Fálkinn


Fálkinn - 05.06.1942, Page 12

Fálkinn - 05.06.1942, Page 12
12 FÁLKINN Louis Bromfield: AULASTAÐIR. lmnn, en ef hann nú kæmi með bónorð varð hún að segja annaðhvort já eða nei. Og já gat hún ekki sagt. Það var alt of mafgt, sem mælti móti því. Og ef hún segði nei, yrði hún að liætta að liitta hann og það kærði liún sig ekkert um. Hún fann, að hún roðnaði og var þakklát fvrir rökkrið, sem leyndi því. Hún svaraði: „Gott og vei.“ Þegar þau komu að bryggjunni, var svæð- ið fyrir framan gisthúsið orðið fult af alira handa bílum. Helmingurinn af öllu unga fólkinu í Flesjuhorg var þarna samankom- ið, til þess að taka þátt í laugardags-dans- leiknum. Þetta fólk þekti hún ekki sjerlega vel, vegna þess, að áður en hún fór í skóla, hafðist hún að mestu við á búgarði foreldra sinna, og þegar liún kom aftur og fór að vinna hjá Villu frænku, þóttist liún vera þar eins og útlend og gestur. Þessi bíla- heimur var heimur borgarinnar en ekki ríkisins, heimur, samsettur af börnum kaup- manna, bankamanna og lögfræðinga og þar var hún aldrei eins og heima hjó sjer. Einn- ig var þetta heimur sveitaklúhbsins, og hvorki hún, Villa frænka nje neinn af hennar fólki, hafði verið nógu auðugt fyrir þann heim. Hún var því feimin og vandræðaleg þeg- ar þau komu inn í stóra borðsalinn, feim- in við unga fyrirfólkið frá Flesjuborg og vandræðaleg yfir því að vera með syni Dorta gamla. Og jafnframt var henni ögr- un í skapi og hún skammaðist sín fyrir að skammast sín. Hún þekti súmt af þessu fólki, þó ekki vel, en nægilega til þess að kinka kolli til þess í kveðju skyni, en þessi kveðja hennar fól samt í sjer ögrun, gremju og jafnvel fyrirlitningu. Kohbi þekti aftur á móti margt af því og talaði við það, sem liann þekti, og altaf með þessu breiða glotti, sem hafði svo ill áhrif á tilfinningar Sjönu — þetla glotl, sem gerði hann svo aðlaðandi, en gallinn var hara sá, að liann var alt of óspar á það og eyddi þvi á hvern, sem var. Þau fengu sjer nú hressingu og dönsuðu síðan og brátt kom gestgjafinn, frændi hennar og vísaði þeim á horðið, sem þeim var ætlað. Hann var stór maður vexti, eitt- hvað um sextugt, með stórar hendur og fæt- ur, grófgerða andlitsdrætti, hár, sem farið var að grána og hvöss, blá augu. Hann hafði erft Mylluborg og litla gistihúsið, þegar það var fúið og ómálað, og honum liafði tekisl að halda í hvorttveggja, enda þótt hann hefði ekki nema rjett til hnífs og skeiðar i fyrstu tuttugu árin. En hann fór á veiðar og til fiskjar, hafði dálítinn búskap, eignaðist átta börn og lifði einskonar sveitasælulífi, i náinni sambúð við trjen, fuglana og dýr- in. En svo þegar hann tók að reskjast, kom bíllinn til sögunnar og gerði Mylluborg rika, og gamla gistihúsið með. Fólkið kom á sumarkvöldum i stríðum straumum frá Flesjuborg og öðrum horgum, sem miklu voru fjarlægari, og bíllinn flutti þangað menn, sem ætluðu að veiða og aðra lil þess að dvelja um lielgar og enn aðra, sem selt- ust að i ferðamannatjöldunum, sem höfðu srnámsaman lagt undir sig allan litla lund- inn, sem var að baki gistihússins. Faðir nú- verandi gestgjafa hafði verið fvrsti livili maðurinn, sem sá vatnið og nú, sextíu og finnn árum síðar, var sonur Iians að upp- skera ávextina af fyrirhvggjunni, sem gamli maðurinn sýndi, er hann lagði undir sig alt landið þarna í kring. Frændi kysti Sjönu og spurði u-m líðan Villu frænku og bætti því næst við: „Þú mátt ekki fara án þess að líta inn í eldhúsið til Ellu. En hún er svo önnum kafin þar á laugardagskvöldum að sjá um alt.“ Þegar hann var farinn frá þeim, sagði Kobhi: „Jeg hefi altaf gaman af að sjá karl- inn. Hann minnir mig altaf á góða kvik- mynd frá Vesturríkjunum.“ Þau álu nú og drukku það besta, sem til var og dönsuðu síðan dálítið meira, en að þvi loknu sagði Kobbi: „Nú skulum við koma út og róa dálítið i lunglsskininu." ()g Sjönu datl strax í lnig: „Æ, nú ætlar hann að fara að biðja min og jeg get ekki annað en látið undan. Hversvegna megum við ekki bara vera áfram eins og við erum?“ Þau reru nú um vatnið langa stund, án þess að þeim fjelli orð af vörum, en gagn- tekinn af næturfegurðinni. Sjana lijelt á- fram hugsanaferli sínum: „Hvað segi jeg, ef hann fer nú að biðja mín? Ifvað segi jeg?