Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1942, Side 5

Fálkinn - 03.07.1942, Side 5
f ÁLKINN 5 Matsúóka utanrikisráðherra. Framundan boðaföllum ljettu og þungu skriðdrekanna gerðu sveitir japanskra orustu- og sprengjuflugvjela varnarvegg, sem tætti sundur birgða- lestir, varnarvirki og stöðvar Brcla. Vegna árásanna, sem gerðar voru á flugvellina áður en stríðinu var lýst yfir, hafði vígmáttur enska flug- hersins orðið lítill sem enginn á móti því, sem ella mundi. En þegar litið var á þann yfir- gnæfandi meirihluta, sem Japanar höfðu af flugvjelum, varð það bert, að japönsku flugvjelarnar voru lak- ari en liinar bestu ensku og amer- íkönsku flugvjelar. Japönsku flug- mennirnir voru afbragð, og svo vel hai'ði verið um hnútana búið, að jafnan var til taks sægur af jap- önskum flugvjelum, þar sem á þurfli að lialda. En flugfloti Japana mun liafa verið 4000—5000 vjelar. . — Stundatafla hinnar japönsku inn- rásar mun hafa verið samin 14—18 mánuðum fyrir striðið. Og japanska vígvjelin hlýddi henni með þeirri nákvæmni, sem aðeins fæst með ítarlegum undirbúningi. W AGAN frá Hainan — furðulegri ^ að því er snertir verksvið og dirfsku en nokkuð það, sem Hitler hefir ráðist i — er aðeins þáttur úr liinum leynda viðbúnaði Japana undir fjörráðin miklu. Meðan Nis- hio hershöfðingi var að þjálfa menn sína á Hainan var verið að þjálfa annan her á annari japanskri stöð. Formósa er stór eyja, eins og kylfa i laginu og liggur um 100 km. austur af strönd Suður-Kína. Japanar náðu henni 1895 — hún var hluti af herfangi þeirra eftir ófriðinn við Kína þá. Haustið 1940 fóru að lirannast þangað herdeildir frá Suður-Kína og Japan. Og nú var starfandi aðmíráll japanska flotans gerður landstjóri þar i fyrsta sinn. Og um leið hvarf Masaharu Honnna hershöfðingi úr frjettadálk- um fremstu siðu í blöðunum í Tokió. Um áratug liefir Homma, breiður og brosandi, verið talinn mikill vin- ur vesturlanda, af hugfangnum stjórnmálamönnum, sem dregið hafa taum Japana. Hann var gestur höf- uðborga i Evrópu á afvopnunar- ráðsstefnum, var fylgdarmaður Ghi- chibu prins, er hann kom í kurt- eisislieimsókn til London árið 1937 i tilefni af krýningunni. Hvar sem hann fór varð það honum til vin- sælda, hve vel hann talaði Oxford- ensku, live gott honum jiótti í staup- inu og hve vel hann sagði drykkju- krársögur. Fyrir nálægt tveimur árum hvarf Homma af sjónarsviðinu. En í jan- ,úar í ár var það tilkynt frá Tokio, að hann stjórnaði 14. hernurn, sem innrásina gerði i Filippseyjar frá Formosa. Undir árvökru eftirliti Homma höfðu átta til tíu lierdeildir — 160.000 til 200.00 manns — varið fimtán mánuðum til jress að undir- búa sig undir þessa innrás. Upplýsingar, sem hermálaráðu- neytið hefir handa á milli, sýna eftirtektarverða mynd al' jressu á- standi. Á Formosa var sjerstök á- hersla lögð á æfingar í því, að lenda liði af sjó. Við aðstæður, sem voru injög lílcar og á Filippseyjum, voru hermennirnir látnir hlaupa í land úr prömmunum, vaða upp í fjöruna, koma upp stöðvum á ströndinni og síðan að bora sjer gegnum varnarlinur óvinanna, með sömu aðferðum og kendar voru á Hainan. Japanski herinn og flotinn unnu að þessum æfingum í sameiningu. Því var jiað, að þegar ófriðurinn hófst voru tundurspillar, beitislcip og flugvjelaskip í fylgd með flutn- ingaskipum innrásarhersins og stöktu varnarliðinu á burt úr fjör- unni með kúlum og sprengjuregni. Loftskeytaútbúnaður Japana var góður, svo að japanskar flugvjelar gátu látið samherjana í landgöngu- liðinu vita, hvað hreyfingum amer- ikanska hersins leið. Sjöherstjórnin treysti mjög á loft- flotann. Og afrek hans fyrstu tvo mánuði Kyrrahafsstyrjaldarinnar sýndu, að flugherinn