Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1942, Qupperneq 8

Fálkinn - 03.07.1942, Qupperneq 8
AÐ kom skellur frá hreyfl- inum í hvítu flyígvjelinni. Svo snerisl suðið upp í hósta- kjöltur. Jolinson fann, að vjel- in misti ferðina og liann var önnum kafinn við áhöldin. Sólbrendar læknisliendurnar hreyfðust fljótt en örugt. Hreyfillinn virtist ætla að starfa reglulega aftur, en það varð ekki nema stutla stund. Svo komu smellir og skellir í stað suðunnar og svo varð hljótt. Loftskrúfan hægði á sjer og hætti loksins að snúast. Johnson læknir Ijölvaði og svipaðist um kringum sig. Sjö hundruð metra undir honum var ástralska eyðimörkin, svo ían,gt sem augað eygði. Trjá- krónurnar virtust renna saman i endalausu dökkgræna slikju. En Johnson eyddi ekki tim- anum i að dást að þessu frum- ræna og fallega landslagi þarna niðri. Hann varð að lenda ein- hversstaðar i þessu völundar- húsi frumskógarins. Það var ekki efnilegt. í tólf ár hafði hann flogið yfir óendanlegar skógavíðátturnar í Queensland. Ilann liafði sloppið heilu og höldnu úr verstu fellihyljum og stundum orðið að neyðlenda á smáspildum, sein voru lítið stgerri en beð í ;garði, og hafði orðið að taka sig á loft úr ægi- sandi. Tvær flugvjelar hafði hann brotið, en sjálfur hafði hann sloppið með eitt hand- leggshrot. En þó að liann væri orðinn vanur þessum hættum, hafði hann jafnan heyg af þeim. Hann vissi, að hann hælti jafnan Iífi sínu í hverri flug- ferð. En sú liætta var ólijá- kæmileg í því starfi, sem liann hafði valið sjer og sem hafði gert hann að læknininn fljúg- andi, manninum, sem þjóðsög- ur höfðu myndast um, alstaðar nema hjá fólkinu, sem hann átti að hjálpa, þegar sjúkdóm eða slys har að höndum — fjár- lnrðum, símavörðum og þesskon ar fólki. Hjá því var liann engin sagnahetja, heldur veruleikinn sjálfur — nútíma galdramaður, ofurlítið hæruskotinn og með hlá, vinaleg augu. En Johnson vissi hest sjálfur, að hann var enginn galdramað- ur — sjerstaklega ekki á svona stundu, þegar hann gal ekki einu sinni lagað stíflaða bensin- pípu. „Jæja, það er víst ekki um annað að gera en lenda, Matt- liildur,“ sagði hann. „Tröll taki þig!“ Hvíta flugvjelin steyptist nið- ur að trjátoppunum. Þegar ekki voru eftir nema svo sem tvö hundruð metrar, rjetti hann vjelina á fluginu og skimaði J. fl. íiztEringfDn: LÆKNIRINN um eí'tir opnum blelti, sem hægl væri að tylla henni á. En það leit illa út. Trjátopparnir eins og samanliangandi flötur og hvergi auður díll. Johson ljet vjelina líða í breiðum boga. En hún misti ferðina aftur og ljet illa að stjórn. Johnson fann, að hann hafði hjartslátt. Óttinn var tilfinning, sem hann þekti næsta lítið, en hann var hrædd- ur núna. Hann blístraði þegar liann sá, að honum hafði saml orðið að ósk sinni. Þarna rann ofurlítill lækur gegnum skóginn. Hann virtist svo lítill þarna að of- an. En þar var möguleiki að geta lent á bakkanum án þess að hálsbrjóta sig. Johnson rjetti vjelina svo, að hún stefndi eftir farveginum og fór lægra. Nú voru ekki neina nokkrir metrar frá trjá- toppunum að hjólunum. John- son beit á jaxlinn og starði beint fram. Og þarna sá liann björgunar- vonina. Um það bil hundrað metra framundan var talsvert hreið flöt i .skóginum, flöt, sem > vissi á aðra hliðina að læknum. „Matthildur,“ sagði liann, „ætli við verðum ekki að reyna?“ Vjelin seig Iægra og lægra. Johnson lijelt dauðahaldi um stýristöngina. Hann þorði ekki að líta lil hliðanna. Það lá við að greinarnar snertu væng- broddana. Nú var að hrökkva eða stökkva — og hver‘vöðvi var þaninn. Hann varð að lenda eins og meistari, annars mundu steinvölurnar verða til þess, að vjelin steypti stömpum, alveg eins og hlaupari dettur um línu. Hjólin snertu vatn og síðan fasta jörð og þá kiptist vjelin við, svo að Jolmson hraut úr sætinu og slepti stýrisstönginni. En svo náði hann aftur valdi yfir vjelinni og hún nam von bráðar staðar. Hann sat dálitla stund í sæt- inu og skalf frá bvirfli til ilja. Strauk hendinni um andlitið og fann, að það var vott af svila. „Jeg er taugaveiklaður eins og leikkona,“ tautaði liann. Svo jafnaði hann sig og fór að skoða umhverfið. „Vel af sjer vikið, Matthildur/1 