar hún brendi gatið á nýju sumarfötin lians, sem liann hafði verið að spara í svo lengi. Þegar liann sá, hvað lienni fjell þetta þimgt, tók hann hana í fangið og huggaði hana. Höfðu ekki öll þessi ár, þessar sameiginlegu cndurminningar, hnýtt band milli þeirra, sem ekkert átti að geta slitið. Og samt hafði það slitnað! Morguninri, eftir gat hún ekki feng- ið sig til að. tala við Frank. Hún komst inn fyrir svefnherbergisdyrn- ar, en stóð þar kyr og spurði hjúkr- unarkonuna um, hvernig honum liði, og Ijet sem lnin þyrði ekki að koma nær, af hræðslu við að smitast. Hann var máttfarinn og hitinn var mikill ennþá, en nú hafði liann fengið rænuna aftur. „Mjer þætti vænt um, að þú hringd- ir til Aronsen fyrir mig, Edith,“ sagði hann. Aronson var kvikmynda- leikstjórinn, sem liánn vann hjá. „Viltu segja honum það, sem Martin læknir sagði.“ „Já, Frank.“ Hana langaði til að ganga að rúmiriu, leggjast á lnije við stokkinn, vefja örmunum um hann og gráta. Ef hjúkrunarkonan hefði ekki verið þarna viðstödd, þá hefði hún líklega gert það.... „Og....“ hann hikaði, „biðja leik- stjórann að koina boðunum áfram til Betty Tyler. Viltu gera svo vel að gera það?“ Þegar lnin kom ofan, greip hún símann. Henni fanst heyrnartólið eins og ís viðkomu. „Var það Betty Tyler? Hver var yfirleitt l>essi Betty Tyler?“ Hún lagði frá sjer heyrnartólið án þess* að liringja og fór að blaða í bókum mannsins síns, með myndum af ýmsum lcikurum. í einni þeirra fann lnin mynd af Betty Tyler. Það var brosandi andlit, Ijómandi lag- legt, með blíð augu — andlit, sem henni fanst hún kannast svo vel við. Og alt i einu skildi hú'n, livers- vegna lienni fanst andlitið svo kunn- uglegt — það var svo líkt lienni sjálfri, þegar hún var um tvítugt. Hún starði á það um stund og svo misti hún bókina. Þétta var þá eng'in stundar-ást. Ef Belty hefði verið venjuleg, lagleg stúlka, þá hefði lnin huggað sig við það. En þarna liafði Frank fundið endurnýjaða útgáfu af konunni sinni. Betty Tyler gal endurnýjað ástar- eldinn gamla, frá því fyrir sextán árum. — Hún simaði ekki. í staðinn bað hún bilstjóra að aka með sig í kvik- myndaskálann. Þetta var hugboð, en hún gerði sjer alls ekki ljóst, hvað lnin ætlaði að gera. Þegar lnin kom að kvikmynda- skálanum varð hún að bíða um stund eftir að fá samtal við Aronsen, en loks kom hann fram í biðstofuna. „Það var leiðinlegt, að Frank skyldi verða veikur,“ sagði hann um

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.