Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1942, Síða 4

Fálkinn - 03.07.1942, Síða 4
4 F Á L K I N N Mark JL Gaym: Forleikur fjörrádaima Hirohilo keisari. p YRIR TUTTUGU ÁRUM undir- skrifuðu fulltrúar Japana í Washington hátíðlegan samning uin að varðveita friðinn í Kyrrahafi og koma heiðarlega fram við Kín- verja. Og hálfguðinn Hirohito, sem þá var ríkisstjóri i Tokio fyrir brjálaðan föður sinn, Taisho keis- ara, samþykti skuldbindingarnar frá Washingtón. Áður en árið var á enda fóru færustu menn japanska flotafor- ingjaráðsins áð gera áætlanir um stríð gegn Bandaríkjunum og Bret- tandi. í dag, þegar árásar-áætlanirnar eru að verða opinberar, virðast þær líkastar svakalegum reyfara. Þær bera líka vott um framsýni, fram- húðarviðbúnað og framkvæmdaná- kvæmni, sem ldjóta að hitta sjálfs- ánægðan og makráðan Ameríku- manninn í hjartastað. Flotamálaáformin voru gerð ineð inestu leynd. Hinir varfærnu stjórn- arherrar utanríkisráðuneytisins vitdu liafa frið. Hershöfðingjarnir unnu með leynd að undirbúningi tiernaðar gegn Rússlandi og Kína. Þangað til fyrir firnm árum fanst engum þessara þriggja aðila til um áform hinna tveggja. En þegar þeir urðu sammála varð úr áformunum geirnegld lieild fjörráða gegn Bret- landi, Bandarikjunum og Austur- Indíum Hollands. Hugir hersins og flotans mættust nálægt 1938. Flotinn hafði náð und- ir sig röð af bækistöðvum meðfram Kínaströnd. Og lierinn var, þegar lijer kom sögu, kominn til Suður- Kína, og þá urðu hershöfðingjarnir sammáta aðmírálunum um það, að Japanar gætu ekki eignast f jár - sjóði Malayaskaga og Austur-Indía Hollendinga, nema með styrjöld við týðræðisríkin. Atburðirnir 1939—40 urðu til þess að grunnmúra þennan skilning bet- ur. Japanar fengu frjálsar hendur þegar Hitler fór að ganga berserks- gang í Evrópu. 1 Tokio náði litil hershöfðingjaklika, sem vildi hefja árásarstríð í stórum stit, völdunum af stjórninni. Kubbaralegur og há- tíðtegur liershöfðingi, sem hjet IIi- deki Tojo varð hermálaráðherra og fór þegar að framkvæma áformin frá í gær: æfa tiertið, safna her- gögnum og koma sjer upp 5. her- deild til aðstoðar erlendis. Þetta er í fáum dráttum baksvið stríðsins í da<? — forleikur hinna miklu fjörráða. Og . nú skulum við snúa okkur að hinni furðulegu sögu Höfundur eflirfarandi greinar um hernaðarviðbúnað Japana var Austurlanda-fregnritari Washington Post 1934—’39 og jafnframt frjettaritari hinna opinberu frjettastofa Japana, „Rengo“ og „Domei“ þangað íil Japanar rjeðust á Kínverja, en eftir það gaf hann út ameríkanskt dagblað í Shanghai. Er hann því manna kunnugastur austurlandamálefnum. Á síðasta ári gaf hann út eftirtektarverða bók um þau mál, sem nefnist „Baráttan um Kyrrahafið“. um liiun raunverutega og samfelda undirbúning Japana undir stríðið. T-IaINáN er 36.000 ferkilómetra "*■ stór eyja, eins og eyrnadjásn við' sepann, sem gengur til suðurs úr Kina út í Tonkingflóa. Loftslag er líkt þar og á Malayaskaga. Jap- anar tóku eyjuna snerrima á árinu 1939. Og japanskir lierverkfræðing- ar tóku þegar til starfa þarna, bygðu flugvelli, vegi, skála og hafnarmann- virki. — Þessu verki var lokið 1940 og undir eins varð iðandi athafna- tíf i hinum nýju japönsku vígstöðv- um. Þúsundir hermanna fyltu skál- ana. Frakkar, Bretar og Bandaríkja- menn hörauðust við að mótmæta. En talsmenn