Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1942, Blaðsíða 11

Fálkinn - 06.03.1942, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Fórnir hernumdu þjóðanna: 3. NOREGUR. 17 NGUM seni ferðasl hefir um þetta fjallaland og notið hinnar kyrlátu fegurðar þess og talað við fólkið vingjarnlega, mundi hafa komið það til hugar, að til væru í lieiminum svo miklir mannhrottar, að þeir fengi af sjer að raska friði þessarar þjóðar. Og þó er nú sá tími kominn, að þegar tveir Norð- menn hittast hvort lieldur er á torginu eða við fjörðinn þá hvísla þeir: „Það er betra að týna lífinu en sálinni.“ Vígvjel Nazista hefir kramið landið undir hæl sjer. Gestapo skreið eins og eiturnaðra inn í þetta kyrláta land og fjöldi fólks hefir nú orðið að fela sig og fara huldu höfði, en þó eru hinir fleiri, sem hafa lent í fangelsum og fangabúðum. Þegar sjö biskupar kvörtuðu undan því við kirkjumála- fulltrúann, að stormsveitir liefðu misþyrmt kennurum, fengu þeir það svar að „þann sem lemur okkur einu sinni lemjum við tíu sinnum; og við lemjum svo fast, að augu og eyru skulu undan lála.“ Biskuparn- ir kærðu yfir hrottalegu tilræði við formann Stúdentafjelagsins í Þránd- heimi og við Stabel sjálfboðaliða, sem stormsveitarmenn tóku í myrkri, afklæddu og hýddu. (Þessir storm- sveitarmenn kalla sig hirömenn að fornum sið — liirðmenn Quislings). Svo mjög læsir Gestapo sig inn í daglegt lif Norðmanna að lögreglu- ráff.gjafinn hefir jafnvel afnumið alda- gamla venju um þagnarheit presta og embættismanna. Nú mega prestar cigi lengur halda leyndu því, að sókn- arbörn þeirra skrifta fyrir þeim nje læknir þegja yfir Ijví sem hann veit um sjúlding sinn eða lögfræðingur því sem skjólstæðingar hans trúa lionum fyrir. Allir þessir menn, og jafnvel afgreiðslumenn á pósthúsum eiga að tilkynna lögreglunni alt það sem þeir komast yl'ir af upplýsing- um, og er hægt að halda slíkum mönnum i fangelsi þangað til þeir leysa frá skjóðunni. Skiplagi hefir einnig verið komið á njósnir í skólum i Noregi. Norðmenn eru kristin þjóð, en Nazistar hafa endurvakið í Noregi fornar heiðnar liátiðar sem eru haldnar þrisvar á ári. Kirkjunnar mönnum hefir verið sagt, að prjc- dika skuli nýskipunina úr stólnum, ])ví að hún sje nóskyld Fjallræð- unni! Á allan Íiátt er reynt að telja fólkið af allri hollustu við þjóð sína og konungshús. Blöðin fá dag- lega skipanir frá áróðursráðuneyt- inu, og þau blöðin, sem neita að hlýðnast þeim, eru bönnuð. Þeim er ekki leyft að birta erlendar út- varpsfrjettir, jafnvel ekki frá Nor- egi og Svíþjóð, og útbreiðsla allra blaða fer minkandi af því að fólk trúir þeim ekki. Meira en 50 blöð bafa liætt að koma út í Noregi síð- an nazistar komu þangað. Snemma ársins 1941 auglýstu Bergens Tid- ende að þau yrðu að hætta að koma út nema þau fengi 200 nýja kaup- endur þegar i stað (Bergens Tid- ende var talið stærsta og eitt rík- asta blað Noregs, utan Oslóar). Engar bækur mega koma út nema með samþykki Þjóðverja, og bæk- ur, sem þeir samþykkja ekki er ó- leyfilegt að selja. Jafnvel bækur Sigrid Undset, Nobelsverðlauna- skáldkonunnar, hafa verið bannað- ar. Hvorki fólki, blöðum nje bókum er leyft að nota nafn konungsætt- arinnar og lögreglan hefir bannað sölu á vörum, sem eru í umbúðum með mynd konungs eða drotningar. Daginn eftir innrásina eltu sprengju- flugvjelar Hákon konung og stjórn hans stað úr stað og lögðu í rústir þorpið, sem hann hafði leitað hælis í. Tíu nemendur í mentaskólanum i Molde voru reknir úr skólanum og bannað að sækja annan skóla eða taka próf, vegna þess að þeir höfðn talað vel um konungsfólkið og á móti kúgurunum. Skólaeftirlitsmaður einn segir