Fálkinn


Fálkinn - 05.06.1942, Page 6

Fálkinn - 05.06.1942, Page 6
6 F Á L K 1 N N Litla sagan: Ian Holnb: Fyrsti kossinn. í-l'ÍN Var ekki orSin fimtán ára, haföi blá, sakleysisleg augu, andlitsfallið yar enn barnslegt og óþroskað, það vottaði aðeins fyrir því að brjóstin væru farin að hvelf- ast, en mjaðmirnar voru mjúklega ávalar. Hún átti heima í afskektu húsi, við veginn sem lá upp til fjallanna. Faðir hennar, sem var nokkuð einkennilegur i háttum sín- um, liafði flutt í þetta lausa, af- skekta húsnæði skömmu el'tir að konan hans unga dó. Hann færgi sig i áttina til fjallanna, þar sem hann hafði fæðst og alist upp. Fyrir neðan húsið var beitiland, þar óx kræklóttur einir í stóðum lijer og hvar, en grjótskallarnir stóðu upp úr jarðveginum á víð og dreif. Fyrir neðan rann lækur og ljek sjer í gili, en ofanvert við liúsið var fal- legt engi, en skógur þar fyrir ofan. Þegar heitt var í veðri flýði unga stúlkan þarna upp í skóginn. Hún hjet Markyta. Full af lífsfjöri horfði hún þá yfir götuna upp engið, al- tekin af reikandi, óákvarðanlegri þrá og hlustandi á dyninn i skóg- inum. Hún elskaði dalinn, sem skóg- urinn lijelt vörð um, dalinn sem fleytti fram úrkomunni ofan ' fjöllunum og safnaði henni saman í glitrandi á, er myndaði freyðandi fossa, er snöruðu sjer fram af há- um klettastöllum og gerðu sjer geislabaug regnbogans i úðanum, sem rauk af iðukastinu og samein- aði nið sinn dyninum í trjákrón- unum, svo að úr varð hljómkviða, sem söng svo heillandi í eyrum hennar. Á einum stað beygði áin i krapp- an boga, þar varð lygna og eins og stöðuvatn fyrir neðan. Þar sat Mar- kvta i mjúkum mosanum á árbakk- anum undir signum greinum trjánna. Þarna fór hún úr fötunum og gekk um í skugganum af trjánum, hvít á hörund, og óð út í ána, krystalls- tæra ána. Þega'r hún hafði klætt sig aftur hljóp hún upp brekkuna upp i rjóð- ur, þar sem fullþroskuð tituberin tjölduðu rauðu og heitt loftið dró ekki andann. Þarna var það, sem hún hitti Albert einn daginn, stúdent, sem var nokkru eldri en hún, son ná- grannans hinumegin i dalnum. Þau höfðu kynst á þann liátt, að þau rákust stundum á, þegar þau voru að reika um skóginn og eins í hæn- um eða á leið til skólans. Nú hitt- ust þau þarna í lyngmóanum og kinkuðu kolli hvort til annars og hlóu. Albert kastaði á liana kveðju, en liún roðnaði og þagði. — Markyta! kallaði Albert á nýj- an leik, en röddin var eitthvað hik- andi, svo að hann kallaði aftur. Hann var liissa á því sjálfur, hve vandræðalegur hann var. Hann gat ekkert sagt frekar en rak upp ung- gæðingslegan vandræðahlátur og rjetti fram hendina. Lófinn var full- ur af títuberjum. Hann bauð henni og hún þáði berin — þeim fanst gagnkvæmur ljettir að því. Þau gengu saman um dalinn, þræddu hálfgróna stíga meðfram vatninu, yfir klappir, sem voru grónar Jjónslöpp og lyngi, tíndu blóm, gengu hvort fram úr öðru, stóðu kyr þar sem rjóður voru í skóginum, umkringd háuni veggj- um grænna trjáa, en undir þaki sólarinnar. Þau gátu ekki horfst i augu, því að þá uxu vandræði þeirra beggja og þau urðu svo liikandi og ókyr. Á einum stað þar sem áin beygði fyrir hátt grenitrje greip Albert uin hendurnar á Markytu. Hann vissi ekki, hversvegna hann gerði það, en hann varð með einhverju móti að rjúfa þessa kveljandi óvissu, sem honum var innanbrjósts. Mar- kyta stóð kyr líka og nú horfði hún beint í augun á Albert. Og svo kysti hann hana. Hún varð steini lostin, en svo kipti hún snögt að sjer liöndunum og kreysti angistar- full saman varirnar, svo að jiær voru eius og mjótt strik þegar þær snertu heitar og rakar varirnar á Albert. Blóðið streymdi að hjarta hennar og jafnharðan frá þvi aftur í heitum öldum og svo hljóp Mar- kyta eins og fætur toguðu upp brekkuna. Albert gat ekki elt hana uppi. Hún flýði eins og hún væri örvita, ruddist gegnum þjettan ný- græðinginn. Albert stóð kyr og kallaði eins og hann ætti lífið að leysa: Markyta! Markyta! Hún leit liikandi við og bros fór um andlit