hersins í Shanghai og Nanking gáfu þá skýringu á þessu, að þessir hermenn hefðu verið flutt- ir til Hainan frá vigstöðvunum í Kína, sjer til „iivildar". Samstundis varð Hainan blaða- mannalaust land. Frjettaþjónusta Kínverja, sem annars var lagin á að lauma frjettum burt úr hernumd- um töndum, var múlbundin. Eitt- hvað var á seiði, en enginn vissi, hvað það var. Og það var lialdið áfram að senda lið tit Hainan. Ekki vissu menn til, að neitt af því kæmi aftur til Kina. Skörðin í víglínunni í Kína voru fylt með hermönnum, sem komu heiman frá Japan. Hainan varð líka helgur staður japanskra hershöfð- ingja, — jafnvel yfirherstjóri Jap- ana í Kina fór þangað. Og japönsku talsmennirnir upptýstu, að hersliöfð- ingjar væru að líta eftir herliðinu, sem væri sjer til „hvíldar“ á Hain- an. — Þannig „hvíldi sig“ á Hainan um 200.000 manna lier í meira en ár. í nóvember síðastliðnum gátu kín- verskir upplýsingastarfsmenn i Pakhoi, sem er hær á meginlandinu, gegnt Hainan, sagt þær frjettir, að hermenn með öllum útbúnaði hefðu verið settir um borð i ftutninga- skip. Næsta frjett var þess efnis, að flotinn sigldi hægt suður á bóg- inn og fylgdu lionum beitiskip og eitt flugvjelaskip. Þessi floti lónaði á liöfunum vik- um saman, og svo margvíslegar fregnir bárust af honum, að enginn vissi, hvað hann hafðist að. Og eiginlega nenti enginn að hugsa um þennan horfna flota, því að um þessar mundir var erindreki jap- önsku stjórnarinnar, Saburo Kur- usu, ofur tungumjúkur í Washing- ton — að semja við Roosevelt og Cordell Hull um, að verða vel við friðsamlegum og rjettum tilmælum Japana. Og áreiðanlega vissi eng- inn — ef til vill ekki einu sinni Kurusu — að annar floti flugvjela- skipa var um þessar mundir að nálgast Hawaii. Þann 7. desember var ráðist á Pearl Harbor og sprengjum varpað í stórum stíl á flugvelli á Filipps- eyjum og Malayaskaga. Og nú birt- ist horfni ftotinn frá Hainan alt í einu við strendur Thailands (Síam) og Malayaskaga og fór að skipa mönnum sinum á land, sem innan þrlggja vikna tók,n stefnuna til suðurs — til Singapore. T JANÚAR komst sanna sagan frá ■*■ Hainan á almanna vitorð. Sum- part frá raupgefnum japönskum hersliöfðingjum, sem vildu sann- færa fjendur sína og samherja um, að vopnagæfa þeirra væri ekki ein- göngu fyrir tilviljun. Sumpart frá kínverskura, holtenskum og amer- íkönskum upplýsingamönnum. Og suma þætti sögunnar átti jeg sjálf- ur í fórum mínum, upplýsingaglefs- ur, sem virtust lítilsverðar, þegar jeg fjekk þær, en eru í dag mikils- verðir liðir í óvæntu heildaráformi. Hainan var jötunvaxinn sigur- vinningaskóli og þar fengu um tíu herdeildir (180—200 þús. manns) 15 mánaða tilsögn í þvi, hvernig ráðast skyldi inn í Malayaskaga og Burma. Áætlunin um herbrögðin var sarain fyrir 4—5 árum. Tilhög- unin á framkvæmdunum var afráð- in kringum 1938 og þrautreynd í hinum gróðurríku skógum á Ilain- an, þar sem krökt er af höggormum. Fyrsta verk japönsku lierstjörn- arinnar á Hainan var að skifta her- deitdunum i litlar smáskærusveitir, sein hver uin sig gæti barist óháð öðrum sveitum. í framkvæmdinni varð herinn lausagopalegt samsafn af strandhöggshersveitum. Meðan hersjerfræðingarnir í vesturlöndun- um skrifuðu skæðadrífu af blöðum utn framtakaleysi japönsku lier- mannanna, var japanska lierstjórnin að gera út af við þá fallegu