Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1941, Page 12

Fálkinn - 24.10.1941, Page 12
12 F Á L K I N N LUKKULEITIN ÁSTARSAGA EFTIR LUDWIG BLUMCKE FRAMHALDSSAGA 6. Og svo þetta skríta fiskiver þarna l)ak við liann! Þarna stóðu þeir alveg eins og þegar liann var barn, veðurbörðu, frís- nesku fiskimennirnir, með trjeskó á fótun- um, pípuna í munnvikinu og báðar liend- urnar á kafi i buxnavösunum og nutu feg- urðar sólarlagsins, sem altaf var eins og nvtt, þó að gamalt væri. Alvarlegir og yfirlætislausir menn, en trúir eins og gull og vissu ekki bvað svik voru. Margir þeirra heilsuðu Walter þegar þeir mættu honum — líka Pjetur Tönning, en ekki var liægt að segja um hann, að hann væri prýði sjómannastjettarinnar. Drykkju- skapurinn hafði brennimerkt bann. And- litið var fjólublátt, hárið ógreitt og augun eins og þau væru úr gleri. Nú átti hann heima ásamt móður sinni í þakskonsu á öðrum sjómannabæ í þorpinu. ■ Og þar stóð líka kistan, sem geymdi brjefið. Ingibjörg kom á móti Walter þegar liann var á heimleiðinni. Þan töluðu um daginn og veginn. Þau vildu hvorugt styggja annað til þess þótti þei moft vænt hvoru um annað. III. KAPÍTULI. 0 var Walter Hartwig verkfræðingur í vjelaverksmiðju Detlefsens í Wil- helmstad. Þetta var ekki stór verk- smiðja og Reemann verkstjóri og vjelstjór- arnir voru duglegir og ábyggilegir menn, svo að Walter hafði gott næði og mikinn tíma aflögu til sinna eigin sýslana. Detlefsen sjálfur var fullorðinn maður og orðinn heilsulítill. Hann var Walter mjög góður og gaf honum frjálsar Iiendur og sýndi honum ótakmarkað traust þegar i byrjun. Walter hafði með öðrum orðum ástæðu til, að vera ánægður 'með hlutskifti sitt, enda tók liann nú með kappi til ó- spiltra málanna við upgötvun sína. Eins og liann hafði lofað kom hann næsta sunnudag — áður en hann kom að Bólstað - til Ellernbrúar, að lieimsækja þær mæðg- urnar. Hann ók alveg heim að garði í leigu- vagni. Edelgard hafði auðsjáanlega heðið lians, því að varla var var hann kominn inn úr garðshliðinu fyr en hún kom lilaupandi á móti lionum. Hún var nú í hárauðum úti- fötum. Hún óskaði hann velkominn, inni- lega eins og þau væru gamlir kunningjar, og trítlaði eins og fiðrildi við hliðina á lionum, svo að maður skyldi hafa gelað haldið, að þetta væri ungur ærslabelgur. Þau gengu framhjá gosbrunni og göml- um marmarahöggmyndum upp breiðan gang að aðalbyggingunni, „höllinni“, sem kölluð var, þó að ekki væri þetta nú neitt stórhýsi, heldur kurnaralegt hús í kassa- stíl og alveg laust við alla prýði. Það ein- asta fallega voru rósirnar, sem uxu upp með þilinu. Þegar Walter var drengur hafði hann oft horft aðdáunaraugum á „höllina“ álengd- ar fjær og gerði sjer í liugarlund, að margt dularfult mundi vera i þessu húsi. En í dag vrði blæjunni lyft frá, og lionum gæf- ist tækifæri lil að skoða leyndardómana. „Og þjer kunnið vel við yður í Wilbelm- stad, herra Hartwig?“ spurði unga stúlkan laglega. „Iðrist þjer ekki eftir ráðabreytni yðar?“ Ilún slarði með eftirvæntingu í augun honum. „AIls ekki,“ svaraði hann. „Það er yndis- legt að vera kominn til Fríslands, og jeg hefi nægan tíma afgangs til minna eigin starfa.“ „Það gleður mig,“ sagði hún glaðlega. „Jeg vildi óska yður þess, að allar vonir yðar mættu rætast! Jeg get ekki lýst því með orðum hve mikinri áhuga jeg hefi á störfum yðar. Jeg vildi óska, að þjer segð- uð mjer sem mest frá þeim. Viljið þjer lofa mjer því?“ „Með mestu ánægju,“ svaraði liann. „Jeg er upp með mjer af því, að þjer skuluð veita tilraunum mínuiri athygli. Jeg hefði aldrei haldið, að ungar stúlkur mundu hafa á- lniga á því, sem jeg hefi fyrir stafni. Og í fullri einlægni sagt, ungfrú Lund, þá hefði jeg haldið, að þjer væruð alt öðruvísi en þjer eruð.