sagði hann og kink- aði kolli til vjelarinnar. Hann FLJÚGANDI sá nú, að lendingarstaður sá, sem hann hafði neyðsl til að nota, var stærri en hann hafði virst vera úr loftinu, þó ekki væri hann of stór — það var svnd að segja: ekki meira en svo sem 40 metra langur og kanske þrisvar sinnum breiðari en vjelin milli vængjabrodd- aniia. Hann gáði til veðurs. Ilann mátti engan tíma missa, þvi að ]iað var farið að skyggja. Hann brölti út úr vjelinni og fór að eiga við hreyfilinn. Eins og liann liafði giskað á, hafði ben- sínpípan stíflast og það olli biluninni. Það var eklci nema tíu mínútna verk að laga það. Þegar hann hafði gert það og' sneri sjer að læknum til að þvo óhreinindin af höndunum á sjer, varð honum ljóst, að honum var ómögulegt að láta í loft þaðan sem vjelin stóð. Við lendinguna hafði vjelin runnið flötina á enda. Fyrir framan hana var þjettur skóg- ur og lækurinn þrengdist þar í tilbót, svo að liann var lítið breiðari en vjelin. Trjen uxu fast fram á bakkann. „Of áhættusamt," sagði John- son, „altof áhættusamt. Vjelin verður að hafa undanfæri, ann- ars mölva jeg liálsinn á bæði Matthildi og sjálfum mjer. Við verðum vist að snúa nefinu á þjer i hina áttina, kindin mín.“ Ilann vissi, að liann mundi ekki liafa afl til þess einn, að lyfta stjelinu á vjelinni og snúa henni við. Hann varð að fá að minsta kosti einn mann til að hjálpa sjer. Jolmson hnyklaði brúnirnar. Ilann þekli umdæm- ið sitt, þekti það vel. Þekti göl- urnar heim að híbýlum livers einasta bónda og veiðimanns og rataði til þeirra, eins og læknir i borg ratar um götur og í bús. Og nú fór hann að hugsa sig um, hvort nokkur manneskja mundi eiga heima þarna nálægt. „Braley — jú, vitanlega. Það vor sex ár síðan hnífur John- sons hafði bjargað lífi Braley frá bráðum bana, er liann fjekk botnlangabólguna. Braley hafði verið honum mikið þakklátur síðan. Jolmson tók fram uppdratt og fletti honum sundur til að ákvarða staðinn, sem hann var á. Innan skamms hafði hann ákveðið lendingarstaðinn með mikilli nákvæmni. Með reglu- stiku og áttavita gat hann nú sjeð, hve langt var til nýlendu Braleys. IJún var um átta kíló- metra til norðausturs, og hann gerði ráð fyrir, að hann yrði að fara um þjettan skóg lil að komast þangað. Það var óhugs- andi , að Braley og hann væru kofnnir aftur að vjelinni fvrir myrkur. Þessvegna mundi liann ekki geta haldið áfram fyr en í fyrramálið. „Það verður víst úr, að Bra- ley verður að hýsa mann í nótt,“ tautaði Jolmson. „Og þú verður víst að híða hjerna þangað til á morgun, Matthild- úr. En við því er ekkerl að gera.“ Svo braut bann uppdráttinn saman og stakk honuni í vas- ann. Rendi síðan augunum til hvítu flugvjelarinnar og livarf inn í skóginn til norðausturs. Það var þreytandi og erfiður gangur gegnum þjettan undir- skóginn og það var komið rökk- ur, þegar Johnson kom heim að húsi Braleys. Húsið var úr gildum viðum,' með bárujárns- þaki og sneri út að smalagölu, sem lá frá norðri til suðurs og niður að árbakka. Johnson læknir staldraði við, tók af sjer flughjálminn og þurkaði sjer um ennið með yasaklút. Hann liaf'ði mæðst á göngunni gegnum skóginn. Það yrði gott að fá matarhita og golt rúm að sofa i. En nú lmyklaði hann brúnirnar. Það stóð blá bifreið við liúsdyrnar. Skrautleg bifreið og dýr og það var ómögulegt að Braley ætli liana. Tóbaksuppskeran liafði verið afar Ijeleg síðustu tvö ár- in, svo að það var óhugsandi, að Braley hefði haft efni á að kaupa sjer hifreið. Johnson ypti öxlum og lahh- aði inn á svalirnar með flug- hjálminn í hendinni og barði að dyrum. Hann heyrði lireyfingu inni og bráðum var hurðinni lokjð upp. En maðurinn, sem kom til dyra, var ekki Braley. Það var lítill hnubbaralegur maður með svart hár. Hann hafði hægri hendina i jakkavasanum og andlitið var kuklalegt. Bláu fötin, sem hann var i, voru auðsjáanlega saumuð af klæð- skera og Johson sá, að það var dýrt efni í þeim. „Nú — hvað viljið þjer?“ spurði maðurinn. „Jeg ætlaði að hafa tal af Ted Braley,“ svaraði Jolison. Maðurinn hugsaði sig um sem snöggvast. „Eruð þjer vinur hans?“ spurði hann svo. „Já — jeg heiti Johson.“

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.