Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1941, Side 14

Fálkinn - 24.10.1941, Side 14
14 F Á L K I N N ÚR EYÐIMERKUR-STYUJÖLDINNI. Við og við er getið urn vopnaviðskifti i „vestureyðimörkinni“ bað er í Libyu. Bretar sitja sem fastast i Tobruk, en Itaiir oy Þjóðverjar hafa sterkar liðsveitir þar í kring og gera tíð ríhlaup. En Bretar gera lika útrásir úr borginni og fara oft lanffar ferðir út í eyðimörkina. í heim ferðum nota þeir hina Ijetlu skriðdreká, sem sjást hjer rí myndinni, og eru þeir vopn- aðir eð Bren-byssum. ENSKAR FLUGVJELAR RÁÐAST Á OLÍUSKII*. í einni heimsókn, enskra flugvjela til Frakklandsstrandar sríst lil ferða þýsks olíuskips og rjeðusl sex flugvjelar þegar á það. Eftir að flugvjelunum hafði tekist að kveikja i skipinu komu enskar Blenheimsprengjuflugvjelar á vettvang og tókst að hitta skipið með sprengjum svo að það sökk. Myndin lijer að ofan sýnir hvernig dráttlistarmaður einn hugsar sjer að viðureignin hafi farið fram. Þar sjest Uka skipið sem fylgdi olíuskipinu og átti að verja það. Laskaðist það allmikið líka. Vegna þess hve þýsku járnbrautirnar hafa skemst mikið af loftárrísum Breta hafa Þjóðverjar upp á síðkastið notað sjóleiðir meira til flutn- inga en áður. Siðan þessi breyting varð liafa Þjóðverjar beðið miklu meira tjón á skipum sínum en áður var. ]VT AFN Martins Niemöllers, liins mikla þýska kirkju- höfðingja er þekkt um allan heim. En fæstir vita um hina viðburðaríku ævi hans. 1 hók sinni, „Kafbátsforingi og kenni- maður", lýsir hann á lifandi og skemtilegan hátt ævintýrum sínum í heimsstyrjöldinni. Hann var ungur sjóliðsforingi í ofán- sjávarflotanum, þegar hún braust út, en var skipaður í kafbátaþjónustu og varð sjálfur kagbátsforingi á ungum aldri. Niemöller varð brátt kunnur fyrir dugnað sinn og skyldu- rækni. Og þótt menn hati stríð, er ómögulegt annað en dást að kjarki og þreki þessara manna. Eftir stríðið hóf Niemöller guðfræðinám, og ákvað að verða prestur. Hann var mjög þjóð- ernissinnaður og gekk meira að segja í nazistaflokk Hitlers, en sagði skilið við þann flokk 1933, þegar Hitler ætlaði að neyða mótmælendakirkjuna undir flokksaga nazista. Síðan hefir hann átt í stöðugri baráttu við Ilitler og flokk hans. Niemöller skipulagði andstöðu presta og annarra kirkjunnar manna gegn Hitler á árunum 1933—1937. þá var horíum varpað í fangabúðir 2. mars 1938, var hann dæmdur i 7 mánaða fangelsi. Þegar hann hafði afplánað þann dóm, var hann ekki látinn lausa. Og er hann ennþá fangi þýskra nazista. James Harpole: Úr dagbókum skurðlæknis. Dr. Gunnl. Claessen þýddi. ísafoldraprentsmiðja h.f. Þa‘ð er ekki öllum gefið, að kunna að segja þannig frá fyrirbærum í heimi vísindanna, að almenningur skilji, og því siður að hann liafi gaman af að tesa það. En það kann enski læknirinn, sem kallar sig Jam- es Harpole (þetta er gerfinafn frægs ensks tæknis) til fullnuslu. Hann segir frá atburðum, sem fyrir liann hafa komið á löngum starfsferli — ýmist sem aðstoðarlæknir á spítala, herlæknir austur í löndum í síðustu styrjöld og sjólfstæður læknir í London — og hann hefir jafnan á takteinum dæmi úr lífinu, sem hann notar í stað skýringa, með þeim á- rangri, að lesandinn er, áður en hann veit af, orðinn fullur af eftir- væntingu og spyr: Hvernig reiðir nú þessu af? Höfundurinn gleymir aldrei sam- bandinu milli orsakar og afleiðing- ar og þessvegna verður liann fræð- andi um leið og hann er skemtileg- ur. Þó að þessari bók sje ekki ætl- að, fyrst og fremst, að vera nein fræðibók um læknifræðileg efni þá er hún það samt í reyndinni og meira að segja mun fremur en margt annað, sem um þau efni er skrifað í þeim tilgangi að fræða. Því að þarna er fræðslan gefin inn í góm- sætum smáskömtum en hvergi reynt að þjappa miktu saman og ekki