frá þvi að skrópar fari svo mjög vax- andi að til vandræða horfi og að þjófnaður og ofbeldi fari vaxandi meðal barna. í Lillehammer gerðu börn verkfall vegna þess að nem- endur höfðu verið reknir úr skól- anum. Lögreglan er látinn segja Norðmönnum að Nazistar sjeu eini löglegi flokkurinn í landinu og það er bannað að láta nokkur mótmæli Hákon VII. gegn þessu í ljósi. Stúdentafjelögin liafa verið leyst upp og starfsfólk hins opinbera, sem neitar að ganga undir nýskipunina er svift starfi. Dauðahegning liggur við þvi að liýsa enska menn eða taka þált í áróðri með Englandi eða andæfa fram- kvæmd áforma Nazista eða reyna að komast úr landi. Þýski landstjórinn, Terboven, hefir tilkynt norsku dómstólunum að það liggi utan verkahrings þeirra að meta lagagildi úrskurða, sem stjórnin kveður upp, og þvi ákvað hæstirjettur í Osló að uppleysa sjálf- an sig, þvi að hann taldi sjer ó- mögulegt að starfa með þessum for- sendum. Dómsmálastjórinn hefir af- numið lögin, sem ákveða, að norsk- ur maður, sem fær ríkisborgararjett annars ríkis, verði að missa norsk- an rikisborgararjett. Norskum æsku- lýð hefir einnig verið sagt, að hann megi ganga nndir merki Nazista án samþykkis foreldra sinna, og hann er á allan hátt hvattur til þess að slíta öllu sambandi við þjóðlegar stofnanir. Gestapo hefir samið spjaldskrá yl'ir alla Norðmenn, sem lögregl- an hefir grun á, og liefir fangelsað óteljandi fjölda, sem fyllir nú fang- elsin og fangabúðirnar. Margir hafa verið fluttir til Þýskalands og af- plána hegninguna þar. Dómarar hafa verið settir af og sendir i fangelsi; sextán fulltrúar úr bæjarstjórninni i Osló hafa verið fangelsaðir ásamt fjölda blaðamanna, íþróttaleiðtogum og starfsmönnum verklýðsfjelaganna. Norska fjelagið Nasjonal Samling er verkfæri í höndum Gestapo. Þessi fjelagsskapur getur aðhafst hvað sem honum sýnist og hefir storm- sveitirnar sjer til aðstoðar og geta þær njósnað í skólunum, lagt undir sig sjóði stofnana og gert eignir upptækar hvar sem er. Þarna er líka brúnstakkaflokkur, sem kallast hirðmenn og Quislingar nota til að skelfa almenning. Allir norskir menn eru skyldir til að heilsa þessum mönnum með Naz- istakveðju. Hirðmennirnir eru mjög óvinsælir og hefir stundum orðið að kalla þýska lögreglu og herlið til að veita þeim lið. Þeir hafa verið staðnir að því að ráðast á börn, sem ekki hafa viljað heilsa þeim, og allir norskir lögreglu- menn, sem eigi vilja viðurkenna völd þeirra hafa verið settir af. Tíu Norðmenn hafa verið dæmd- ir til dauða, sakaðir um að hafa reynt að hjálpa Englendingum og þrír fyrir að liafa notað útvarjjs- stöðvar til þess að koma frjettum til útlanda. í desember 1940 bar það við að norskur sjómaður yrti á þýskan hermann, er var á gangi í garði með norskri stúlku, en her- maðurinn drap manninn með byssu- stingnum sínum. Hermaðurinn fjekk Ólafur krónprins. enga refsingu, en 3000 manns voru viðstödd útför sjómannsins í Molde. Hungursneyð fetar í spor Naz- ista í Noregi eins og annars stað- ar og' fólk vantar bæði fæði og klæði. Fiskurinn er orðinn fágæt vara i þessu mikla fiskveiðalandi. Á eðlilegum tímum veiða Norðmenn meira, að tiltölu við fólksfjölda, en nokkurönnur þjóð í Evrópu (að íslendingum einum undanteknum); en nú er lítið um fisk, því að hann er sendur til Þýskalands og svo mikið af honum þar, að liann er ekki skamtaður. í ársbyrjun 1941 var að heita mátti matarlaust í Norður-Noregi og óttuðust menn að kornbirðir mundu þrjóta að fullu í sumar sem leið. Þjóðverjar velja úr handa sjer af hverju sem er, og hermennirnir fylla töskur sínar af mat og fatnaði, þegar þeir fá heim- fararleyfi. Brauð er bakað úr mosaskóf