hafði tamið sjer nýjar og djarflegar baráttuað- ferðir og var duglegur. Æfinguna hafði flugherinn fengið í styrjöld- inni í Kina. Þar gátu flugmennirnir æft sig á lifandi skotskífum, án jiess að verða fyrir mikilli mótstöðu. — Fyrstu fimm mánuði Kínastyrjald- arinnar flugu flugmenn jananska sjó-flughersins 13000 ferðir. Það var engin furða, ])ó að einn af bestu flugmönnum Brela kæmist þannig að orði við Allan Raymond frá Ilerald Tribune: „Þjer sáuð sumar af bestu flugsveitúm okkar fljúga í Englandi. Japanarnir, sem við hitt- um flugu alveg eins skipulega og þeir tiittu markið þó að þeir tæki sveiflur á vjelunum um leijS og ])eir voru að skjóta... .“ • Japanar höfðu smiðað innrásar- pramma í stórum stíl áður en þeir rjeðust á Iíína 1937. Þeir voru reyndir í stórum árásum á Tsingtao, Shanghai og Ganton 1937—-38. Á grundvelli þeirrar reynslu og því, sem þeir höfðu reynt á Formosa, gerðu þeir ýmsar endurbætur á prömmunum, lögun þeirra, hraða og vopnabúnaði. Bándaríkjáherinn hefir vitneskju um, að herlið Homma hersböfðingja notaði að minsta kosti fimm mis- munandi innrásarskiptategundir. Hin stærslu bera att að 120 manns með öllum útbúnaði ásamt ljettri fallbyssu. Aðra Ijettari báta hafa þeir, sem knúðir eru áfram með loftskrúfu, sem notaðir eru til inn- rásar þar sem grynningar eru. Japanar hai'a móðurskip til þess að flytja þessa innrásarbáta upp að ströndunum. Móðurskipið getur rcnt bátunum með mönnum og öllum út- l)únaði fyrir borð, eftir einskonar Konoye prins. skábraut aftan á skipinu. Jeg sá eitt af þessuin skipum við Woosung árið 1937. Það leit alveg eins út og bvalveiðamóðurskip og það er senni- legt, að slík skip hafi verið tekin til fyrirmyndar. Hernaðaraðferðirnar sem Homma kendi mönnum sínum á Formosa, voru mjög svipaðar þeim, sem not- aðar voru á Hainan. En það er vert að festa sjer i minni, að svo þaul- æl'ðir voru hinir japönsku hermenn, að þeir breyttu um bardagaaðferðir, eftir því hvernig landslagið breytt- ist, sem berjast átti á. í Burma börðust þeir frumskógastríði fyrir austan Salween-fljót. En undir eins og þeir komu vestur fyrir fljótið fóru þeir að berjast i stórum sveit- um með aðstoð skriðdreka og stór- skotaliðs og höfðu jafnvel flugsveit- ir til varnar yfir sjer. WT UNDRUÐ efnafræðinga, lækna, A verkfræðinga og annara vis- indamanna störfuðu af kappi að undirbúningnum undir stríðið — og stunduðu margir þeirra nám í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Vopn þessara manna komu varnarliðinu á Malayaskaga og Filippseyjum al- veg á óvart. Af hinum óþektu vopn- um má nefna „dverga-vjelbyssurn- ar“ og liálf sjálfvirka rifla, sem skutu .25 kaliber kúlum og á öðru leytinu skriðdreka, eins og V i lag- inu að framan, sem hrintu af sjer 37 millimetra kúlum, er hittu þá. En „dvergbyssurnar“ skutu ekki eins kraftmiklum kúlum og byssur Bandaríkjamanna, en af þvi að þær voru ljettari, gátu japönsku her- mennirnir haft miklu meira af kúl- uin með sjer. Felubúningur japönsku hermann- anna var í ágætu iagi. Þeir nota leirgula einkennisbúninga i Kina, en græna á Malayjaskaga, til þess að líkjast umhverfinu. Á Filipps- eyjum náðu menn MacArthurs i njósnara, sem voru allir grænir frá hvirfli til itja. Þeir liöfðu jafnvel málað sig græna i framan. Og þeir notuðu reyklaust púður. Vel var sjeð fyrir heilbrigðisráð- stöl’unum þeirra og mataræði. Menn- irnir i framsóknarhernum höfðu afarljetta matarpinkla og var þetta innihaldið: Pund af rísgrjónum, böggull með harðbrauði, hálfpund af sykri, bögg- ull með kraftfæðu, fjörefnapillur, móteitur við blóðsótt, kinín, varnar- lyf gegn sinnepsgasi, umbúðir, glas af klór til að hreinsa vatn, vasa- Ijós, gasgrima, grænt