Fálkinn


Fálkinn - 05.06.1942, Síða 4

Fálkinn - 05.06.1942, Síða 4
/ 4 FÁLKINN Anna Z. Osterman: »MEÐ LðGUM SKAL LAND BYGGJA« í eftirfarandi grein segir ungfrú Anna J. Osterman sendikennari frá því, hvernig „lög bygðu land“ í Svíþjóð framan úr forneskju og fram á 18. öld. Sú saga er fróðleg, því að þar er m. a. að finna undirstöðu þess, að íslendingar gátu sett sjer allsherjarlög hálfri öld eftir að fyrsti landnámsmaðurinn tók sjer bústað hjer. í síðari greininni, sem birtist í næsta blaði Fálkans, gerir ungfrú Osterman grein fyrir framhaldi hinnar fornu þingræðislegu þróunar lög- gjafarinnar í Svíþjóð alt fram á vora daga. Rikisinnsigli Magnúsar konnngs Eirikssonar. I. VORT er eldra: landiö eða lög- in? Mörgum lcann að finnast þetta óþörf spurning — lilýtur ekki landið að vera fyrst og lögin koma síðan? En þetta er nú samt ekki svo óbrotið, ef maður notar land i merk- ingunni stærra eða smærra saman- hangandi bygt ból, með ibúum, sem eiga sömu hagsmuna að gæta inn á við og út á við, m. ö. ó. svo- nefnt ríki. Sveriges land, eða Svíaríki, á sjer langa stjórnarfarslega þróun, sem tók allmargar aldir. Um það er deilt, hve lengi svæði það, sem nú er kail- að Svíþjóð, hai verið bygt fastbú- andi þjóðum, en með vissu má gera ráð fyrir, að hinir ýmsu iandshlutar hafi bygst á mjög mismunandi tíma. Og það verður sannað, að Sviþjóð hefir að minsta kosti síðan á yngri steinöld haft óbrotna germanska menningu og þá sennilega verið bygð germönskum þjóðum. Eigi er hægt að gera grein fyrir hvenær Svíalönd bygðust upphaflega ger- mönskum þjóðflokkum, en eitt er víst: við byrjun tímatals kristninn- ar höfðu ýmsir germanskir kyn- fiokkar skift landinu á milli sín, en lifðu hver öðrum óháðir. Sænsk staðarnöfn, sem enda á „kind“ og líklega eru elst allra staðarnafna í Svíþjóð, benda á að þessi umdæmi Skurðmynd ú. kórstól i dómkirkj- unni í Vásherás. Josse Eriksson á bœn fyrir Maríu mey. IJann er tlskuklœddur og bjöllur hanga viö belti hans og hálsfesti. eigi rót sína að rekja til fornra ættbálka, þ. e.: liópur fólks, sem bundinn var skyldleika, eða „ætt“, liafði eftir langt flakk fundið stað, jjar sem ákveðið var að taka sjer bólfestu, og þar sem mögulegt virt- ist að afla sjer nægrar fæðu með veiðum, fiski og jarðyrkju. Land- inu, og rjettinum til dýraveiða og fiskivatna vissulega líka, hefir svo verið skift milli meðlima ættar- hópsins, hinna frjálsu bænda, svo að Jiver bóndi hefði uppeldi handa sjer og sínu fólki. Þessi fyrstu, litlu ættasamfjelög voru nefnd „herad“ eða „hundare“. Eftir því sem fólkinu fjölgaði sameinuðust þessi „hjeruð“ i stærri samfjelög til þess að eiga hægra með að gæta hagsmuna sinna út á við. Herferðir gegn ókunnum ætt- bálkum voru eigi hvað síst mikils- verð sameiginleg málefni hverrar ættkvislar um sig. Þessar stærri ættaeiningar voru kallaðar „fólk- land“ eða aðeins „land“. Hin kunnn upplensku „fólklönd“ Tíundaland, Áttundaland og Fjádrundaland, voru þannig sambandsheildir úr tíu, átta og fjórum „hundare“ eða hjeruð- um. Hverju fólklandi