Fálkinn


Fálkinn - 31.10.1941, Side 4

Fálkinn - 31.10.1941, Side 4
4 F Á L K I N N UNGVERJALAND □ g unguerskir siðir EFTIR SIGRID TANG. Lándslag við Dóná, lifæö Ungverjalcinds. Horthy rkisstjóri. MIÐ-EVRÓPA hefir orðið fyr- •*■ ir miklum breytingum síð- ustu árin. Árið 1938 rann Aust- urriki inn í Þýskaland og ári síðar var Tjekkóslóvakía limuð sundur og fjell beirilínis og ó- beinlínis undir yfirráð Þjóð- verja. Ungverjaland, sem var limað sundur og gert að smá- ríki með Trianon-friðarsamning- unum 1919, heldur enn sjálf- stæði sínu, en er aðeins smá- riki hjá því sem áður var, þang- að til í fyrra, að það fjekk landsauka frá Tjekkoslóvakíu og Rúmeníu. Þegar jeg kom seinast til Ung- verjalands rak jeg þegar augun i, að fáninn var allsstaðar í hálfa stöng á opinberum byggingum í ríkinu. Var einbver þjóðkunnur maður dauður? spurði jeg ung- verska sagnfræðinginn, sem var að sýna okkur Budapest. — Vit- ið þjer ekki, svaraði hann, — að fáninn hefir verið í hálfa slöng síðan Trianon-friðurinn rændi okkur tveimur þriðjung- u m af landinu og nær tvfeim þriðju hlutum af þjóðinni? Við munum flagga í hálfa stöng þangað til sá órjettur verður ó- giltur! Við stóðum á „Frelsis- torginu“ í Budapest. Á fjórum hornum torgsins slanda fjórar höggmyndir, er tákna landmiss- irinn í austri, vestri, norðri og suðri, og undir marmaraplötu er geymd mold úr öllum töpuðu íandshlutununT — „heilög jörð“ steridur á áletruninni. Á fóla- stall hárrar súlu eru liöggin orð Rothermere lávarðar: „rúmið i sólinni, sem Ungverjaland á kröfu til“ og orð Mussolini: „engir samningar eru eilifir“. Á flötinni á miðju torginu er uppdráttur úr blómum, af Ung- verjalandi eins og það var fyrir 1914 og eins og það er nú, 'og kringum er letrað með blóm- um: „Jeg trúi á einn Guð. Jeg trúi á ættjörðina. Jeg trúi á ei- líft guðdómlegt rjettlæti. Jeg trúi á endurreisn Ungverjalands.“ Þessa trúarjátningu kann hvert harn í Ungverjalandi utanað, segir fylgdarmaðurinn. En minn- isvarðinn er ekki úr höggnum marmara, heldur steyptur úr sementi, því að hann á ekki að endast eilíflega. Við strengbraut- ina upp að kongsborginni í Buda sje jeg sömu áletrunina. Á baðstaðnum Balatonfured sje jeg samskonar blómaupp- drátt og yfir honuiri orðin „Nem, nem, Sclia!“ (Nei, nei, aldrei), sem eru kjörorð Ungverja eftir Trianon-friðinn. Hin sólríka og frjósama Ung- verjalandssljetta liggur í hjarta Evrópu, umgirt af fjallahring og skógum. Við hugsum okkur Ungverjaland sem landið með víða sjóndeildarhringinn, heitu ættjarðarástina, tigna siði, lista- mannseðlið og hröðu æðaslögin. Madjararnir eru ættaðir ausl- an úr Asíu og liafa sennilega liaft menningartengsl við bæði Indverja og Kinverja. Og þeir teljast til finsk-ugriska þáttar- ins af uraltajiska þjóðflokknum. Seint á níundu öld flæddi þessi þjóðflokkur vestur á sljetturnar við Duna og Tisza — en svo heita árnar á ungversku - og enn þann dag í dag talar hann sama málið og fyrir þúsund ár- um eitt af íegurstu en erfið- ustu tungumálum í Evrópu. Að minsta kosti í hálft annað þúsund ár áður en Ungverjar komu höfðu ýmsir þjóðflokkar numið hið núverandi Ungverja- land, en horfið þaðan aftur. Mad- jararnir urðu langlífastir í land- inu, því að þeim tókst að stofna allsherjarríki. Árið 1868 hjeldu þeir