Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1941, Síða 5

Fálkinn - 24.10.1941, Síða 5
FÁLKINN ö / Pruha er fjöldi gamalla kirkna. I'essi mynd er ár stáku í einni þeirra. Ráðhástorgið heí'ir l'rá fornu fari verið aðal markaðstorg og mann- fundatorg borgarinnar; þar fóru fram burtreiðir riddara og skrúðgöngur við bátíðleg tækifæri, svo sem þeg- ar konungar og keisarar voru krýnd- ir. En andstæðurnar mætast. Hjer á torginu var líka aftökustaður allra heldri manna. Á töflu í ráðhúsveggn- um gefur að líta nöfn 27 aðalsmanna, Tjekka, Þjóðverja og eins Slóvaka — sem voru teknir af lífi á torginu 21. júní 1621 fyrir að hafa gert upp- reisn gegn ofbeldi Ferdinands keis- ara og barist fyrir trúfrelsi og mann- rjettindum. Og á flórsteinunum fyrir utan ráðhúsið eru krotuð ártöl og krosslögð sverð, sem sýna hvar af- tökupallurinn stóð. Tjekkar tiafa i heiðri minningu þeirra manna, sem líflátnir voru á þessu torgi, því að alt voru það þjóðvinir og sjálfstæðis- menn. í innskoti i ráðhúsveggnum var, eftir heimsstyrjöldina, settur kassi með mold, og áletrun sem segir, að þessi mold sje frá vígvöllunum, sem Tjekkóslóvakar börðust fyrir sjálf- stæði sínu í síðustu heimsstyrjöld, nefnilega: Verdun, Doss’Alto og Zbo- row. Sú mold mun vera horfin það- an núna. Gyðingabærinn -— Judenstadt, sem líka er kallaður Josefsstadt — er merkilegur. Það er sagt, Gyðingar víðsvegar um Evrópu tetji Praha elsta heimkynni sitt í Evrópu og gamli gyðingagrafreiturinn i Praha — Beth Chaim — er frægur um allan heim og skoða liann flestir, sem í borgina koma. Minnismerkin þar eru svo þjett, að varla verður gengið á milli þeirra og sum svo jarðgróin að ekki sást nema ofan á þau. Þarna eru legsteinar frá ýmsum öldum og á liina eldri eru krotuð merki ættkvísl- arinnar, sem sá látni taldist til, en á hinum yngri eru dýramyndir, sem eiga að tákna nöfn þau, sem gyðiug- arnir liöfðu tekið upp, eftir að þeir komu til Evrópu. Elsti legsteininn er frá árinu 606. Ekki eru blóm á nokk- urri gröf þarna, en viða er steinvöl- um raðað á legsteinana. Gyðingar nota steina á grafir, eins og aðrir nota blóm, og er það bæði ódýrt og fyrirhafnarlítið, en látnum gyðingi verður ekki meiri sómi sýndur með öðru en þvi, að leggja steinvölu á leið- ið hans. Er talið að þessi siður stafi frá þvi er Gyðingar voru á hrakn- ingi um eyðimörkina. Þá voru lík dysjuð með grjóti, svo að ekki skyldi blása af þeim, eða óargadýr grafa þau upp. Trúarsiðir Gyðinga banna að grafa upp lík eða dytta að gröf. Þegar graf- reitur er útgrafinn er nýtt moldar- lag sett ofan á grafirnar og síðan grafið á ný. í grafreitnum Beth Cha- im eru níu lög af gröfum hvert ofan á öðru. Á ferhyrndum reit i grafreitnum liggur hrönn af likum i einni hendu. Þau voru eftir Gyðingaofsókn i fyrnd- inni, er fjöldi fólks var brytjaður niður og kasaður þarna í einni lióp- gröf. Fyrir nokkrum árum var hluti af þessum grafreit tekinn undir götu, og fluttu Gyðingar þá legsteinana úr þeim hlutanum inn í grafreitinn og' settu þá þar i stafla. Við Betli Chaim stendur Gyðinga- safnið. Að koma þangað er nærri því eins og að lesa Gamla testamentið. Samkomuhús Gyðinga i Alt-Neustadl er höfuðkirkja allra Gyðinga í Ev- rópu, og er frá 13. öld. Það er dimt og drungalegt þar inni. Eitt af dýr- mætustu forhengjunum fyrir því allra helgasta var nálega uppnagað af tönn tímans og mátti enginn snerta á ]jví. Það hefir hangið þarna i margar aldir, án þess að nokkur hafi snert á því, og þarna á það að hanga þangað lil það er orðið að engu. Svo heilagt er það. Einn stóllinn í helgidóminum stendur altaf auður og það er hann- að að setjast á hann. Því að Gyðing- ar halda því fram, að stóllinn sje ekki auður, þó að hann sýnist vera það. Þeir halda, að þar sitji enn hinn frægi lærifaðir Jehuda hen Bezalel Löw, sem einu sinni var æðsti maður safnaðarins. Gyðingakonur fá ekki að koma inn i sjálfan helgidóminn. Þær fá ekki að fara lengra en í anddyrið og það- an mega þær gægjast inn um glugga. En í heimahúsum ráða þær meiru en flestar húsfreyjur. í Praha er vagga blaðamenskunn- ar i Evrópu. Þar kom fyrsta tíma- ritið út og var það prentað á tjekk- nesku. Svo að Praha á heiðurinn af að hafa stofnað pressuna — stórveldi nútimans. Úr Vituskirkjunni i Praha. Myndin er af nýrri tegund af sprengjum, sem enski flugher- inn notar sjerstaldega til þess að varpa á brynvarin virki og herskip. Sprengjur þessar vega 2000 pund og má nærri geta hví- liku óhemju tjóni þær geta valdið. GERÐARLEG SPRENGJA. ’ / SKRIÐDREKAVERKSMIÐJU. Hjer á myndinni sjást skriðdrekar „i fæðingu“ i enskri verk- smiðju. Við samsetningu þeirra er svipuð aðferð höfð og við bifreiðar: Þeir hreyfast áfram á flutningsbandi stað úr stað og í hverjum áfanga er nýjum hluta bætt við þá.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.