Fálkinn


Fálkinn - 12.09.1941, Blaðsíða 15

Fálkinn - 12.09.1941, Blaðsíða 15
F Á L K I N N 15 Áður en jeg f jekk T I P T O P var þvotta- dagurinn erfiðasti dagurinn, en nú er þvott- urinn leikur með T I P T 0 P. FLUGMENN, SEM ALDREI FLJÚGA. Sumir liðsmeiui enska flughersins hafa aldrei komið upp í flugvjel. Það eru þeir, sem jafnan eru ú bifreiðum og aðstoða við flutninga, eins og mennirnir á bifreiðinni hjer á myndinni. Winston Churchill hefir 10.000 sterlingspunda laun sem forsætis- ráðherra í Bretlandi, en þegar skatt- ar hafa verið dregnir frá verða eftir lianda honum 3.168 pund. Fróðum nlönnum telst svo til, að ef hann ætti að fá 10.000 pund eftir að skatt- ar væru dregnir frá, yrðu laun lians að vera 266.960 pund! Margt er skrítið um sumar tölur, og er gaman að gera tilraunir með það. Sje t. d. talan 37 margfölduð, þá verður útkoman mjög oft þann- ig, að hún er skrifuð með sama tölu- stafnum. Þannig er 3 X 37 = 111, 12 sinnúm 37 er 444, 27 X 37 = 999 o. s. frv. En 11 er enn skrítnari tala. Sje t. d. 11 margfaldað með sjálfu sjer verður útkoman 121. Þar er mið- talan einum hærri en tölurnar til hliðanna. Sama einkennið kemur fram, ef maður margfaldar 111 með sjálfu sjer — þá verður útkoman 12321 eða lækkun um einn á hverj- um tölustaf eftir því sem hann fjar- lægist miðtölustafinn. 1111 sinnum 1111 verður 1234321 og 111111111 margfaldað með sjálfu sjer verður 12345678987654321. Menn greinir á um gildi og tilverurjett einstakra greina liins inn- lenda iðnaðar. Um eitt hljóta þó allir að vera á einu máli: að sú iðjustarfsemi, sem nctar innlend hráefni til framleiðslu sinnar, sé ÞJÓÐÞRIFA FYRIRTÆKI. Verksmiðjur vorar á Akureyri Gefjun'og Iðunn eru einna stærsta skrefið, sem stigið hefir verið í þá ált að gera framleiðsluvörur landsmanna not- hæfar fyrir almenning. Gefjun vinnur úr ull fjölmargar tegundir al' bandi og dúkum til fata á karla, konur og hörn og' starf- rækir saumastofu á Akureyri og í Revkjavik. Iðunn er skinnaverksmiðja. Hún framleiðir úr húðum, skinnum og gærum margskonar leðurvörur, s. s. leður til skógerðar, fataskinn, hanskaskinn, töskuskinn, loðsútaðar gærur o. m. fl. Starfrækir fjölbreytta skógerð og hanskagerð. í Reykjavík hafa verksmiðj- urnar verslun og saumastofu við Aðalstræti. Samband ísl. samvinnufjelaga O -"Ulth— Tilkynning til viðskiftamanna Hafnarstjórinn í Reykjavik ljet i' gær birta tilkynning inn það, að framvegis verði ekki leyft að hafa vörur geymdar á hafnarlóðum Reykjavíkurhafnar lengur en þrjá sólarhringa frá því er afferming skips er Iokið, en að þeim fresti liðnum verði vörurnar fluttar á stakkstæði suður hjá Haga og geymdar þar á kostnað og ábyrgð eigenda. Ut af þessu leyfum vjer oss að skora á viðskiftamenn vora að leysa út og taka innan ofangreinds frests vörur ]>ær, sem þeir fá með skipum vorum og öðrum skipum, sem eru á vorum vegum og' geymdar kunna að verða á lóðum hafnarinnar, þar sem vjer að öðrum kosti hljótum að krefjast þess, að þeir greiði allan kostnað, sem ofan- greindar ráðstafanir Reykjavíkurhafntál’ kunna að hafa i för með sjer, enda beri þeir alla ábyrgð á þeim afleiðing- um, hverju nafni sem nefnist, er tjeðar ráðstafanir kvnni að orsaka. Reykjavík 9. sept. 1941. H.F. ÉIMSKIPAFJELAG ÍSLANDS G. Vilhjálmsson. SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS Pálmi Loftsson. P. SMITH & CO. Erling Smith. * $ o * I • o o o * o o i o í o * o ♦ o o o ♦ o

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.