þúsund ára afmæli ung- verska ríkisins. Þrátt fyrir mikla blöndun við aðrar þjóðir befir ungverska kynið mótað útlit og háttu þjóðarinnar, svo að hún myndar eina heild. Þegar Madjarar komu til Ung- verjalands bygðu þar margir ættbálkar og rjeð sinn höfð- inginn hverjum. Eiri’n af þessum höfðingjum var kosinn til að sljórna sameiginlegum málefn- um landsins, en ekki mátti hann skifta sjer af sjermálum ættbálk- anna. Hinn fyrsti fursti Ung- verja lijet Arpúul, en sá fyrsti, sem fjekk konungsnafn var Stefán hirin helgi, sem kristnaði Madjara og siðan var dýrlingaður af páfanum. Hafði reynst auð- velt að koma kristninni á í Ung- verjalandi, því að Madjarar voru eingyðistrúarmenn fyrir. Árið 1938 voru 900 ár liðin síðan Stefán helgi dó og atburð- urinn haldinn hálíðlegur í Ung- verjalandi. Árið 1000 var Stefán konungur krýndur kórónunni helgu, sem Sylvester páfi sendi honum og er þessi kóróna enn til og er þjóðargersemi. Enn eru i liefð ýmsir siðir frá tímum Stefán.s konungs, og kórónan er einskonar tákn ungversks þjóð- aranda og er talin verðmætasti gripurinn, sem þjóðin á. Og ekki er hún höfð til sýnis nema þeg- ar konungar eru krýndir. Sam- kvæmt ungverskum lögum er hæði land og þjóð eign krún- unnar og konungurinn er aðeins fulltrúi hennar. Og þegar Ung- verjaland er konungslaust, eins og nú, er það í rauninni ekki ríkisstjórnin heldur krúnan serii ræður landinu. Þessvegna viður- kerina Ungverjar ekki aðra kon- unga sína en þá, sem krýndir eru Stefánskórónunni. Engin konungskóróna i Evrópu á sjer eins viðburðaríka sögu og Stefánskórónan ungverska. Einu sinni var hún grafin með einum konunginum, í annað skifti var henni stolið af manni, sem gerði tilkall til ríkis, og í einni hyltingunni var hún graf- in í jörð og týndist, eri fansl aftur. Nú er hún geymd í stál- kistu í einni höllinni og sjer- stakur hirðvörður gætir hennar. Árið 1919 þegar kommúnistar rjeðu i Ungverjalandi lá kóróri- an óvarin í mannlausri höll, en samt dirfðist ekki einn einasti Ungverji að fara inn þangað, sem kórónan var og því síður að snerla liana. Svo mikil er helgi bennar. Þessi kóróna kvað vera meisl- araverk fornrar gullsmiðalistar, sett saman úr ófáguðum gull- þynnum og emalju og alsetl gimsteinum. Því miður fjekk jeg ekki að sjá liana, en árið 1938 var liún liöfð til sýnis í tilefni af afmæli kristnitökunnar. Þegar konungur var krýndur fóru allir, sem vetlingi gátu valdið til Budapest til þess að sjá þessa athöfn, sem sjaldnasl var tækifæri til að sjá nema einu sinni á mannsaldri. Ung- verjar eru tilfinningamenn og það var algengt, að þeir fjellu á lmje og grjetu, er þeir sáu hinn lielga dóm. Jafnvel þegar Karl konungur og Zita drotning voru krýnd fór fjöldi fólks til Budapest, þrátt fyrir heims- styrjöldina. Meðal þeirra hátíða, sem enn eru í hefð hjá Ungverjum, er Stefánshátíðin, sem haldin er á hverju sumri, þann 20. ágúst. Þann dag fer löng skrúðganga 11 ngverjaland fyrir og eftir heimsstyrjöldina 191b. Það sem er innan hvíta striksins er Ungverjaland það, sem eftir var skilið með friðar- samningunum. — Nú hafa Ungverjar fengið mest af sínum gömlu lönd- nm aftur, en það er undir úrslitum niwerandi styrjaldar komið hvort þeir fá að halda þeim áfram.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.