Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1942, Side 6

Fálkinn - 03.07.1942, Side 6
6 FÁLKINN Litla sagan: Bror Persson: Gul vasabók P ETTA gerðisl eiginlega alt i einu vetfangi. En það byrjaði svona: Lítil telpa koni labbandi á göt- unni með henni frænku sinni. Eða kanske öfugt. — Eftir sömu götu þrammaði ungur maður, sem var eilítið á undan þeim fyrnefndu, enda var hann skankalengri. Snyrti- legur maður og eftir ytra útliti að dæma myndarmaður og hættulaus þjóðfjelaginu. Alt í einu nam hann staðar, svo snögt að þær sem komu á eftir, konan og telpan, voru rjett að segja dotnar um hann. Ungi maðurinn hafði nefnilega, að því er virtist að ástæðulausu eða að minsta kosti formálalaust beygt sig til jarðar. Við fætur hans á göt- unni lá vasabók. Opin. Falleg vasa- bók úr gulu leðri. Hún virtist ekki vera tóm, enda reyndist svo við nánari yfirsýn. Að þvi leyti var hún ólik mörgum öðruin vasabók- um. Og ungi maðurinn var ólíkur mörgum öðrum ungum mönnum, því að um leið og hann tók upp vasabókina og leit í hana, sneri liann sjer að konunni og telpunni, lyfti hattinum og sagði: „Jeg var að finna þessa vasbók hjerna á gangstjettinni. Það eru m. a. peningar i henni. En af því að jeg er að flýta mjer, ætla jeg að biðja ykkur að gera svo vel að taka við vasabókinni og skila henni á næstu lögreglustöð. Jeg verð að fara með lestinni kl. 8.10 og má ekki vera að þvi sjálfur. Jeg er yður þakklátur, ef jeg má gera ykkur þetta ónæði. Jeg ætla að biðja yður um að taka við nafnspjaldinu mínu með lieimilisfangi, ef iögreglan kynni að óska frekari upplýsinga. Það er ekki víst að eigandinn gefi sig fram og þá á jeg vist rjett á ákveðnum fundarlaunum. Og þeim vil jeg gjarnan skifta með ykkur fyrir ómak ykkar. Þakka yður fyrir.“ Konan hafði hlustað á lietta tal alveg steinliissa. En luin áttaði sig brátt. Ungi maðurinn virtist verða að hafa hraðan á. Og hún amaðist síður en svo við því að fara á lög- reglustöðina með vasabókina. Henni fanst ]jetta eins og æfintýri. Nærri því eins og hún hefði fundið vasa- bókina sjálf. -— Að hugsa sjer, hvað hún hefði að segja frá i sauma- klúbbnum á morgun! Hún tók við vasabókinni með vingjarnlegu augnaráði en fremur kölclu, ,svo sem aldri hennar sómdi og kvaðst fús til að gera þetta. Leit sem snöggvast á nafnspjaldið, sem að henni var rjett og lofaði að láta vita, hvernig málinu reiddi af. Ungi maðurinn kvaddi háttprúður, þakkaði og hvarf. Þetta og ekkert annað var það, sem lögreglustjóranum tókst að komast að niðurstöðu um i fyrstu yfirheyrslunni, sem hann hjelt yfir konunni, sem kom inn á lögreglu- stöðina í 8. umdæmi og skilaði fundinni vasabók úr gulu leðri. Á- stæðan til þess, að iögreglustjórinn hafði ástæðu til að blanda sjer í þetta einfalda mál var blátt áfram sú, að eigandi vasabókarinnar liatði snúið sjer til lögreglunnar og spurt eftir 'vasabók daginn eftir að hún fanst. Og fulltrúanum var ánægja að því að segja eigandanum, að vasa- bókin væri þegar komin í leitirnar og yrði afhent, er lienn liefði verið rjett lýst. Og nú byrjár harmleikur- inn i þessari sögu. Eigandinn lýsti vasabókinni