flugnanet, sem jafnframt er notað sem feluhula á höfði og andliti, stærra net til þess að hylja líkamann feíulitum og kaðall til þess að nota við að klifra upp í trje. Þessi útbúnaður dugði mönnum i frumskógunum til hálfs mánaðar, og jafnvel tengur ef hermennirnir gátu náð i aldin sjer til búsilags. í vösunum höfðu hermennirnii einnig svonefndar „kraftapillur", en i þeim voru óskaðleg fjörgunar- efni, sem verkuðu nokkra klukku- tima. Oft liöfðu þeir einnig ljettar útvarpsstöðvar. Vegna langs og rækilegs undir- búnings var mjög lítið um sjúk- dóma í japanska hernum. Japönsku herinennirnir reyndust miklu ónæm- ari en enskir og ástralskir hermenn gcgn magaveiki og mýraköldu i frumskógum og mýrum Malayaskag- ans, og höfðu þó miklu minni út- búnað. En eigi sjest undirbúninguur Jap- ana síst af ýmsum smábrögðum, sem þeir höfðu undirbúið til að vinna óvinunum tjón. Þeir vissu t. d. að tundurdufl mundu verða lögð kringum Hong Kong og þessvegna rjeð herstjórnin liinn fræga sund- meistara Reizo Koike i þjónustu sína — þann sem mesta frægð hlaut á Olympsleikunum i Los Hiranuma fyruerandi ráðherra. Angeles 1932. Koike æfði flokk manna og eina nótti,na stungu þeir sjer i höfnina i Hong lvong, syntu að duflunum og sprengdu þau með riffilsskothríð. Þessvegna tókst Jap- önum að sigla yfir sundið út í eyj- una og koma liði á land þar. Þessi dáð Koikes þurfti margra mánaða itarlegar æfingar, og sýndi m. a. að Japanar tiöfðu 'fyrir löngu ákveðið að ráðast á Breta. Til þess að innrásarbátarnir yrðu sem líkastir hinum innlendu fiski- bátum á Malayaskaga, liengdu Jap- anar upp þvott á stögum bátanna þvert og endilangt, eins og til þurks. Á Filippseyjum notuðu þeir oft hvell-elda til þess að villa ó- vinina. Á Luzon ,,týndu“ þeir ofl sjálfblekungum á vegunum. En þeim, sem tóku þá upp var dauð- inn vís, því að pennarnir voru á- fastir við handsprengjur. Allstaðar notuðu Japanar sjer það, að þeir voru likir hinum innfæddu íbúum í sjón. í Burma var þessvegna sjer- hver innfæddur maður grunsam- legur. Á Filippseyjum dugði þetta bragð þangað til amerikönsku verð- irnir tóku upp á því, að láta ókunn- uga segja orð, sem mörg L voru í. Þá konni Japananar upp um sig. því að þeir bera L fram sem R. I umsátinni um Singapore sögðust Japanar hafa notað hundruð at svínum og hundum til þess að gera /íávaða, sem Bretar misskildu. Og á Filippseyjum gáfu japönsku vjel- byssuhreiðrin oft merki um, að þau vildu gefast upp, en skutu svo á hermennina er þeir komu fram til ])ess að taka inennina til fanga. Þannig mætti lengi lelja. Og eins og alt annað, sem Japanar hafa gert, sanna þessi dæmi, að Japanar svíf- ast einskis, eru árvakrir og ágæt- lega hugkvæmir. Þeir eru óvinir, sem ekki má gera of lítið úr. p* URÐULEGAR sögur hafa verið ■*■ sagðar af afrekum nazista-und- irróðursmanna i Noregi, Frakklandi, Hollandi og Belgiu. En ekkert af því, sem þessir menn hafa gert kemst í hálfkvisti við afrek jap- önsku 5. herdeildarinnar. Og lik- lega cr Mitsuru Toyama mesti nú- lifandi skipulagsmaður 5. herdeild- arstarfseminnar, þessi meinleysis- legi gráskeggur. Fyrir 60 árum varð Toyama fang- inn af þeirri hugsjón, að Japanar væru kjörnir til þess að stjórna heiminum. Eftir að fylgifiskar hans höfðu myrt nokkra varkára og frið- elskandi stjórnmálamenn, vann hann álit sem áhrifamaður i japönskum stjórnmálum. Eftir að rússnesk-jap- anska stríðinu lauk beindust augu Toyania að Kína og öðrum rikjum Asíulöndum. Byltingamönnum og ó- róaseggjum frá þessum löndum var tekio opnum örmum af honum. Kínverjar, Filippseyjabúar, Malayar, Simmsbúar og Hindúar fóru að lióp- Frh. á bls. 13.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.