þjóð- sögu. Vitanlega var liin nýja að- ferð Japana undir því koniin, að þeim tækist að gera japönsku bændasynina færa í allskonar ný- tísku vopnaburði — og láta þá svo um framkvæmdirnar. Hinar almennari hermenskuað ferðir, sem prófaðar voru á Hainan, voru óskilgetið afkvæmi hins nas- istiska leifturstriðs. Þær áttu sam- merkt við þær að þvi er snerti liraðann, kænlega notkun lireyfinga á fylkingarörmum og notkun mikils flugvjelafjölda og brynjaðra vjel- sveita. En svo var líka margt ólíkt með aðferðum Japana og Þjóðverja. Hainan-skólinn lagði ekki áherslu á að beita dýrstegu ofurefli i fyrstu atrennu. Hann lagði meira upp úr því, að si og æ væri reknir smá- fleygar gegnum viglínu Breta. Smá- flokkar, frá 5 til 500 manns, laum- uðust fram hjá bresku útvörðunum langt inn í frumskóginn. Þeir höfðu- hljótt um sig og forðuðu sjer hjá skærum, þangað til þeir voru komn- ir á óhultan stað hak við bresku víglínurnar. Og svo rjeðust þeir aft- an að heimsveldisþegnunum, sam- kvæmt áður gefinni skipun, eða loftskeytamerki, og komu þeim i opna skjöldu. Það var aðeins við slik tækifæri, sem stórskotaliðið japanska færði Terauchi sig um set og gerði árásir. Breska hermannaröðin var önnum kafinn við að ganga á milli bols og höfuðs á launsátursmönnunum, sein rjeðust að baki þeim, og snerust jivi ekki nógu fljótt við skriðdrekunum jap- önsku, sem sóttu gegn þeim að framanverðu. Þá tvo mánuði, sem barist var á Malayaskaga voru tæplega þrjár or- ustur háðar, sem umtals væru verð- ar. Japanar neyddu Breta til undan- lialds með liví að ráðast að baki þeim og gera árásir á fylkingar- arma þeirra i einu. Þegar eigi var hægt að koma jiví síðarnefnda við á landi, voru notuð smáskip, sem Japanar ljetu lóna suður með vest- urströnd Malaya. Japanar voru ekki látnir nota venjuleg liermannastiigvjel, heldur fótahúnað með gúmmísólum, til þess að síður hey'rðist til þeirra. Þeir liöfðu einnig bómullarþófa á hönd- um og hnjám, svo að síður lieyrðist til þeirra, er þeir voru að troðast gegnum frumskóginn. Hermenmrnir voru látnir nota hrækur, sem aðeins náðu niður að hnje, í stað síðra bróka, svo að þeir yrðu ljettari á sjer og fljótari i ferðum, og svo var um annan ldæðaburð. Hinsvegar gátu þeir borið í farangri sínum reiðhjól, sem liægt var að taka sundur, en j)au settu þeir saman og notuðu, undir eins og þeir voru komnir úr augsýn bresku hersveitanna. Breska aðferðin á Malayaskaga var sú, að þeir ætti að festa víg- línu herja sinna við mýrar og rís- grjónaekrur, þvi að skriðdrekar mundu ekki komast yfir þær. Það var ekki fyr en hálfum mánuði áð- ur en Japanar hófu stríðið, sem Brctar komust að því, sem Japanar höfðu lært fyrir löngu á Hainan — að ljett vjelknúin hernaðartæki gátu komist yfir ríserkrurnar. En þá var þetta of seint. Þegar litlu japönsku eins manns skriðdrekarnir og tveggja manna bifreiðarnar þutu yfir mýrarnar gegn bresku herlín- unni, varð lítil um varnir. Eftir að ljettu skriðdrekarnir höfðu riðtað hresku herlínunni komu þungir skriðdrekar og stór- skotalið, sem að því er virðist hef- ir verið safnað saman í Indó-Kína, síðan Frakkar leyfðu Japönum landsvist þar, árið 1940. Og það fór eins og með þýsku skriðdrekana í Libyu, að japönsku 30-tonna drek- arnir voru betur en jafnokar hinna ljettu vígvjela Breta.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.