henrtar, þegar liún sá, að hann veifaði til hennar. Það var bæði gleði og eggjan í þessu brosi, en svo tók Markyta til fót- , anna á nýjan leik og hljóp í átt- ina heim. Hún snaraðist í flaks- andi fötunum inn í skóginn aftur og hvarf þar eiiis og liuldumær. '’Albert stóð eftir hugsandi, með bros á vörum, neðan við nýgræðinginn, þangað til kvak i fugli vakti liann af hugleiðingum hans. Albert gekk heimleiðis aftur. — Vatnið hoppar í ljettum báruin. Hann gekk meðfram hávöðunum eins og hann langaði til að leiða ]>á, eins og þeir væru að stíga dans við hann. Og honum fanst, að þeir hossuðu honum á báruföldum sín- um. 1 600 KÍLÓMETRA KAPPREIÐAR SVO bar við einn dag, árið 1893, að ritstjóra vikublaðs eins í Chadron í Nebraska vantaði efni í hálfan dálk, sem varð að fylla taf- arlaust. Þessi ritstjóri hafði oft lialdið því fram, að hestarnir í vest- anverðum Bandarikjum væru betri en liestar austurfylkjanna, og nú bar hann fram þá tillögu, að haldn- ar skyldu kappreiðar á þúsund mílna vegalend (rúmlega 200 kíló- metrum lengri leið en þjóðvegurinn kringum alt ísland), til þess að sýna, hversu vesturfylkjahestarnir dygðu. Þegar hann hafði skrifað hálfa dálkinn sem vantaði gleymdi hann málinu. En þetta var nú efni sem berg- málaði. Frjettastofurnar birtu sam- stundis efni greinarinnar og' vest- urfylkin komust í uppnám. Og svo kom þetta simskeyti frá Chicago: „Líkar prýðilega að heyra app- ástunguna um þúsund mílna kapp- reiðarnar. Vil að þœr endi á ,,Wild-West“ sýningunni minni á Columbiasýningunni. Vil bœta 500 dollurum við verðlaunafjeð. Cody ofursti (Buffalo Bill). Nefnd á staðnum svaraði Buffalo Bill og safnaði 1000 dollurum. Tíð- indin um kappreiðarnar flugu um öll ríkin. Colts-verksmiðjurnar buðu fílabeinsskefta 44. skammbyssu i verðlaun og Montgomery Ward vandaðan hnakk. Dýraverndunar- fjelagið mótmælti, en ljet þetta gott heita, eftir að þvi liafði verið gefið umboð til að dæma þá riddara úr leik, sem ofgerðu liestum sinum. Nefndin ákvað leiðina og lá hún um 11 borgir og bæi, og átti hver þátttakandi að láta skrásetja komu sína og burtför þar. Þátttakendurn- ir máttu hafa tvo hesta hver. Nú hófust veðmál um úrslitin og flestir spáðu Doc Middleton í Chad- ron sigri. Hann var miósleginn kú- reki um fertugt, mesti ofurhugi og talinn færari hverjum tvítugum manni. Tveir þátttakendur aðrir voru frá Chadron, Joe Gillespie, sem var 185 pund á þyngd og því ekki neitt fis á liestbaki, og John Berry, fyrverandi ekill. Þátttakend- ur urðu níu alls; nfl. auk þriggja áðurnefndra Davy Douglas, korn- ungur strákur, James Stephens frá Kansas, sem gekk undir nafninu Pjesi skellinaðra, Joe Campell, scm liafði komið ríðandi l'rá Colorado, George A. Jones frá Suður-Dakota og C. W. Smith og .1. E. Albright Irá Nebraska. Morguninn sem lagt var upp, 13. júní 1893, voru grundirnar fyrir utan Ghadron eitt rykský, sem þús- undir áhorfenda höfðu þyrlað upp. Klukkan fimm var þátttakendunum skipað í röð, og hafði hver tvo til reiðar, og formaður nefndarinnar hleypti af byssu. í sama bili kváðn við hvellir af byssum, Indiánavæl og húrrahróp og lúðraþytur. Hest- arnir urðu lafhræddir og jusu og prjónuðu og tóku síðan sprettinn fram grundirnar. Þúsund milna kappreiðarnar voru byrjaðar. En Undir eins og riddararnir voru komnir í hvarf hægðu þeir á sjer og ljetu klárana brokka. Þrjá fyrstu dagana lijeldu þeir liópinn. En þá varð Davy Douglas veikur og varð að ganga úr leik. Gillespie, Pjesi skellinaðra og Doc Middleton börðust um forustuna, og hafði þó annar hestur Doc sin- tognað. Berry, ekillinn fyrverandi, var síðastur og ljel sjer livergi bregða þegar honum var sagt að allir væru farnir á undan honum, þar sem liann kom. Fyrsta kastið gistu flestir reiðmennirnir á greiða- sölustöðum og fengu þar hesthús handa klárunum, en Gillispie gerði lítið úr þeim og kallaði þá kveifar- lega. Hann lá úti á viðavangi, með hnakkinn sinn undir höfðinu. í Sioux City þyrptist fólkið sam- an við ána hjá