Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1942, Blaðsíða 2

Fálkinn - 13.03.1942, Blaðsíða 2
2 F A L K I N N Jeg hefi fundið verulega g-ott shampoo, og nota jeg nú ávalt og aldrei annað en hið óviðjafnan- lega „Drené“ shimpoo „Drené4, Shampoo Fæst í næstu verslun. Heildsölubirgðir: C<D)1L Aðalstræti 16. — Sími 2484. - GAMLA BÍÓ - GABB Á GABB OFAN. Það er bæði gaman og alvara í þessari mynd, en ]jó i'yrst og fremst gaman. Því að vísu er hvert morðið eftir annað framið í sögunni á- samt innbrotum og hverskyns fúl- mensku, en ])elta er alls ekki í al- vöru gert, heldur til Þess að láta fólk ldæja að því. Þetta kann að þykja öfugmælakent en þó er það satt. Því að Metro Goldwyn-Mayer getur alt, jafnvel snúið ' hvítu í svart og gert skoplcik úr hörmung- unum. Efni þessarar myndar er alt of margbrotið til þess að ráðist verði í að gera nokkra grein fyrir því hjer, og eins því, hvernig það megi ske, að hægt er að fara með efnið eins og áður er lýst. En hjer skal aðeins drepið á hvernig upphafið er að sögunni, sem látin er snúast svo einkennilega fyrir rás hinna kynlegu viðburða, er gerast i mynd- inni. Því að kynlegir eru þessir viðburðir, ekki siður en framtið- arsaga eftir H. G. Wells. Maður er nefndur Joel Sloane. Iiann er skáld þó hann yrki ekki og afar lineigður til að brjóta hvert mál til mergjar og gerir sjer jafn- vel þær hugmyndir um sjálfan sig, að hann sje sniðugur leynilög- regluspæjari, enda gefst honum tals- vert gott tækifæri til að reyna sig í þeirri grein þegar á líður mynd- ina. En annars er hann að borgara- legri iðju fornbóksali, en þá stjeti manna þekkia Reykvíkingar. Og ’hann selur aðallega dýrar bækur og sjaldgæfar, því að myndin gerist í Ameríku og þar eru ríkir menn eins og hjer. Joel á ekki aðeins bókabúðina sína heldur á haiin líka konu, sem Garda heitir og er mesta þing. Það er úrvalsfólk sem leikur þessr heiðurshjón, seni sje Robert Montgomery og Rosalind Russel og er þetta fyrsta gamanmyndin, sem þau liafa eignast saman. Nú ber svo við að ríkur maður en dálítið út á þekju, sem Christ- opher Oates heitir (leikinn af Elienne Girard) kemur til Joels og hiður hann að útvega sjer afar sjaldgæft handrit af leikriti eftir Shakespeare, sem Nikulás nokkur Torrent muni eiga. Torrent sje í peningavandræðum og muni því verða feginn að selja handritið. Það er sagan af ]iessari handrits- útvegun, sem sögð er í leiknum. Og þar verður margt með svo furðu- legu móti að maður hlær sig mátt- lausan. Meðál leikenda þeirra ann- ara, sem koma fram i þessari mynd eru Reginbald Owen og Ralph Morgan. Tómas Jónsson [iskimatsmaður, Bræðraborgarstíg 35, verður 70 úra 16. mars. Jón Jóhannesson, Bjargi við Stokksegri, verður 80 ára 19. þ. m. Bókafregn. Stefan Zweig: MARÍA STÚART. ísafoldarprentsmiðja h.f. Stefan Zweig hefir orðið vinsæll af íslenskum lesendum, því að þær bækur hans, sem áður liafa komið út hafa vakið óvenjulega alhygli og vakið meira umtal en titt er um erlendar bækur í íslenskri þýðingu. Zweig, sem fyrir nokkrum vikum fyrirfór sjer sem landflóttamaður suður í Suður-Ameríku, hafði lil að bera sjerstakt innsæi i viðburðina og kunni að kryfja þá tii mergjar. Hann var sagnfræðingur og skáld í senn og stíll hans er með svo mikl- um afburðum, að hann hlýtur að heilla lesandann og halda honuni við efnið. Þessara frábæru hæfileika þessa höfundar verður ekki síður vart í hinni siðustu bók hans, sem komin er á ísienskt mál, en hinuin fyrri. Og persónan, sem hQfundurinn segir frá í þessari síðustu bók, María Stúart