Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1942, Blaðsíða 12

Fálkinn - 13.03.1942, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N LUKKULEITIN ÁSTARSAGA EFTIR LUDWIG BLUMCKE FRAMHALDSSAGA 19. _____ XIII. KAPÍTULI. ALTER HARTWIG var við því bú- inn, að þegar lil Brcmen kæmi mundi liann fá sömu útreiðina og Haraldur Carsten. Það gæti meira að segja lnigsast, að Sökelund gamli mundi reka hann á burt sem hvern annan svikahrapp og hringja til lögreglunnar og biðja hana um að taka hann fastan. Hver veit nema liann hefði orðið fyrir heimsóknum af svika- ættingjum áður. En hvað sem því leið, þá ætlaði Walter undir öllum kringumstæðum að ganga úr skugga um, livort þessi maður væri afi hans eða ekki. Og hvað sem öðru leið, þá gat hann ekki átt heima á Bólstað. Hann gal ekki hugsað sjer að lifa undir sama þaki og Ingibjörg í þeirri meðvitund, að hún væri konan annars manns. Á járnbrautarstöðinni í Bremen spurðist hann fyrir um mann, sem hjeti Konstantín Sökelund og tókst slysalaust að fá heimilis- fang hans. Ilann náði sjer í bifreið og' ók þangað. Ilúsið var spölkorn fyrir utan borgina og kringum það var stór garður, ljelega hirtur og liægra megin við hann stór beykiskógur, en lil vinstri voru akrar. Morgunsúr þjónn í svörtum einkennisbún- ingi kom til dyra og svaraði Walter þvi, að Sökejund væri ekki vanur að taka á móti heimsóknum og sist af öllu svona snemma dags. „Jeg er viss um, að Sökelund vill fúslega hregða vana sínum í þetta skifti,“ sagði \\ralter djarfur. „Og gerið svo vel að fá honum þetta nafnspjald og segja, að jeg sje ættingi og mig langi til að tala við hann.“ Gamli þjónninn hristi sköllótt höfuðið og virtist ætla að malda í móinn. En ungi mað- urinn brosti svo djarflega og vonglaður til hans, að þjónninn tók sig á, og eftir ör- skamma bið fór hann aftur inn í liúsið með nafnspjaldið. Það leið nærri því stundarf jórðungur þangað til hann kom aftur. Og nú var hann miklu vingjarnlegri en áður, lmeigði sig djúpt fyrir gestinum og bað hann um að koma inn. Hann fór með liann inn í stóra, en undarlega óvistlega stofu, og' þar stóð \\ralter áður en hann vissi af andspænis há- um, en lotnum manni með snjóhvítt hár. Hann starði á hann sljógum augum og sagði með þreytulegri rödd: „Má jeg biðja yður að segja mjer erindið með sem fæstum orðum. Hvað viljið þjer mjer? Þjer heitið Walter Hartwig? Og þjer eruð verkfræðingur. Þjer mintust eitthvað á skyldleika við þjóninn?“ „Herra Sökelund, jeg er viss um, að eng- inn misskilningur geti komið til mála um það,“ svaraði Walter hrærður. „Þjer áttuð dóttur, sem giftist Karli Hartwig í New York og íyrir tuttugu árum dó hún, en mað- urinn hennar var dáinn á undan henni. Vin- ur minn kom hingað nýlega lil þess að segja y'ður frá þessu, en þjer neituðuð að lala við hann.“ Það fór skjálfti um gamla manninn. Hann lyfti æðaberum höndunum og það kom glampi í augun. „Hvað vitið þjer um þetta? Segið þjer mjer það. María, eina barnið mitt, dáin fyrir tuttugu árum?“ „Jeg er sonur liennar, og þú .... J)ú ert móðurfaðir minn!“ sagði Walter glaður. „Hjerna er síðasta brjefið, sem hún móðir mín skrifaði. Það hefir verið falið í öll þessi ár og fanst ekki fyr en núna nýlega.“ Gamli maðurinn riðaði út að gluggan- um, tók stækkunargler upp úr vasa sínum og stafaði sig gegnum brjefið. „Sonur Maríu! Sonur Maríu!“ muldraði hann með grátstafinn í kverkunum. Walter Hartwig! Barnabarnið mitt! Já, nú sje jeg það. Þú ert nauðalikur henni. Jeg er orð- inn gamall og hálfblindur og þessvegna sá jeg það ekki strax.“ „Afi!