og trjáberki. Ket vantar og egg eða flesk sjest varla og framboð mjólk- ur og sinjörs fer sívaxandi. Á einni viku, sem Oslóbúar höfðu búist við 9000 sláturdýrum komu aðeins 1500; markaðssölurnar sýna að með rjettu lagi átti að koma ferfalt fleiri svin, áttfalt fleiri nautgripir og 20-falt fleiri kindur á markaðinn en komu. Bændur beita kúm fyrir plógana því að þeir fá livergi hesta; Þjóð- verjar kaupa hestana og borga út í iiönd með peningum, sem þeir taka út úr norskum bönkum gegn við- tökuskírteini. Á þennan liátt geta Nazistar keypt hvað sem þeim þókn- ast fyrir ekki neitt — eins og þeir fengu fyrir ekki neitt 50.000 jóla- kökurnar, sem bakaðar liöfðu verið handa sjúkrahúsunum. Fatnaður er skamtaður og fær maður seðil með 300 stigum á ári. Maður, sem kaupir sjer vetrarfrakka verður að láta af hendi 275 stig og á þá eftir fyrir einum sokkum.af skamtinum. Svo lítið er um bensín að lækn- ar fá aðeins takmarkaðan skamt og leigubifreiðar geta tæplega starfað. Hringir á reiðhjól eru svo naumt skamtaðir að lijólreiðar liljóta að leggjast niður. Bændur fá ofurlítið af síld til fóðúrbætis og gefa skepn- um lyng með heyinu: það er brýnl mjög fyrir sjávarmönnum að stunda sildveiðarnar af kappi því að helm- ingur aflans fer lil síldarbræðslu- slöðvanna, sem framleiða síldarlýsi handa Þjóðverjum til sprengiefna- gerðar þeirra. Eins og önnur hernumin lönd verður Noregur að þjóna áhugamál- um liins þýska húsbónda síns. Að- eins þær framleiðslugreinar eru leyfðar, sem Þjóðverjar telj.a að Noregur liafi náttúruleg skilyrði fyrir, og kaupgjaldi verður komið niður á sama lágmarkið og er í Þýskalándi. Þýski þjóðhagsfræðing- urinn Bertrand hefir sagt, að nauð- synlegt sje að lcaupgjald í Noregi lækki niður i þýska taxtann, sem er 20% lægri, því að engri þjóð megi leyfast að búa við betri kjör en Þjóðverjum. Þessi litla þjóð í liinu norðlæga fjallalandi sínu, sem hefir barist við náttúruöflin i þúsund ár og liefir lifað sæl og ekki gert á hluta annara telur nú — undir nýskip- uninni — milli 25.000 og 30.000 heimilisleysingja meðal þégna sinila, og Nazistakúgarar hennar skatt- þvinga hana um 1700—1800 miljón krónur á ári, eða sem svarar 2000 krónur á hverja fjölskyldu. Maður skyldi halda að Þjóðverjar hefðu lagt sjerstakt hatur á þetta blómlega litla land, því að áður en þeir rjeðust inn i það höfðu kaf- bátar þeirra myrt 400 norska sjó- menn. Líka mætti halda að Naz- istar hefðu náð hámarki svivirðinga sinna er þeir rjeðust inn í Noreg, þvi að við það tækifæri notuðu þeir þýska þegna er voru lands- háttum sjerstaklega vel kunnir, því að Norðmenn höfðu tekið þá til fósturs, þegar þeir voru börn að aldri til þess að forða þeim frá hungurmorði eftir hörmungar síð- ustu styrjaldar. Þessum Nazistum, sem komu aftur til Noregs til þess að selja frelsi landsins, fórst líkt og prófessorunum, sem luirfu aftur til Póllands til að stela úr háskól- anum þar vísindatækjunum, sem þeir — sem boðsgestir - höfðu sjeð daginn sem þau voru vigð. Okkur getur ekki furðað, þó að um allan Noreg sjáist stafirnir SSU krítaðir á húsveggi, skrifaðir með skíðaförum i snjóinn, krotaðir á þilin í biðstofnm og brautarlestum. Þegar fólk er spurt livað þessir stafir þýði, þá er svarið jafnan það, að þeir sjeu lil þess að örfa fólk til útiíþrótta: skíðaferðir, sund, úti- líf! En undir niðri veit það vel, að þessi þrjú orð eru krafa þjóðarinn- ar og tákna á norsku: Svin skal ul! Lögreglan bannar, að fólk beri á sjer myntir eða merki með mynd konungsins, en hún getur ekki bann- að hollustuvilja þjóðarinnar að verj- ast. Egils ávaxtadrykkir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.