Skotadrotning, er ein af þeim persónum veraldarsögunnar, sern orðið hefir hvað flestum skáldum og sagnfræðingum að rannsóknar- efni, enda liafa niðurstöður ]iess- ara rannsókna orðið svo sundurleit- ir, að drotningin hefir ýmjst verið talin djöfull í mannsmynd eða jafn- vel yfirnáttúrleg vera, hún hefir verið hötuð og elskuð, hafin til skýjann^ og fyrirlitin. Zweig siglir að vanda milli skers og báru í dómum þeim, sem liann leggur á söguhetjuna, en skýrir yfir- leitt hvatir hennar til ])ess sem hún aðhefst, á liann veg, að til málsbóta má teljast fyrir drotninguna. Sumar þessar skýringar eru bygðar á o- vjefengjanlegum heimildum, en aðr- ar á hugsuðum aðstæðum, sem jafn- an geta orkað tvímælis. En það sem mestu skiftir fyrir þann lesanda, sem vill lesa sjer lil „skemtunar og fróðleiks" í senn er þetta, að bókin er svo prýðilega rituð, að hún bindur lesandann, og hann þarf aldrei að leggja sig i líma lil að lialda þræðinum. Höfundur skiftir bókinni i fjóra aðalliætti og nær sá fyrsti yfir 6 fyrstu æfiár Maríu Stúart, frá því að hún varð drotning, 6 daga göm- ul, við dauða föður síns, Jakobs V. Skotakonungs og þangað til liún er flutt til Frakklands til þess að fá þar uppeldi, sem hæfi tilvonandi Frakklandsdrotningu. Næsli báttur gerist í Frakklandi, 1548—1561, er Mary dvelur þar og giftist Frans ríkiserfingja, sem tók ríki 1559, en deyr ári síðar. Fluttist María þá aftur til Skotlands, 1561, og gerast nú þeir viðburðir úr æfi liennar, sem öllum eru kunnastir, gifting hennar og Darnley lávarðar árið 1565, morð Rizzio og Darnleys og loks það, að hún er handtekin og neydd til að segja af sjer ríkinu, en flýr í mai 1568, en er hertekin. Er hún þá aðeins 28 ára að aldri. Síð- ustu 18 ár æfi sinnar situr hún í fangelsi og loks lætur Elísabet Eng- landsdrotning taka liana af lifi 8. febrúar 1587, sakaða um samsæris- tilraun gégn sjer. Stórfenglegri æfintýraferil getur varla en hina átakanlegu sögu Maríu Slúart. Sú saga gleymist aldrei og eigi er önnur þók lientugri til að rifja hana upp en hin merkilega bók Stefans Zweig. Bókin er þýdd af Magnúsi Magn- ússyni ritstjóra, lipurt og leikandi og er rúmar 390 bls. i stóru broti og útgáfan öll sjerlega vönduð. — Fjöldi mynda af pérsónum þeim, sem einkum koma við söguna, fylgja bókinni, prentaðar á sjerstakan myndapappír. HANS KLAUFI: BAK VIÐ TJÖLDIN. Víkingsprent 1941. Hans klaufi er dulnefni alþekts manns, sem þorri Reykvíkinga og margir landsmenn aðrir hafa hlust- að og liorft á sjer til óblandinnar ánægju. Hitt vissu fáir, að liann ætti til þá taug, sem hefir knúið hann til að semja smásögur, þó að al- kunnugt væri, að maðurinn cr hnytt- inn svo að af ber og segir vel frá þcgar hann lýsir atburðum og atvik- um í kunningja hóp. En oftast er umtalsefni hans við þau. tækifæii þó af broslegra taginu og vekur glaðværð frekar en íhugun. „Balc við tjöldin“ er safn af þrettán stuttum sögum og hafa ýms- ar þeirra verið prentaðar áður i limaritum og blöðum. Og hjer er það erindi höfundar að vera „ej blot til Lyst“, eins og Daninn seg- ir, heldur miklu fremur að bregða upp alvörumyndum úr daglegu lífi, sem vekja til íhugunar og skilja meðvitundinni eftir viðfangsefni til að gíima við. Flestar þessar sögur eru sagðar í jeg-mynd og setur höf- undurinn sig þá aliajafna í spor einliverra þeirra einstaklinga, sem lent hafa í skugganum í tilverunni en baða ekki i rósum. Samúð hans er ótvírætt með þesskonar fólki, og liann tekur víða óþægilega i Frh. ú bls. 15.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.