Fálkinn


Fálkinn - 22.08.1941, Blaðsíða 11

Fálkinn - 22.08.1941, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 E. D. Fielder: Bolsjevikkinn heldur sjer til. T7NGA andlitsfegrun! Engan tísku- klæSnað! sögðu ráðstjórarnir í Rússlandi! Tilhaldsdrósir, sem komu á vinnustaðinri með roða á vörun- um, áttu ekki sjö dagana sæla. Og kjólarnir þeirra áttu fremur að vera einskongr einkennisbúningar en til þess að auka á yndisþokka þess, sem irinan í þeim var. Konur sovjet-sendiherranna og höfðingjanna í Kreml voru undan- þegnar því, að verða að ganga til fara eins og druslur. En þessi und- anþága var aðeins gerð vegna þess, að þær áttu að halda uppi heiðri ættjarðar sinnar erlendis. Frú Lunastjarski, sem var gift uppeldismálaráðstjóranum, gerði alla Evrópu forviða á íburði þeim, sem hún hafði i klæðnaði sínum, er hún var einu sinni á ferðalagi um Ev- rópu. En Stalin gamla fanst eima um of eftir af gamla tímanum hjá henni i þessu tilliti og skipaði henni að kunna sjer betur lióf í klæða- burði. Frú Gemtsjovgina Molotov komst i bölvun út af þessu sama, þó að maðurinn liennar væri hæði forsætis- í frjettablaði kvikmyndahúsanna rússnesku eru oft sýndir karlmenn, sem klæddir eru iburðarmiklum og fallegum fötum. Oft má heyra mynd- skýrandann komast svo að orði: „Þjer sjáið þarna, að fjelagi N. N. greiðir sjer á nýjan hátt. Hafið for- dæmið til eftirbreytni!“ Eða: „Fje- lagi X. er farinn að nola andlits- nudd, og er nú miklu unglegri en áður. Sýslumenn hins opinbera fá um- burðarbrjef, þar sem þeir eru livatt- ir til að vera vel þvegnir og snyrti- lega klæddir, til þess að gefa öðru fólki gött fordæmi. Og á stjórnar- skrifstofunum hefir verið komið fyr- ir snyrtiherbergjum með vatnsleiðslu og nýtísku þvottaskálum og þar er sápa, hársmyrsl og tannvatn ókeypis. í ýmsum verksmiðjum hefir þessi regla einnig verið tekin upp. TIDNINGEN, Stockholm. Vjel EUehammevs í skýtinu ú Lindholm. Sjá grein á bls. 4. Fyvsta flug Etlehammevs. ráðherra og utanríkisráðherra Stalins. Enda var hún líka í ætt við auð- valdið. Bróðir hennar, Sam Karp, er borgari í Bandarikjunum og á heilt kerfi af bensínstöðvum í Conn- ectitut og telur dollara sína í milj- önum. Hann fluttist vestur frá Rúss- íandi fyrir þrjátíu árum og var af- sprengi bláfátækrar júðafjölskyldu, sem átti lieima í Odessa á dögum hins síðasta Rússakeisara. Fyrir tveimur árum hittust þau systkinin í New York. Frú Molotov var þar á ferðalagi undir nafninu Karpovska og dvaldi um tíma hjá bróður sínum á hixus-heimili hans i Bridgeport. Ameríkönsku frjettasnatarnir kom- ust bráðlega á slóðina liennar og eltu hana hvar sem liún fór. Þeir skrifuðu nákvæmar lýsingar á klæða- burði hennar og fatnaðinum, sem hún hafði með sjer. Þegar liún kom heim aftur, misti hún stöðuna, sem hún hafði haft, sem skipuleggjari velfarnaðarmála kvenþjóðarinnar, og ennfremur var henni vikið frá em- bætti þvi, er hún hafði haft í for- sljórn snyrtilyfjaeinkasölunnar rúss- nesku. En það er orðin talsverð breyting á þessu síðan þá. Á siðasta ári er rússneska kvenfólkið orðið laglegra en áður. Og vararoði sjest á mörgum. Enginn veit, livað ráðið liefir þess- ari „lifsvenjubreytingu“ rússnesku burgeisanna. Ef til vill liafa þeir viljað láta kvenfólkið finna, að Rúss- ar væru búnir að koma fyrir sig fótunum fjárhagslega. „Chic“ er auð- sóttasti vegurinn að hjarta konunnar. En karlmennirnir í ráðstjórnar- lýðveldinu eru líka orðnir mannbor- legri og betur útlítandi en áður var. Samkvæmt fjórðu 5-ára áætluninni urðu þeir að fá sæmilega nóg af sápu, raksápu og feiti i hárið. Fram til þess síðasta fengu engir hárolíu nema þeir, sem voru í rauða hern- um, flotanum og flughernum. — Hvað sápuna snérti voru herþjón- ustumenn miklu betur staddir en menn utan hersins. Þeir fyrnefndu máttu kaupa sjer 26 sápustykki á ari, en hinir fengu ekki nema tóll'. Rússnesku blöðin eru farin að sýna myndir af velklæddum rúss- neskum fjelögum, í fötum, sem eru saumuð eftir máli. Ljósmyndarar setja sig aldrei úr færi að ná mynd, ef þeir sjá einlivern liöfðingja, sem er fallega greiddur og snurfusaður á hárinu. ÞVERGIRÐlNGAIt ÚR TUNDURDUFLUM I)ykja övuggasta váðið til þess að banna óvimam umfevð þuv, sem mestu vavðav, svo sem við innsiglingav til hafnavbovga. Myndin ev úv ensku tunduvduflaskipi og sýniv hvav vevið ev að athuga duflin áðuv en þeitn ev vent t sjóinn. NÝJUSTU BEITISKIP SVÍA: Svíar eiga tvö stór beitiskip í snrið- um og eru þau langt komin. Hefir sljórnin ákveðið að þau skuli heita „Tre Kronor“ og „Göta Lejon“. Eru nöfn þessi forn og fræg í sænska herflotanum. Þá hafa fjórir tundur- spillar fengið nöfnin „Móði“, og „Magni“, „Muninn“ og „Mjölnir“, en þrír litlir kafbátar sem ætlaðir eru lil strandvarna eiga að heita „Nep- tun“, „Najad" og „Nacken“. Auk nefndra skipa eru mörg fleiri í smið- um handa sænska flotanum á ýms- um smíðastöðvum í Sviþjóð og all- mörg skip liafa verið fullgerð og al'- hent flotanum síðan stríðið hófst. Það hafði verið frumsýning á leik- riti eftir Oscar Wilde, og leikurinn fór alliN’ í hundana. Þegar Wilde kom i klúbbinn sinn á eftir, spurði einhver kunningi hans: „Jæja, Oscar, hvernig fór leikurinn þinn í kvöld?“ „Leikurinn? Hann vann stórsigur. En áhorfendurnir voru fyrir neðan allar hellur,“ svaraði Wilde háfleyg- ur. —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.