ferjustaðnum þegar riddararnir nálguðust. Doc Middle- ton kom fyrstur og var tekið með dynjandi fagnaðarópum. Hann veif- aði hattinum þegar stúlkurnar hlóðu á hann blómvöndunum, en aðrir kliptu hár úr taglinu á liestunum hans og geymdu til minja. Og allir fengu þátttakendurnir innilegar við- tökur. Nokkrum mílum lengra áleiðis varð sá hestur Middletons, sem sin- tognað hafði, að ganga úr leik. En Doc Ijet ekki hugfallast. „Meðan jeg hefi einn liest og sá hestur gengur á fjórum löppum, þá verð jeg með,“ sagði hann. En þarna dugðu nú ekki digurmælin ein. Nú tóku Gillispie og Pjesi skelli- naðra forustuna. Tveim dögum sið- ar náði Jolin Berry þeim með seigl- unni og fór fram úr þeim. Þá balt Gillespie hinn þungi tauminn á öðruin liesti sínum við hnakkbog- ann á hinum, fór af haki og hljóp á eftir hestunum. Á jjann hátt komst liann fram úr Berry og varð á und- an lionum til Fort Dodge. Næslu dagana var hellirigning og vegirnir urðu eitt aursvað. Dauð- þreyttir hestarnir erfiðuðu sig á- fram og reiðmennjrnir skulfu í rigningarnepjunni. Gillispie var kápulaus til þess að vera ofurlilið ljettari: Og Berry svelti sig til þess að draga úr þyngdinni, át aðeins það sem hann þurfti til þess að hjara. Við Iowa Falls var hann orð- inn fyrstur aftur. en Gillespie og Pjesi skellinaðra rjett á eftir. Pjcsi liafði orðið að skilja eftir annan hest sinn. Og svo helti hann wliisky ofan í hinn, til þess að hressa hann. Siðar hætti liann meiru á hann — og sig, og afleiðingin varð sú, að þeir gengu báðir úr leik þegar flask- an var tóm. Þegar Berry fór frá Waterloo í Iowa fjekk hann óvæntan samferða- mann. Það var blaðamaður frá Chicago, sem fór samhliða honum á reiðhjóli. Upp frá þessu skildi blaðamaðurinn aldrei við hann og staðnæmdist aldrei nema til að koma af sjer skeytum hjer og hvar. í einu þeirra var Berry lýst sem „litlum manni, hæverskum a'ð seig- um, sem hvorki notar svipu nje spora, en kjassar hestinn sinn í sifelluJ1 Gillespie á'ði nokkra tíma i Man- chester til þess að hvíla liestana sína. Þar kom liann auga á fjöl- leikahús og drap tímann með því að ríða múlasna þar, sjer til skemt- unar. Fulltrúar dýraverndunarfjelagsins sem staddir voru í De Kalb, 70 mil- ur frá markinu, skipuðu svo fyrir, að maður í eineykiskerru skyldi fylgja hverjuin þátttakanda það sem eftir var leiðarinnar, og hafa gát á að hestunum væri ekki ofgert. Berry tók við umsjónarmanninum og lijelt áfram á betri hestinum, sem hjet Poison, og liann liafði hlift til loka-áfangans. En Gillespie og C. W. Smitli komu sjer með brögðum hjá því. að liafa fylgdar- mann. Þegar Berry kom til Cliicago rið- aði hann í hnakknum af þreytu. Michigan Boulevard var troðinn al' fólki, sem hrópaði og æpti, og stúlkur stráðu blómum á veginn. Þegar Berry og Poison komu inn á sýningarsvæðið urðu þeir að ryðja sjer braut um lióp æpandi kúreka, kósakka, Indiána og reiðgikkja Buf- falo Bills. Það munaði minstu, ítð Berry hefði þrek til að taka i liönd- ina á Buffalo 'Bill. „Vel af sjer vikið, John,“ sagði Buffalo Bill. „Þú hefir unnið hlaup- ið!“ Nú athuguðu fulltrúar dýravernd- unarfjelagsins og tveir dýralæknar ástand hestsins. Það tók ekki lang- an tíma. Þeir vottuðu, að heslurinn væri óskemdur. Af hinum þátttakendunum kom- ust ekki aðrir að marki en Gilíespie, Smith og Albright. En það komst bráðlega upp, að Albrigld liafði reynt að ná verðlaununum með því að liafa rangt við. Hann hafði flutt hestana i vagni frá De Kalb. Hestar Berrys höfðu lilaupið sljettur, liarða vegi og leirmýrar i hráslagarigningu, ofsahita og mold- roki og farið 1040 mílur á 13 dög- um og 16 klukkutímum — að meðal- tali 75 mílur eða 123 kílómetra á dag. Síðasta sólarhringinn liafði Poison, hesturinn sem vann, farið 150 mílur og þar af siðustu 80 milurnar á 9% klukkutíma. Kúreka- kapreiðarnar miklu sýndu met í út- heldui og hraða, sem líklegt er að enginn hestur eða reiðmaður ryðji á ókomnum árurn.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.