Fálkinn


Fálkinn - 12.09.1941, Blaðsíða 6

Fálkinn - 12.09.1941, Blaðsíða 6
G F Á L K I N N Thayer Waldo: Spádómurinn. Pjetur 5igurðssDn: Mí sa vjí ela r, slórbrotnír menn, lltVQttlirind, IVÍISSKILJIÐ ínig ekki -— jeg hefi þekt Dennis Donegal í tíu ár og dcttur ekki í hug að neita, að hann sje dálítið einkennilegur. Blátt áfram eins og hálfviti, gæti niaður freistast til að segja. En jeg veit að hann var besta skinn og mjer dett- ur ekki í hug að vera hræddur um hann. Það er að segja -— datt það ekki i hug þangað lil á.laugardaginn var. Þá hringdi hann til mín um mið- næltið. — Farðu á fætur og flýttu þjer hingað til min eins og þú getur, öskraði hann í simann og- sleit svo samhandið. Hann virtist vera talsvert æstur. Um leið og jeg borga bifreiðina fyrir utan húsdyrnar hjá honum, kemur litill mjóleitur maður til min og gægist inn í bifreiðina. Það var Michael gamli. —Guði sje lof að þjer komuð! sagði hann með skjálfandi rödd og augun ranghvolfdust af geðshræringu. — Hvað er eiginlega um að vera, Michael. Hann er víst ekki veikur? — Ekki veikur eins og þjer eigið við, sir, en-----J)að er best að þjer farið upp til hans og talið við unga Dennis sjálfan. Jeg gat nú, hvað sem öðru leið, ekki varist að brosa að Michael. Dennis er þrjátíu og tveggja ára, en gamli maðurinn held- ur víst áfram að kalla liann unga Dennis meðan hann lifir. Dennis sat við arininn og eldur- inn brann glatt. Hann starði inn í eld- inn. Hann leit ekki einu sinni við þegar jeg kom inn. — Fáðu þjer stól og taktu þjer glas, sagði hann — það var fallega gert af þjer að koma svona fljótt. — Hvað á þetta eiginlega að þýða? spurði jeg. Hefir læknirinn komið hingað? Hann hvesti á mig augun eins og hann ætlaði að reka mig í gegn. — Hefir þú nokkurntíma heyrt mig kvarta undan veikindum? spurði hann hvasst. Nei! En þú ert málaflutn- ingsmaðurinn minn. Geturðu sagt mjer hversvegna þú ert svona dauð- ýflislegur, þegar þú ert að vinna verk, sem þú færð vel borgað? Þetta er brjálaður heimur sem jeg er að skilja við. Það fór vel um mig þarna við eld- inn og áfengið fór eins og ylur um allan líkamann. Jeg brosti: — Hvaða lieim liefir þú hugsað þjer að skilja við? — Jeg hefi verið að gera arfleiðslu- skrána mína, sagði Dennis og ætla að biðja þig um að verða skiftaráð- anda. Hefir þú tíma til að taka það að þjer? —- Hvort jeg liefi tíma? Auðvitað hefi jeg tima til þess. — Jeg vil að þú takir allar mínar fjárreiður að þjer frá deginum á morgun og þangað lil búið er að ganga frá öllu. Jeg er alveg rólegur og með öllum mjalla, bætti hann við þcgar hann sá áhygjusvipinn á mjer. En -jeg á ekki nema tólf tíma ólif- aða. Jeg fann á mjer, að Dennis var ekki að gera að gamni sínu núna, eins og hann gerði stundum. Þess- vegna stilti jeg mig og sagði rólegur: — Viltu nú útskýra þetta? — Hún gamla Toole frænka min hefir spáð fyrir mjer. Jeg misti stjórnina á mjer þegar liann sagði þetta. — Hver fjand.... liefirðu nú verið að ráðfæra þig við hana nýjan teik? Þú ert brjálaður, Dennis Donegal! Hann hló. — Mjer þótti vænt um, að lnin kom í tæka tíð. Hugsum okk- ur ef jeg hefði dáið án þess að gera ráðstafanir fyrir húsi mínu og lieim- ili. Annars skal jeg segja þjer, að hún hefir sagt mjer fyrir alt, sem á cíaga mína hefir drifið síðan jeg fæddist — það hefir alt komið fram. — Jæja, sagði jeg ergilegur. — Og hvað sagði svo völvan? Dennis tottaði pipuna lengi. — Hún spáði í spilin og tautaði í sí- fellu. Svo sagði hún alt í einu upp- liátt: —- Á morgun er dagurinn upp- runninn. Jeg sje ljóshærða, framandi, frá landi sem er langt hjeðan. Og það þýðir finish (endir) fyrir þjer, Dennis Donegal. Jeg varð fokvondur. — Þetta er fásinna. Hvernig getur ljóshærð stúlka — — —- — Stúlka? tók Dennis fram í. — Þetta var ekki stúlka. Toole frænka átti við leirljósu merina, sem jeg ætia að reyna í hindrunarhlaupinu á morgun. Það er deginum ljósara. Mjer hafa fundist svartir vængir flagsa kringum mig síðan jeg keypti þessa meri. — Hvaða bull er þetta? fnæsti jeg. Ef þú ert hrædur um að merin verði þjer að bana, þá er þjer best að taka ekki þátt i hlaupinu. — Ha? sagði Dennis fyrirlitlega. — Þú ert írlendingur og samt ætl- ast þú til að jeg reyni að flýja for- lögin? Nei, h'jelt liann áfram hægari, — það þýðir ekki að reyna að flýja. Maður verður að horfast í augu við forlögin og þessvegna bað jeg þig um að koma. Annars befi jeg ráðið liingað stúlku, sem á að verða ritari þinn og lijálpa þjer. Jeg skal hiðja Michael að láta hana koma inn til okkar. Dennis talaði hátíðlega um útför sína og ýmislegt þesskonar og nú kom stúlkan inn í dyrnar. Hún var líti! og ljósliærð, en útlendingsleg. í rauninni var hún bráðlagleg. — Hjerna er jeg, mr. Donegal, sagði bún. Dennis leit upp. — I,agleg stúlka, bvíslaði jeg. — Hvar hefir þú grafið liana upp? Stúlkan kom til okkar. Dennis starði á hana eins og hann hefði sjeð opinberun. I>að gekk ljós upp fyrir mjer. — Donegal, lirópaði jeg og benli á stúlkuna. — Sjerðu ekki — það er hún sem er finnish (finsk). — Toote frænka sagðist ætla að senda mjer ....... — Já, sagði stúlkan, — frú Tooie er frænka mín. Jeg kom með henni hingað til Ameríku frá Finnlandi. Dennis strauk sjer hökuna. — Hm, sagði hann loksins. — Kanske þú liefir rjett fyrir þjer. Fyrirgefðu að jeg var að ónáða þig svoua um miðja nótt. Góða nótt! Viku síðar var jeg i brúðkaupinu þeirra ásamt Toole frænku. Er miðstöð verðbrjefaviðskiftanna. Takmarkið er: FÁLKINN inn á hvert heimili. Auðvitað bafa Ameríkumenn búið til stærstu flugvjel lieimsins. Lengd liennar er 122 fet, vængjatak 210 fet, hún hefir fjóra mikla hreyfla, gengur fyrir tvö þúsund hestaöflum, er 70 þungalestir, flytur 125 hermenn auk áhafnarinnar sjálfrar, flytur 18 þungalestir af sprengjum og kostar á þriðju mitjón króna. Fyrir slíka upp- hæð mætti reisa meira en tvo há- skóla eins og Háskóla Islands. I>etta er aðeins ein flugvjel, og svo fram- leiða þjóðirnar þær í tugum þúsunda, þjóðir, sem þykjast þurfa að fara í stríð til þess að geta fæll og ldætt þegna sína. Babelsmönnum tókst ekki að reisa turn er næði upp til himins. I>að fjekk þann endir, segir sagan, að mennirnir skildu ekki liver annan, en það varð til þess að skapa fjand- skap og stríð. Þeir skildu ekki livor annan. Það er hin mikla sorgarsaga. Mennirnir eru altaf að keppast við að komast sem hæst, annaðlivort í einhverjum himinturnum eða risa- flugvjelum, keppast við að yfirstíga liver annan, en það endar alt í mis- skilningi, tortryggni, fjandskap og stríðum. Menn og þjóðir skilja ekki hver annán. Það er þeirra mikla mein. Og þjóðirnar skilja ekki sig sjálfar. Þær þykjast elcki geta af- stýrt fátækt, atvinnuleysi og skorti j ýmsum myndum, ekki afmáð skuggahverfi stórborganna, en að láta mikinn hluta þjóðarinnar þjást af þróttteysis- og vanfóðrunarsjúk- dómum. En himnaturnum geta þær hrúgað upp, og risavjetar kunna þær að smíða til þess að flytja eld og brennistein yfir á höfuð nágrannans. Geta þjóðanna væri ekki lítil, ef góð- vilji og siðgæðisþroski væri að sama skapi, en þetta kemur vonandi tíka. Okkur sundlar, er við heyrum birt- ar binar háu tölur, sem þjóðirnar leggja fram til hernaðar. Það sýnir að af einhverju miklu er að taka, jafnvel þó tekið sje um getu fram. Nýlega sá jeg grein i Ameríku- tímaritinu „Life“, um eitt riki í Bandaríkjunum — Texas. Jeg hrip- aði niður nokkrar tölur, sem koma fyrir í lýsingu þessa auðuga ríkis, en þær sýna af liverju