Fálkinn


Fálkinn - 22.08.1941, Blaðsíða 6

Fálkinn - 22.08.1941, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N P. Lykke-Seest: Samferðamaður. ÞaÖ er í þriðjá flokks járnbrautar- vagni. Við erum þar sex alls, frið- samlegt ferðafólk og hver situr út af fyrir sig og athugar náungan í laumi, eða rennir augunum lit um gíuggann og lítur á landið. Sumir lesa í blaði eða bók. Maður veitir náunganum eftirtekt þegar maður situr svona í járnbraut- arvagni — það er svona lijer um bil cins og i biðstofu lijá lækni. Maður reynir að sjá gegnum skurnið á ná- unganum — þessi maður þarna — iivaða stöðu skyldi hann nú gegna í mannfjelaginu? Eða stúlkan þarna — hvað gengur að henni? Meðfædd forvitni, sem verður að íþrótt hjá sumu fólki. í þessari ferð sat lijá mjer rnaður, sem jeg gat ekki heimfært til á- kveðinnar stjettar. Hann gat verið farandsali eða málaflutningsmaður cða sveitaleikari. Augun voru kvikleg og broshrukkur i augnakrókunum. En hann notaði rautt hálshnýti við blátt vesti og þessvegna gafst jeg upp við að þekkja hann. A einni smástöðinni kom nýr sam- ferðamaður í klefann. Auðvelt að sjá, hverskonar maður það var - hjáleigu- bóndi, um sextugt, nýrakaður og mik- ið skorinn, tuskuflibbi, brjósthlíf með krosssaum, þungur í vöfunum, þung- ur í hugsun, seinn en viss. Hann séttist í autt sæti við gluggann. Beint á móti lionum sat ung súlka niður- sokkin í að lesa i bók. Á titilblaðinu stóð: Játningar konu. Sveitamaðurinn glápti á alla, hvern eftir annan, og siðast kom hann að stúlkunni. Og loks opinberaði hann sig. — Hve — hve — livert ætlar þú? Stúlkan leit vandræðalega upp, hún hafði ekki tekið eftir nýja sam- ferðamánninum fyr en nú. Hún svar- aði ekki, en lijelt áfram að lesa játn- ingar meðsystur sinnar. En maðurinn lijelt sjer við efnið. — Þú ætlar kanske til Osló? Stúlkan leit upp aftur, leit snöggv- ast á okkur liina, sagði svo lágt já, og hjelt áfram að lesa. — Já,'einmitt það. Og hvern ætl- arðu nú að hitta þar, kindin? Stúlkan sökti sjer enn betur ofan í bókina. Hún roðnaði niður á liáls. — Þú munt eiga skyldfólk þar, — ha? Hún svaraði já, stutt og lágt eins og áður, án þess að líta upp úr bókinni. — Ja-há, það er ekki nema eðli- legt. Þú munt vera frá Heiðmörk, jeg sje ])að á þjer. Stúlkan fór hjá sjer; lnin vildi ekki halda þessum viðræðum áfram — lnin vildi lesa i friði. Óefað hefir hún verið stödd í afar spennandi játningu. Gat maðurinn ekki sjeð, að hún var að lesa og vildi ekki láta trufla sig. Nei, ónei, hann sá það ekki og endurtók spurninguna með enn meiri áfergju en áður. — Jeg var að spyrja hvort þú værir frá Heiðamörk? — Nei, jeg er frá Kongsvinger, sagði hún hvast — og óþolinmóð. Það var best að binda enda á þetta. En endinn var ekki kominn enn. — Nú, já, frá Kongsvinger, sagði sveitamaðurinn hugsandi og dró seiminn. — Ojá, þú ert frá Kongs- vinger, greyið mitt. Jaliá, ojæja. — Hann góndi út um gluggann. Svo lijelt hann áfram. — Hva — hvað eruð þið mörg, systkinin? Stúlkan rendi örvæntingaraugum til okkar, ypti öxlunum og þagði. En sveitamaðurinn sagði hærra en áður: Hvað eruð þið mörg, systkinin? Nú var mælirinn fullur. Hún setti á sig liattinn, þreif ferðateppið sitt ofan af liillu, tók handtöskuna og gekk reigingslega út úr klefanum til að leita sjer uppi hetri stað. Sveitamaðurinn sat þegjandi nokkr- ar mínútur og flutti sig svo á bekkn- um, beint á móti okkur. Sessunaut- ur minn, þessi sem jeg kunni ekki skil á, leit ti! mín og við brostum báðir. Hann dró annað augað í pung og horfði hinu útundan sjer til sveitamannsins. Viðkomandi virti okkur fyrir sjer svo sem mínútu. Svo sneri hann sjer að sessunaut mínum. — Hvaðan ertu, lagsi, ef jeg svo má segja.... Sessunautur minn ræskti sig, rödd- in var ryðguð. — Geturðu selt mjer kartöflur? sagði hann í stað þess að svara. — Kartöflur .... át sveitamaður- inn eftir, — nei, jeg er búinn að selja. — Hvað lieitir bærinn þinn? — Bærinn? Jeg get ekki sagt, að jeg eigi neinn bæ lengur. — Hvað