nefnilega að öllu leyti eins og rjett var. En það munaði aðeins einu: peningaupphæðinni, sem átti að vera í bókinni. Eigand- inn —- eða sá, sem þóttist vera eig- andinn og nú stóð frammi fyrir fnil- trúanum — stóð nefnilega á því fastar en fótunum, að í bókinni ætlu að vera 2000 krónur í seðlum. Brúnin liafði lyfst á fulltrúanum eftir því sem á leið lýsinguna á vasabókinni, en svo seig hún ó- þyrmilega, þegar upphæðin var nefnd. Hvað segið þjér — 2000 krónur? Þessi vasabók úr gula leðr- inu, sem lá í skúffunni hjá' honum, var ekki með meira innihaldi en rjettum 40 krónum! Ekki eyri meira. Ef á annað borð er hægt að tala um aura í sambandi við vasabók. Nú hafði málið tekið nýja stefnu og var orðið sakamál. Og konan, sem hafði afhent vasabókina, var kölluð fyrir rjett. Hún inætti og fjekk að vita um staðhæfing eig- andans um, livað átt liefði að vera i bókinni. Hún staðhæfði á móti, að ekki hefðu verið nema 40 krón- ur i bókinni, þegar hún tók við henni. Auðvitað hafði hún gengið úr skugga um það sjálf. Og eig- andinn stóð jafn fast á því, að 2000 krónur hefðu verið I bókinni, þeg- ar hann misti liana. Þarna var stað- hæfing gegn staðhæfingu. Eigand- inn sagðist hafa verið á leið til skrifstofunnar, sem hann vann hjá, tii þess að borga þar peninga, sem hann hefði innheimt. Þessvegna liefði liann verið með svona mikla peninga á sjer. Þarna var flókið mól í uppsigl- ingu. Nú var auðsjáanlega mest um vert að ná í manninn, sem liafði fundið vasabókina og sem konan hafði minst á. Hún tók upp nafn- spjaldið og nú var sendur drengur til mannsins. Eftir stutta stund kom sendillinn aftur með þau skilaboð, að maðurinn sem ætti nafnspjaldið ætti að vísu heima á greindum stað, en væri fjarvenandi. Og ókunmigt um, hvenær hann kæmi aftur. Fulltrúinn lagði sig i bleyti. Hinm! Þessir möguleikar koinu til greina: 1) að konan, sem afhenti vasa- bókina, liefði logið til um, hve mik- ið hefði verið í henni. Hugsast gæti að hún hefði peningana enn undir höndum, og sennilegast mest- an hluta þeirra. 2) Maðurinn, sem hefði fundið vasabókina hefði sjeð sjer færi á að liirða úr henni mestan hluta peninganna, áður en hann fjekk konunni hana. Til þess að leysa úr þessu, varð að ná í manninn, sem átti nafn- spjaldið. Nema þetta með nafn- spjaldið væri þá uppspuni, sem kon- an hefði gripið til. Nú birti aftur yfir ásjónunni á fulltrúanum. Það gat hugsast, að konan hefði búið til alla söguna og svo gripið lil þessa nafnspjalds, sem hún ein- hvernveginn hafði komist yfir, til þess að gera söguna trúlegri. Var þessi kona þjófur? Fulltrúinn rifjaði upp fyrir sjer ýmislegt úr reynslu sinni viðvíkjandi því, livern- ig liann liafði fengið sakamenn til að meðganga. En hann fann enga lausn. Auðvitað var um að gera að ná i nafnspjaldsmanninn. Þar lilaut lausnin að fást. Smellið tiltæki, að láta gerókunnuga konu, sem maður hittir ó götunni, fara á lögreglu- stjöðina með vasabók, sem maður finnur. Mikið hlaut lionum að hafa legið á. Það væri gaman að sjá framan í þennan kóna! Nú var gerður út lögregluþjónn til þesS að safna gögnum um nafn- spjaldsmanninn. En