Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1942, Blaðsíða 2

Fálkinn - 06.03.1942, Blaðsíða 2
F Á L ÍC Í N N ■■■■■■■■■■■■■■■■■laaaaaaM«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Nýkomið: Golfgarn Crepe garn Káputau Ullarkjólatau Ullar erepe Dragtarefni, svört. Cheviot í kalrm. og fermingarföt. Ásgeir G. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1. VEGGLAMPAR HENGILAMPAR HANDLUKTIR VASALJÓS nýkomið í GiEYNIB H.F. veiðarfæraverslun Handíðnar- og myndasýning - GAMLA BÍÓ - BROADWAY MELODY. Hinar íburðaniiklu sýningar Met- ro-Goldwyn Mayer, sem frægar eru orðnar fyrir dans og hljóðfæraslátt ásamt skrautlegasta útbúnaði á sviði, scm amerikönsk lcvikmynda- fjelög geta fengið fyrir hugkvæmni og peninga, eru orðnar vinsælar meðal allra kvikmyndagesta víðs- vegar um heim. Þær bregða upp myndum úr skemtilifinu i New York, eins og það er á bestu gleði- fundahúsum þar, og sýna það sem Ameríkumönnum finst vera hámark allrar skemtunar. I-Iinn eiginlegi viðburðarþráður liinnar síðustu myndar í þessari grein, sem hingað hefir komið, er eiginlega talsvert fyllri og greinilepri en í fyrri myndum sömu tegundar. Vitanlega er dansinn aðalatriðið og ]>essvegna eru aðalleikendurnir dansfólk. Ber þar fyrst að nejfna dansmærina Clare Bennet (Eleanor Powell), sem kemur þarna fram i ýmsum* dönsum og ýmsum myndum, og kemst i slæma klípu, vegna þess að dansarinn, sem hefir átt að koma fram á móti henni er hálfgerður vandræðagepiil og þykir betra í staupinu en góðu hófi gegnir. Hann heitir King Shaw og er leikinn af George Murphy. En sá sem bjargar þessu við er Johnny Brett, sem eigi er lakari dansari en King, enda er það sjálfur Fred Astaire sem leikur Johnny. Þá kemur mikið við sögu maður sem heitir Bob Casey og er leikinn af Frank Morgan. Hann er kunnur söngleikahöfundur og hefir sjeð Johnny dansa og vill ráða hann i söngleik eftir sig, en af ástæðum, sem hjer verða ekki raktar, visar Johnny honum á King og því er hann ráðinn til að dansa á móti Clare Bennet, eins og áður er sagt. En það leynir sjer ekki, að Clare ])ykir meira varið í Johnny en King, því að auðvitað lætur ástin •/ig ekki án vitnisburðar í Broad- way Melodi. En það eru fleiri en þau sem nefnd voru, er gera garðinn frægan í þessari slcrautlegu mynd. Þar er til dæmis hópur 40 dansmeyja og þar eru Jan Hunter og Florense Bice. Og dansarnir eru beinlínis heilt námskeið í fegurð og stíl og hljómlistin Iieillandi, svo að hún gleymist ekki í bráð. Þetta er fyrsta kvikmyndin, sem |)au leika saman aðálhlutverkin i Fred Astaire og hin undurfagra Eleanor Powell Það danslagið, sem mest j>ykir varið i úr myndinni er ..Begin the Beguin*' eftir Cole Porter. Olafur Auðunsson, trjesmiður, Kárastíg Í4, verður 60 ára í dag (6. þ. m.). var opnuð af enska setuliðinu um siðustu helgi í stórum hermanna- skála suður á Melum, milli kirkju- garðsins og iþróttavallarins. Það sem j)arna er sýnt er aðallega handavinna enskra setuliðsmanna, sem.þeir hafa iðkað í tómstundum sinum og ber mest á myndum alls- konar blýantsteikningum, pastel- vatnslita- og olíumyndum, ýmist af landslagi, innimyndum og andlits- myndum. Þarna eru myndir eftir æfða menn í lislinni en líka eftir byrjendur, sem aldrei liafa reynt að teikna mynd fyr en eftir að þeir komu hingað. Enska K.F.U.M. (Y.M.C.A.) hefir stöðvar hjer fyrir hermennina, eins og kunnugt er, og hafa m. a. menn á ljeirra vegum sjeð þeim sem óska fyrir tilsögn í undirstöðuatriðum dráttlistar og notkun lita, og er árangurinn af þeirn kenslu eftirtektarverður, þvi að þarna eru ljómandi fallegar myndir eftir byrjendur, innan um myndir kunnáttumanna. Þá ber sýningin þess einnig vott, að ýmsir eru þeir hjer í bretska setuliðinu, sem eru vel að sjer í handiðnum. Þarna eru t. d. likön ýmiskonar af amboðum og — eink- um — flugvjelum, mismunandi hag- lega og nákvæmlega gerð. Sum úr málmi, t. d. Ijömandi fallegur lítijl steðji og flugvjel sömuleiðis. Önn- ur flugvjel er þar úr einskonar gler- líkingu sem „perspect" er kölluð, og notað er í rúður á ftugvjelum o. fl. hluti, sem verða að þola hnjask betur en gler gerir. Önnur líkön eru þarna úr trje og má þar einkum nefna likan af fornu skipi, sem er gert úr eintómum — eld- spitum. Fleira mætti nefna nýstárlegt á þessari sýningu, sem til er orðin fyrir starf nefndar, undir forystu Captain L. G. Johnson. Eru orðin síðustu forvöð að sjá sýninguna, því að henni verður lokað annað kvöld. Hjer er mynd af sýningarskál- anum að innan. Ljósm. Sig. Guðm. DREKKIÐ E6IL5-0L Eyjálfur J óhansson, rakara- meistari, varð fimtugur 3. márs. „BRIDGE" Árið 1884 lærðu tvær enskar fjöl- skyldur að spiia spil það austur í Konstantínopel, sem gekk þar al- mennt undir nafninu „rússnesk whist." Ensku fjöjskyldunum þó(ti gaman að spilinu, og eftir að þær komu heim til Englands aftur, hjeldu þær áfram að spila það í frístund- um sínum. — Þessar fjölskyldur bjuggu sín hvoru megin við læk eða á og urðu að fara yfir hrú til að geta heimsótt hvor aðra. Vegna þess að brúin var bæði ónýt og auk þess erfitt að komast yfir hana, kom fjölskyldunum saman um að kalla spilið „brú,“ og þannig er enska orðið „bridge" til komið. Það var hin heimsfrægi land- könnuður, Portúgalinn Ferdinaml Magellan, — sá sem sundið við suðurodda Ameríku er kent við — sem fyrstur fann Filippseyjar. En leiðangur hans var kostaður að nokkru ieyti af Karli V. keisara á Spáni, og þegar hann fjekk fregnina af fundi þessara eyja ákvað hann að nefna þær eftir Filippusi syni sínum, þeim er síðar varð Spánar- konungur undir nafninu Filippus II. En þau urðu afdrif Magellans að hann var skotinn til bana á Filipps- eyjum og lauk þar sögu hans. En skip hans komst leiðar sinnar heim til Spánar og var þar með lokið hinni fyrstu siglingu kringunt hnölt- inn, sem Magellan er orðinn frægur fyrir, þó að sjálfur kæmist hann ekki alla leiðina. Er miCstöð verðbrjefaviOskiftanna. Útbreidið „Fálkann"

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.