liefirðu gert við hann? Hefirðu mist liann? — Mist ’ann? — Var jörðin seld á nauðungar- uppboði? — Ónei, lagsi. Jeg seldi honum tengdasyni mínum hana. — Skelfingar lygi er í þjer, maður? — Lygi .... í mjer? — Já, reyndu ekki að ljúga. Það er fullorðið fólk, sem hlustar á þig, sjerðu. Það er landalykt af þjer. — Það er kvitteruð lygifMjer er í barnsminni, að jeg hafi smakkáð brennivín. — Hefirðu verið sjómaður, kanske? — Nei, fjandinn fjarri mjer. — Eitthvað hlýturðu að hafa ver- ið. Hvað crtu gamall? — Jeg? — Sextíu og sjö, ef þig langar til að vita það. — Herra niinn trúr! Og hvað lief- irðu verið að gaufa allan þennan tima? — Gaufa? .... Jeg liefi fengist við sitt af hverju. — Landabruggun? —■ Nú laugstu. Sessunáutur minn deplaði aftur lil mín augunum. Það átti að þýða svo mikið sem: Þarna náði jeg mjer niðri á llonum! Hitt samferðafólkið flutti sig nær —■ það vildi sýna, að það íæki þátt í gamninu og skildi skensið. — Er konan þín lifandi? spurði sessunautur minn. Bóndinn svaraði ekki. Það var fokið í hann. — Já, vist gerir hún það — ef þig langar til að vita það. — Þú hefir þá ekki Spurt liana í' hel ? — Spurt hana.... Hann leil óró- lega kringum sig. -— Þú neitar ekki, að þú hafir kom- ist undir manna hendur og verið í tugthúsinu? — Jeg....? Nú gekk alveg fram af honum. Haíin fór að skima eftir öðrum stað að sitja á. — Hvað áttu mörg börn? — Þig varðar ekkert um það. ■— Nei, það er alveg satt. Svo að þú ert þá barnlaus. Þú átt bara tengdasyni. Samferðafólkið liló. — Jeg tala ekki við þig, sagði sveitamaðurinn. — Þakka þjer fyrir, það var vel mælt, sagði sessinautur minn og deplaði augunum til min. — Komdu þá með landa handa okkur! Sveitamaðurinn stóð upp og sett- ist þar, sem hann liafði setið fyrst. — Komdu með landa sjálfur! — Láttu mig ]>á sjá töskuna þína. Jeg hugsa, að maðu'r finni þar eina eða tvær flöskur, ef vel er að gáð. Heldurðu það ekki? Sveitamaðurinn bauð okkur rass- ir.n og góndi út um gluggann. J.estin liægði á sjer. Ilún var að koma að Jessheim. Paulette Goddard lifir lífinu á hverfandi hveli. Hún er fyrst og fremst bölsýnismanneskja, sem lítur döprum augum á ástandið í lieimin- um og er sannfærð um, að alt sem gott er eigi sjer ekki iangan aldur. Þetta er í rauninni engin furða, þegar þess er gætt, að bestu vinir hennar eru ýmist andlegra starfa menn, kvikmyndastjörar, sem liafa tapað heimmarkaðnum, eða menn eins og H. G. Wells, sem alls ekki vilja líta við nútíðinni. Pauletta liefir óseðjandi tilhneig- ingu til að koma sjer í vandræði. Lukkan leikur sjer aldrei við liana. Hún leitar vandræðin uppi, og fyrir laglega og þróttmikla konu er harla litill vandi að finna nóg af þeim. Þessvegna talar fólk um hana. Hún hefir orðið fórnarlamb heiftúðlegra ályga, en sumt af því sem sagt liefir verið um liana er þó satt í aðalatrið- unum, þó að vitanlega hafi verið log- ið um einstök smáatriði. Hún er ákaflega lítið klædd þegar lnin er að taka sólbað við heimalaug- arnar í Palm Spring, og ef flómusa- gestirnir liefðu fyrir því að berjá á dyrnar áður en þeir opna þær, er sennilegt að hún slengdi einhverju yfir sig áður en hún biði þeim inn. Og hún fer út að dansa með vinuni sínum og án mannsins síns þegar Gharlie er ekki í bænum. Chaplin virðist ekki hafa neitt við það að at- huga. „Chaþlin-málið“ gaf sögusmettunum nóg að tala um hjer á árunum. Það var þannig vaxið, að þau lifðu sam- an eins og lijón, Paulette og Charlie, og .allir töluðu um hneykslanlega sambúð. Þau voru gift öll þessi ár, en það liafði aldrei verið auglýst nje tilkynt. Þetta átti að sýna það, að Chaplin ljeti sig alveg einu gilda um, hvað Hollywood eða heimurinn hugs- aði um hann. Það, sem fólki sjest einkum yfir, þegar það er að palladæma Paúline Goddard, er þetta, að hún er ákaflega mannafælin og einlynd, bráðgáfuð og finnur margt á sjer fyrirfram. í starfi sinu er hún metnaðargjörn, hugkvæm og þrældugleg að vinna. Þegar hún er neydd til að láta vera að vinna, þá vinnur hún