stjórnaði liöfð- ingi, sem fyrst og fremst var for- ingi i stríði og nefndur „konungur“. Á friðartímum gætti konungsins minna. Innanlandsmálefnin heyrðu ekki undir konung, heldur rjeðu hinir frjálsu bændur þeim sjálfir til lykta á sameiginlegum þingum. Á þingi voru deilur ailar milli l^egn- anna innbyrðis útkljáðar, en deilu- málum fjölgaði vitanlega eftir því sem fólkinu fjölgaði og árekstrar milli einstaklingshagsmunanna urðu fleiri. Lengi voru einstaklingar eða ættir látnar liefna misgerða gegn sjer og sínum sjálf, en slíkur einstak- lings málarekstur hafði svo miklar hættur í för með sjer fýrir þjóðfje- lagsfriðinn, að loks var líka farið að dæma seka menn á liinu santa þingi. Áður en sögur hófust var næsta skrefið stigið i jjjóðfjelagsskipun- inni, jjví að nú fóru hin smáu fólk- lönd að sameinast í stærri heildir, hin svonefndu „landskap“. Enn i dag ber nafnið „Sm&land" vitni þessu skrefi í hinni söguiegu þró- un úr ættkvíslarsamfjelagi í ríki. Um langan aldur urðu þessi „land- skap“ sjálfstæð ríki, og áttu oft í ófriði innbyrðis, á hinn sama og fyrreynda hátt, sem ættkvíslirnar höfðu herjað hver á aðra áður. Þannig áttu tvö stærstu ríkin, Svía- veldi og Gautaveldi, i löngu og liat- römmu stríði um völdin, þegar sög- ur hefjast. Þeirri styrjöld lauk svo, sennilega á sjöundu öld, að Gautar urðu að viðurkenna yfirráð Svea _og sætta sig við að liafa sama kon- ung og Svear. — En í nærfelt 500 ár var þessi sameining Sveaveldis og Gautaveldis ekkerl annað en persónusamband um hernaðarmál- efni milli tveggja sjálfstæðra ríkja, sem hvort um sig stjórnuðu þjóð sinni eftir sínum eigin lögum. Jafn- vel fram á 13. öld, og enda síðar, mátti telja Vestur-Gautland — vold- ugasta „landskap“ hins forna Gaula- veldis — frjálst bændalýðveldi, sem að vísu varð að viðurkenna yfirráð. Sveakonungs, en livorki greiddi konunginum skatt nje leyfði lion- um afskifti af innanlandsmálum Vestur-Gautlánds. Þeim var ráðið til lykta af bændum á þingi, „ailræ göthæ ting“ — og Sveakonungi var tekið sem fremur óvelkomnum gesti, er liann kom í iandið: samkvæmt lögum Vestur-Gauta sjálfra varð liann að afhenda menn i gisling áður en hann kom inn fyrir landa- mærin. Ef liann varækti þetta á- kvæði, var liann talinn fjandmað- ur og' sætti meðferð, sem var í sam- ræini við það: i gömlu vestur-gaut- lensku handriti er greint frá þvi — og með nokkurri hreykni — hvernig fór fyrir konungi einum, sem óhlýðnaðist þessu ákvæði i Vestur-Gautalögum: „. . .Ragnvaldur konungur, hraustur og hugstór, reið i Ivarleby án gisla, og fyrir óvirð- ing þá, er liann sýndi þá öllum Vestur-Gautum, lilaut liann smánar- legan dauðdaga. Stýrði lögmaður einn góður þá Vestur-Gautlandi sem höfðingi þess. Og voru allir ])á ör- uggir að búum sinum“. Öryggi það, sem hjer er nefnt, veit sennilega ekki aðeins að innbyrðis friði i landi Vestur-Gauta, lieldur jafnframt að öryggi gegn óvelkomnum afskift- um Svíakonungs af málefnum lands- ins. Eigi aðeins Vestur-Gautlandi, heldur öðrum „landskap“ var stjórn- að eftir eigin