“ Nei. hún vildi ekki giftast honum, og gat það ekki, .... en samt .... Þá lieyrði hún hann segja: „Jeg sagði áð- an, að jeg ætlaði að spyrja þig um lítinn hlut.“ Og hún svaraði dauflega: „Já.“ „Heldurðu ekki, að þú vihiir fá góða at- vinnu við „Frjettir“? Hana lmykti við spurningunni og hugsaði með sjálfri sjer: „Skrítilega byrjar hann.“ En hún sagði: „Hvað áttu við?“ „Jeg á við það, að jeg get útvegað þjer góða og vel launaða stöðu. Jeg hef lengi ver- ið að velta þessu fyrir mjer. Þú kemst al- drei neitt úr sporunum við Gunnfánann, og mjer er það þvert um geð að sjá þig eyða kröftum þínum við gamlan, sligaðan hlað- snepil eins og liann er.“ En nú kom stoltið upp í Sjönu og lnin varð samstundis bálreið. Hana langaði livorl- tveggja í senn að gráta og berja Kohha. „Gunnfáninn er fullgóður,“ sagði hún með furðanlegri stillingu. „Mjer gæti ekki dottið í hug að yfirgefa frænku gömlu.“ Og í sama bili fann hún, að hann hafði lokið erindinu — liafði aldrei ætlað að biðja hennar, og liún fann, að hana liitaði í andlitið af blygð- un og reiði, en sem betur fór, sást það ekki i blessuðu tunglsljósinu. Það var engu lik- ara en hann hefði stórmóðgað hana. „Jeg vissi það ekki,“ sagði hann, hálf- vandræðalega. „Mjer datt í hug, að 'þú yrðir fegin að fá þessa vinnu.“ „Að minsta kosti vildi jeg ekki snerta andstyggilegan saursnepil eins og „Frjettir“, j)ó jeg hefði eldtöng til j)ess.“ Hann svaraði engu, en hún skynjaði, að hann skildi, við hvað hún átti hún vildi ekki koma nærri hlaði, sem tilheyrði óald- arflokki Dorta gamla. Að hún tæki það sem móðgun að henni væri boðin staða við slikt hlað, jafnvel þó Kobbi gerði það sjálfur. Ætla að fara að gera Lýðsættinni greiða!! Þetta var í fyrsta sinn, sem liann var lálinn heyra muninn á því að vera af Lýðsættinni og vera sonur Dorta gamla, — vera afkom- andi þeirra, sem gert höfðu garðinn fræg- an, alt frá bygð landsins eða vera sonur pólitisks hraskara og aðskotadýrs eins og Dorta gamla. Kohhi svaraði engu, en sneri bátnum á- leiðis til bryggjunnar. Þegar þangað kom, sagði liann, í einkennilegum róm: „Við ætt- uni víst að fara að halda heim.“ „Eins og þú vilt.“ En hún heyrði á málrómi hans, að hún Iiafði móðgað hann. Þau gengu nú að bílnum, og óku síðan hlið við hlið, lil Flesjuborgar. En ekkcrt orð var sagt alla þessa leið og loks, Jiegar staðnæmst var við liliðið á Aulastöðum, hjálpaði hann henni út úr bilnum. Hann opnaði hrörlega hliðið, sléinjægjandi og þá sagði hún: „Þú mátt ekki koma alveg upp að húsinu.“ En hann svaraði: „Jeg ætla ekki að láta j)ig ganga eina milli allra þessara runna.“ Og nú langaði hana mest til jæss að fara /að gráta og' segja: „Jeg hef hagað mjer eins og hölvaður hjáni. Við meguin ekki láta okkur koma illa saman. Við meg- um j)að ekki! Við megum það ekki!“ En hún gat engu orði upp komið, heldur gekk hún inn um hliðið með stífuin virðideik, sem hún vissi sjáll', að var hlægilegur, |)(')tt hún gæti ekki að j)ví gert. Þegar })au voru komin að dyrunum og höfðu stungið lyklinum í skráargatið, sagði hann: „Frænka þín ælti ekki að vera að hýsa jæssa landshornamenn i kjallaranum sínum. Einlivern daginn myrðir einhver jæirra hana.“ Hún svaraði engu nema: „Við livað áttu?“ Hann gerði ekki annað en taka ofan hatt- inn og segja góða nótt, svo hún liafði ekki annað að gera ,en opna dyrnar og fara inn. Þegar hún var orðin ein í gasljósbirtunni í forstofunni, datt henni alt i hug, að hann hafði ekki sagt, eins og liann var vanur: „Ertu nokkuð sjerstakt að gera á fimtu- daginn kemur?“ eða „Hvenær sje jeg þig aftur?“ Nú hafði hann ekki annað sagt en góða nótt og farið síðan. Svo datt henni i hug: „Hvernig veit liann um flakkarana? Auðvilað hefir hann vitað um þá frá upp- hafi og nú gerir hann frænku einhverja bölvun.“ En insl í lijarta sínu vissi hún, að á j)ví var engin hætta. Frú Lýðs hafði verið heima og neytt kjörrjetta Öddu gömlu, án þess að njóta þeirra eins og vert hefði verið. Adda liafði verið að atyrða hana á meðan, fvrir það að kunna ekki að meta matinn, svo lienni varð j)að allmikill ljettir er máltíðinni var loks lokið og kerlingin j)agnaði. En áður en hún bauð góða nótt, sagði hún Öddu frá unga

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.