jafn ósleiti- lega að því að vera iðjulaus. Karlmennirnir dáðst að henni. Hún veit vel af þessu sjálf og reynir að láta það haldast. Hún hefir þá gáfu, að geta látið karlmönnum finnast -- jafnvel ókunnugum mönnum — að þeir sjeu yndislegir sjálfir, að þau sjeu eiginlega 'gamlir kunningjar og að þau búi saman ýfir einhverju leyndarmáli. Paulette er fædd i New York 3. júní. Hún segist vera sammála Oscar Wilde um það, að kona sem segi til aldurs sins geti bókstaflega ekki þag að yfir neinu, en sumir nákomnir lienni, sem ekki eru hræddir við að segja frá, segja að þetta liafi verið í júní 1915. Fimtán ára fjekk hún stöðu í skemtistaðnum Ziegfield Follies. Þessi árin fór lnin skóla úr skóla, því að móðir liennar var altaf að flytja, en aðallega var liún i tveimur skólum: klausturskóla í New Jersey, sem hjet — Það er þessvegna, sem þú getur ekki selt kartöflur, haha! Bóndinn spratt upp, tók toskuna sina og fór út. — Þú verður að segja mjer, hvað þú lieitir! Hann skelti hurðinni eftir sjer. — Svei mjer ef jeg held elcki, að það hafi fokið i hann, sagði sessu- nautur minn. Mount Sl. Dominiis og í Ursuline Academy í Pittsburg. Þá var það að frændi hennar Char- les Goddard, sem er forseti í lyfja- heildverslun einni þarna vestra bauð henni á lieimili sitt á Long Island. Ziegfield var þar gestur líka og rjeð stúlkuna i sýningarþátt: liún átti að sitja á leiksviði i tunglsljósi en hópur af drengjum sungu ljóð til liennar. Sem betur fór þurfti enga gáfu til þessa, enda átti Pauline hana ekki lil — þá. Archie Selwyn sá hana og ljet hana leika aðal kvenhlutverkið í „Sigrandi sveinn“, en sá leikur sigraði ekki New York. Það var hætt að leika leikritið eftir þrjár vikur. Sköinmu síðar kyntist Paulette Edward James og þau harðgiftust. Það er sagt að James liafi verið forstjóri i trjávörufirma einu i suð- ur-ríkjunum, í Ashville, Norður-Caro- lina. Paulette bjó með honum í tvö ár. Svo sigklu þau og Paulette fór í ferðalag til Evrópu til þess að gleyma, eins og siður er til. Iíom heim aftur og settist að á bóndaba; í Arizona. Þar átti hún skemtilega daga þangað til luin lenti í bifreiða- slysi. Þegar hún var gróin sára sinna eftir það fór hún til Hollywood, náði sjer í umboðsmann og reyndi sig frammi fyrir myndavjelinni. Það tókst illa. Hún reyndi aftur og nu var það Hal Roach sem prófaði hana. Hann tók hana gilda. Eftir hjónaskilnaðinn liafði hún orðið fjárhagslega sjálfstæð og Paul- ette segir, að Roach hafi ráðið sig vegna þess að hún ótti þrjár stórar Rolls Royce bifreiðar, sem hún ók í á myndastöðina. „Drotningin" í hópn- um fór til förstjórans" liamslaus af bræði og afbrýðissemi og kærði þetta, en forstjórinn fór til Pauletle og bað hana um að kaupa sjer Ford en sýna ekki finu bifreiðarnar. Paulette sveikst um það og þá rauf forstjórinn samn- inginn við hana. I rauninni liófst liún ekki til vegs fyr en Ghaplin rjeð hana til að leika i „Modern Times“. Hann heimtaði að- eins fegurð og skapsmuni, en sjálfur stjórnaði hann henni í völundarhúsi leiklistarinnar. Þegar myndin var full gerð fór Chaplin með Paulette kring- um jörðina, og í þeirri ferð voru þau gefin saman á laun í Kanton, Kína. Sem lcona Chaplins liafði hún þann vanda á hendi að taka á móti öllum meiriháttar viðskiftavinum Chaplins og þeir skemtu henni í staðinn og buðu henni út. Ef eitthvert hlutverk krefst ein- hvers ])ess sem Paulette kann ekki, þá lærir hún það. Fred Astaire ljel sjer fátt um finnast þegar Paulettc sagði við hann, að hún skyldi læra að dánsa svo vel, að hún gæti dansað við hann í nýjustu kvikmynd hans „Second Cliorus“, en hann bauð henni þó að hjálpa henni sjálfur yfir örðugustu hjallana. Hún byrjaði æfingar sínar að kvöldi dags, en kom svo tveimur stundum fyr næsta dag og þannig koll af kolli. Loks gekk dugnaður liennar fram af Fred Astaire. Hann þóttist vera dansvanur, en hún varð seinni til að þreytast en hann. Konan hans Charlie Chaplin

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.