iögum. Nánari athug- un á því, hvernig þessi lög eru til orðin, varpar ljósi á eitt af allra eftirtektarverðustu og þýðingarmestu tímaskeiðunum í hinni innri ríkis- skipunarsögu Sviþjóðar, nfl. livernig landið breyttist úr frumlegu ætt- kvíslaþjóðfjelagi í raunverulega lög- kerfisbundið ríki. Frá fornu fari skáru frjálsir bænd- ur úr deilum manna á sameiginlegu þingi. Smám saman fjölgaði fólkinu í hverju þjóðfjelagi og jafnframt deilum milli manna. Smám saman urðu rjettartilfellin mörg og jafn- framt miklu margbrotnari og flókn- ari en áður, svo að nú fór að verða þörf á sjerfróðum mönnum við upp- kvaðning dóma. Hvað var þá eðli- legra en bændur fælu þeim, sem báru af öðrum að speki og hygg- indum, að yfirvega, hvað skyldi teljast rjett og sanngjarnt að dæma, samkvæmt þeirri venju, sem skap- ast llafði? Tólf manna nefnd sú. sem getur um i elstu sænskum lög- um, mun hafa myndast á þann liátt, að bændur nefndu i hverju ein- stöku máli tólf kunnandi og hyggna menn, til þess að gera álit um málið, svo að þingheimur ætti hægara með að dæma um það, er hann hafði vísbendingar liinna tólf. Þegar byrjað var að skrifa lög Svíþjóðar var ])róuninni komið nokkru lengra. I flestum „landskap“ eða löndum var kominn sjerstakur lögfróður maður, sem ráðgjafi á liinum almennu þingum, er þá voru komin á. Þetta var lögmaðurinn. Miklar kröfur voru gerðar til lög- mannsins að því er snerti þekkingu og hyggindi: hann skyldi „lög skilja“, þ. e. a. s. geta skorið úr, hver gömul rjettindavenja væri; ennfremur skyldi hann „lög geyma“, þ. e. a. s. muna hvað rjett og sann- gjarnt hefði verið talið i eldri mál- um. Sem ráðgjafi þingsins skyldi liann einnig „lög yrkja“, þ. e. brýna fyrir þingbændum þann dóm, sem samkvæmt fornri venju skyldi upp lcveða, en þó líka gera tillögur um dóma i málum, sem eigi voru nein- ar hliðstæðar fyrirmyndir að frá fornu; loks skyldi hann „lög segja“ — eða lesa lögin upp fyrir þing- heimi á fundi. í fyrstu rjeð þing- heimur þó sjálfur dómsniðurstöð- um sínum. En það liggur i hlutar- ins eðli, að sá maður, sem öðruni betur kunni fornar þingvenjur lands- ins, hlaut að fá mikil völd og verða áhrifamikili um dóma þá, sem upp voru kveðnir. Brátt varð hann líka raunverulegur dómari, þó að aldrei væri hann nefndur svo. Það er ekki fyr en í yngri landslögum, sem sjer- staks dómaraembættis verður vart. Þegar fram iiðu stundir urðu lög- in mikils til yfirgripsmeiri en svo, að lögmaðurinn gæti fest sjer þau i minni. Einkum var það eftir kristnitökuna, að dæma þurfti um fjölda nýrra, áður óþekta mála. Varð þá óhjákvæmileg nauðsyn að skrifa lagaákvæðin og koma skipu- lagi á niðurröðun þeirra. Þegar í heiðni hafði Upplendingalögmaður- inn Viger Spá skrifað eða, rjettara sagt ritað á trjespjöld ýmislegt úr lögum Svealands. En á 13. öld kemst fyrst ritun og skrásetning laga á verulegan rekspöl. í byrjun 13. ald- ar voru sem sje rituð Vestur-Gauta- lög hin eldri, og er líklegt, að Eskill iögmaður hafi gert það, og í lok

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.