ó meðan stytti fulltrúin sjer stundir með því að yfirheyra konuna. Var hún ein þeg- ar lnin sá manninn taka upp vasa- bókina? Nei, það var telpa með lienni. Systurdóttir hennar. Jæja, hvar var þessi systurdóttir núna? Heima. Nú var lögregluþjónn send- ur að sækja systurdótturina og kom aftur með liana eftir titla stund. Fulltrúinn virtist verða fyrir von- brigðum, þegar liann komst að raun um, að hún var ekki nema átta ára. Fulltrúinn afrjeð að taka þetta föstum tökum. Var þetta satt? Siminn hringdi. Fulltrúinn svar- aði. Jú, alveg rjett. Maður með þessu nafni var staddur á stöðinni. Hafði tilkynt, að hann hefði tapað vasabók með 2000 krónum. Vasa- bókin var fundin, en í lienni voru ekki nema 40 krónur. Fulltrúinn skyldi auðvitað taka á móti manni Irá skrifstofunni undir eíns. Gerið þjer svo vel — velkominn! í sama bili kemur lögregluþjónn inn með manninn, sem hafði af- hent nafnspjaldið. Nú dró niður i fultlrúanum sem snöggvast. Var til- gáta lians að fara í liundana. Eða var þessi maður svona bíræfinn? Yfirheyrsla. Sá nýkomni stað- hæfði, að ekki hefðu verið neinn 40 kr. í bókinni. Hann hafði sjálfur talið peningana. Sagðist ekki hafa getað skilað bókinni sjálfur, því að liann liefði orðið að fara með lest- inni kl. 8,10. Vasabókareigandinn hóstaði í liljóði og fulltrúinn rendi til hans augunum og kinkaði kolli. Þetta var augljóst mál. Finnandinn hafði stolið úr bókinni og svo látið konuna fara með hana á stöðina. Ójá, svona er nú lífið. Freisting- arnar geta borið fólk ofurliði. Full- trúanum var svo sem kunnugt um það. Of vel kunnugt um það. Leið- indamál þetta, en nú varð að fá þrjótinn til að meðganga. Ný yfirlieyrsla yfir manninum með nafnspjaldið. Yfir konunni, sem Iiafði afhent vasabókina. Yfir systur- dótturinn. Þegar telpan var spurð þeirri alvarlegu spurningu, livorl hún mintist nokkurs sjerstaks i sambandi við atburðinn, þá svar- aði liún því, að hún þekti aftur báða mennina þarna inni, bæði manninn, sem hefði fundið vasa- bókina og manninn, sem segðist eiga hana. Fulltrúinn varð liissa. „Heyrðu, telpukind,“ sagði liann, „þú hefir aldrei sjeð manninn, sem á vasabókina, áður.“ Jú, víst liafði hún sjeð hann. Hann stóð á gang- stjettinni hinumegin, jiegar maður- inn tók upp vasabókina, og telpan staðhæfði að hún hefði sjeð liann lilæja, þegar maðurinn tók upp vasabókina. — Og nú hófst yfir- heyrsla yfir vasabókareigandanum. Síðan talaði fulltrúinn við mann- inn frá skrifstofunni, sem hafði beðið um sarntal. Og svo var vasa- bókareigandi yfirheyrður á ný. Fulltrúinn var liróðugur. Nú hafði liann fengið lausn gátunnar. Yfir- heyrslunni var lokið. Hann kvaddi konuna, lelpuna. og manninn, sem hafði fundið bókina og þakkaði þeim fyrir hjálpina. Telpan fjekk túkall og hann brosti lilýlega til hennar. En ekki eins hlýlega til vasabókareigandans, sem nú var kallaður inn á ný til þess að undir- skrifa ])á játningu sína, að hann hefði stolið úr sjálfs síns hendi peningunum frá skrifstofunni og fundið upp á því tiltæki að týna vasabókinni til þcss að bjarga sjer úr kröggunum. Theodor Áraason: Merkir tónsniHingar