held- ui reynl að koma of víða við og tína til aukaatriði. En merg málsins fær- lesandinn að vita, eigi aðeins hvað snertir l'jölda sjúkdómha, orsakir þeirra og hversu læknisfræðinni hef- ir tekist að vinna bug á þeim, held- ur einnig viðvíkjandi almennustu greinum lieiibrigðismálanna, svo og um ýmsar nýjungar í þekkingu \isindanna og opinberanir síðustu ára, t. d. viðvíkjandi fjörefnum, starfsemi „blindra'“ kirtla og jiess háttar. Svo að ofurlítil hugmynd sje gef- in qm, hve bókin kemur víða við skal greint frá því, að nokkru teyti, hvað hún fjallar um. Þar segir fyrst frá stjarfa (stífkrampa), ofblæði (blæðingum sem ilt er. að stöðva vegna þess að blóðið getur ekki slorknað), berklaveiki, inflúensu, sykursýki og taugalömun. Um lækn- isaðgerð á hjartanu sjálfu er þarna fróðlegur þátt.ur, en þær eru svo til nýjar í læknisfræðinni, og annar um fegrunarlækningar svonefndar, sem ýmist miða að því, að breyta með- fæddu útliti fólks, en þó fremur því, að lagfæra afskræmingar, sem fólk verður fyrir við slys eða í stríði. Fleygði þessum lækningum mjög fram eftir síðustu styrjötd — enda var verkcfnið þá nægt — og einn af helstu braulryðjendum i greininni var sir Harold Gillies, sem beiins- frægur hefir orðið fyrir aðgerðir sínar í þessari grein. Þá er þáttur um tilraunir læknanna til þess að viðhalda æskunni, í útliti og inn- ræti, og skýrt frá undirstöðunni undir yngingaraðferðum Voronoffs og Stéinachs, sem svo mikið umtal vöktu lijer á árunum, er |iær urðu heyrum kunnar. I síðari kafla bókarinnar, er höf. nefnir „Ævintýri læknavísindanna", segir fró baróttu læknisfræðinnar við mýrakölduna, og flugur þær, sem bera smitun þessarar veiki i fólk. Næst er sagt fró bólusetningum við farsóttum og blóðvatnsnotkun til þess að gera fólk ónæmt fyrir þeim eða herða það gegn þeim. Sjerstakur þáttur er um helstu afreksmenn í þessari grein, jjar sem sagt er frá Emil Behring, er fann blóðvatn gegn barnaveiki, Paul Erlich, sem auk margs annaris fann óbrigðuiasta meðalið sem enn er til gegn syfilis, og svo jjeim Pasteur, Lister og Ro- bert Koch. í síðustu þáttunum segir frá leitinni að vítamíriunum, hormón- unum (sem enginn jiekti fyrir nokkr- um árum, en ráða mesty um líkam- legt og andlegt atgerfi einstaklings- ins).Er nýstárleg fræðsla í þessum jjáttum og munu ýmsir þeir, sem gefist hafa upp við að lesa ritgerðir um þessar kynjar verða forviða á, hve ljóst er sagt fró. Við lestur bókarinnar fræðist mað- ur meðal annars um það, hve stór- kostlega læknavísindunum hefir fleygt fram á síðustu árum og ára- tugum. Ýmislegt af því, sem áður jiótti óviðráðanlegt og ólæknandi er nú leikur einn í höndum góðra manna. Og eigi er minna um l)að vert, hve miklu betur heilsufræð- ingarnir standa að vígi nú en fyrir nokkrum árum, um að fyrirbyggja marga sjúkdóma. Svo margar gótur hafa vísindi nútímans róðið — þó margar sjeu enn eftir. Dr. Gunnl. Claessen hefir gert góðverk með j)ví að þýða bókina. Bæði með valinu á henni og bún- ingnum, sem liún er í. Þess verður ekki vart af þýðingu lians, að fær- um manni og fróðum sje torvelt, að segja frá læknifræðilegu efni og nýjungum í þeim greinum, á ináli, sem allir skilja. Þarna er að vísu talsvert af nýyrðum, en flest j)eirra skýra sig sjálf og bera þess engan keim, að þau sjeu fædd í gær. Og framsetning öll er hispurslaus og ljós, svo að undrum sætir, ef þess er gætt, að lijer er verið með efni, sem flestum er algerlega nýtt. ísafoldarprentsmiðja h.f. liefir gef- ið bókina út og vandað vel til. Það er sagt að hún sje að verða uppseld, en þó er hægurinn hjá að prenta meira, þvi að hún á erindi inn á hvert einasta heimili, og verður aufúsugestur undir eins og hún er komin þangað. KAUPIÐ »FÁLKANN«

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.