“ „Mjer þykir ósegjanlega vænt um, að þjer skuluð ekki láta fordóma leiða yður á villigötur — dóma þessa fólks, sem stendur yður svo miklu neðar að viti og þekkingu," sagði hún og varð rjóð í kinn- um. „Og þá munuð þjer heldur ekki ljá evra öllu slúðrinu, sem gengur um mig. Við skiljum liivort annað, herra Hartwig. Gefið mjer hönd yðar up á, að þjer skul- uð altaf verða vinur minn!“ Ilann tók litlu, hvítu hendina, bar liana upp að vörunum og þrýsti heitum kossi á bana. Það kom einhverskonar víma yfir hann. Blóðið rann miklu hraðar en áður í æðum lians og barðist í æðunum yfir gagn- augunum á honum. En hvað hún var löfr- andi! Hver gat staðisl þessi geislandi augu? Þau gengu saman inn í anddvrið. Vegg- irnir voru prýddir hjartarhornum og öðr- um veiðimenjum. En sjálf salakynnin voru kuldaleg og skuggalegri nepju andaði úr hverju horni. Og ekki geðjaðist honum heldur að stof- unni, sem Edelgard bauð honum inn í og skildi hann einan eftir i um stund. Hún var ekki í neinu tilliti í samræmi við það, sem hann hafði gert sjer í hugarlund um hallarstofur, þegar hann var drengur. Hin fornlegu, gyltu húsgögn mundu að visu hafa verið dýr einhverntíma, og sama máli var að gegna um málverkin og alt hitt, sem hann sá þarna inni. En samt vantaði alt til þess, að stofan gæti lieitað vislleg. Húsmóðirin stóð með miklum erfiðis- munum upp úr djúpum hægindastól með brikum á, og staulaðist til Walters. Hún studdist við slaf. Gal þessi litla, visna kerling, með gula, hrukkótta andlitið, verið „markgreifafrú- in“, sem hann hafði hugsað sjer eins og nokkurskonar drotningu þegar liann var barn'. Hún horfði á hann sljógum sviplausum augum, rjetti honum hendina, sem var lítið annað en bein og sinar og sagði með rödd, sem var eins og hljómnr í rifinni klukku: „Það gleður mig að sjá yður, herra Hart- wig. Gerið þjer svo vel að fá yður sæti. Svo þjer eruð þá orðinn frægur maður. Hún dóttir mín liefir sagt mjer frá yður.“ Edelgard hafði sagt honum, að móðir hennar liefði svo mikinn áhuga fyrir upp- götvun hans og hefði óskað að fá að sjá hann, en þetta var vægasl talað of djúpt tekið í árinni, því gamla konan gekk auð- sjáaplega í barndómi og liafði ekki hug- mynd um það, sem fram fór í kringum hana. Walter gat ekki komist hjá að finna, að þessi heimsókn hans var gömlu konunni móti skapi. Hún talaði heldur ekki eitt einasta orð um uppgötvanir hans lieldur eingöngu um veikindi sin, sem voru býsna margskonar. Og henni var eflaust Ijettir að því, að Walter liafði fljótlega hugsun á, að hypja sig á burt og óska henni góðs bata. Edelgard fylgdi lionum út og afsakaði móður sína eins og hún gat. Hún væri venju fremur lasin í dag. Ef ekki hefði staðið þannig á, að dóm- greind Walters var sljó vegna ástríðnanna sem vaknað höfðu í honum, mundi hann eflaust liafa getað sjeð í gegnum öfgar stúlkunnar og sannfærst um, að alt látæði liennar var leikur og lygi. En Edelgard hafði heillað liann svo gjörsamlega, að hún hafði liann alveg á valdi sínu, þó að hann vildi ekki viðurkenna það fyrir sjálfum sjer.. Hún ætlaði vitanlega ekki að sleppa hon- um undir eins. Það var svo margt, sem hún þurfti að segja honum og lala við hann um, Og' þessvegna var langt liðið á dag þegar liann loksins kom að Bólstað, þar sem beðið hafði verið eftir honum frá þvi um morguninn. Hann fór ekki í neina launkofa með, að hann hefði verið á Ellernbrú. Hann reyndi að opno atigun og nota vitið, sem guð hefir cðlilegan hlut, en það tókst ekki betur en svo, að sjálfur meinhægðarmaðurinn Bertel Amrum varð fokvondur. „Þú gengur beint í gildruna, sem hún setur fyrir þig, eins og hvert annað erki- flón!“ þrumaði hann sárgramur. „Reyndu að opna augun og nota vitið, sem guð hefir gefið þjer, drengur! Þú liefir enga skyldu lil að endurgjalda heimsókn hjá fólki, sem við liöfum aldrei liaft neitt saman við að sælda.“ Og Karen lagði orð í belg: „Hversvegna í ósköpunum spurðir þú okkur ekki ráða áður en þú gerðir þessa flónsku? Þetta fólk er alls ekki eins og

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.