“ Þeir föðmuðust innilega og voru svo hrærðir að hvorugur gat komið upp nokkru orði. Svo varð Walter að segja honum frá æfi sinni. Hann sagði frá trygðatröllunum, fóst- urforeldrum sinum, sem hann átli svo mik- ið upp að unna, frá vinstúlku sinni, Ingi- björgu, frá uppgötvuninni og óveðursnótt- inni, sem varð til þess, að brjefið fanst. Gamli maðurinn sat með spentar greipar og liorfði á svipbreytingai-nar í andliti hins unga manns, hlustaði á hvert orð, sem hann sagði, eins og það væri dóttir hans, sem væri að tala við liann af liimnum ofan. Svo tók hann fram myndir af Maríu, sem barni og fullvaxta stúlku, myndir, sem voru svo nauðalíkar Walter. Og liann sýndi hon- um brjef, sem hún hafði skrifað, þegar hún var barn, og ýmislegt smávegis, sem hún liafði átl og hann hafði geymt eins og dýr- gripi, til minja um hana. Og svo fór hann að segja frá lika. Eftir að hann hafði mist konuna sína hafði allur hugur hans snúist um einkabarn hans. Ekkert var of gott eða dýrt handa Maríu. Hann dekraði óforsvaranlega mikið við hana og ljet alt eftir henni. Og í sjálfs- elsku sinni hafði liann hugsað sjer það, að hún ætti að vera hjá honum um aldur og æfi. En svo gerðist ])að, að hún kyntist Karli Hartwig söngvara og varð ástfangin af lion- um. Það var ekkert ilt um hann að segja, en faðirinn lagði hatur á hann, því að hann ætlaði að ræna hann dóttur hans. Hann beitti sjer með oddi og egg móti ráðhagnum. Hann gat ekki hugsað sjer að missa einka- dóttur sína frá sjer og hótaði að útskúfa henni og gera liana arflausa, ef hún færi lrá honum. En María hjelt trútt við mann- inn, sem hún elskaði, og þegar þau gil'lust, voru allar hrýr brotnar milli hennar og fö'ö- ur liennar. „Jeg svaraði aldrei neinu af þeim mörgu brjefum, sem hún sendi mjer til þess að reyna að ná sáttum við mig,“ sagði gamli maðtirinn, sem nú loksins gal svalað þeirri þrá sinni að segja frá, hvernig einþykkni hans liafði leikið hann og bakað honum raunir. „Fyrst þegar María skrifaði mjer, að maðurinn hennar væri dáinn og að hún lægi sjálf veik og hjálparvana, fór klakinn að þiðna af hjartanu á mjer. Jeg skrifaði henni aftur og sagðist fvrirgefa henni og langaði til að lmn kæmi héim mc'Ö dreng- inn sinn. En þau komu ekki og þá lokaði jeg skurninu um mig, víggirti mig með þráa og beiskju og æsti mig upp í því, að telja mjer trú um, að hún hefði logið þessu, i þeirri von, að jeg sendi henni peninga.“ Um það leyti, sem Tom Haddon fór fi-á New York með drenginn og strandaði við strendur Fríslands, var Sökelund á ferða- lagi erlendis og las aldrei blöð að heiman. Þetta var skýringin á því, að hann hafði aldrei sjeð auglýsingarnar í blöðunum, frá Bertel Amrum. „Jeg hefi lifað eins og gramur sjervitr- ingur síðan María fór frá mjer og þrált fyrir allan minn auð hefi jeg verið vesæll aumingi, sem ekki vissi hvað gæfa var í heiminum." En nú var hamingjan komin á heimilið. Hún kom yfir þröskuldinn í mynd barna- barnsins, sem liafði ráðið til inngöngu í mannfælna húsið. Gamli maðurinn virtist hafa orðið mörgum árum yngri við þennan atburð. Hann faðmaði Walter aftur og alt- ur og þreyttist ekki á að heyra liann segja frá uppgötvun sinni og æfiviðburðum. Hann hringdi á þjóninn, sagði honum, liver Walter væri og bað hann um að laka til í herbergi lianda honum. Honum liefði ekki reynst erfitt að fá Walter til að setjasl að hjá sjer fyrst um sinn. Og áður en dagur var að kvöldi kominn höfðu þeir komið sjer niður á, hvernig þeir skyldu nota einkaleyfið. Walter hafði fund- ið ríka manninn, sem liann vantaði — ])að vai afi hans. Og jarðeignin lil vinstri við garðinn var kjörin til þess að reisa á henni verksmiðju. Daufu augun í gamla manninum höfðu fengið á sig gljáa. Kaupmaðurinn í hprum hafði vaknað af löngum svefni, Hann vildi undir eins ná í sjerfræðinga og byrjaði með því að liringja til húsameistarans. Und'r eins og frost væri úr jörðu ætlaði havin að láta grafa fyrir grunninum. Walter fjekk þegar í stað fullan umráða- rjett yfir þeim lrluta eignanna, sem fallið höfðu í erfðahlut móður hans sálugu, og » gat því talisl vel stæður maður áður en hann hafði grætt nokkurn eyri á uppgötv- un sinni. Hann, sem hafði harist við eymd og hágindi óð nú í peningum. IJann, sem áður, vegna ljettúðar vinar síns, hafði verið talinn þjófur, stóð nú með pálmann í hönd unum og var elskaður og virtur, ekki að- eins á bernskuheimilinu við Norðursjóinn, heldur líka af endurfundnum afa sínum. Og þó var hann ekki hamingjusamur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.