iífs oo liðnir: Rachmaninau. Serge'i Vassilievich fíachmaninov er fæddur í 'Onieg í Novogorod-fylki í Rússlandi hinn 20. mars 1873. Það var um hann eins og svo marga hinna miklu tónsnillinga, að gáfurnar og hæfileikarnir konm í ljós hjá honum kornungum. En hann var að því leyti lánsamari en t. d. Rimsky-Korsakov, að foreldrar hans töldu sjálfsagt að lilúa að og þroska þessar gáfur og hæfileika. Fjekk liann fyrst mjög góða undirstöðu- tilsögn í píanóleik í heimahúsum, en hann var aðeins 9 ára gamall, þegar sótt var fyrir hann um inn- töku í tónlistarskólann í Pjeturs- borg. Mun ekki liafa verið venja, að taka þar við svo ungum nem- endum, en Sergei stóðst með prýði allar þrautir, sem fært þótti að leggja fyrir liann og var tekinn í skólann. Þar var liann við nám í 3 ár og var aðaláherslan lögð á píanóleik. En árið 1885 var breytl til, Serge'i sendur til Moskva og tók hann glæsilegt inntökupróf í tónlist- arskólann þar. Enn var aðaláhersl- an lögð á pianóleik, fyrst i stað og hinum bestu kennurum i þeirri grein, hverjum af öðrum (fyrst Zoierev og síðan Siloti) falinn drengurinn til forsjár. Þótti það nú orðið augljóst að þarna myndi snillingsefni vera á ferðinni, og því sjerstaklega mikil rækt við hann lögð. Eins og aðrir píanónemendur, fjekk Serge'i tilsögn í „aukafögum“, svo sem hljómfræði, instrumen- tation og komposition. En nú fór að bera á sjerstaklega miklum liæfi- leikum hans í þessum greinum og var lionum þá jafnskjótt gefinn kostur á að þroska og þjálfa þá hæfileika. Hann var 7 ár i tónlistarskólanum i Moskva og hlaut heiðurspening úr gulli að verðlaunum fyrir tón- smíðar að loknu námi. Lagði hann þá þegar (1892) upp i mikinn hljómleikaleiðangur um allar helstu borgir Rússlands og þótti fádæma snillingur. Næstu ár starfaði hann að mestu leyti í kyrþey að samning tón- smíða, en kom þó oft fram opin- berlega. Enn kemur hann aðallega fram sem píanóleikari. En þó er far- ið að verða vart tónsmíða hans Hka. Hann i'ylgir hinum ung-rússn- eska „skóla,“ eins og Rimsky-Ivor- sakov, en þó þykir gæta í verlcum lians skýrra Moskva-álirifa. Mun svo hafa verið lengst af, að nokkurrar keppni gætti í milli tónlistarskól- anna í Pjetursborg og Moskva, og þóttust menn geta greint það glögg- lega, í hvorum skólanum tónlistar- menn voru aldir upp. Munu Moskva- menn liafa öfundast yfir því, að Petrogradskólinn fjelck að njóta hins mikla manns, Rimsky-Korsik- ov, og gerðu honum ítrekuð glæsi- leg tilboð um að koma til sín. En hann hafði tekið ástfóstri við sína stofnun og hafnaði öllum slíkum tilboðum. Á þessum árum dvaldi Racliman- inov langdvölum i Dresden við nám og starf, en liafði sig ekki mikið frammi. Þó kom Iiann fram á liljóm- leikum þar í borg og var jafnan vel fagnað og eitthvað var flutt af vei;kum hans. Til Lundúna kom hann 1899 — og kom þar fram á hljómleikum fílharmóníska fjelags- ins (Philharmonic Society) „þre- faldur í roðinu": sem tónskáld, liljómsveitarstjóri og pínanósnilling- ur. Var honum tekið með innilegri lilýju, — ekki neinum ofsafögnuði. Frh. á bis. lí.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.