er að taka, og skilst þá betur hvílíkt afl þeir mem; liafa að baki sjer til stórræða, sem fara með völdin meðal liinna stærri þjóða og ríkjasambanda. Texas er stærra en þessi fimm ríki — Nýja England, New York, Penn- sylvania, Oliio og Illinois — til sam- ans. Það er tólfti hluti flatarmáls allra Bandaríkjanna og hefir laga- legan rjett til að skifta sjer í fimm ríki, hvert með rúmar sex miljónir íbúa. Fimti hluti atlrar Baridaríkja- þjóðarinnar býr i Texas, og sam- kvæmt þessu verða öll hlutföllin þar stór. Þetta er hin mesta auðsupp- spretta og nægtanna land. Fram- leiðsla ríkisins er risavaxin og bú- skapurinn í stórum stil. Alls eru þar 7,245,000 gripir, þar af 714,000 tamd- ir hestar, og 10,000,000 sauðfjár. Stærsta býtið er 1,250,000 ekrur. Það er eins stórt og fjórir fimtu hlutar af ríkinu Daleware. í Texag eru 35,000,000 ekra af skóglandi, og olíu- framleiðsla ríkisins er 590,500,000 dollara virði árlega. Þetta er 40% al' allri olíuframleiðslu ríkjanna. Ár- ið 1938 var bómullarframléiðsla þess 130,000,000 dollara virði. Það flytur út 1,000 járnbrautarvagna af kalkun- um árlega. Meira en helmingur af öll- um námaunnum brennisteini heims- ins er frá Texak. Þar er stærsta brennisteinsnáma heimsins. Texas framleiðir árlega 2,000,000 þungalest- ir, eða 30,500,000 dollara virði al’ brennisteini. Ávaxtaræktun rikisins er einnig gifurlega mikil. Texasbúár vita að þeir tilheyra míklu og góðu landi. Þeir eru sjálf- stæðir í hugsun og borginmannlegir. Sagt er að þeir noti stór orð og sterka drykki. Þeir lít.a á alla aðra menn sem útlendinga. Þeir liafa nægilegt olnbogarúm og geta ekið i bíl sínum 200 enskar mílur til þess að fá sjer hádegisbita. Skammbyssan hefir jafnan verið á lofti hjá Texas- búum og enn ganga menn þar með skammbyssur. Skólakerfi landsins er eitt hið fullkomnasta í Bandaríkjun- um. I>ar eru um 25 mentaskólar og háskólar. Texas framleiðir tvo fimtu hluta allrar steinolíu í Bandaríkjunum, og öll iðnaðarframleiðsla ríkisins nem- ur 1,590,000,000 dollara virði árlega og cr ellefti liluti alls iðnaðar Banda- ríkjanna. Síðan 1937 liefir verið líf og fjör í öllum iðnaði ríkisins og byggingar farið þar lang fram úr öllum hinna ríkjanna. Þetta eru aðeins örfáar tölur við- víkjandi einu ríki Bandaríkjanna. Nú er þetta volduga ríkjasamband, með alla sina auðlegð, alla sína tækni, risavjelar og stórhuga og starfsfúsu syni, orðið þátttakandi að nokkru leyti í liinum ógurlegu átökum þjóð- anna um framtíð og afkomu mann- kyrisins á jörðu. Hvað mun það leggja til úrslitanna? Betur að það hefði lagt sinn skerf til þess að afstýri slysinu, því að það var Bandaríkj- uniim mögulegt, en eftir því sem nú er komið, skiftir mestu hversu vel þeim ferst vinnubrögðin, er reisa skal hinn nýja lieim, að öllu niður- rifinu loknu, sem lagt hefir gamla bæinn í rúst. Þrátt fyrir alt skrítið, sem ofl er sagt um Ameríku, og oft af lítilli þekkingu, má vænta góðs það- an, ef Ameríka vaknar upp til með- vitundar um það, að nýjan bæ þurfi að byggja. Ameríka er ekki aðeins land auðkýfinga, fátæktar og glæpa- manna, þar er einnig ótrúlega mik- ið af mannúðlegum, kristilegum og heilbrigðum hugsunarhætti og far- sælu mannviti. Heimurinn er enn í smíðum. „Hamarshöggin glymja". Ameríka er með — stórlniga menn og stórbrotnir, auðmagn það, sem er afl þeira liluta er gera skal, afl, serri er vanfarið með, en máttugt til endursköpunar, ef hyggilega er áhaldið, og einhvern- tíma verða börnin fullorðin. — P. S. Þjóðverjar eru iðnir við að flæma Gyðingana úr Póllandi. Þannig voru um 70.000 Gyðingar í Krakau áður en Þjóðverjar tóku Pólland, en nú eru aðeins 15.000 sagðir vera eftir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.